Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 ✝ Ólafur MagnúsKristinsson fæddist 2. desem- ber 1939 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á Landspítal- anum 4. janúar 2018. Foreldrar hans voru Kristinn Magnússon, f. 5.5. 1908, d. 5.10. 1984, og Helga Jóhannesdóttir, f. 9.10. 1907, d. 4.11. 1993. Ólafur var annað barn Kristins og Helgu en systkini Ólafs eru: Þórmundur, f. 10.12. 1936, d. 18.5. 1937, Theodóra Þuríður, f. 11.11. 1940, d. 4.3. 2006, Hanna Vil- borg, f. 28.3. 1942, d. 24.7. 1942, Jóhannes, f. 11.5. 1943, d. 14.7. 1990, Helgi, f. 12.11. 1945, d. 5.11. 1968, og Guðrún Helga, f. 22.5. 1948. Hinn 16. október 1971 kvænt- ist Ólafur Ingu Þórarinsdóttur, f. 14.11. 1946. Kjörforeldrar hennar voru Guðlaugur Stef- ánsson, f. 1916, d. 1989, og Guðný Laufey Eyvindsdóttir, f. 1917, d. 1987. Börn Ólafs og Ingu eru: 1) Helga, f. 20.8. 1970, barnsfaðir Örn Guðmundsson, f. 1969. Þeirra synir eru Ásgeir, f. 12.7. 1989, og Ólafur Ingi, f. 8.8. 1993. 2) Lilja, f. 17.2. 1972, gift Gunnari Sigurðssyni, f. 1970. Þeirra synir eru Gauti Þór, f. 4.2. 2002, og Kristinn Gunnar, f. 22.9. 2005. 3) Guð- laugur, f. 27.10. 1973, sambýliskona Kristín Sigurðar- dóttir, f. 1977. Þeirra dóttir er Helga Lilja, f. 16.2. 2011. 4) Kristinn, f. 10.2. 1978, d. 22.3. 2017, giftur Mar- gréti A. Jóns- dóttur, f. 1978. Þeirra dætur eru Sigríður Anna, f. 16.8. 2003, og Inga Guðrún, f. 18.3. 2008. 5) Hildur, f. 29.9. 1984, sambýlis- maður Gregory John Dixon, f. 1985. Þeirra dóttir er Helena Christine, f. 15.4. 2014. Barns- faðir Guðni Guðjónsson, f. 1985. Dóttir þeirra er Emilía, f. 5.7. 2007. Ólafur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og þaðan lá leið hans í Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifaðist hann þaðan 1962. Ólafur starfaði sem skip- stjóri lengi vel, þar til hann tók við stöðu hafnarstjóra í Vest- mannaeyjum 1. september 1991 og sinnti því starfi til loka árs- ins 2009, rétt rúmlega sjötugur að aldri. Ólafur var fé- lagsmaður í AKÓGES og Golf- klúbbi Vestmannaeyja. Útför Ólafs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 13. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku pabbi, mikið er erfitt að kveðja þig núna þó svo að sú stund hafi komið okkur í hug fyrir tíu árum þegar þú veiktist fyrst. En kraftaverki líkast fengum við njóta nærveru þinn- ar í rúman áratug í viðbót. Það er sárt að geta ekki hringt í þig og spjallað um daginn og veg- inn, fengið góð ráð og aðstoð við hvað sem er. Það verður skrítið að koma á Höfðaveginn og sjá þig ekki taka brosandi á móti okkur, svo ánægður að fá okkur í heimsókn. Þú varst börnum okkar frábær afi og mikið voru þau hrifin af þér. Þau vissu ekk- ert betra en að koma á Höfða- veginn til ykkar mömmu og fá að hlaupa um og leika sér af lyst, smíða í geymslunni og búa sér til stórkostlegan ævintýra- heim. Síðan læddu þau sér í súkkulaðirúsínurnar sem þú passaðir að hafa alltaf á borðinu þar sem þau næðu í þær. Við yljum okkur við minning- arnar sem oft eru svo grát- broslegar. Þú varst okkur systkinunum stoð og stytta, alltaf tilbúinn að hjálpa og hlusta. Við minnumst þín með hlýju og munum alltaf sakna þín. Hvíldu í friði, elsku pabbi okkar. Helga, Lilja, Guðlaugur (Gulli) og Hildur. Elsku tengdapabbi. Það er huggun harmi gegn að vita að þú ert ekki þjakaður af kvölum lengur. Ég verð líka að við- urkenna að mér finnst gott að hugsa til þess að þú og Kiddi minn séuð nú saman. Ég trúi því að svo sé. Ég gleymi því seint þegar ég hitti þig fyrst. Ég var nítján ára snót að koma til Vestmannaeyja í fyrsta skipti til að hitta þig og Ingu. Þegar á Höfðaveginn var komið mættir þú mér geislandi og skemmtilegur og tókst mér fagnandi. Ég fann strax að ég var velkomin til ykkar. Þið vor- uð svo yndisleg við mig. Um kvöldið spjölluðum við líka um heima og geima. Þú sýndir mér áhuga og varst hlýr en um leið ofurlítið stríðinn. Þessar skemmtilegu heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem þú lagðir ýmislegt á þig fyrir okk- ur, verða mér ávallt ofarlega í huga. Ég er svo þakklát fyrir allar gómsætu máltíðirnar sem þú galdraðir fram, öll skemmtilegu og krefjandi samtölin, skoðana- skiptin og góðu samverustund- irnar. Þú reyndist okkur Kidda ávallt vel og varst yndislegur afi líka. Hún Inga Guðrún er búin að semja lag og texta um söknuðinn sem hún ber í hjarta vegna fráfalls föður og afa. Við mæðgur munum alltaf sakna þín. Elsku Inga, Helga, Lilja, Gulli, Hildur og fjölskyldur. Við mæðgur vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð vaki yfir ykkur öllum. Margrét, Sigríður (Sigga) og Inga. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Óli var næstelstur okkar systkina en við vorum sjö alls. Það væri því synd að segja að það hafi verið lognmolla heima í Verkó. Þar var alltaf mann- margt en auk okkar heimilis- fólksins voru oft vertíðarmenn á heimilinu á veturna. Óli var vin- margur og endalaust fjör í kringum hann og sannarlega ekki hljóðalaust. Veit ég að vin- konur mínar komu stundum í fjörið bara til að upplifa. Óli hafði gaman af alls konar fólki og voru vinir hans af öllum stéttum og gerðum mannlífsins og margir mjög minnisstæðir. En þó að ég bæri óttablandna virðingu fyrir stóra bróður var samband okkar alltaf mjög gott og hann var alla tíð minn besti vinur. Óli var höfðingi heim að sækja og þolinmæði þeirra hjóna aðdáunarverð. Hvað eftir annað kom ég til þeirra á Höfðaveginn með heilan her- skara af fólki, bæði tengda og ótengda fjölskyldunni. Ófáar þjóðhátíðir fylltum við húsið og garðinn líka. Alltaf var tekið á móti fólki eins og það væri sjálfsagður hlutur. Ekkert ves- en. Óli var mjög flinkur í eld- húsinu og var alltaf frábær mat- ur á borðum fyrir alla viðstadda, skylda sem óskylda. Ekkert talið eftir. Fyrir 10 árum greindist Óli með krabbamein og héldum við í alvöru að hann væri að fara. En hann var alla tíð harður af sér og hristi þetta af sér. Stuttu eftir þessa erfiðu legu fórum við ásamt mökum til Rómar í löngu pantaða ferð, Óli enn sárlasinn. Og fyrst hann var nú kominn alla þessa leið varð hann að skjótast til Pompei, ferð sem tók heilan dag. Þangað kominn var ekki annað í myndinni en að fara á topp Vesúvíusar, gang- andi. Allt var klárað með stæl og aldrei inni í dæminu að gef- ast upp. Á þessum 10 árum sem liðin eru frá því að hann veiktist fyrst erum við búin að fara saman í margar „reisur“ bæði innanlands og utan. Merkileg- ast finnst mér hvað hann gat harkað af sér, því veikur var hann. Okkur systkinum var inn- rætt að segja alltaf meiningu okkar og spýta í lófana þegar á móti blés. Þetta fannst mér ein- kenna Óla allt lífið og ekki síst þessi 10 síðustu ár og er sann- arlega til eftirbreytni. Við kveðjum kæran bróður og vin sem skilur eftir ótal góð- ar minningar. Guðrún og Bjarni. Óli frændi er dáinn. Aldrei er hægt að venjast svona fréttum þótt í huganum hafi maður reynt að búa sig undir að ein- hvern tímann kæmi að þeim. Ég hef þekkt Óla frá því ég man eftir mér og umgengist mikið alla tíð. Ef gista þurfti í Eyjum var aldrei plásslaust fyr- ir okkur hjónin eða Helga hjá Ólafi mikla og Ingu á Höfðaveg- inum hvort heldur á þjóðhátíð eða af öðru tilefni og þau höfð- ingjar heim að sækja. Þrátt fyrir mikinn samgang var það frekar óvænt að starfs- vettvangur okkar Óla skaraðist en ég var að leita mér að tíma- bundinni vinnu og hann frétti af því. Hann vantaði kokk á Áls- eyna og af einhverjum óskiljan- legum ástæðum sló ég til þegar hann hringdi í mig. Kjartan bróðir hafði verið kokkur hjá honum sumarið áður við góðan orðstír og líklega var búist við genetískri samsvörun í mér. Fáum mánuðum seinna varð fögnuður meðal áhafnarinnar þegar ég færðist í vélarrúmið. En tónninn um ánægjulegt samstarf var sleginn og mest- allan minn sjómannsferil var ég með Óla. Við áttum ágætlega skap saman og spjölluðum mik- ið þegar við hittumst. Í seinni tíð þegar hann var í bænum kom hann oft við í vinnunni hjá mér til að eiga spjall. Aldrei var farið í felur með skoðanir og hlutirnir sagði hreint út en við vorum oft ósammála og þá kall- aðist spjallið í mér þras. Við svona skrif hrannast upp minningar sem geymast og taka sér sérstakan sess. Minningar af Heiðaveginum, Höfðavegin- um, úr Mosgerðinu, siglingum, útilegum og golfi eru ómetan- legar og það að hafa fengið að verða samferða Óla gerir mann auðugri. Blessuð sé minning Ólafs Magnúsar Kristinssonar. Kristinn, Vilhelmína (Villa) og Helgi. Við hittum Óla frænda rétt fyrir jólin hjá systur hans, ömmu Gunnu. Þar var hann mættur í sitt árlega hlutverk, að dæma í piparkökuskreyt- ingakeppni BG-fjölskyldunnar. Það var greinilegt að Óli var orðinn veikur og það læddist að manni sá grunur að þetta gæti verið í síðasta skiptið sem við sæjum hann. En engu að síður var í honum stríðnisglampinn og púkinn sem hefur ætíð ein- kennt hann. Gott dæmi var þeg- ar hann valdi kökuna mína sem þriðju bestu en skreytingin var frekar einföld með orðunum „Óli er bestur“. Umsögn hans var líka einföld: „Heiðarleg til- raun til að hafa áhrif á dómara og verður að virða það.“ Það er líklega Óla að kenna að mig kitlar ekki lengur en hann hafði ómælda ánægju af því að pína mann sem smá- krakka og lengur en það. Eins og það var alltaf vont þegar hann hélt manni og kitlaði í drep, þá gerði hann það samt alltaf með þeim hætti að maður gat ekki annað en hlakkað til í hvert einasta skipti sem maður hitti kallinn. Þetta var álíka og að fara í rússíbana; maður var spenntur, kveið samt fyrir en þótti þetta hrikalega gaman, Ólafur M. Kristinsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Matthildur Bjarnadóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÞÓRIR GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari, Langagerði 29, Reykjavík, lést sunnudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. janúar klukkan 13. Ása Jörgensdóttir Guðmundur Einarsson Åse Marit Holtet Agnes Einarsdóttir Eyþór Pétursson Ása Einarsdóttir Ole Oroug barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG L. GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis að Skeiðarvogi 22, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 3. janúar. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 16. janúar klukkan 13. Jón Sigurðsson Eyrún Hafsteinsdóttir Guðrún Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Friðgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar yndislega, hjartahlýja ERLA VILHJÁLMSDÓTTIR, Grænumýri 9, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 11. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin verður auglýst síðar. Magni Blöndal Pétur B. Magnason Helene F. Hanøy Dagmar Magnadóttir Guðmundur J. Arngrímsson Magni Aron Guðmundsson Margrét Sigurðardóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Jóhann H. Bjarnason Pálmi Vilhjálmsson Áslaug Ívarsdóttir Margrét Dögg Sigurðardóttir Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, JÓN ÞÓR JÓHANNSSON, Haugesund, Noregi, varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn 3. janúar. Útförin hefur farið fram í Haugesund. Liv Jónsson Jóhann H. Jónsson Magni J. Jóhannsson Ingunn H. Brandt Sigrún Jóhannsdóttir Ingunn Jóhannsd. Lossius Skúli Jóhannsson Helgi Pjetur Jóhannsson Erla Björgheim Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalsmynni, Flóahreppi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn 10. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Alda Einarsdóttir Magnús Gíslason Ólafur Einarsson Kristín Stefánsdóttir Jóhanna Júlía Einarsdóttir Ingibjörg Einarsdóttir Hjálmar Ágústsson Þuríður Einarsdóttir Steinþór Guðmundsson Svava Einarsdóttir Halldór G. Halldórsson Sigurður Ólafsson Kristrún Bjarnadóttir og ömmubörnin öll Ástkær sonur okkar, EINAR ÞÓR EINARSSON, Einigrund 4, Akranesi, lést af slysförum miðvikudaginn 3. janúar. Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samhug og veitt ómetanlegan styrk. Guðríður Haraldsdóttir Einar Guðjónsson Björk Jóhannesdóttir og aðrir aðstandendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.