Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 ✝ Rannveig JónaTraustadóttir fæddist á Atl- astöðum í Svarf- aðardal 1. október 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 3. janúar 2018. Jóna var einka- barn hjónanna Guðmundar Trausta Árnasonar, f. 14.8. 1897 á Atlastöðum í Svarf- aðardal, d. 2.5. 1983 á Syðri- Hofdölum í Skagafirði, og Helgu Rögnvaldsdóttur, f. 19.5. 1903 á Skeggstöðum í Svarfaðardal, d. 11.12. 2004 á Sauðárkróki, ábúenda á Atl- astöðum og síðar Syðri- Hofdölum. Jóna giftist 29.3. 1949 Krist- jáni Hrólfssyni, f. 1.3. 1921 á fræðingi, f. 4.7. 1961. Dætur þeirra eru Helga Elín, f. 29.5. 1997, og Katla Rut, f. 1.3. 2001. Trausti er kvæntur Ingi- björgu Aadnegard frá Sauð- árkróki, f. 3.7. 1956. Synir þeirra eru: 1) Atli Már, bóndi á Syðri-Hofdölum, f. 21.12. 1973, kvæntur Ingibjörgu Klöru Helgadóttur, bónda á Syðri-Hofdölum, f. 24.5. 1975. Börn þeirra eru Friðrik Andri, f. 10.3. 1995, sambýliskona Lilja Dóra Bjarnadóttir, f. 18.1. 1996; Aníta Ýr, f. 17.9. 2002, og Trausti Helgi, f. 2.11. 2007. 2) Trausti Valur, bygg- ingatæknifræðingur og ábú- andi á Syðri-Hofdölum, f. 16.7. 1983, kvæntur Gunnhildi Gísladóttur ljósmyndara, f. 26.2. 1986. Synir þeirra eru Gísli Frank, f. 26.5. 2010, Hrólfur Leví, f. 16.4. 2012, og Agnar Sölvi, f. 17.7. 2017. 3) Helgi Hrannar, húsasmíða- meistari á Hofsósi, f. 1.5. 1985, sambýliskona hans er Vala Kristín Ófeigsdóttir grunnskólakennari, f. 29.11. 1987. Börn þeirra eru Dagmar Helga, f. 15.9. 2010, Valþór Máni, f. 12.8. 2012, Salka Mar- ín, f. 16.11. 2014, og óskírð stúlka, f. 31.12. 2017. 4) Ísak Óli, nemi í íþróttafræði, f. 16.10. 1995, sambýliskona Bríet Guðmundsdóttir, f. 20.1. 1996. Jóna ólst upp fyrstu æviárin á Atlastöðum í Svarfaðardal. Árið 1936 fluttist hún með for- eldrum sínum og ættingjum að Syðri-Hofdölum í Viðvíkur- sveit í Skagafirði. Árið 1949 tóku Jóna og Kristján, eig- inmaður hennar, við búinu og jörðinni á Syðri-Hofdölum. Trausti sonur þeirra gekk í fé- lag með þeim árið 1976 og tók síðar alfarið við búi foreldra sinna. Jóna var í Húsmæðra- skólanum á Blönduósi vet- urinn 1946-47 og um skeið í vist á Akureyri en var annars alla sína tíð bóndi og hús- freyja á Syðri-Hofdölum. Síð- ustu æviárin naut hún umönn- unar á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Útför Jónu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 13. janúar 2018, klukkan 11. Jarð- sett verður á Hofsstöðum. Ábæ í Austurdal, d. 9.10. 1996. Börn þeirra eru Val- gerður, ábúandi í Einholti í Skaga- firði, f. 28.12. 1948, og Trausti, ábúandi á Syðri- Hofdölum í Skaga- firði, f. 7.1. 1953. Valgerður er gift Jónasi Sig- urjónssyni frá Syðra-Skörðugili, f. 30.10. 1944. Börn þeirra eru: 1) Kristján Bjarki útgefandi, f. 23.11. 1967, kvæntur Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáldi, f. 10.6. 1970. Synir þeirra eru Kristján Skírnir, f. 29.12. 2004, og Hjalti Kristinn, f. 14.1. 2008. 2) Rannveig Jóna, sérfræðingur í gjör- gæsluhjúkrun, f. 25.11. 1968, gift Robert Kluvers tækni- Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Í dag kveð ég hinstu kveðju yndislega tengdamóður mína, Rannveigu Jónu Traustadóttur, eða ömmu Jónu eins og hún var alltaf kölluð af okkur í fjölskyld- unni. Ég var 16 ára stelpuskott þegar ég fór að venja komu mína í Syðri Hofdali og hitti Jónu fyrst, hávaxna stórglæsi- lega konu með mikla útgeislun. Vorið 1976 seldum við íbúðina okkar á Sauðárkróki og fluttum okkur, litla fjölskyldan í sveitina okkar og hófum búskap og upp- byggingu á Syðri Hofdölum í sambúð og samvinnu við tengda- foreldrana Jónu og Kristján Hrólfsson. Þar bjuggu einnig foreldrar Jónu, Trausti Árnason og Helga Rögnvaldsdóttir. Nú hefur allt þetta góða fólk kvatt okkur og þessa jarðvist. En við vitum og skynjum að þau munu vaka yfir okkur öllum af- komendum sínum um ókomna tíð. Mér var strax frá fyrstu kynnum tekið opnum örmum af öllu þessu yndislega fólki og allri minni stórfjölskyldu. Í fyrstu vorum við í heimili hjá ykkur en eftir að við byggð- um við íbúðarhúsið og fengum okkar eigin íbúð tókst þú af okk- ur loforð um að mæta alltaf til þín í morgunverð. Við morgun- verðarhlaðborðið voru allir vel- komnir, okkar gestir, vinnufólk, verknemar og verkafólk, og var þar oft glatt á hjalla og fjörugar umræður. Þar var ákveðið hvaða verkum ætti að sinna þann dag- inn. Þannig varst þú alltaf þátt- takandi og fylgdist vel með bú- skapnum og lagðir gott til málanna. Á hverjum sunnudegi var síðan ömmu Jónu kaffi. Þar svignuðu borð undan kræsing- um og öll Hofdalafjölskyldan hittist ásamt ýmsum gestum. Þetta eru ógleymanlegar stundir sem geymast sem perlur í minningasjóðnum. Ég á þér svo margt að þakka, elsku Jóna mín. Takk fyrir þau forréttindi sem við foreldrarnir nutum að geta farið út að sinna búverkum eldsnemma hvern morgun, vitandi það að þú stæð- ir vaktina, vektir skóladrengi og kæmir þeim af stað í skólann og hlustaðir síðan eftir þeim yngri sem enn kúrðu sofandi í sínum rúmum. Takk fyrir alla þína hjálp og leiðsögn við matreiðslu, handa- vinnu, blómarækt og barnaupp- eldi á strákunum okkar fjórum. Þær eru margar og ljúfar minn- ingarnar sem leita á hugann. Ég man þig sitjandi með ömmu og langömmubörnin að kveða fyrir þau og kenna þeim vísur og þulur, og róa með þau yngstu og sussa í svefn. Ég man þig sitjandi með handavinnuna að hlusta á þau stauta við lesturinn. Ég man þig sitja með þeim að spilum og leika við þau með leikföngin sín og þá oftast í bóndaleik. Elsku hjartans Jóna mín, ég þakka þér fyrir sambúðina og samfylgdina í rúm 40 ár þau gerðu mig að betri manneskju. Þú varst einstök kona, trygg og trú og stolt af þínu fólki. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ástarþakkir fyrir allt og allt. Ingibjörg Aadnegard. Vorið 1936 fluttust tvær fjöl- skyldur frá Atlastöðum í Svarf- aðardal að Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Systurnar Rannveig og Helga Rögnvaldsdætur hófu þá búskap á Hofdölum með eig- inmönnum sínum, bræðrunum Trausta og Árna Árnasonum, börnum sínum og mæðrum systranna og bræðranna. Rann- veig og Árni eignuðust sjö börn, en Trausti og Helga áttu eina dóttur, hana ömmu mína Jónu. Aðstæður höguðu því þannig að þegar Árni og Rannveig fluttu á Krókinn 1949 tóku þau Kristján afi minn við búskap á Hofdölum og byggðu upp bú sem Trausti sonur þeirra og Ingibjörg kona hans tóku síðan við og eflist nú enn og stækkar undir hand- leiðslu sonar þeirra og tengda- dóttur, Atla og Klöru. Með Jónu kveður nú sú síð- asta sem mundi hvernig lífið var handan við fjöllin. Það sagði sitt um hve sterk taugin var til Svarfaðardals að þegar ömmu minni tók að förlast undir það síðasta rak hana ekki minni til þess að hafa búið í Skagafirði í áttatíu ár, en spurði þeim mun nákvæmar eftir hvort ég hefði séð rollurnar sem þeir á Kotum höfðu verið að stugga yfir ána, en eins og staðkunnugir vita eru Kot og Atlastaðir innstu bæir í Svarfaðardal. Við barnabörn Jónu eigum það sameiginlegt að hafa haft mikið af henni að segja um okk- ar daga, sívakandi dugnaði hennar og elju, umhyggjusemi og myndarskap. Hún hafði okk- ur Diddu systur hjá sér á sumr- in þegar við vorum krakkar og raunar miklu lengur en það því ég var eitthvað hjá henni á nán- ast hverju ári allt þar til ég fór að vinna almennilega fyrir mér, kominn vel á þrítugsaldurinn. Strákarnir á Hofdölum ólust upp við glæsileg morgun- verðarhlaðborð og tíukaffi eftir fjós sem og svignandi kökuborð- in á sunnudögum, súkkulaðimol- ana í búrinu og notalega skellina þegar hún fíraði upp í olíukynd- ingunni til að skerpa á rafmagnstúbuhitaranum á köld- um dögum. Amma Jóna var forkur sem hafði einbeitta og bjargfasta trú á að þeir sem kynnu að vinna og væru duglegir myndu alltaf bjarga sér og að ekkert væri betra en að vera bóndi á eigin jörð og sjálfs sín ráðandi. Þetta var það sem okkur fannst skemmtilegast að nudda yfir í góðu; þegar ég bað hana að bíða því ég ætlaði að lesa eina blað- síðu enn, en hún sagði mér að sitjandi kráka sylti eða það yrði að gera fleira en gott þætti, og ótal önnur sannindi sem hnykktu á að sá sem ekki væri sístarfandi að sínu búi færi um- svifalaust í hundana. Hún var afar natin við kýrnar sem þau afi lögðu aðaláherslu á síðustu áratugi síns búskapar, en ég held að við minnumst hennar þó helst sem húsfreyju í þeim myndarstíl sem orðið sjálft geymir. Hún var síbakandi og síeldandi, stöðugt að starfa við blómarækt, garðsnyrtingu, handavinnu og fataviðgerðir, reiddi fram búðinga og sagógr- jónasúpur og hvað þetta nú allt hét sem talið var ómissandi sem eftirréttur eftir hverja hvers- dagsmáltíð. Hún setti sitt mark á okkur öll með því lyfta upp hversdeginum með gómsætri lummu, nýbökuðu flatbrauði, ný- reyktum silungi neðan úr kofa. Þannig bjó hún til ótal töfra- stundir, sem líða okkur aldrei úr minni. Kristján B. Jónasson. Að vera alltaf til staðar. Það virtist einfalt, létt og sjálfsagt verk hjá ömmu Jónu. Hið ein- falda og létta fólst í opnu húsi þar sem stöðugt var eitthvað í gangi. Verkin, gjarnan afmörk- uð tiltekinni árstíð, gátu verið matseld, brauð- og kökugerð, þrif, fjósverk og almenn útivinna í sveit á blönduðu búi. Nýjar kökuuppskriftir voru prófaðar en skellt í jólaköku, marmara- köku, flatbrauð og ástarpunga svona í leiðinni. Þetta virtist allt svo áreynslulaust hjá ömmu Jónu, bara eins og það væri nóg að hún væri þarna í eldhúsinu, úti í kæli eða fyrir sunnan hús. En auðvitað fólst þetta í óslitinni vinnu sem hafði tiltölulega fasta rútínu. Rútínan þýddi stöðug- leika sem aftur fólst í skipulagi og aga þannig að allt gekk upp í lok dags. Það var heppni að fá að vera meira en minna uppalin á Syðri-Hofdölum hjá ömmu Jónu. Næg og jákvæð athygli, jöfnuður, virðing, vinsamlegar og þarfar leiðbeiningar við vinnu, gleði og endalaus kær- leikur. Amma Jóna var myndarleg kona sem hafði fallegt í kringum sig. Hún var auðvitað hannyrða- kona sem saumaði, prjónaði og heklaði. Kátína, bros, hvatning við afþurrkun í stofunni, plata á fóninn, útvarp, veðurhorfur og skrif í blokkina í litlu skúffunni hvað þyrfti að kaupa í næstu ferð á Krókinn var þetta dag- lega og ljúfa. Þetta yrði að vera eins og hjá fólki. Hún fylgdist vel með gangi þjóðmála, pólitísk og hafði skoðanir. Réttlæti og sannleikur var henni mikils verður ásamt samviskusemi, dugnaði og mannkærleik. Hún ýtti undir metnað um að standa sig vel og koma sér áfram, helst þannig að maður væri sjálfur sáttur. Það er með miklum söknuði en jafnframt miklu þakklæti sem ég kveð ömmu Jónu. Hún var einn af mátt- arstólpunum á Syðri-Hofdölum sem unnu hörðum höndum að því að skapa eilífar andlegar allsnægtir og velsæld fyrir okk- ur hin til að taka með sér út í lífið. Takk fyrir mig. Rannveig Jóna Jónasdóttir. Nærvera, natni og viðvik ömmu Jónu voru hluti af hvers- dagsleika okkar bræðra á upp- vaxtarárunum. Hún var alltaf til staðar, órofa hluti af heimilislíf- inu enda nutum við þeirra for- réttinda að hafa ömmu Jónu bú- setta í sama húsi og æskuheimilið okkar og hjá henni áttum við afar sterkan bakhjarl og öruggt athvarf. Það var sama á hverju gekk hjá okkur bræðr- unum, alltaf áttum við vísan stuðning hjá ömmu Jónu og hún las jafnvel foreldrum okkar pist- ilinn þá sjaldan við kvörtuðum yfir skömmum af þeirra hálfu – þótt sannarlega verðskuldaðar væru. Það var ófátt sem við nutum aðstoðar ömmu við; hún vakti okkur í skólann, morgunmatur- inn var alltaf borðaður hjá ömmu og heimsmálin rædd og svo kom hún okkur af stað út í daginn. Á laugardagskvöldum eldaði amma mjólkurgraut og við horfðum á Strandverði. Við munum eftir að hafa setið í stof- unni hjá henni að horfa á Der- rick eða Matlock og hún var iðu- lega hjá okkur og las textann af skjánum svo söguþráðurinn næðist hjá ungum áhorfendum. Eins og heyra má var verk- svið ömmu víðfeðmt og fjöl- breytt en allt ofantalið gerði hún af gleði og ánægju. Það er auð- velt að ímynda sér að nábýlið við fjóra strákgorma hafi tekið á taugarnar hjá fullorðinni konu en aldrei skipti amma skapi. Stóísk ró einkenndi hana, sem gerði það að verkum að það var afar ljúft að næla sér í kríu í sóf- anum hjá henni. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á hvað allir í stórfjöl- skyldunni væru að gera og hvort allir væru ekki örugglega að gera eitthvað, svo þreyttist hún náttúrlega aldrei á að segja okk- ur hvað við værum nú fallegir. Sunnudagskaffi ömmu Jónu var vikulegur stórviðburður og má segja að með því hafi amma séð til þess að öll Syðri-Hofdala- þyrpingin hittist að lágmarki vikulega, sannkölluð ættmóðir sem fannst ekkert mikilvægara eða merkilegra en afkomend- urnir og afdrif þeirra. Í kaffið var skyldumæting og henni þótti mjög vænt um að hafa sem flesta þar. Þegar við kveðjum elsku ömmu lifir minning um magnaða konu sem framreiddi tertur og hvers kyns mat á færibandi, grúskaði í garðinum á inniskóm og stuttermabol eða kjól óháð veðri og vindum. Hún hafði samt alltaf tíma til að spjalla, spila og vera til staðar fyrir okk- ur þegar á þurfti að halda. Minning þín lifir elsku amma og takk fyrir allt og allt. Bræðurnir Syðri-Hofdölum, Atli Már, Trausti Valur, Helgi Hrannar og Ísak Óli. Vorið 1936 fluttust tvær fjöl- skyldur búferlum frá Atlastöð- um í Svarfaðardal. Fólkið fór gangandi alfaraleið yfir Heljar- dalsheiði, niður í Kolbeinsdal, yfir Hrísháls og heim að Syðri- Hofdölum í Hofstaðaplássi. Í þessum hópi var Jóna, þá átta ára gömul. Búskapurinn á Syðri-Hofdöl- um gekk vel. Hagkerfi heimilis- ins var að mestu leyti sjálfs- þurftarbúskapur. Engu var hent, allt var nýtt og heimilis- fólkið bjó yfir hæfileikum, kunn- áttu og getu til að vinna úr af- urðum búsins. Amboð voru smíðuð, hagldir úr horni, reipi fléttað úr hrosshári, gúmmískór búnir til úr bílslöngum. Mjólkin var skilin, smjörið strokkað og mótað í dömlur. Ullin þvegin, kembd og spunnin. Föt voru sniðin og saumuð og á bænum voru vefstóll og prjónavél sem komu að miklum og góðum not- um. Jóna, sem var bráðgreind, laghent og listfeng, ólst upp í þessu litla hagkerfi. Hún skildi gangverk þess fullkomlega og áttaði sig á kostum þess og göll- um. Það kom sér vel þegar hún giftist Kristjáni Hrólfssyni, harðduglegum og ósérhlífnum ungum bóndasyni. Þau hófu bú- skap á Syðri-Hofdölum og bún- aðist afar vel. Svo vildi til að ég var sum- ardvalarpiltur hjá þeim hjónum á fyrstu búskaparárum þeirra. Það var mikið að gera. Kristján átti nýjan Chevrolet-vörubíl og vann við vegagerð með bílinn flesta virka daga. Hann kom heim á kvöldin og væri veður- útlit gott sló hann stórar skákir með sláttuvélinni. Að morgni var Gráni spenntur fyrir snún- ingsvélina. Gafflarnir þyrluðu heyinu, það þornaði og að því kom að taka þurfti afdrifaríka ákvörðun: Átti að snúa einu sinni enn, garða, fanga eða taka saman? Vel verkað hey var und- irstaðan sem skipti sköpum. Jóna var fjárglögg en auk þess hafði hún sérstakt lag á skepnum. Gamli Rauður lygndi aftur augunum þegar hún klapp- aði honum, kýrnar seldu henni betur en öðrum og hundurinn hlýddi bendingum hennar um- svifalaust. Það var gaman að ræða við Jónu. Hún var ættfróð og minn- ug, sagði vel frá og skipulega. Hún kunni að hlusta en skaut gjarnan inn óvæntum athuga- semdum brosandi og með glettni í augum. Jóna var glaðlynd, heilsteypt og traust og henni fylgdi birta og hlýja hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Við Ragnheiður sendum fjöl- skyldu Jónu innilegar samúðar- kveðjur. Ásmundur Jónsson. Rannveig Jóna Traustadóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ég heiti Dagmar Vala Hjörleifs- dóttir og langar að koma á framfæri þakklæti til íslenskra prentara, bókbindara, listamanna og lesenda fyrir ótrúlega vönduð og hröð handtök við að koma barna- bókinni Kópurinn Kjarkur út fyrir jólin. Allir lögðust á eitt og útkoman varð gullfalleg bók fyrir íslenska lesendur á öllum aldri sem er núna uppseld hjá forlaginu. Handverk alls þessa fólks má alls ekki hverfa af landinu. Við sem erum bóka- þjóð! Vonandi geta fullorðnir og börn notið lestrarins saman. Þakkir Óska ykkur öllum árs og friðar og vona að 2018 verði gott lestrarár! HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.