Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta yfir 300 mkr. • Vel innréttað kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp. • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall. • Gott hótel á flottum stað miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. • Fyrirtæki í framleiðslu úr ryðfríu stáli fyrir sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar. Stöðug velta 170 mkr. og góð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti í gær að kristilegir demó- kratar hefðu náð samkomulagi við Sósíaldemókrataflokkinn, SPD, um að flokkarnir stefndu að myndun nýrrar samsteypustjórnar, sem og þau markmið sem slík stjórn myndi setja sér. Samkomulagið náðist eftir nætur- langan fund, þar sem Merkel ræddi við Martin Schulz, leiðtoga SPD ásamt Horst Seehofer, leiðtoga CSU, systurflokks kristilegra demó- krata í Bæjaralandi. Samkomulagið er 28 síðna langt og tekur á helstu stefnumálum verðandi ríkisstjórnar, en hún verður þó ekki formlega mynduð fyrr en í vor. Sagði Seehofer að vonir stæðu til að allt yrði frá- gengið fyrir páska. Nánari tengsl við Frakka Í samkomulaginu sammælast flokkarnir um að þeir vilji nánari tengsl og samstarf við Frakka um það hvernig hægt sé að „styrkja og endurbæta“ evrusvæðið, en Emm- anuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt áherslu á umbætur svo að evran geti staðið áföll betur af sér. Þá er höfuðáhersla lögð á að sam- eiginleg utanríkis- og varnarmála- stefna Evrópusambandsins verði efld, sem og að búinn verði til gjald- eyrissjóður Evrópu sem gæti veitt neyðarlán til ESB-ríkja. Samkomulagið tekur einnig á inn- flytjendamálum og setja flokkarnir sér það markmið að fjöldi hælisleit- enda sem fái inngöngu í Þýskaland verði takmarkaður við 200.000 manns á ári. „Heimurinn bíður ekki“ Merkel sagði að sér væri létt að þessum áfanga væri náð, þar sem heimurinn biði ekki eftir Þýskalandi. Brýnt væri að mynda nýja ríkis- stjórn sem gæti boðað „nýtt upphaf fyrir Evrópu“. Aðrir þjóðarleiðtogar í Evrópu fögnuðu einnig tíðindunum og sagði Macron Frakklandsforseti að hann væri ánægður með að svo virtist sem að stjórnarkreppan í Þýskalandi væri á enda. Það standa þó enn ljón á veginum, og nefndu fréttaskýrendur sem dæmi að flokksmeðlimir SPD ættu eftir að kjósa um þátttöku flokksins í stjórninni. Innan grasrótar flokksins væru margir efins um að það væri rétt skref að ganga aftur í eina sæng með Merkel, sér í lagi eftir það af- hroð sem sósíaldemókratar biðu í kosningunum í september. Grunnur lagður að stjórn  Kristilegir demókratar og sósíaldemókratar ná samkomulagi um viðræður  Vilja „nýtt upphaf“ fyrir ESB  Kalla eftir nánari tengslum við Frakkland AFP Samkomulag Þau Horst Seehofer, Angela Merkel og Martin Schulz voru ánægð með samkomulagið, sem greiðir fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Meðlimir japönsku stúlknahljómsveitarinnar Kasot- suka Shojo, sem á íslensku gæti útlagst „Rafmyntar- píurnar“, sjást hér stilla sér upp á tónleikum sveit- arinnar í gær. Markmið hljómsveitarinnar er að sögn meðlima hennar að auka vitund almennings í Japan um svo- nefndar rafmyntir eins og Bitcoin, og á hver meðlimur sveitarinnar að tákna sérstaka rafmynt. AFP Vitundarvakning í formi popptónlistar Samfélagsmiðill- inn Facebook hyggst breyta því hvernig efni birtist notendum hans. Er mark- miðið það að auka hlutdeild fjölskyldu og vina á kostnað fréttaveitna og auglýsenda. Mark Zuckerberg, stofnandi Fa- cebook, viðurkenndi að niðurstaðan gæti orðið sú að fólk myndi eyða minni tíma á Facebook, en stjórn- endur síðunnar sögðust vonast til þess að reynsla notenda af síðunni yrði þá betri. „Við vonum að þetta muni ýta undir þýðingarmeiri sam- skipti á milli fólks,“ segir Zucker- berg. Síðan hefur verið gagnrýnd á undanförnum misserum fyrir að hafa leyft svonefndum „fals- fréttum“ að standa óáreittar, og fyrir að gera lítið til þess að sporna við hatursáróðri. Talið er að fyrir- hugaðar breytingar eigi að hjálpa til við að draga úr magni þess efnis sem talið er óæskilegt. Facebook breytir efnisveitunni Mark Zuckerberg BANDARÍKIN Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gærmorgun að hann hefði lýst nokkrum ríkjum þriðja heimsins sem „skítaholum“. Um- mælin, sem Washington Post greindi frá, hafa vakið reiði og undrun í þeim löndum sem sagt var að hefðu fallið undir þessa skilgreiningu. Í frétt dagblaðsins var sagt að Trump hefði látið ummælin falla á fundi með þingmönnum beggja flokka á fimmtudaginn, en þar var rætt um mögulegar umbætur á inn- flytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Trump hins vegar sagði að hann hefði vissulega beitt hvössu orðfæri á fundinum, án þess að það hefði ver- ið gróft eða særandi. Dick Durbin, öldungadeildarþingmaður demó- krata, hafnaði neitun Trumps og sagði að forsetinn hefði notað orðið „skítaholur“ oftar en einu sinni á fundinum. Tilgangur fundarins var að ræða DACA, sérstakt verkefni sem hefur forðað fólki sem kom ólöglega barn- ungt til Bandaríkjanna frá því að vera vísað úr landi. Var á fundinum rædd málamiðlun á milli repúblikana og demókrata, sem fæli í sér að DACA yrði ekki numið úr gildi, líkt og Trump hefur viljað, en í staðinn yrði tekið fyrir ýmsar aðrar leiðir fyrir fólk til þess að verða sér úti um vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna, auk þess sem fjölskyldumeðlimir þeirra sem þegar hefðu fengið áritun ættu erfiðara með að flytja líka til Bandaríkjanna. Meintum orðum mótmælt Afríkusambandið sendi frá sér yf- irlýsingu þar sem ummælin voru sérstaklega fordæmd fyrir kyn- þáttahyggju. Ríkisstjórn Botswana gekk skrefinu lengra og kallaði sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund til þess að kvarta. Þá kvartaði ríkisstjórn Haítí op- inberlega yfir ummælunum, en Trump sendi frá sér sérstaka yfirlýs- ingu á Twitter, þar sem hann sagði samskipti sín við Haítíbúa góð. Trump neitar að hafa látið niðrandi ummæli falla  Forsetinn sagður hafa kallað þriðja heims ríki „skítaholur“ AFP Trump Forsetinn hefur staðið í ströngu á síðustu vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.