Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 ✝ Sigríður Theo-dóra Sæ- mundsdóttir fædd- ist 10. júlí 1931 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún and- aðist á Hjúkr- unarheimilinu Lundi, Hellu, 6. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sæ- mundur Sæmunds- son kaupmaður og Helga Fjóla Pálsdóttir húsfreyja. Dóra, eins og hún var ávallt kölluð, var elst þriggja syst- kina, þeirra Margrétar, f. 16. nóvember 1937, og Sæmundar, f. 18. nóvember 1946. Hinn 26. apríl 1954 giftist Dóra Guðna Kristinssyni, bónda í Skarði, f. 6. júlí 1926, d. 25. desember 1998. Guðni þeirra eru Erlendur, andvana f. drengur 1984 og Guðni. Af fyrra hjónabandi átti Ingvar börnin Guðlaugu, Ingólf og Sæ- mund. Langömmubörnin eru orðin átján. Dóra lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar 1948 og stundaði versl- unarstörf í Reykjavík, þar á meðal í Kiddabúð, þar til hún flutti að Skarði aðeins 19 ára gömul. Hún gegndi margvís- legum trúnaðarstörfum, þar á meðal sem formaður Kven- félagsins Lóu í 41 ár, sat í stjórn SSK, söng í kirkjukór Skarðskirkju til fjölda ára, seldi veiðileyfi fyrir Veiðifélag Landmannaafréttar í áratugi og ófáar voru skattskýrslurnar sem hún gerði fyrir sveitunga sína. Árið 2002 fékk Dóra fálkaorðuna fyrir störf í þágu safnaðar- og félagsmála. Síðustu árin dvaldi Dóra á Hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu. Útför hennar fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit í dag, 13. janúar 2018, klukkan 14. var sonur hjónanna Sigríðar Einarsdóttur ljós- móður og Kristins Guðnasonar, bónda í Skarði. Börn Dóru og Guðna eru: 1) Kristinn, f. 6. desember 1950. Hann á fjögur börn með fyrri eig- inkonu sinni, Fjólu Runólfsdóttur. Þau eru Borg- hildur, Guðni, Sigríður Theo- dóra og Laufey Guðný. Uppeldisbróðir þeirra er Magn- ús. Seinni kona Kristins er Marjolijn Tiepen og eiga þau dæturnar Heklu Katharínu og Rakel Nathalie. 2) Helga Fjóla, f. 7. nóvember 1957. Hún var gift Eggerti Ingvari Ingólfs- syni, d. 21. febrúar 2010. Synir Í dag kveðjum við ömmu Dóru sem hefur verið samofin lífi okk- ar alla tíð. Amma var traust og hlý manneskja, hún var okkar stoð og stytta. Við kveðjustund erum við innilega þakklát fyrir margar dýrmætar minningar frá uppvaxtarárunum með ömmu. Amma var eldklár og nám var alltaf í forgangi hjá henni. Þær eru ófáar stundirnar sem amma eyddi með okkur í heimalærdómi og þá sérstaklega stærðfræði. Hún lagði mikla áherslu á að við fengjum góða menntun og var ávallt stolt þegar við lukum ein- hverjum menntaáfanganum. Í gegnum skólagöngu okkar kom hún á allar skólaskemmtanir, skólaslit og útskriftir hvort sem það var í grunn-, framhalds- eða háskóla. Söngur og ræðuhöld lágu vel fyrir ömmu Dóru. Hún var virk í kirkjukór Skarðskirkju og kór- inn var henni mjög kær. Hún var alltaf tilbúin að halda ræður við alls konar tilefni. Við barnabörn- in áttum nú til að finnast amma okkar tala heldur of mikið og ein- hverra hluta vegna fannst okkur við einungis heyra í ömmu syngja í kórnum. Í dag sjáum við að það hefur klárlega verið „ung- lingaveiki“ sem var að plaga okk- ur því við vorum alltaf svo stolt af henni, því hún skilaði öllu svo vel frá sér og komst vel að orði. Þó að amma hafi alltaf haft nóg fyrir stafni hafði hún ákaf- lega gaman af því að horfa á sjón- varp. Leiðarljós (Guiding Light) var svo sannarlega þátturinn hennar. Það var hennar stund að setjast niður að horfa á Leiðar- ljós en stundum þurfti hún að bregða sér af bæ og þá var það hlutverk okkar að taka þáttinn upp á vídeóspólu. Amma var mjög skapgóð og blíð manneskja en ef upptaka af Leiðarljósi klikkaði var amma ekki kát. Leiðarljós var svo skyndilega tekið af dagskrá og byrjaði okkar kona þá að horfa á Glæstar vonir (Bold and the Beautiful) og það sem hún gat hneykslast á henni Brók (Brook) eins og hún kallaði hana. Amma var gestrisin kona og höfðingi heim að sækja. Það var henni gífurlega mikilvægt að eiga alltaf nægan mat og bakk- elsi fyrir heimilisfólk, vinnufólk og aðra gesti sem bar að garði. Við minnumst þess að það var alltaf morgunmatur, tíukaffi, heitur hádegismatur, síðdegis- kaffi og heitur kvöldmatur. Það var ekki tiltökumál fyrir hana að fá óvænt 20 manns í mat. Við eig- um yndislegar minningar um allt það góða sem amma eldaði og bakaði. Auk þess er dýrmætt að hafa fengið að taka þátt í því með henni til dæmis að gera fróm- asinn fyrir jólin, taka slátur og baka heimsins bestu pönnu- kökur. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti og ljúfar minning- ar um elsku ömmu okkar. Við eigum eftir að sakna hennar en við vitum að það verður tekið vel á móti ömmu og að hún verður hrókur alls fagnaðar með söng sínum og ræðum. Takk fyrir samfylgdina elsku amma Dóra, þú munt alltaf eiga stóran hluta í hjarta okkar. Minning þín mun alltaf lifa. Hvíldu í friði. Þín barnabörn Borghildur, Magnús, Guðni, Sigríður Theo- dóra og Laufey Guðný. Elsku amma, þá ertu búin að fá hvíldina. Þú sagðir oft við mig þegar við vorum að tala saman um eldra fólkið í sveitinni að mik- ið væri óskandi að hann eða hún fengi að kveðja fljótt heldur en að kveljast og líða illa. Þetta hugsaði ég oft um þig, að þú þyrftir ekki að kveljast heldur fengir að kveðja í fullu fjöri. Mér fannst þú ekki eiga skilið að þurfa að lifa með því að geta ekki tjáð þig, síðustu þrjú árin varst þú ekki með fullt vald á máli þínu og það var þér erfitt. Þú varst manneskja sem vildir blanda geði við fólk og hafa skoðanir á hlutunum. Oft er sagt um fólk úr hverju það er gert en það átti vel við um þig. Það færi enginn í fötin þín í dag og myndi selja veiðileyfi í Veiðivötn og vera með yfir 20 manns í heimili en þetta gerðir þú með öllum öðrum störfum sem til féllu á heimilinu. Það var oft líf og fjör í eldhúsinu því veiði- leyfasalan stóð sem hæst í há- deginu enda kom það fyrir að þú sofnaðir eftir hádegið við að brjóta saman þvott. Amma var alltaf fyrst að vakna á morgnana. Síðan kallaði hún niður í kjall- arann: „Vaknið, það er kominn dagur.“ Áður var hún búin að fara niður í kjallarann og vekja hljóðlega kúasmalann. Amma var sú manneskja sem alltaf var hægt að leita til, hún hafði ákaflega gaman af að að- stoða fólk við lærdóm. Það voru margir sem hún kom í gegnum bílprófið og sumum oft. Amma var mikill stærðfræðingur og hafði gaman af að reikna, hún taldi fram fyrir marga sveitunga sína. Það var oft skrautlegt skrif- borðið hjá henni á skrifstofunni þegar hún var í skattframtölun- um. Árið 2004 fórum við í bú- rekstur saman ásamt Borghildi, við stofnuðum Félagsbúið Skarði sf. Í dag finnst mér gaman að geta sagt að ég hafi verið í fyrir- tækjarekstri með ömmu. Amma lagði áherslu á í okkar búskap að jörðin yrði ræktuð og byggð upp. Maður hafði það stundum á til- finningunni að hún væri jafnaldri manns þegar kom að ákvarðana- töku í búskapnum. Sumarliði, Helga Fjóla og Anna Sigríður eru ævinlega þakklát fyrir að hafa getað haft þig nærri á sínum fyrstu árum. Þeim fannst alltaf gott að geta leitað til þín og fengið hjá þér eitthvað gott. Við Berglind þökk- um þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum með þér hér heima í Skarði og á Lundi. Megi góður Guð geyma þig og hvíldu í friði. Erlendur, Berglind, Sumarliði, Helga Fjóla og Anna Sigríður. Í dag kveðjum við elsku ömmu Dóru sem við erum svo heppin að hafa fengið að kynnast. Amma Dóra var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Hún var traust, ávallt til staðar og einstaklega góð manneskja. Við systkinin eigum margar hlýjar minningar frá tíma okkar með henni sem við munum varðveita alla tíð. Við vorum svo lukkuleg að búa stutt frá ömmu og gátum því oft kíkt í heimsókn eða farið í pössun til hennar. Það var alltaf jafn nota- legt að koma til ömmu, bæði í Skarð og síðar á Lund. Amma átti alltaf til svokallaða Gifflar- kanilsnúða sem við höldum öll mikið upp á en það var ósjaldan sem maður kom í heimsókn eftir skóla og fékk sér eins og nokkra kanilsnúða hjá ömmu. Í frysti- kistunni átti hún líka alltaf til ís, enda sjálf mikill aðdáandi og örugglega stærsti viðskiptavinur Ísbílsins í Landsveitinni og þótt víðar væri leitað. Amma Dóra missti aldrei af skólaskemmtun- um okkar í Laugalandsskóla; hvort sem það voru árshátíðir, litlu jólin eða aðrir viðburðir viss- um við alltaf af ömmu í salnum. Það kemur þó eflaust engum á óvart sem þekktu hana, þar sem hún var mikil félagsvera og þótti gaman að samkomum. Okkur systkinunum þykir einnig af- skaplega gaman að vera með fólki og viljum helst ekki missa af neinu, sem er mikið í anda ömmu okkar. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við þökkum fyrir alla ástina og hamingjuna sem þú gafst okk- ur, elsku amma Dóra. Karen, Kristinn Ásgeir og Steindór Orri. Í dag kveðjum við Dóru okkar sem við öll þekktum svo vel sem hana Dóru í Skarði. Dóra hét fullu nafni Sigríður Theódóra Sæmundsdóttir og var húsfreyja á Skarði á Landi. Hún var gift Guðna Kristinssyni, bónda á Skarði og hreppstjóra í Land- sveit. Fyrir okkur var hún þó ýmist Dóra systir, Dóra frænka eða Dóra stóra, þ.e. þegar litla Dóra kom í heiminn, og síðan auðvitað Dóra amma. Dóra lék stórt hlutverk í lífi okkar allra enda þær systur Margrét og Dóra ávallt mjög nánar. Dóra var traust og góð stóra systir og veitti styrk og stuðning þegar á þurfti að halda. Hún hefur ávallt opnað heimili sitt fyrir fjölskyldu okkar og átt stóran þátt í uppeldi strákanna enda Skarð á tímum okkar annað heimili. Allt frá því að við strákarnir vorum smápollar notuðum við hvert tækifæri til fara austur að Skarði og allir vorum við svo Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS RAGNARSSONAR, Fornasandi 6, Hellu. Sendum ykkur öllum hugheilar óskir um gleði og frið á nýju ári. Sigríður Hannesdóttir Halldóra Þorsteinsdóttir Gils Jóhannsson Viðar Már Þorsteinsson Sigdís Hrund Oddsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð við andlát föður okkar, ÓLAFS EGILSSONAR frá Hnjóti, Örlygshöfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á öldrunardeild Vífilsstaða, kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild, og lungnadeild Landspítalans fyrir umhyggju og hlýhug. Anna Heiða Ólafsdóttir Guðný Ólafsdóttir Sverkmo Egill Ólafsson og fjölskyldur Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra GUNNARS DANÍELS SÆMUNDSSONAR bónda frá Broddadalsá. Kristjana Brynjólfsdóttir Brynja Guðbjörg Valgeirsd. Sæmundur Gunnarsson Guðrún Gígja Karlsdóttir Hafdís Gunnarsdóttir Hjörtur Númason Brynjólfur Gunnarsson Fanney Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA BJÖRNSDÓTTIR, lést sunnudaginn 17. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Hólm Einarsson Kolbrún Jónsdóttir Þuríður Jónsdóttir Rakel Jónsdóttir Frímann Kjerúlf Ísfold og Áróra Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Hjallaseli 55. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Seljahlíðar. Ágúst Ingi Andrésson Bryndís Jónsdóttir Ingibjörg Andrésdóttir Hreinn Guðmundsson Helgi Magnússon ömmu- og langömmubörn Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar KRISTJÖNU HÖLLU INGÓLFSDÓTTUR frá Kirkjubóli, Dalbraut 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks A7 á Landspítalanum. Grímur Benediktsson Benedikt G. Grímsson Anna Inga Grímsdóttir Svanur Ingimundarson Gunnar Rúnar Grímsson Ragna Þóra Karlsdóttir Smári Gunnarsson Stephanie Thorpe Grímur Gunnarsson Sara Benediktsdóttir Albert Valur Albertsson Lilja Karen Albertsdóttir Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÖNNU AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Munkaþverá, Eyjafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar fyrir góða umönnun og hlýhug í hennar garð. Stefán G. Jónsson Sigríður Jónsdóttir Guðrún M. Jónsdóttir Jón Már Björgvinsson Jón Heiðar Jónsson Vilhjálmur Björn Jónsson Guðmundur Geir Jónsson Doris Aníta Adamsdóttir Þorgeir Smári Jónsson Erla Sigríður Magnúsdóttir Þóra Valgerður Jónsdóttir Vignir Bragi Hauksson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.