Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Loftpressur - stórar sem smáar Talsmaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi heldur því fram í Morgunblaðinu í byrjun ársins að veiðigjaldið, sem útgerðarfyrirtæki greiða ríkinu fyrir afnot af fiskimið- unum, sé komið langt fram úr hófi og sé skaðlegt sjávarútveginum og þar með samfélaginu öllu. Há- tekjuskattur á sterum er nafngiftin sem hlutur ríkisins fær. Staðreyndirnar tala öðru máli. Þær eru að um þessar mundir fær útgerðin 87% af fram- legðinni í sinn vasa en ríkið aðeins 13%. Til ríkisins rennur veiði- gjaldið, sem er núna 23 kr/kg fyrir hvert kg af þorski. Útgerðin fær 156 kr/kg til sín. Það er sjö sinnum hærra. Hlutur ríkisins í arð- inum af auðlindinni er ekki hátekjuskattur á sterum. Öðru nær, en skerfur út- gerðarinnar af arðinum er græðgi á sterum. Óbreytt veiðigjald Ramakvein útgerðarinnar er til- komið vegna þess að veiðigjaldið tvöfaldast í krónutölu frá síðasta fiskveiðiári. Það skýrist af því að hreinn hagnaður af fiskveiðum árið 2015 varð sá mesti síðan 2001 og tvöfaldaðist frá 2014. Þess vegna er fjárhæð veiðigjaldsins 2015 tvöfalt hærri en ársins 2014. Veiðigjaldið er óbreytt hlutfall af hreinum hagn- aði. Það er því ekkert meira íþyngj- andi nú en áður. Hreinn hagnaður varð 2014 sá minnsti síðan 2009. Þess vegna varð álagt veiðigjald síðasta fiskveiðiárs líka lágt og lækkaði um 50% frá árinu þar á undan. Hreinn hagnaður eftir veiði- gjald jókst úr 10 milljörðum króna í 20 milljarða króna frá 2014 til 2015. Útgerðin er að græða meira en ekki minna. Stóryrðin um stórfellda hækkun veiðigjaldsins eru röng. Veiðigjaldið aðeins 10% af framlegð Leiga á kvóta er mikið stunduð. Útgerð sem leigir til sín kvóta gerir það vegna þess að tekjur af aflan- um eru hærri en kostnaðurinn við veið- arnar. Það verður að vera framlegð af slík- um veiðum. Markaðs- verð á leigukvóta gef- ur góða mynd af framlegðinni. Á árinu 2015 voru, samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu, leigð gegn gjaldi um 14% af öll- um útgefnum kvóta í þorski. Það voru 26.837 tonn í 2065 við- skiptum og samtals voru greiddar 6.103 milljónir króna í leigugjald. Að meðaltali voru greiddar 227 kr./ kg. Þetta er það stór hluti af heild- inni og viðskiptin það mörg að telja verður að gott mat fáist á framlegð- ina af veiðunum almennt. Veiði- gjaldið sem nú er kvartað undan er miðað við afkomuna þetta sama ár 2015 og er 22,98 kr/kg. Það er að- eins 10% af meðalleiguverði þorsk- kvótans. Þetta markaðsverð á leigukvóta leggur grunn að verði varanlega kvótans eða afla- hlutdeildarinnar sem lánastofnanir styðjast við. Myndin breytist ekki mikið þótt veiðigjaldið sé borið saman við af- komuna á yfirstandandi fiskveiðiári í stað þess að miða við 2015. Meðal- verð á 1 kg af þorskkvóta fjóra fyrstu mánuði fiskveiðiársins 2017/ 18 er 156,35 kr. Bæði fjöldi við- skipta á bak við meðalverðið og magnið hefur aukist. Til viðbótar kvótaleigunni þarf að greiða veiði- gjaldið 22,98 kr/kg. Samtals greiðir sá sem tekur kvótann á leigu 179 kr. Það er þá matið á framlegðinni. Hlutur veiðigjaldsins af framlegð- inni um þessar mundir er um 13% samkvæmt þessum tölum. Það er ekki mikil breyting frá 10%. Svonefnd veiðigjaldsnefnd hefur það hlutverk að reikna út veiði- gjaldið og jafna því niður. Nefndin reiknar út framlegð samkvæmt for- skrift í viðkomandi lögum. Hún ber þess merki að Alþingi hefur sýnt málstað samtaka útgerðanna mikla tillitssemi. Engu að síður reiknast nefndinni til að framlegðin af þorskveiðum hafi verið um 102 kr/ kg. Veiðigjald upp á 22,98 kr/kg þar af er 22% af framlegðinni og getur á engan hátt talist óhófleg. Vanmetnar tekjur Hafa þarf í huga að stærstur hluti aflans er seldur í beinum við- skiptum milli skyldra eða sama að- ila. Verðið er enda mun lægra en markaðsverð. Stór hluti útgerð- arinnar er nátengdur fiskvinnslu. Á þennan hátt eru tekjur útgerðar- innar lækkaðar og færðar yfir á vinnsluna sem er að mestu undan- þegin veiðigjaldi. Við þetta lækkar hagnaður útgerðarinnar og veiði- gjaldið til ríkisins verður lægra en það í raun á að vera. Sjávarútvegs- fyrirtækin halda þannig með bók- haldsbrellum eftir meira af hagn- aðinum í sjávarútveginum. Ekki er gott að fullyrða um hversu miklu af raunverulegum hagnaði af útgerð- inni er komið undan veiðigjaldi en færa má rök fyrir því að það geti verið um 20%. 550 milljarðar kr. á 8 árum Afkoma í sjávarútvegi hefur ver- ið fádæma góð allt frá 2009. Sam- anlögð framlegð (EBITDA) grein- arinnar frá 2009-2016 framreiknuð er um 600 milljarðar króna. Þar af hefur ríkissjóður fengið um 50 milljarða króna í formi veiðigjalds. Eigendur sjávarútvegsfyrir- tækjanna hafa fengið ríflega 90% til sín. Það er um 550 milljarðar króna. Upplýst er að arðsemi í sjáv- arútvegi sé tvöfalt meiri en í at- vinnulífinu. Það er líka upplýst að einungis 1.000 manns eigi nánast allt eigið fé einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Átökin standa um skiptingu á arðinum. Ef ríkið tekur til sín stærri hlut með hækkandi veiði- gjaldi mun verð á kvóta lækka að sama skapi. Talsmenn sjávar- útvegsins vilja að þessir fáu eigi sem mest og að hinir mörgu, al- menningur, fái sem minnst. Það er kjarni málsins; græðgi á sterum. Græðgi á sterum Eftir Kristin H. Gunnarsson » Talsmenn sjávar- útvegsins vilja að þessir fáu eigi sem mest og að hinir mörgu, almenningur, fái sem minnst. Það er kjarni málsins. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Samanburður á aflamarksleigu ogveiðigjaldi Þorskur, 1/9-31/8 2011/12 2012/13 2013/14 2014/15 2015/16 2016/17 2017/18 Leiga kr/kg 304,17 206,23 202,91 233,07 216,82 191,01 156,35 Veiðigjald kr/kg 9,46 32,7 16,88 13,3 16,6 13,2 22,98 Samanlögð gjaldtaka 304,2 206,2 202,9 233,1 233,4 204,2 179,3 Veiðigj./samtalsgjald 3% 16% 8% 6% 7% 6% 13% Það hefur jafnan verið viðkvæðið að það séu forréttindi að búa á Seltjarnarnesi þar sem íbúar hafa að- gengi að einstakri náttúru og flestri þjón- ustu í nærumhverfi ef svo má að orði komast. Seltjarnarneskaup- staður nær einungis yfir tveggja ferkíló- metra svæði en þrátt fyrir það skartar bærinn einu stór- brotnasta útivistarsvæði á höf- uðborgarsvæðinu, þ.e. Gróttu sem var friðlýst árið 1974, Bakkatjörn ár- ið 2000 og Valhúsahæð 1998, auk stórbrotinnar strandlengju sem býð- ur upp á einstakt útsýni yfir haf og land. Það má heldur ekki gleyma golfvellinum sem fellur inni í stór- brotið landslag og hinni alfriðuðu kríu og kríuvarpinu. Vestursvæðin á Seltjarnarnesi eru mjög aðgengileg og þar gildir al- mannaréttur um umgengi og útivist. Þetta nýta margir Seltirningar sér auk annarra gesta af höfuðborgar- svæðinu sér til heilsubótar og úti- veru. Breyttir tímar og nálægðin við höfuðborgina eru þó farin að segja til sín. Þúsundir ferðamanna leggja nú leið sína vestur á Seltjarnarnes til þess að njóta þessarar náttúru- fegurðar enda nánast í göngu- og akstursfæri við mörg hótel miðborg- arinnar og fréttir af staðnum vinsæl- ar á samfélagsmiðlum víða um heim. Það er því skiljanlegt að fólk sæki á Gróttu og vilji sjá norðurljósin og sólsetur sem hlýja okkur um hjarta- rætur og blása okkur kraft í brjóst. Útrás er hafin úr borgarsamfélögum vestan- og austanhafs þar sem fólk þráir snertingu við náttúruna. Landverðir eru ekki með fasta við- veru á Seltjarnarnesi þrátt fyrir hin miklu náttúruverðmæti og spurning hvort ekki sé orðið tímabært að bæj- arfélagið og Umhverfisstofnun, sem fer með eftirlit með friðlýstum svæð- um, geri úrbætur til framtíðar, enda enginn formlegur samningur í gildi um eftirlit á svæðinu. Þess utan störfuðu einungis tveir landverðir seinni part ársins og höfðu eftirlit með u.þ.b. 30 friðlýstum svæðum, auk eftirlits svæða á náttúruminjaskrá á Reykjanesi og höfuð- borgarsvæðinu. Sem stendur er Umhverf- isstofnun að vinna að landvörslu svæðisins fyrir komandi ár en full- mótuð áætlun liggur ekki fyrir. Þrátt fyrir að gamla þjóðleiðin fram á Nes, þ.e. Framnesvegur, sé ekki aðalleiðin út á Nes lengur, þá hefur önnur þjóðleið tekið við, þ.e. Grandinn, sem í dag er skilgreindur sem þjóðvegur en hann endar við norðurenda Suð- urstrandar og nær því ekki lengra út á Seltjarnarnes en raun ber vitni. Það verður að teljast tímaskekkja í samhengi hlutanna. Íbúar Seltjarn- arness kosta og greiða fyrir veginn og viðhald á honum út í Gróttu. Þess utan hefur bæjarfélagið látið búa til myndarlega hjólreiða- og göngustíga um svæðið. Er ekki kominn tími til þess að hið opinbera (Vegagerðin) taki þátt í við- haldi vegarins sem liggur út í Gróttu? Er það réttlætanlegt að Sel- tjarnarnesbær sitji einn að því að greiða fyrir viðhald hans? Tölur Vegagerðarinnar segja að 12.000 bílar fari um Grandann á degi hverj- um en það er u.þ.b. 25 prósent aukn- ing frá því 2007, þar á meðal eru stórar rútur sem slíta vegum bæj- arins með tilfallandi mengun. Þessi stutta grein er innslag í Framtíðarnesið 2028 og hvernig íbú- ar Seltjarnarness geta haft áhrif á að móta framtíðina. Þjóðleiðin fram á Nes Eftir Guðmund Helga Þorsteinsson Guðmundur Helgi Þorsteinsson » Landverðir eru ekki með fasta viðveru á Seltjarnarnesi þrátt fyrir hin miklu náttúru- verðmæti og spurning hvort það sé ekki orðið tímabært. Höfundur er með meistaragráðu í ný- sköpun, stefnumótun og breytinga- stjórnun frá háskólanum í York St. John á Englandi og býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.