Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þ
að er hægt að nefna ýmsar ástæð-
ur fyrir því að vinnutími ætti að
vera styttri. Það er líka hægt að
rífast um flestar þeirra. Eina
ástæðan sem ég ætla hins vegar
að nefna, sem ætti að vera óumdeilanleg, er
sanngirnisskiptingin. Baráttuna fyrir 8
stunda vinnuviku má a.m.k. rekja til 1817 og
sanngjarna skiptingu um átta vinnutíma, átta
frítíma og átta hvíldartíma. Þá var vinnutím-
inn frá 10 til 16 klukkutímar á dag, sex daga
vikunnar. Það markmið náðist lagalega á Ís-
landi árið 1971, 154 árum seinna.
Það er mikilvægt að átta sig á því að þó það
séu lög um 40 stunda vinnuviku, þá vinnum
við auðvitað ekki endilega 40 klst. á viku.
Meðalvinnutími karla í lok árs 2017 var rúmar
43 klst. og kvenna tæpar 36. Það er mikilvægt
að skilja að tilgangur laganna er ekki að skylda fólk til að
vinna í ákveðið marga klukkutíma. Tilgangur laganna er
bara að skilgreina hversu margir dagvinnutímar eru til
umráða í kjarasamningum, með þeim fyrirvara sem er
að finna í 7. gr. laga um 40 stunda vinnuviku: „Víkja má
frá lögum þessum með samningum, sem staðfestir eru af
hlutaðeigandi heildarsamtökum.“ Hlutverk ríkisins í
styttingu vinnutíma er því aðallega leiðbeinandi.
En aftur að sanngirnisskiptingunni sem er alls ekkert
sanngjörn. Eins og er þá verjum við átta klst. af hverjum
degi eftir hvíld í vinnu. Frítímann fáum við síðan eftir
vinnu, ekki eftir hvíld. Átta orkuríkustu klukkutímar
dagsins fara í vinnu en ekki frítíma fyrir fjöl-
skyldu, áhugamál, vini, félagsstörf eða hvað
annað sem fólki dettur í hug að gera.
Eins og áður sagði þá vinnum við ekki bara
40 klst. af því að lögin segja það. Við vinnum
bara eins og okkur sýnist og eftir því hversu
mikla vinnu við fáum. Áhrifin af því er meðal
annars að finna í gögnum OECD um jafnvægi
milli vinnu og tómstunda (áhugavert orð,
tómstund). Þar kemur Ísland verulega illa út
í samanburði við önnur lönd, í 33. sæti af 38
samanburðarþjóðum. Þar hallar verulega á
karlmenn, eins og tölurnar um meðalfjölda
vinnustunda hér að ofan sýna. Það sem er
hins vegar áhugavert er tíminn sem við verj-
um í sjálf okkur, þessar tómstundir; þar kom-
um við enn verr út, í 34. sæti. Það sem er enn
áhugaverðara er að þar er lítill sem enginn
munur og ef eitthvað þá hallar þar á konur. Semsagt,
þrátt fyrir að konur vinni minna en karlar þá hafa þær
minni tíma fyrir tómstundir fyrir sig en karlar.
Markmiðið með þessum pistli er ekki að fjalla um jafn-
réttisvinkilinn, hann er bara mjög áhugaverður. Mark-
miðið er að vekja athygli á því hversu rosalega illa við
stöndum miðað við aðrar þjóðir í þessari „sanngjörnu“
skiptingu á vinnutíma, hvíldartíma og frítíma. Mjög fáar
þjóðir vinna lengri vinnudag. Markmiðið hlýtur því að
vera augljóst, að stytta vinnutíma. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Styttri vinnuvika?
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landhelgisgæslan hefurleigt flugvél sína TF-SIFtil verkefna erlendisfyrstu átta árin sem hún
hefur verið í fullum rekstri.
Árin 2010 til 2017 hefur flug-
vélin verið í verkefnum erlendis í
samtals 947 daga eða rúmlega 30%
ársins að meðaltali. Flestir voru dag-
arnir árið 2012 eða 188 talsins en
fæstir árið 2012 eða 34 talsins.
Samkvæmt upplýsingum Sveins
H. Guðmarssonar, upplýsingafull-
trúa Landhelgisgæslunnar, er gert
ráð fyrir að flugvélin TF-SIF verði
erlendis vegna verkefna fyrir Landa-
mæra- og strandgæslustofnun Evr-
ópu (Frontex) í þrjá mánuði á árinu
2018. Flugreksturinn verður skipu-
lagður með hliðsjón af þessu.
„Þannig verður flugvélin við Ís-
land þegar hennar er mest þörf, til
dæmis yfir sumartímann. Þá sinnir
hún löggæslu, eftirliti og öðrum
verkefnum, m.a. með strandveiðum
og þegar úthafskarfaveiðar standa
sem hæst á Reykjaneshrygg. Hægt
er að kalla flugvélina heim fyr-
irvaralaust komi upp aðstæður sem
krefjast þess,“ segir Sveinn.
TF-SIF kom ný til landsins 1.
júlí 2009. Hún var fyrst leigð árið
2010 til að sinna landamæraeftirliti á
ytri landamærum Evrópusambands-
ins. Hélt vélin til Grikklands 1. júní
það ár. Átta manna áhöfn sinnti eft-
irlitinu, starfsmenn Gæslunnar.
Ísland er aðili að Frontex í
gegnum Schengen-samstarfið. Varð-
skipið Ægir fór einnig utan sumarið
2010 í eftirlit við Spán og Grikkland.
„Þetta er fagnaðarstund,“ sagði
Ragna Árnadóttir, þáverandi dóms-
málaráðherra, þegar hún tók á móti
flugvélinni nýrri. „TF-SIF hin nýja
löggæslu og eftirlitsflugvél okkar ís-
lendinga er komin heim. Koma flug-
vélarinnar til landsins markar tíma-
mót og skapar stóraukna möguleika
til eftirlits-, björgunar- og löggæslu-
starfa á hafinu umhverfis landið
jafnt á nóttu sem degi,“ sagði Ragna
Árnadóttir ennfremur. Ráðherra
hefði kannski einnig átt að flytja
þetta ávarp við Miðjarðarhafið?
Smíðasamningur um TF-SIF
var undirritaður í maí 2007 við
Bombardier í Kanada og var samn-
ingsverð 32,2 milljónir dollara, jafn-
virði fjögurra milljarða króna á þá-
gildandi gengi.
TF-SIF leysti af hólmi Fokker-
flugvélina TF-SYN sem þjónað hafi
Gæslunni frá 1977 eða í 32 ár.
„TF-SIF hefur staðið fyllilega
undir væntingum. Allur búnaður
flugvélarinnar sem og flugvélin sjálf
hefur virkað eins og til var ætlast,“
segir Auðunn Kristinsson verk-
efnastjóri aðgerðasviðs Landhelg-
isgæslunnar.
TF- SIF vel búin til eftirlits
Auðunn segir að á sínum tíma
hafi flugvélin verið sérstaklega útbú-
in til eftirlits á því hafsvæði sem við
Gæslan starfar á og tekið mið af
tækjabúnað sambærilegra flugvéla í
nágrannaríkjunum. Tækjabúnaður
hennar geri LHG kleift að sjá alla
hluta lögsögunnar í þremur fimm
klukkustunda flugferðum en það
þurfti sjö til átta slíkar ferðir með
fyrri flugvél. „Vegna tæknilegrar
getur flugvélarinnar og reynslu
áhafna LHG hefur Frontex sóst sér-
staklega eftir að fá vélina til eftirlits í
Miðjarðarhafi og hefur flugvélin
staðið undir öllum væntingum sem
til hennar eru gerðar þar og gott bet-
ur,“ segir Auðunn.
„Það að vélin hafi verið svo mik-
ið í verkefnum erlendis er þó ekki í
samræmi við væntingar LHG þegar
hún var keypt enda ein af forsendum
þess að við getum haldið uppi eftirlit
og löggæslu innan efnahagslögsög-
unnar,“ bætir Auðunn við.
TF-SIF erlendis í
nærri þúsund daga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TF-SIF á flugi Vélin hefur staðið undir öllum væntingum sem til hennar eru gerðar og gott betur að mati LHG.
Þátttaka flugvélarinnar TF-SIF í
verkefnum á vegum Frontex á
Miðjarðarhafi:
2010: 96 dagar
2011: 103 dagar
2012: 188 dagar
2013: 103 dagar
2014: 136 dagar
2015: 166 dagar
2016: 34 dagar
2017: 121 dagur
Mest 188
dagar á ári
VERKEFNI FYRIR FRONTEX
VerkefniLandhelgis-gæslunnar
eru nokkuð skýrt
afmörkuð. Í lögum
frá 2006 eru þau
talin upp í 12 tölu-
settum liðum. Þar
ber hæst „öryggis-
gæsla á hafinu í
samræmi við al-
þjóðlegar skuldbindingar Ís-
lands, samninga við önnur ríki
og ákvæði laga“. Síðan koma
löggæsla á hafi að meðtöldu
fiskveiðieftirliti, leitar- og
björgunarþjónusta jafnt á sjó
sem á landi, sjúkraflutningar,
aðstoð við almannavarnir og að-
stoð bregðist eðlilegar sam-
göngur vegna veðurs eða ham-
fara. Landhelgisgæslan þarf
einnig að tilkynna um og fjar-
lægja eða gera skaðlaus reköld,
tundurdufl, sprengjur og ann-
að, sem stefnt getur sjófar-
endum í hættu. Sjómælingar og
sjókortagerð eru á hennar
könnu og hún þarf að taka á
móti tilkynningum frá skipum
um útlendinga og hafa eftirlit
með lögsögumörkum á hafinu.
Þetta er nokkuð viðamikill
listi. En hvað er gert til að gera
Gæslunni kleift að sinna þess-
um verkefnum? Það er óhætt að
fullyrða að í þeim efnum hefur
verið reynt að halda sig við
neðri frekar en efri mörk fjár-
útláta.
Í Morgunblaðinu sagði í
fyrirsögn á forsíðu að tvær af
þyrlum Gæslunnar yrðu frá í
sex til átta vikur á þessu ári
hvor vegna þess að þær þurfa
að fara í viðamikla skoðun.
Þriðja þyrlan fer ekki í stóra
skoðun á árinu, en hún er sú
þyrla, sem minnst er notuð í
björgunarútköll vegna þess að
hún er ekki jafn vel búin og hin-
ar tvær til að sinna lögbundnum
verkefnum Landhelgisgæsl-
unnar.
Til þess að hægt sé að sinna
björgunarútköllum lengra en
tuttugu sjómílur á hafi úti þurfa
ávallt að vera tvær þyrluáhafnir
á vakt og þá þurfa einnig að
vera tvær þyrlur til taks.
Reyndin er þó sú að iðulega er
aðeins ein áhöfn til taks. Í fyrra
átti það við 44% ársins. Í fyrra
var einnig metár í útköllum
björgunarþyrlna og flugvélar
Landhelgisgæslunnar. Rútu-
slysið við Kirkjubæjarklaustur
var svo alvarlegt að öll loftför
Gæslunnar, þyrlurnar þrjár og
flugvélin, voru kölluð út. Í frétt-
inni er þó haft eftir upplýsinga-
fulltrúa Gæslunnar að oftast
takist að manna tvær áhafnir
þegar mikið liggi við, þótt ekki
séu tvær áhafnir á vakt.
Fyrir viku var greint frá því
að Landhelgisgæslan hefði til
skoðunar að leigja þriðju þyrl-
una til landamæraeftirlits á
Miðjarðarhafi í að minnsta kosti
tvo mánuði til þess að loka gati
sem myndaðist við lækkun fjár-
heimilda í fyrra um
rúmar 60 milljónir
og rúmar tuttugu
milljónir á þessu
ári, samtals rúmar
80 milljónir króna.
Sigríður Á. And-
ersen dómsmála-
ráðherra svaraði
fyrirspurnum
Morgunblaðsins
um þetta mál í vikunni og sagði
að Landhelgisgæslunni hefði
átt að vera ljóst að framlag til
hennar myndi lækka vegna
gengisbreytinga. Þetta hefði
því ekki átt að koma á óvart. Þá
kæmi ekki til greina að björg-
unarþyrla yrði leigð út á meðan
önnur væri í viðgerð.
Samkvæmt lögum er Land-
helgisgæslan með samnings-
bundin þjónustuverkefni af
ýmsu tagi. Að auki er kveðið á
um það í lögum að henni sé
heimilt að taka að sér ólögbund-
in verkefni í samráði við ráð-
herra standi sérstaklega á líkt
og gert hefur verið í Miðjarð-
arhafinu. Eins og fram kemur í
fréttaskýringu hér við hliðina á
leiðaranum hefur flugvél Land-
helgisgæslunnar verið í verk-
efnum erlendis fyrstu átta árin,
sem hún hefur verið í fullum
rekstri, eða tæplega þúsund
daga alls. Er gert ráð fyrir að
hún verði í burtu þrjá mánuði á
þessu ári. Ekki fylgir sögunni í
lögunum hvort það teljist sér-
stakar aðstæður þegar fé er of
naumt skammtað til rekstrar
Landhelgisgæslunnar.
Garðar Víðir Gunnarsson lög-
maður skrifar grein í Við-
skiptamoggann á fimmtudag
þar sem hann fjallar um vanda
Gæslunnar. Þar bendir hann á
að á sama tíma og útkallið var
vegna slyssins við Kirkjubæj-
arklaustur hafi frumvarp til
fjárlaga verið til meðferðar á
Alþingi og síðar í vikunni hafi
verið samþykkt að lækka fram-
lög til Landhelgisgæslunnar um
ríflega 80 milljónir króna: „Aft-
ur á móti voru framlög til
stjórnmálaflokka á sama tíma
hækkuð um sem nemur 195
milljónum. Þetta er undarleg
forgangsröðun.“
Það kostar sitt að reka Land-
helgisgæsluna. Lágmarks-
viðbúnaðarþörf hefur verið skil-
greind. Það getur vissulega
verið góð þjálfun að sinna eft-
irlitinu á Miðjarðarhafi og hún
getur skilað sér síðar, en er það
verjandi þegar það kemur niður
á bolmagni Landhelgisgæsl-
unnar? Þyrfti Gæslan ekki að
hafa umframgetu eigi hún að
hafa svigrúm sinna slíkum verk-
efnum, frekar en að gera það á
kostnað getunnar til að bregð-
ast við þegar mikið liggur við?
Eitt helsta hlutverk Gæslunnar
er að vera til taks við aðstæður,
sem vona verður að aldrei komi
upp. Hún verður hins vegar að
hafa bolmagnið til að bregðast
við þegar neyðin kallar.
Getur Landhelgis-
gæslan sinnt hlut-
verki sínu þegar hún
þarf að leigja út
tæki og mannskap
til að ná endum
saman?}
Bolmagn Gæslunnar