Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 13
Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is Fjárhæðir og breytingar á lífeyrisgreiðslum 2018 Ellilífeyrir: • Almennt frítekjumark gagnvart tekjum er 25.000 kr. á mánuði. • Sérstakt frítekjumark gagnvart atvinnutekjum verður 100.000 kr. á mánuði. • Heimilisuppbót verður að hámarki 60.516 kr. á mánuði. • Ellilífeyrir verður að hámarki 239.484 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir. • Ellilífeyrir verður að hámarki 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir og uppfylla skilyrði til greiðslu heimilisuppbótar. • Hægt er að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Almennt: • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á. • Hægt er að skoða og breyta tekju- áætlun á mínum síðum á tr.is. • Greiðslur eru endurreiknaðar árlega á grundvelli skattframtals þegar það liggur fyrir. Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir: • Frítekjumark gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót er: • Atvinnutekjur – 109.600 kr. á mánuði. • Lífeyrissjóðstekjur – 27.400 kr. á mánuði. • Fjármagnstekjur – 98.640 kr. á ári. • Lágmarksframfærslutrygging verður: • 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir og uppfylla skilyrði til greiðslu heimilisuppbótar. • 238.594 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir. • Heimilisuppbót verður að hámarki 48.564 kr. á mánuði. Nánar á: tr.is/tryggingastofnun/fjarhaedir-og-gjaldskrar Fjárhæðir greiðslna hækka almennt um 4,7% Samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá á vef breska blaðsins The Independent liggur hin raunverulega ástæða þess að fötin okkar virðast óvenjulega þröng og óþægileg þessa dagana þó ekki bara í því að við höfum sleppt fram af okkur beislinu um stundar- sakir. Fitufrumurnar skreppa saman Vísindamenn við Háskólann í Alberta í Kanada skella skuldinni einnig á sjálfan vetur konung og einn fylgikvilla hans. Nefnilega sól- arleysið. Við á norðurhveli jarðar fáum einfaldlega ekki nægilega sól á veturna. Vísindamennirnir komust að því að fitufrumurnar undir húðinni geta skroppið saman í bláu skini sólarinnar. „Þegar bláar ljósbylgjur – ljós- ið sem við getum séð með eigin augum – smjúga inn í húðina og í fitufrumurnar þar undir, minnkar fituefnið lípíð og losnar úr frum- unni. Með öðrum orðum þá geyma frumur okkar ekki eins mikla fitu við þessar aðstæður,“ útskýrði lyfjafræðingurinn og prófessorinn sem fór fyrir rannsókninni og heitir því skemmtilega nafni Peter Light. Eins leiðinlegt og það er fyrir okkur hér á norðurslóðum þá fitna frumurnar í sólarleysinu á veturna og við, eða a.m.k. sum okkar, sömu- leiðis án þess að fá rönd við reist. „Ófullnægjandi sól átta mánuði ársins stuðlar að fitusöfnun sem mörg okkar glíma við á veturna,“ segir Light. Hann geldur varhug við því að fólk túlki niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að það eigi að stunda sólböð til að grenn- ast. Frekari rannsókna þörf Light útskýrði að frekari rann- sókna væri þörf til þess að ákvarða hversu mikið sólarljós þyrfti til að örva rýrnun fitufrumanna. Upp- götvunina sagði hann hálfgert glópalán því teymi hans hefði lagt upp með að rannsaka hvernig líf- efnafræðilega væri hægt að láta fitufrumur framleiða insúlín fyrir sjúklinga með insúlínháða syk- ursýki 1. „Það er ekki mikill munur á því að ganga út frá því að ljósið sem við sjáum og stjórnar dæg- ursveiflum okkar, hafi líka áhrif á fitufrumurnar undir húðinni,“ segir hann. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Landsmönnum gefst tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi frá mánudeg- inum 15. janúar til fimmtudagsins 18. jan- úar. Um er að ræða hátæknitungl sem notað er við að mynda jörðina úr mikilli hæð. Margir ætla að gervitungl séu ennþá gríðarstór, sum voru um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun og hagnýt- ingu nánó-tækni, hafa þau minnkað hratt. Gervitunglið á Háskólatorgi, Planet Labs, er mjög smátt miðað við „hefðbundin“ gervitungl, aðeins um 4 kg, 30 cm á lengd og 10 cm á breidd. Tunglinu er skotið á sporbaug með hefðbundnum eldflaugum og þeim komið til alþjóðlegu geimstöðv- arinnar og þaðan sett á sporbaug í 500 km hæð yfir jörðu. Það flýgur síðan milli póla eða í norður-suður stefnu yfir jörð- inni sem snýst frá austri til vesturs. Gervitunglið er einungis 90 mínútur að fara umhverfis jörðina en 291 sambæri- legt tungl eru á braut um jörð og af þeim taka 189 daglega fjarkönnunarmyndir á ferðalagi sínu. Íslenska fyrirtækið ÍAV hefur milli- göngu um flutning á tunglinu til landsins en ÍAV þjónustar jarðstöð bandaríska fyr- irtækisins Planet Labs sem rekur þessi tungl (www.planet.com). Jarðstöðin er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Á sólarhring senda gervitunglin sem Planet Labs rekur fimm til sex terabæt af gögnum og jarðstöðin á Ásbrú tekur við hartnær helmingnum af þeim myndum. Einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi Ljósmynd/Wikipedia Alþjóðlega geimstöðin Tunglinu er skotið á sporbaug með hefð- bundnum eldflaugum og þeim komið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Umhverfis jörðina á 90 mínútum Borgarbókasafnið í Árbæ býður fólki að koma með börnin sín á morgun, sunnudag, kl. 12.30-15:30 á viðburð sem kallast Legó- og búningadagur. Legókubbar verða á staðnum fyrir unga safngesti sem geta klætt sig í skemmtilega búninga um leið og þeir byggja úr Lego. Allir sem þekkja vita að Legókubbar henta fólki á öllum aldri. Foreldrar eru velkomnir með og geta fengið sér kaffibolla á meðan krakkarnir leika sér, eða tekið þátt í að byggja. Ókeypis og allir velkomnir. Bókasafnið í Árbæ Legó- og bún- ingadagur Morgunblaðið/Ernir Legó Þessi var á legónámskeiði í skólanum sínum fyrir margt löngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.