Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Maríanna HugrúnHelgadóttir, for-maður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga, á 50 ára afmæli í dag. Hún er með BS-gráðu í búvísindum frá Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist árið 1999 og svo er hún einnig með diplóma í opin- berri stjórnsýslu. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en fór alltaf í sveit á sumrin og var á Jaðri í Seyluhreppi hjá frænda mínum og ömmu. Ég fór þangað snemma á vorin og kom til baka á haustin, og tók þátt í hey- skapnum og mjólkaði kýrn- ar.“ Maríanna býr sjálf úti í sveit núna, í Kjósinni í svo- kölluðu Harðbalahverfi. „Þar erum við með einn hektara, engan búskap. Ég sinni verkefnum fyrir Kjós- arhrepp, sit í stjórn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðisins, er í skipu- lagsnefnd og er þriðji varamaður í sveitarstjórninni. Ég mun vænt- anlega gefa aftur kost á mér í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í mínu prívatlífi þá er ég að sinna fjölskyldunni og börnum en ég er bæði amma og mamma.“ Maríanna er að klára sitt fyrsta tímabil sem formaður FÍN en hún var áður framkvæmdastjóri félagsins frá 2006 og er því búin að vera hjá FÍN í ellefu ár. „Við erum núna í kjaraviðræðum við ríkið, en við erum með lausa samninga og þau mál eru númer 1, 2 og 3 hjá okkur. Svo á eftir að endurskoða marga stofnanasamninga.“ Maríanna ætla að halda afmælisboð í Félagsgarði í Kjós í kvöld ef veður leyfir. „Það kemur ekkert á óvart að það sé óvissa með veðrið, ég hef oft þurft að aflýsa afmæli mínu vegna veðurs og þá haldið upp á það seinna. Mér sýnist þó að ég geti haldið upp afmælið núna, en við þurfum kannski að senda fólkið snemma heim.“ Eiginmaður Maríönnu er Guðmundur Páll Jakobsson, yfirmaður flugumsjónar hjá Icelandair. Börnin eru Andrea Rós 28 ára, Andri Rósi 16 ára og Sunna Rós 11 ára, og sonur Andreu er Hafsteinn Berg tveggja og hálfs árs. Fimmtug Maríanna H. Helgadóttir for- maður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Afmælinu oft aflýst vegna veðurs Maríanna H. Helgadóttir er fimmtug í dag I ngimundur Sigfússon fæddist í Reykjavík 13.1. 1938 og ólst þar upp: „Við áttum heima í Stóra-Ási á Seltjarnarnesi til 1943. Þá festi faðir minn kaup á húsi við Víðimel þar sem ég ólst síðan upp. Þarna í nágrenninu bjuggu ýmsir andans menn á borð við þá Pál Ísólfsson og Sverri Krist- jánsson sagnfræðing. Skammt fyrir neðan var svo Camp Knox með alla sína bandarísku hermenn.“ Ingimundur gekk í nýstofnaðan Melaskóla, var í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Hringbraut, stund- aði nám við Verslunarskóla Íslands, lauk stúdentsprófum 1959, og emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1967. Ingimundur hóf störf hjá Heklu hf. að loknu lagaprófi, starfaði fyrst við véladeild fyrirtækisins og sinnti sölu- störfum en varð forstjóri Heklu hf. við fráfall föður síns haustið 1967 og gegndi því starfi til ársloka 1990. Ingimundur var stjórnarformaður Reykjaprents 1967-85, stjórnar- formaður Heklu hf. 1990-94, stjórn- arformaður Stöðvar 2 1993-94, sendi- herra Íslands í Þýskalandi 1995-2001 og sendiherra Íslands í Japan 2001- 2004. Ingimundur hefur verið félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1990, var varaformaður og síðan formaður Listahátíðar 2004-2010, stjórnar- formaður Stofnunar Sigurðar Nor- dals 2005-2010, formaður þjóðleik- húsráðs 2007-2014, stjórnarmaður Watanabe-styrktarsjóðsins frá 2008 og formaður Íslandsdeildar Scand- inavia-Japan Sasakawa Foundation frá 2006. Eftir að hafa stjórnað einu stærsta bílaumboði landsins um árabil og Ingimundur Sigfússon, fyrrv. forstjóri og sendiherra – 80 ára Frá afhendingu Landgræðsluverðlaunanna árið 2016. Frá v.: Bjarni Maronsson, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar, Ingimundur, Valgerður, Oddný Sæmundsdóttir, kona Sveins, og loks Sveinn Runólfsson, fyrrv. landgræðslustjóri. Þrískiptur starfsferill – nú landgræðslumaður Afmælisbarnið Ingimundur Sigfús- son ræðir um landgræðslumálefni. Akureyri Kolbrún Þórey Eyþórs- dóttir fæddist 19. janúar 2017 kl. 10.27 á Akureyri. Hún vó 4.498 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín María Stefánsdóttir og Eyþór Antonsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.