Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 AKUREYRARKIRKJA | Bænamessa kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Heimir Bjarni Ingimarsson. Guðs- þjónusta á Hlíð kl. 14. Prestur er Hild- ur Eir Bolladóttir. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiða samveru sunnudagaskólans. Kór Ás- kirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Lærisveinar Hans leika undir sönginn og öll börn sem fædd eru árið 2012 verða leyst út með gjöf. Kaffi og kleinur að guðs- þjónustu lokinni. Sameiginleg eldri borgara guðsþjónusta Bessastaða-, Garða- og Víðistaðasókna í Vídal- ínskirkju kl. 14. Sr. Bragi Ingibergsson þjónar fyrir altari, Gaflarakórinn syng- ur. Kirkjukaffi að athöfn lokinni þar sem Kór eldri borgara á Álftanesi syngur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Áramóta- guðsþjónusta Eldriborgararáðs kl. 11. Magnús Björn Björnsson, settur sókn- arprestur í Breiðholtskirkju, þjónar ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur og Lindu Jóhannsdóttur djáknum. Kór kirkjunnar leiðir söng, organisti er Örn Magnússon, Sigvaldi Helgi Gunn- arsson syngur einsöng. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Veitingar á eftir. Ensk bænastund kl. 14. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Lifandi, fræðandi og uppbyggjandi stund fyrir alla fjölskylduna. Hreiðar Örn, Ragnar Bjarni, Helga Vilborg og Pálmi leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Antoniu Hevesi. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Kántrímessa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson, tónlist í höndum Axels Ómarssonar og Sigur- geirs Sigmundssonar. Sunnudaga- skóli í kapellu á neðri hæð á sama tíma. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkju- loftinu í umsjón Ólafs og Sigurðar. Dómkórinn og organisti er Kári Þor- mar. Bílastæði við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón Ómar þjónar ásamt Pétri Ragnhildarsyni og Ástu G. Guðmundsdóttur. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Edda Möller og Erna Blöndal ásamt hljóm- sveit kirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 13, prestur Einar Eyjólfsson. Kór og hljóm- sveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson og bassa- leikari Guðmundur Pálsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA | Messa sunnudag kl. 14. Nýtt efni og spjall við börnin í miðri messu. Kór Gaulverjabæjarkirkju syngur. Organisti og kórstjóri er Haukur Arnarr Gíslason. Sr. Kristján Björnsson. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Stefanía Guðlaug Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Välja- ots. Umsjón með sunnudagaskóla: Sindri Geir Óskarsson, prestur og kennari. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir og séra Sigurður Grétar Helgason þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur og organ- isti er Hákon Leifsson. Sunnudaga- skóli kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurð- ardóttir. Undirleikari er Stefán Birki- sson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Sig- urður Grétar Helgason þjónar. Vox Po- puli leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messu- þjónum. Samskot til langveikra barna. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og sönghópur frá Domus vox syngur. Kaffisopi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Fermingarbörn vorsins 2018 eru sérstaklega boðuð með fjölskyldu sinni. Hversdags- messa á fimmtudag kl. 18.10-18.50. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 14, prestur Leifur Ragnar Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli í umsjá Sigurðar Ósk- ars og Hákon Darra. Meðhjálpari Guðný Aradóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Hvetjum foreldra fermingarbarna að mæta. Kaffisopi í boði eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Prestur er Þórhildur Ólafs. Sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Leiðtogar barnastarfs eru Erla Björg og Hjördís Rós. Kaffi og hress- ing í Ljósbroti safnaðarheimilisins Strandbergs eftir stundirnar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Organ- isti er Björn Steinar Sólbergsson. Um- sjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrð- arstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Séra Helga Soffía Kon- ráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur undir stjórn Símonar Ívarssonar, sem einnig leikur einleik á gítar í mess- unni. Organisti Steinar Logi Helgason. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11. Kaffisopi eftir messu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13 með lofgjörð og fyrir- bænum. Guðjón Vilhjálmsson prédik- ar. Barnastarf á sama tíma í aldurs- skiptum hópum. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar ásamt messu- þjónum. Arnór Vilbergsson og Kór Keflavíkurkirkju leiða söng. Miðvikudaginn 17. janúar kl. 12 verð- ur fyrsta kyrrðarstund ársins í Kapellu vonarinnar í Keflavíkurkirkju, súpu- samfélag í safnaðarheimilinu að stund lokinni. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Guðfræðinemar frá Bandaríkj- unum taka þátt í guðsþjónustunni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Sara Grímsdóttir sópran- söngkona syngur einsöng. Sunnu- dagaskólinn hefst eftir jólafrí í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Um- sjón hafa þau Gríma Katrín Ólafsdóttir og Birkir Bjarnason. KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju klukkan 20. Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn préd- ikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng með öllum sem koma. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Eva Björk Valdimarsdóttir héraðs- prestur þjónar og prédikar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Stúlkna- kórinn Graduale Futuri leiðir safnaðar- söng undir stjórn Rósu Jóhannes- dóttur. Kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Hafdís Davíðsdóttir og Sara Grímsdóttir taka á móti börn- um á öllum aldri. Kaffisopi og ávextir eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Davíð Þór og Hjalti Jón leiða stundina ásamt leið- togum. Kaffi og samvera á eftir. Betri stofan, Hátúni 12, kl. 13. Helgistund með sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni. Fimmtudagur 18. janúar. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa og samvera í safn- aðarheimilinu á eftir. Samvera eldri borgara kl. 13.30. Hefðbundið safnaðarstarf hefst mánudaginn 15. janúar. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar syng- ur. Organisti er Kristján Hrannar. Prestur Kristín Pálsdóttir. Sunnudaga- skóli kl. 13. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum syngja. Organisti Hilmar Örn Agn- arsson. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagskóli. Umsjón Ása Laufey, Katrín Helga og Ari. Sam- félag og kaffisopi á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson þjón- ar. Kirkjukórinn leiðir söng við undir- leik Stefáns Helga Kristinssonar org- anista. Sunnudagaskóli samhliða í umsjá Heiðars Hönnusonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón- usta og leikrit kl. 14. Sr. Pétur Þor- steinsson þjónar fyrir altari. Messu- gutti er Petra Jónsdóttir. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Æv- intýrið hennar Jóru. Félagar úr Fjárlaganefnd leiða sálmasöng og svör undir stjórn Árna Heiðars Karls- sonar. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum. Maul á eftir messunni. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK alla sunnudaga kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. ,,Kristniboð“, ræðumaður Karl Jónas Gíslason. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Umsjón hafa Guðbjörg Arn- ardóttir og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, um tónlist sér Sigurður Einar Guð- jónsson. Krökkum er velkomið að bjóða bangsa eða dúkku með sér. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli leiðir samveruna. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borg- þórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti safn- aðarins leikur á orgelið. Leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagskonur í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness taka þátt í athöfninni. Kaffiveitingar og samfélag. SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Samkoma kl. 16. Gestir eru Solrún og Per Poulsen, Erling og Tordis Dam. Á laugardag verður hugnakvöld kl. 20 með sömu gestum. SÓLHEIMAKIRKJA | Kirkjuskóli í Sólheimakirkju 13. janúar kl. 14. Messa 14. janúar kl. 14. Sr. Sveinn Al- freðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Elísa Elíasdóttir. Messuþjónn er Valdís Ólöf Jónsdóttir. María K. Jacobsen fer með lokabæn. Kirkjuverðir eru Reynir Pétur Steinunn- arson og Hanný María Haraldsdóttir. Messukaffi í Vigdísarhúsi. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudaga- skólahátíð kl. 11. Matthildur Bjarna- dóttir og leiklistartríó Vídalínskirkju. Barnakór Vídalínskirkju syngur. Sameiginleg guðsþjónusta Víði- staðasóknar og Garðaprestakalls kl. 14. Sr. Bragi Ingibergsson þjónar ásamt Gaflarakórnum. Kaffi í boði Ví- dalínskirkju að lokinni athöfn. Sr. Frið- rik J. Hjartar og sr. Hans Guðberg Al- freðsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta í Vídalínskirkju í Garða- bæ kl. 14 fyrir eldri borgara í Víð- istaða-, Garða- og Bessastaðasókn. Gaflarakórinn syngur undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur. Org- anisti er Helga Þórdís Guðmunds- dóttir. Prestur er Bragi J. Ingibergs- son. Kaffiveitingar og skemmtidagskrá í safnaðarheimili Ví- dalínskirkju að messu lokinni í boði Garðasóknar. Sunnudagaskóli kl. 11. Hressing í safnaðarsal á eftir. Orð dagsins: Brúð- kaupið í Kana. (Jóh. 2) Morgunblaðið/Kristinn MagnússON Neskirkja ✝ Guðrún Krist-ófersdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 10. desember 1925. Hún lést 7. janúar 2018 á Hraunbúðum, dvalarheimili aldr- aðra í Vest- mannaeyjum. Foreldrar Guð- rúnar voru Krist- ófer Þórarinn Guð- jónsson frá Oddstöðum, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981, og Þór- katla Bjarnadóttir frá Grindavík, f. 25. febrúar 1895, d. 13. júlí 1975. Systkini hennar eru Guðlaugur f. 1948, kvæntur Dóru Bergs Sig- mundsdóttur, f. 1944, og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. 2) Kristín Þóra, f. 1950, gift Einari Jónssyni, f. 1955, og eiga þau tvö börn, tvö barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Jónína Sigurbjörg, f. 1952, gift Rúnari Sigurði Þórissyni, f. 1945, og eiga þau fimm börn og níu barnabörn. 4) Bjarney, f. 1959, gift Herði Baldvinssyni, f. 1961, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Guðrún ólst upp í Vestmanna- eyjum og bjó þar mestan hluta ævi sinnar, hún bjó einnig í Hveragerði, Kópavogi, Mos- fellsbæ og Wales. Guðrún vann ýmis störf í Vest- mannaeyjum, Hveragerði og Kópavogi. Útför Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 13. janúar 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. Kristinn, Freyja Kristín og Guðjón og er Freyja ein á lífi. Eiginmaður hennar var Magnús Sigurðsson, f. 29. apríl 1924, d. 18. nóvember 1987. Þau skildu. For- eldrar hans voru Sigurður Þórðar- son, f. 24. janúar 1894, d. 10. ágúst 1978, og Mar- grét Stefánsdóttir, f. 10. febrúar 1898, d. 18. september 1979. Guðrún og Magnús eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sigmar, Elsku mamma mín, þá er kom- ið að kveðjustund. Efst í huga mér er þakklæti fyrir umhyggju þín fyrir mér og minni fjölskyldu í gegnum tíðina. Börnunum mínum varstu góð amma og þau hænd að þér. Þú gafst þeim tíma og ástúð en settir þeim jafnframt skýr mörk. Þó svo að þú vildir hafa hlutina í nokkuð föstum skorðum blundaði samt í þér ákveðin ævintýraþrá. Þú varst áræðin og til í að prófa ýmsa hluti sem margir hefðu hik- að við í þínum sporum. Þegar þér bauðst að verða forstöðukona leik- skólans Rauðagerðis í Eyjum fannst þér upplagt að gera það. Þetta var nokkuð stór leikskóli á þeirra tíma mælikvarða en samt tókstu slaginn. Á sextugsaldri tókstu þig upp og fluttir frá Eyjum í Hveragerði. Þaðan áttir þú eftir að flytja í Kópavog og svo aftur út í Eyjar áður en þú hættir að vinna. Þú fluttir á heimili okkar Harð- ar 1993 og vorum við þá nýflutt í Mosfellsbæinn. Þú varst komin á eftirlaun og fannst ekkert sjálf- sagðara en taka þig aftur upp frá Eyjum til að létta undir með okk- ur Herði við barnauppeldið. Her- dís, okkar yngsta barn, hafði fæðst sumarið 1992 og ég var að klára fæðingarorlof og byrja í nýrri vinnu. Rúna Sif, miðjubarn- ið, hafði hafið grunnskólagöngu sína um haustið 1992 og Væi, sá elsti, hafði byrjað í gagnfræða- skólanum sama haust. Þetta voru miklar breytingar hjá fjölskyld- unni, bæði börnum og fullorðnum. Þá var gott að vita af því að þú varst heima og tókst á móti börn- unum eftir skóla og hjálpaðir Rúnu Sif við heimanámið. Ég veit að börnin mín hafa allt- af hugsað hlýtt til þín og minnast góðra gilda er þú kenndir þeim. Fyrir það erum við Hörður þakk- lát. Þegar Herði bauðst vinna í Suður-Wales 1994 og við tókum þá ákvörðun að flytja þangað hik- aðir þú ekki eitt andartak. Þú ætl- aðir svo sannarlega ekki að láta þetta ævintýri þér úr greipum ganga. Við nýttum vel þetta ár sem þú bjóst hjá okkur í Wales. Um helg- ar fórum við oftast í styttri ferðir þar sem við vorum að skoða merka staði, söfn eða sýningar. Þú hafðir gaman af þessum ferðum og þó svo að aldursbilið í fjölskyld- unni væri breitt og oft erfitt að finna eitthvað sem öllum líkaði hafðist það oftast. Hvar sem þú bjóst, mamma mín, var alltaf gott að koma til þín. Aldrei brást það að þú áttir eitt- hvað gott með kaffinu og svo var ekki verra að fá þig til að spá í bolla stöku sinnum, svona bara upp á grín. Heimili þitt var gestkvæmt og það var alltaf pláss fyrir nætur- gesti hvort sem það var í rúmi eða flatsæng í stofunni. Í minningunni varstu alltaf til staðar og reiðubúin að rétta hjálp- arhönd, hverjum sem þurfti, ef þess var einhver kostur. Við fjölskyldan í Bugðutanga 21 kveðjum þig, elsku mamma mín, með söknuði, þakklæti og virðingu. Hvíl þú í friði. Bjarney, Hörður, Herdís, Rúna Sif og Hávarður Birgir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir samferðina, elsku mamma og tengdamamma. Hvíl í friði. Sigmar og Dóra. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Við kveðjum þig elsku amma og tengdaamma með þökk í hjarta fyrir allar okkar yndislegu sam- verustundir. Við erum svo þakklát fyrir að hafa haft þig svona lengi hjá okkur og munum hlýja okkur við allar minningarnar sem eftir standa. Hvíldu í friði. Þín ömmubörn og makar, Dóra Hanna og Sighvatur, Heiðrún Björk og Vilberg, Hlynur og Soukaina, Andrés Bergs. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir okkur, elsku langamma. Við eigum eftir að sakna þín. Hvíl í friði. Þín langömmubörn, Gabríel, Elmar Elí og Embla Dís. Guðrún Kristófersdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Bros þú færðir í marga, hlýju í hjarta allra, góðhjarta við allt og alla. Nú á góðum stað þú fórst og alltaf á báðum fótum stóðst. Minning þín mun alltaf vera í mínu hjarta. Elsku langamma góða ferð til þíns heima, guð og englar munu þig geyma. (Davíð, 1991) Megi hvíldin þér vera góð. Aron Ingi og Arnar Gauti, Heiðrúnar- og Vilbergssynir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐRÚN HJÁLMARSDÓTTIR, Hólkoti, Unadal, lést mánudaginn 8. janúar á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 20. janúar klukkan 11. Jarðsett verður að Hofi á Höfðaströnd. Blóm og kransar er afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Hjálmar Sigmarsson Steinunn Hjálmarsdóttir Hafsteinn Ragnarsson Kristjana S. Hjálmarsdóttir Valdimar H. Birgisson Guðmundur U.N. Hjálmars. Erla Sigurðardóttir Halldór I. Hjálmarsson Hulda Gísladóttir Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir Sigurður Þorleifsson Guðrún Hjálmdís Hjálmarsd. Grétar Jakobsson Jakobína Helga Hjálmarsd. Þórarinn Þórðarson Guðfinna Hulda Hjálmarsd. Steen Johansson Haraldur Á. Hjálmarsson María Pétursdóttir Hjálmar Höskuldur Hjálmars. Linda Friðriksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.