Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Á InkaslóðumíPerú Ferðalag til Perú er mikið ævintýri, en í þessu framandi landi koma saman á heillandi hátt hin forna Inkamenning landsins, litskrúðugir frumbyggjar og minjar frá nýlendutíma Spánverja. Glæsileiki nýlenduborganna endurspeglar ríkidæmi þess tíma og sýnir hversu stóran þátt það tímabil átti í sögu landsins. Allir velkomnir á kynningarfund 15. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f. 15. - 29. september Fararstjóri: Guðrún Bergmann Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Myndast hefur þrýstingur á stjórn- völd að ráðast í tvöföldun Vestur- landsvegar á Kjalarnesi. Það getur þó ekki gerst alveg í bráð því ekkert deiliskipulag er til fyrir vegarstæðið. Í fjárlögum ársins 2018 er gert ráð fyrir 200 milljónum króna til að gera hringtorg á Esjumelum. Ekki er gert ráð fyrir frekari framlögum til vegabóta þarna, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. „Í samgönguáætluninni sem sam- þykkt var haustið 2016 voru settar 700 milljónir í breikkun en það skil- aði sér ekki í fjárlög og hefur ekki gert enn. Því verður að bíða nýrrar samgönguáætlunar sem á að leggja fyrir Alþingi á þessu þingi til að vita hvað verður með það. Málið er hins vegar í deiliskipulagsferli og reikn- um við með að sú vinna klárist í vor,“ segir G. Pétur. Síðan þarf að auglýsa skipulagið með athugasemdafresti. Í fyrravor var lýsing vegna nýs deiliskipulags á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi birt á vef Reykjavíkur- borgar. Nær nýtt deiliskipulag til hringvegar (1) um Vesturlandsveg frá sveitarfélagsmörkum við Mos- fellsbæ að Hvalfjarðargöngum. Um er að ræða u.þ.b. 14 kílómetra kafla. Vegagerðin hyggur á framkvæmdir á um 9 km kafla fyrir 2+1-veg frá Hvalfjarðargöngum að Kollafirði í núverandi vegarstæði. Til lengri framtíðar er gert ráð fyrir mislægum gatnamótum á þremur stöðum við Vesturlandsveg á Kjalarnesi, en tímasetning slíkra framkvæmda verður metin út frá aukningu umferðar og umferðar- öryggi. Samhliða því yrði vegi breytt í 2+2-veg. Á deiliskipulagssvæðinu verða 42 gatnamót, tengingar, þver- anir o.fl. á þessum kafla. Bæjarstjórn Akraness skoraði í vikunni á samgönguyfirvöld að bregðast nú þegar við ástandi Vest- urlandsvegar á Kjalarnesi og verja frekari fjármunum til nauðsynlegra úrbóta vegna tvöföldunar vegkafl- ans. Þá hefur verið stofnaður facebookhópurinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ og einnig er hafin undir- skriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að farið verði strax í úr- bætur á veginum. Þúsundir hafa skrifað undir nú þegar. Deiliskipulag í vinnslu fyrir Vesturlandsveg  Þrýstingur á tvöföldun vegarins á Kjalarnesi eykst Morgunblaðið/Ómar „Nei, ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Greint var frá því í vikunni að lax- eldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyj- um hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í vinnslustöð fyrirtækisins. Eru uppsagnirnar raktar til minnk- andi eftirspurnar eftir eldislaxi. Fyr- irtækið hafi gert færri sölusamninga en áður og lækkun á heimsmarkaðs- verði á eldislaxi hafi áhrif á afkomu. Kristján segir í samtali við Morg- unblaðið að verð hafi farið mjög hátt í fyrra. Neytendur hafi brugðist við og stórmarkaðir úti í heimi hafi í kjölfarið minnkað hillupláss. „Verðið hefur lækkað aðeins síðan það var í hæstu hæðum í fyrra,“ seg- ir hann og telur ekki tilefni til að ör- vænta. „Nei. Bakkafrost er vel rekið fyr- irtæki. Það er í kauphöllinni í Osló og verksmiðja þeirra er með hátækni- búnað, meðal annars frá Íslandi. Eft- irspurnin var svo mikil í fyrra að þeir unnu líka á næturvöktum. Þeir voru núna að segja upp næturvaktinni vegna minnkandi eftirspurnar en þeir vonast til þess að geta tekið fólkið inn aftur um mitt ár.“ Er gott hljóð í fólki hér heima? „Já, við höfum fundað með Hafró og lítum fram til þess að það verði unnið úr þessum tillögum að mót- vægisaðgerðum. Þá hefur Kristján Þór sjávarútvegsráðherra boðað lagabreytingar núna í mars. Við er- um spennt að vita hvaða áhrif þær munu hafa.“ hdm@mbl.is Spáð meiri vexti  Bjartsýni í laxeldi hér á landi þrátt fyrir uppsagnir í Færeyjum í vikunni „Með þessu erum við að byrja kosn- ingabaráttuna, en við ætlum að fá til okkar allar þær sjálfstæðiskonur sem hyggja á framboð,“ segir Vala Pálsdóttir, for- maður Lands- sambands sjálf- stæðiskvenna, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til þess að í dag, 13. jan- úar, fer fram fundur með kven- kynsframbjóð- endum Sjálf- stæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fund- urinn fer fram í Valhöll í Reykjavík og hefst dagskrá klukkan 10. Meðal þeirra sem taka til máls á fundinum eru Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- og kirkjumála- ráðherra, og Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. „Sólveig mun m.a. greina frá reynslu sinni af stjórnmálaþátttöku og hvernig best sé að taka fyrstu skrefin í pólitík. Áslaug Arna mun síðan ræða um hvernig best sé að koma sér á fram- færi, bæði innan flokks og utan,“ segir Vala, en sjálf mun hún taka fyrir ímynd stjórnmálamanna í ávarpi sínu á fundinum. Þá verður einnig svonefnd bak- varðasveit sjálfstæðiskvenna kynnt til sögunar. „Þetta er hópur kvenna sem um árabil hafa verið þátttak- endur í íslenskum stjórnmálum, bæði á þingi og í sveitarstjórnum. Þessi reynda og kröftuga bakv- arðasveit er tilbúin að veita hverri konu ráð og hvatningu, stuðning og liðsinni eftir þörfum. Við væntum þess að aðrir flokksmenn láti ekki sitt eftir liggja í hvatningu og stuðn- ingi,“ segir Vala og bætir við: „Bakv- arðasveitin er því hvatning til kvenna um að halda áfram og sækja fram.“ khj@mbl.is Baráttan undirbúin í Valhöll  Bakvarðasveit kvenna kynnt á fundi Vala Pálsdóttir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Það er ágætt að frétta af hafern- inum, hann er hér í góðu yfirlæti og byrjaður að flúga svolítið á milli enda í búrinu,“ segir Jón Gíslason, yfirdýrahirðir í Húsdýragarðinum, um haförninn sem Snorri Rafnsson fangaði nálægt Ólafsvík fyrri part desember og kom með í Húsdýra- garðinn til aðhlynningar. Jón segir að unnið sé að því að byggja örninn betur upp svo hægt verði að sleppa honum nálægt þeim slóðum sem hann er frá. „Það er ekki vitað hvað var að angra örninn en hann var frekar magur þegar hann kom til okkar, “ segir Jón og bætir við að örninn sé óvenjuróleg- ur og gæfur. „Hann étur orðið vel en það geta liðið dagar eða vikur þangað til við teljum hann tilbúinn til sleppingar. Við sleppum honum allavega ekki í þeim umhleypingum sem nú eru í veðrinu, segir Jón og bendir á að gestum Húsdýragarðsins gefist nú sérstakt tækifæri á því að komast í návígi við haförn. Ljósmynd/Jón Gíslason Tignarlegur Í Húsdýragarðinum geta gestir séð rólegan og gæfan haförn. Haförninn farinn að fljúga í búrinu  Óvenjurólegur og gæfur  Étur vel Álag á Landspítala hefur verið með mesta móti síðustu daga. Tæplega 220 manns leituðu á bráðamóttöku í Fossvogi í gær, þar af um helm- ingur vegna hálkuslysa. „Þetta er gríðarlegur fjöldi og að líkindum eitt það mesta sem við höfum séð í langan tíma. Meiðslin eru misalvarleg en mikill fjöldi hef- ur þó þurft skurðaðgerð og legu hjá okkur í framhaldinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í pistli á heimasíðu hans. Samhliða þessum tíðu hálkuslys- um færist inflúensa enn í aukana og hefur það aukið álagið á Land- spítala. „Þessi árstíðabundna aukning í starfseminni kemur okkur auðvitað ekki á óvart, þótt vissulega sé hér nokkur viðbót við það sem við erum vön að sjá. Æskilegt væri að við gætum fjölgað starfsfólki hjá okkur og aukið framboð legurýma við þessar aðstæður en því miður er staðan sú að vegna skorts á starfs- fólki – einkanlega hjúkrunarfræð- ingum – hefur þurft að fækka legu- rýmum fremur en hitt,“ segir forstjórinn. hdm@mbl.is Mikið álag vegna hálkuslysa og flensu Morgunblaðið/Hanna Hálka Fljúgandi hált hefur verið undanfarið og margir slasað sig.  220 leituðu á bráðamóttöku í Fossvogi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.