Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er svo margt að gerast að þér finnst þig skorta yfirsýn. Notaðu daginn til þess að telja mikilsmetandi aðila á að fylgja þér að málum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur í svo mörgu að snúast að þú þarft að fá fólk í lið með þér til þess að hlutirnir gangi upp. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú og ástvinir þínir eruð ekki endilega sammála um hvað geri lífið spenn- andi. Notaðu daginn til þess að gera sjálf- um þér eitthvað til góða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað það liggur í loftinu sem gerir þig óöruggan. Vertu á verði þótt þú vitir ekki endilega hvers vegna. Reyndu að forðast árekstra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þér segir svo hugur að nú sé rétti tíminn til að draga sig í hlé skaltu fara eftir því. Allt sem tengist fjölskyldu og fast- eignum mun batna á næstunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur verið of upptekinn að und- anförnu og ekki gefið gaum að þeim sem næst þér standa. Spjallaðu við vini og fé- laga og heyrðu hvað þeir segja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fólkið sem þú rekst á virðist tala bara til að geta hlustað á sjálft sig og reynir sí- fellt að sýnast betra en náunginn. Framlag þitt til hópvinnu mun vekja á þér athygli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst þú loksins reiðubú- inn til að tjá þarfir þínar og pælingar fyrir maka þínum. Talaðu um þær breytingar sem þú vilt sjá á kringumstæðum þínum og hvernig þið getið unnið saman að þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er engin ástæða til þess að snúa við þótt aðrir hafi ekki haldið áfram. Gerðu þér far um að halda jafnvæginu milli persónulegra markmiða og tengsla þinna við aðra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hvernig væri að gerast félagi einhvers sem hefur öðruvísi hæfileika en þú? Samvinna ykkar verður meiriháttar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér tekst vel upp við að finna eitthvað aðdáunarvert í fari fólksins í kring- um þig. Leitaðu leiða til þess að vera já- kvæðari gagnvart þeim sem þú vilt tengj- ast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Peningar, gjafir og hlunnindi rata til þín í dag. Þú hefur ekkert að skammast þín fyrir og getur því alveg horft stoltur framan í heiminn. Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Torleyst verk hann vera kann. Vegsemdinni fylgir hann. Skuldabyrði skekur þann. Skyldleiki við einhvern mann Harpa á Hjarðarfelli svarar: Gátan torleyst ekki er ætli á vegsemd standi. Ef að skuldir þyngja þér það mun heita vandi. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Vandi er að sjá hvað vatnið tærir og vegsemd hverri fylgir hann. En skuldavandinn okkur ærir. Á ég ríkan vandamann? Helgi Seljan svarar: Fylgir mörgu verki vandi, vegsemd líka eltir hann. Vandi skulda er víst í landi, vandamann ég góðan fann. Þessi er skýring Guðmundur: Torleyst vandaverkið er. Vandi fylgir upphefðinni. Skuldavandi þjakar þér. Þú ert vandabundinn Finni. Þá er limra: Með fádæmum glöð var Gunna, en gerði þá skyssu að unna Heilögum Anda, Það olli’enni vanda, og upp frá því gerðist nunna. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Blundi nú ég bregða hlýt, birta tekur, eða hvað? Heilmikið ég heilann brýt og hripa gátu niðr’á blað: Svæði afgirt fyrir fé. Í fjósinu ég hygg að sé. Hestakofi opinn er. Umferð gegnum túnið ber. Ekki er laust við að Helgi Ingólfsson sé með beinverki: Nú líklega þarf ég í liðskipti (við lækna að eiga slík viðskipti). Af mjöðmum það hlýst, sem mér hafa nýst til margs alveg síðan um siðskipti. Hér er veðurlýsing Magnúsar Halldórssonar: Kaldi fyrst og kólguský, hvessti og fór af blíðan, storminn fljótt þó stefndi í, stendur í roki síðan. Konráð Erlendsson orti: Verði sakir sannaðar svo að treysta megi eru bjargir bannaðar bæði á nóttu og degi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Eins er vandi að enda og byrja Í klípu „ÞETTA ERU HORN. KOMDU AFTUR ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ LÁTA ÞÍN VAXA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HRJÓTTU NÚNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera þinn Hr. Áreiðanlegur! SUMA DREYMIR Í SVÖRTU OG HVÍTU AÐRA DREYMIR Í LIT MIG DREYMIR Í PITSUÁLEGGJUM ÞETTA ER SLÆMT!! ÞETTA ER EKKI SVO SLÆMT! ÉG ER LAUS VIÐ HIKSTANN! Það hefur væntanlega fariðframhjá fæstum að Hollywood- stjörnurnar klæddust svörtu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar. Það skapaði aðra stemningu á rauða dreglinum því ekki dugir að spyrja bara hver hann- aði fötin heldur liggur eitthvað dýpra að baki. Stjörnurnar klæðast svörtu út af því að þær eru að sýna samstöðu með fórnarlömbum kyn- ferðislegrar áreitni og ofbeldis og styðja frásagnirnar sem hafa komið fram í #MeToo-byltingunni. x x x Í þetta skiptið vildu konur fá að tjásig um eitthvað meira en bara föt- in, þó að þau séu líka stórkostleg. Emma Watson mætti til dæmis í fylgd baráttukonunnar Marai Larasi sem hefur látið sig ofbeldi gegn kon- um varða. Konur eru þreyttar á því að vera bara spurðar um útlitið. x x x Þetta er hluti af átakinu Time’s Upsem leggur áherslu á að nú þurfi að ná jafnrétti og aðgerða sé þörf strax. Í forsvari fyrir þennan hóp eru áhrifamiklar konur í Hollywood eins og Meryl Streep, Natalie Port- man og Reese Witherspoon. Sú síð- astnefnda hefur áður vakið athygli á því að sjónvarpsfólk á rauða dregl- inum eigi að spyrja konur um fleira en fyrir ári notaði hún #AskHer- More til að hvetja blaðamenn til að spyrja heldur um listræn afrek kvennanna heldur en kjólana. x x x Það eru ekki allir ánægðir meðþetta og finnst að nokkur myllu- merki og svört föt sé ekki nóg. Það minnir á atriðið í áramótaskaupinu þar sem fólkið var svo miður sín út af flóttamannavandanum að það ákvað að horfa á heimildarmynd á Netflix. Eftir það varð það auðvitað enn sorgmæddara og ákvað því að grípa til aðgerða sem fólust í því að skipta um prófílmynd á Facebook og setja viðeigandi ramma með og panta góðgerðarpitsu hjá Domino’s, ábyggilega með appinu. Nútímafólk lifir lífi sínu svo mikið á netinu að það er ekki skrýtið að byltingin fari líka fram að einhverju leyti þar. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt: 18:20) Litur augnabliksins Gyðjugrænn NÝR LITUR Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.