Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Shea handáburðurinn er ríkur af shea smjöri (20%) sem gengur fljótt inn í húðina svo hún verður vel nærð og mjúk. MÖGNUÐUSTU VERKFÆRIN OKKAR, HENDURNAR. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 SHEA HANDKREM NÆRIR OG MÝKIR Það er kunnara en frá þurfi að segja að ef við reynum ekki á ein- staka hluta líkamans þá rýrna þeir. Þetta gildir um alla vöðva, meira að segja hjarta- vöðvann og einnig beinin. Nú hefur vís- indamönnum tekist að sýna fram á að heila- stöðvar, sem fá tak- markað áreiti, rýrna meira en þær sem fá eðlilegt áreiti. Gráa efnið í þeim hluta heilans, sem meðhöndlar hljóð, rýrnar meira í heyrnarskertu fólki en hjá þeim sem hafa eðlilega heyrn. Vísindamenn við John Hopk- ins og National Institute on Aging hafa rannsakað áhrif heyrnartaps á heilarýrnun og komist að þeirri nið- urstöðu að þrátt fyrir að eðlilegt sé að heilinn rýrni með aldrinum þá rýrnar hann hraðar hjá fólki með lélega heyrn. Í annarri rannsókn, sem gerð var af prófessor í tauga- vísindum, dr. Wingfield, við Bran- deis University í BNA í samstarfi hans með starfsbræðrum við há- skólana í Pennsylvaníu og Wash- ington, notuðu þeir segulómun og könnuðu áhrif heyrnartaps bæði á virkni og gerð heilans. Rannsóknin sýndi að þeir sem eru heyrnarskertir hafa minna gráefni í heila- berki í þeim hluta heil- ans sem sér um tal- skilning en þeir sem eru með fulla heyrn. Wingfield telur að heyrnin sé megin- orsökin. Þegar örvun frá skynjun minnkar vegna heyrnarskerð- ingar þá minnkar virkni samsvarandi svæðis í heilanum. Þetta þýðir einnig að einstaklingur með skerta heyrn notar mikið meiri orku við að vinna úr flóknum setn- ingum. Þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt er að vernda heyrnina. Fólk verður að muna að hávaði skemmir heyrnina og þegar það gerist fer heilinn að rýrna. Heyrnarskemmd er óafturkræf. Fyrir þá, sem þurfa að vera í há- vaða, er mikilvægt að nota hlífð- arbúnað s.s. heyrnarsíur eða heyrn- arhlífar. Heyrnartæki geta bjargað miklu hjá þeim sem eru með skerta heyrn því auk þess að bæta heyrn- ina halda þau heilanum í þjálfun. Taugasérfræðingurinn Jonathan Peelle, Ph.d. segir (lausleg þýðing): „Þegar heyrnin verður lélegri með aldrinum er rétt að huga að heyrn- artækjum ekki aðeins til að bæta heyrnina heldur einnig til að við- halda heilanum. Fólk heyrir mis- munandi og jafnvel þeir sem hafa væga heyrnarskerðingu verða að leggja meira á sig til að skilja flókn- ar setningar.“ Peelle segir einnig: „Hæfileiki þinn til að heyra verkar beint á hvernig heilinn meðhöndlar hljóð og hvernig þú talar. Að við- halda heyrninni verndar ekki aðeins eyrun, það hjálpar einnig heilanum að gera sitt besta.“ Hjá flestum skerðist heyrnin smám saman á nokkrum árum þannig að maður tekur ekki eftir því, auk þess er al- gengt að þeir, sem verða varir við versnandi heyrn, fresti því í mörg ár að láta athuga heyrnina. Ef grunur er um heyrnarskerðingu ætti ekki að slá því á frest að fara í heyrnargreiningu. Samkvæmt fyrr- nefndum rannsóknum fer heilinn strax að rýrna þegar heyrnin byrjar að skerðast. Hægt er að fá heyrn- artæki til reynslu og heyra um- skiptin. Heilarýrnun og heyrnarskerðing Eftir Ellisif K. Björnsdóttur »Heyrnartæki geta bjargað miklu hjá þeim sem eru með skerta heyrn því auk þess að bæta heyrnina halda þau heilanum í þjálfun. Ellisif K. Björnsdóttir Höfundur er heyrnarfræðingur hjá Heyrn í Kópavogi. ellisif@heyrn.is Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og barst mikill fjöldi lausna. Rétt lausn er: „Vestur í kvikmyndaborginni féll risi af stalli og í kjölfarið kom metoo hreyfingin. Hér á landi minntu stærstu eldstöðvar á sig.“ Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Ólöf Kjaran Sólvallagötu 1 101 Reykjavík hlýtur bókina Kortlagning Ís- lands – Íslandskort 1428-1850 eft- ir Reyni Finndal Grétarsson. Ólöf Kristín Ólafsdóttir Logafold 33 112 Reykjavík hlýtur bókina Landsýn eftir Einar Fal Ingólfsson. Andri Fannar Guðmundsson Norðurbakka 9A 220 Hafnarfirði hlýtur bókina Andlit norðursins eftir Ragnar Axelsson. Vinningshafar geta vitjað bók- anna í móttöku Morgunblaðsins í Hádegismóum 2 eða hringt í 569- 1100 og fengið þær sendar heim. Morgunblaðið þakkar góða þátttöku og óskar vinningshöf- unum til hamingju. Lausn á jólamynda- gátu Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.