Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 ✝ Jón Krist-bergur Ingólfs- son fæddist 1. októ- ber 1925 í Efra- Lýtingsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Sauðárkróki 2. janúar 2017. Hann var yngsti sonur hjónanna Jónínu Einarsdóttur, f. 1885, d. 1962, og Ingólfs Daníelssonar, f. 1890, d. 1969, frá Steinsstöðum. Bræður Jóns voru Gísli, f. 1918, d. 1998, Daníel f. 1919, d. 2001, Eðvarð f. 1921, d. 1979, og Frið- rik, f. 1924, d. 2004. Fjögurra ára að aldri fluttist Jón með foreldrum sínum í Bakkasel í Öxnadal en frá 1940 og fram yfir tvítugt átti hann heima á Steinsstöðum og síðar á nýbýlinu Laugarbóli sem fjöl- skylda Ingólfs og Jónínu byggði í landi Steinsstaða. 2. maí 1948 gekk Jón að eiga Regínu Margréti Magnúsdóttur, sem fædd er á Sauðárkróki 14. mars 1927 en alin upp frá fimm ára aldri í Héraðsdal í Tungu- sveit. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Helgadóttir, f. 1900, d. 2000, og Magnús Halldórsson, f. 1891, d. 1932. Lifir Regína eiginmann sinn til nærri 70 ára. Börn Regínu og Jóns eru: 1) Magnús, fv. veðurstofustjóri, f. 1948, maki Karitas R. Sigurðar- dóttir, 2) Jónína Inga, fv. banka- starfsmaður, f. 1950, maki Krist- ján Óli Jónsson, 3) Helgi Jón, verktaki, f. 1952, maki Inga Hjördís Aðalbjarnardóttir, og 4) Halldór vélvirkjameistari, f. 1953, maki Rósa María Stefáns- dóttir. Eru barnabörn Jóns og Regínu 12 talsins og barna- barnabörnin 34. Jón og Regína bjuggu fyrstu sextán árin á Sauðárkróki, lengst af á Sæ- mundargötu 9. Árið 1964 fluttu þau í Garðabæ en þau fluttu aftur norður á Krók árið 1977. Þar byggðu þau sér hús á Bárustíg 2. Jón, eða Nonni eins og hann var oftast kallaður, lærði bifvélavirkjun á BSA á Akureyri og í Iðnskóla Sauðárkróks, og lauk meistaraprófi í þeirri grein. Hann tók einnig meirapróf og aflaði sér réttinda til að stjórna jarðýtum og skurðgröfum. Vann hann á jarðýtu sumrin 1946- 1949, m.a. við vegalagningu á Öxnadalsheiði, en sumrin þar á eftir starfaði hann hjá Búnaðar- sambandi Skagafjarðar við að grafa skurði til þurrkunar lands í sveitum Skagafjarðar og víðar. Á vetrum vann hann m.a. á Bif- reiðaverkstæði KS á Sauð- árkróki. Á árunum 1957-1961 stundaði hann sjómennsku, fyrst hjá öðrum en síðan á eigin báti, Nonna SK 101. Eftir að þau Regína og Nonni fluttu suður starfaði hann eink- um við málmsmíðar, fyrst í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ en síðan hjá Vélsmiðju Sigurðar Jónssonar í Kópavogi, þar sem hann vann um 13 ára skeið. Þegar þau fluttu aftur í heimahagana 1977 starfaði hann um tíma hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar en síðan hjá Út- gerðarfélagi Skagfirðinga og vann þar ýmis störf á vélum og viðgerðir á þeim. Síðustu starfs- ár sín vann hann á Vélaverk- stæði Kaupfélags Skagfirðinga uns hann lét formlega af störfum fyrir aldurs sakir 1995. Útför Jóns Kr. Ingólfssonar verður gerð frá Sauðárkróks- kirkju í dag, 13. janúar 2018, klukkan 14. Föðurbróðir minn hefur lokið jarðvist 92 ára að aldri. Nonni, en svo var hann ávallt nefndur í hópi ættingja og vina, kvaddi að morgni 2. janúar 2018. Hann hafði átt við mikla vanheilsu að stríða, barist lengi við Parkinson- sjúkdóm. Jón var giftur Regínu Magnúsdóttur og lifir hún mann sinn, níræð að aldri. Eignuðust þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku, sem öll lifa föður sinn og fylgja honum nú í dag til grafar. Steinsstaðabræðurnir voru fimm talsins og Jón var síðastur þeirra bræðra að kveðja. Nonni byrjaði snemma að, fást við vélar og tæki, vann á skurð- gröfum og jarðýtum lengi. Orð- inn fulltíða maður fór hann í Iðn- skólann á Sauðárkróki og lærði bifvélavirkjun og vann þar við iðn sína í nokkur ár. Jón hélt áfram að vinna hörðum höndum, var af- ar ósérhlífinn og vinnudagurinn því oft langur. Hann stundaði sjó- mennsku frá Króknum nokkur ár. Síðar lét hann lét smíða fyrir sig átta tonna bát sem hann gerði út. Ég fór 2-3 sjóferðir með frænda á bát hans m/b Nonna SK árið 1960, stutta útgáfan er sú að ég var 19 ára og líklega sjóvei- kasta mannrola sem vitað er um. Nonni, sem var húmoristi hinn mesti og stríðinn, gerði stólpa- grín að svona aumingjaskap. T.d. gaf hann mér umsvifalaust nafn- giftina „Golli sjómaður“ og fékk ég að heyra það langt fram á fullorðinsaldur. Ég lét Jón þó ekkert eiga inni hjá mér og í stað- inn minnti ég hann á er hann gat orðið fokillur við konu sína ef hún keypti agúrkur og lauk, það væri ekki mannamatur og lyktin ógeðsleg. Þá gat tjáningin orðið að mörgum „vindstigum“ svo ekki sé meira sagt. Stríddi ég honum á því að svona lagað væri bara bilun. Svona gátum við látið hvor við annan. Þegar við Hanna hófum búskap í Reykjavík 1960 hafði ég ákveðið að kynna konu- efni mitt fyrst fyrir Jóni og Reg- ínu og það varð. Þá og alla tíð síð- an var eins og þau ættu í okkur hvert bein. Í árslok 1964 fluttu þau hjón suður og Jón réði sig sem rafsuðumann í Stálvík skipa- smíðastöð. Hafði Eðvarð bróðir hans hafið störf þar nokkru áður, einnig sem rafsuðumaður. Keyptu þau svo íbúð við Laufás í Garðahreppi. Í Stálvík vann Jón um árabil. Vegna búsetu okkar Hönnu í Garðabæ hittumst við oft. Nonni var músíkalskur mað- ur sem spilaði á harmonikku á böllum víða í Skagafirði á sínum tíma. Eftir að hafa flutt suður gengu þau hjón til liðs við Skag- firsku söngsveitina, þar vorum við Hanna líka. Jón var alla tíð mikill Skagfirðingur og árið 1977 flutti hann aftur á Krókinn, fékk lóð og byggði einbýlishús. Nonni byggði síðan sumarbústað úr landi Steinsstaða ásamt dóttur sinni og manni hennar. Þó að heilsunni færi síðar að hraka keypti hann sér nýjan bíl 80 ára að aldri og ók um allar trissur. Regína og Nonni bjuggu á Báru- stíg 2 á Króknum og þar býr Reg- ína enn. Við Hanna söknum Nonna frænda eins og föður. Við vottum Regínu eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum innilega samúð okkar vegna frá- falls hans. Lokaorð er ljóð eftir Skagfirð- ing, nýlátinn, er hann orti í minn- ingu látins vinar. Í bænum við lútum og höldumst í hendur, hugsunum okkar við beinum til þín. Að megir þú himinsins líða um lendur, í ljósinu bjarta er í austrinu skín. Ævinnar dagur er kominn að kveldi, kær er þín minning hún lýsir um nótt. Opnist þér hliðin að Alföður veldi, ástríkis njóttu svo sofir þú rótt. (Jón Hallur Ingólfsson) Ingólfur Dan Gíslason, Jóhanna Jónsdóttir. Jón Kr. Ingólfssonheppnir að fá tækifæri til að verasumarvinnumenn hjá Dóru og Guðna í Skarði. Þrátt fyrir að sveitalífið hafi á stundum verið puð, enda næg verkefnin fyrir unglingspilta í sveitinni, þá nut- um við þess að vera og vinna í Skarði, kynnast frændsystkinum okkar og sveitungum þeirra. Það var oft glatt á hjalla í kjallaranum enda oft mörg ungmenni í sveit í Skarði. En það var alveg sama hvað gekk á eða hvað var brallað; alltaf hélt Dóra með okkur og tók okkar málstað. Það var ávallt mikið um að vera í Skarði en þrátt fyrir að Dóra hafi haft í mörg horn að líta á stóru búi gaf hún sér ávallt tíma til að taka á móti gestum sem allir fengu höfðinglegar móttökur. Þó svo að við eldhúsborðið kæmust hæglega tíu manns í einu var stundum þrísetið í hádegismat, vinnufólk, heimilisfólk, skyld- menni, pósturinn, mjólkurbíl- stjórinn og ýmsir gestir sem sumir voru að kaupa eða selja hross eða áttu bara leið hjá, öllum var boðið og allir voru velkomnir. Á góðviðrissumardögum varð gestafjöldinn þó stundum meiri en góðu hófi gegnir eins og geng- ur á stórum bæjum en Dóra tók á móti öllum með bros á vör. Þegar við strákarnir eignuð- umst okkar eigin börn áttu þau strax tvær ömmur í föðurættina, Möggu ömmu og Dóru ömmu, og hafa börn okkar einnig notið þess að geta heimsótt Dóru ömmu og frændsystkini sín í Skarði. Alltaf kemur að leiðarlokum og nú er komið að Dóru. Þessarar miklu konu minnumst við með hlýju, virðingu og þakklæti, konu sem var traust og yndisleg systir og besta frænka sem hægt var að hugsa sér. Fyrir hönd fjölskyldunnar Hellulandi 22, Margrét Sæmundsdóttir. Sigríður Theodóra, alltaf köll- uð Dóra í Skarði, var amma okk- ar systra og munum við stoltar segja frá því alla okkar ævi. Þegar hennar er minnst koma mörg orð upp í hugann. Þeirra á meðal eru til dæmis gestrisni, heimakær, hlý, hláturmild, ákveðin, forvitin og skemmtileg. Allir þeir sem komu að Skarði og knúðu þar dyra fengu að kynnast hlýju viðmóti og að sjálfsögðu veitingum frá húsfreyjunni í Skarði. Amma var stolt af börnum sín- um, barnabörnum og barna- barnabörnum og fylgdist ávallt vel með því sem þau aðhöfðust í lífinu. Einnig var hún einstaklega dugleg að monta sig af ættbog- anum sem hún var svo stolt af. Amma var mikil ræðukona, hafði gott lag á íslensku máli og nýtti hvert tækifæri til að halda ræðu, hvort sem tækifærið var stórt eða smátt. Einnig hafði hún unun af því að hlusta á aðra flytja ræður á hreinni og góðri íslensku. Okkur systrum er það báðum minnisstætt hve glöð hún var þegar okkur gekk vel í íslensku- prófum og hvað þá þegar við stóðum okkur vel í upplestrar- eða ræðukeppnum. Stoltið skein úr augum hennar. Síðastliðið sumar er sérstak- lega minnisstætt í huga Heklu þar sem hún var svo heppin að amma Dóra var viðstödd brúð- kaup hennar og Eiríks. Henni er það einnig minnisstætt þegar amma Dóra hitti Vilhelm Bjart, son hennar, í fyrsta skipti. Hann var mánaðargamall, svolítið órór gutti, en þegar hann kom í hend- urnar á ömmu Dóru sofnaði hann værum svefni. Börn eru næm, staðreyndin er sú að hann fann hversu öruggur hann var og þetta var staður þar sem honum leið vel. Þessa tilfinningu hafa margir fundið í faðmi ömmu Dóru. Þess- ar tvær minningar eru ásamt fleirum dýrmætar og mun Hekla geyma þær með sér alla ævi. Rakel vann á dvalarheimilinu Lundi síðastliðin tvö sumur þar sem amma Dóra dvaldi og spjöll- uðu þær oft um daginn og veginn og þegar vel lá á þeim fengu þær sér malt og konfekt, því þannig vildi amma Dóra helst hafa það. Þessar stundir verða ekki metn- ar til fjár og ber Rakel þakklæti í brjósti fyrir þennan dýrmæta tíma. Með þessum minningarorðum viljum við þakka fyrir allar þær yndislegu stundir sem við mátt- um deila með ömmu Dóru. Minn- ingin lifir! Hekla Katharína og Rakel Nathalie Kristinsdætur. Á æskuárum okkar Dóru var Reykjavík lítill bær og allir þekktust. Það var stutt á milli heimila okkar og mikill sam- gangur og samheldni. Máltæki segir að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Við frændfólkið höfum fylgst að alla ævi og tekið þátt í lífi hvert annars. Í því felst mikill styrkur fyrir okkur öll. Við vorum sjö barnabörn ömmu Sig- ríðar Theódóru Pálsdóttur sem allar hétu hennar nafni, allar fæddar á fimm ára tímabili og var Dóra yngst okkar. Hún er sú fjórða sem kveður. Ung giftist Dóra Guðna Krist- inssyni, síðar hreppstjóra, og fluttist með honum að föðurleifð hans, stórbýlinu Skarði í Land- sveit, einu stærsta búi á landinu sem enn fremur er kirkjustaður. Hún kom inn í samfélag þar sem verkaskipting kynjanna var ríkjandi og karlar fóru helst ekki í störf kvenna. Hún sinnti hins vegar karlastörfum og kvenna- störfum jöfnum höndum. Hún sá til dæmis um bókhald og skatta- framtöl fyrir marga bændur í sveitinni og öll veiðileyfi í Veiði- vötnum á Landmannaafrétti voru í hennar umsjón. Kirkjan í Skarði var Dóru afar kær og lagði hún mikið af mörkum til að viðhalda henni innandyra sem utan. Dóra og Guðni ráku blómleg- an búskap í Skarði um áratuga skeið og bjuggu þar rausnarbúi. Með þeim bjó sonur þeirra, Kristinn, og kona hans, Fjóla, og reistu þau stórhýsi á jörðinni þar sem þau bjuggu í sambýli en höfðu þó sín eigin híbýli. Um- ferðin á hlaðinu var eins og á torgi. Sumir voru komnir til að kaupa veiðileyfi, aðrir áttu erindi út af hrossum eða komu til að tala við hreppstjórann. Og frændfólkið kom oft við í Skarði og öllum var tekið opnum örm- um. Svo mörg hross voru í Skarði að enginn hafði tölu á. Þar hafa bændur stundað hesta- rækt og alltaf verið til gæðingar. Okkur frænkunum úr Reykja- vík fannst hún Dóra vera of störfum hlaðin og veltum því oft fyrir okkur hvernig hún færi að því að sinna öllu sem á hana hlóðst. Eins og nærri má geta sá hún um alla matargerð og bakst- ur og húsbændur gestrisnir höfðingjar. Ég tel að það sem gerði Dóru kleift að sinna svo miklu svona vel hafi verið ein- stök skapgerð sem einkenndi hana og var henni eðlislæg og fáum er gefin, hún hafði svo góða nærveru, skapföst, stillt og hlý kona sem alltaf lagði gott til mála og þótti vænt um fólk, ungt sem gamalt. Það er einkenni margra formæðra hennar. Ég hef enga tölu á hve mörg börn voru í sveit í Skarði, sum svo ár- um skipti. Öllum sýndi hún tryggð og vináttuna góðu og mörgum kom hún til manns. Dóra sinnti félagsmálum af áhuga. Hún var formaður Kven- félagsins Lóu í Landsveit í yfir tvo áratugi og sótti fundi Kven- félagasambands Íslands og lét þar til sín taka í mikilvægum hagsmunamálum kvenna. Hún hafði mikinn áhuga á skólamál- um í sveitum og vildi auðvelda bændafólki að mennta börnin sín sem reyndist mörgum erfitt vegna kostnaðar og fjarlægðar frá skóla. Það munaði um lið- styrk Dóru þegar hún lagði mál- um lið. Það er heiðríkja yfir minning- unni um Dóru frænku mína og vinkonu. Megi dýrmæt minning hennar fylgja öllu hennar fólki. Sigríður Th. Erlendsdóttir. Dóra í Skarði. Við ólumst upp saman. Það ætíð var gaman. Líkt og samrýndar systur, samt nöfnur og frænkur. Þú varst sveitarinnar sómi. Þú varst samkvæmanna ljómi. Þú varst húsfreyjanna hetja. Þú hvattir í stað þess að letja Nú himinninn opnast hefur. Hann eilíft líf áfram þér gefur. Með gleði þú gengur um hliðið og glæsileg kveður nú sviðið. Minning þín, mynduga kona, mun okkur ætíð geymast. Þökk að þú varst ávallt svona. Þú munt okkur aldrei gleymast. (SGS) Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir (Teddý) og fjölskylda. Nú er húsfreyjan í Skarði fall- in frá. Dóra mín var mikill dugn- aðarforkur. Hún var á meðal hinna duglegustu kvenna sem ég hef kynnst. Dóra var mörgum kostum búin. Hún hafði ríka réttlætiskennd og kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Maður gat alltaf gengið að henni vísri. Það voru mikil umsvif í Skarði þegar ég var að alast upp. Þau hjón, Dóra og Guðni, voru með stórt bú, auk þess sem þau seldu ferðafólki veitingar. Oft voru hundrað manns í einu og allt bakkelsi sem fólkið fékk með kaffinu var bakað af Dóru. Oft var hún búin að hnoða í snúða áð- ur en hún fór í fjósið á morgnana að mjólka kýrnar. Þá mótaði hún þá til. Svo þegar hún kom úr fjósinu og inn í eldhúsið setti hún plöturnar í ofninn. Dóra var mikil húsmóðir, hún prjónaði og saumaði kjóla á sig og föt á börnin og vinnuskyrtur á bónda sinn. Þau hjónin voru miklir höfðingjar heim að sækja. Skarðsheimilið var annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Þegar einhvern bar að garði var við- komandi drifinn inn í mat eða kaffi. Enginn fór svangur frá borði í Skarði. Allir gátu gengið út og inn sem heimamenn væru. Mörg börn og ungmenni dvöldu í Skarði. Þau komu þangað sumar eftir sumar. Sú hefði ekki orðið raunin hefði þeim leiðst. Heim- ilisbragurinn í Skarði einkennd- ist af glaðværð og léttleika. Dóra var afkastamikil húsmóðir, laus við tilgerð, traust og heil í starfi. Hún gerði oft skattaskýrslur fyr- ir fólk og var mikið í félagsmál- um. Ennfremur fékk hún fálka- orðuna fyrir húsmóður- og félagsstörf á sínum tíma. Dóra var mér alltaf sem önnur móðir. Hún gaf mér oft heilræði og ég vona að mér hafi auðnast að fara eftir þeim. Það var Dóru að þakka að ég var skírð með Kristni, syni þeirra. Þá var hann á fyrsta ári og ég sex ára. Það var sérstakt nábýlið í Skarði og Króktúni. Hvorki var skammast né rifist. Allt saman gekk eins og smurð vél. Hollur granni er gulls ígildi. Það var mikil samheldni á bæjunum í kringum Skarðsfjall. Allir voru tilbúnir að rétta hjálparhönd, þyrfti þess með, rétt eins og ein stór fjölskylda. Dóra og Guðni eignuðust tvö börn, Kristin og Helgu Fjólu, og hafa þau erft mannkosti þeirra beggja. Þau reyndust foreldrum sínum sérlega vel, það sýndi sig glöggt þegar tók að halla undan fæti hjá móður þeirra. Mikill kærleikur og ástúð ríktu á Skarðsheimilinu. Dóra var mikil amma og lang- amma. Hún hjálpaði börnunum við lærdóminn, auk þess sem hún las oft fyrir þau áður en þau fóru að sofa á kvöldin. Þau kunnu líka að meta það sem hún gerði fyrir þau. Sigríði Theodóru er þökkuð áralöng samfylgd og djúp vinátta og ég votta ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Mikill sjón- arsviptir er að Sigríði Theodóru Sæmundsdóttur, húsfreyjunni miklu í Skarði. Blessuð sé minn- ing hennar. Bjarney G. Björgvinsdóttir. Deyr fé, eyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Gengin er heiðurskonan og kær vinkona mín, Sigríður Theo- dóra Sæmundsdóttir frá Skarði. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu og þar var vel hugsað um hana. Dóra var ein af þeim sem lögðu drjúga hönd á plóg við uppbygg- ingu Lundar frá upphafi. Við Dóra áttum langt og gott samstarf í gegnum tíðina sem kvenfélagskonur í stjórn Ólafs- sjóðs og innan Sambands sunn- lenskra kvenna þar sem við vor- um samtíða í stjórn. Við áttum margar góðar stundir saman þegar við ókum á fundi, þá var mikið spjallað, málin krufin til mergjar og mikið hlegið. Dóra mín var ekkert að skafa utan af því þegar henni mislíkaði eitthvað í landsmálunum og kom skoðun sinni vel á framfæri við okkur sem vorum starfandi á þeim vettvangi. Dóra var björt yfirlitum, vel gefin og má með sanni segja að hún var mikill kvenskörungur og máttarstólpi í samfélaginu og reyndist mörgum vel í orði sem verki. Það var tekið eftir henni hvar sem hún fór. Það var alltaf gott að leita ráða hjá Dóru og það var gott að eiga hana að. Hún reyndist mér afar vel þegar ég hóf minn feril í stjórnmálum sem og í störfum mínum sem forseti KÍ. Að leiðarlokum vottum við Skúli Kristni, Helgu Fjólu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Theódóru Sæmundsdóttur frá Skarði. Drífa Hjartardóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Nú hefur hún Dóra mín í Skarði fengið hvíldina eftir langt og farsælt ævistarf. Ævistarf, sem snert hefur lífshlaup svo ótal margra sem með henni gengu um lengri eða skemmri tíma. Það að vera húsmóðir á stóru og mannmörgu sveitaheimili um áratuga skeið, við slíkan orðstír sem hún gat sér, er ekki öllum gefið. Hún var kletturinn sem ætíð stóð að baki sínu fólki í blíðu sem stríðu. Hún var aflgjafinn sem vakti yfir jörðinni sinni og um- hverfi af alúð og kostgæfni. Hún var líknarhöndin sem þerraði tár og sefaði sorgir ef svo bar undir. Mér er efst í huga þakklæti fyrir öll þau ár sem leiðir okkar lágu saman. Virðing og þakklæti fyrir samleið með gjöfulli mann- kostakonu sem hvergi dró af kröftum sínum í baráttu fyrir mannrækt og betra mannlífi. Blessuð sé minning Dóru í Skarði. Fjóla og Jóhannes.  Fleiri minningargreinar um Sigríði Theodóru Sæ- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.