Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Vetrarkortið er komið í sölu - Sjá nánar um námskeiðin á jsb.is Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Óhætt er að fullyrða aðskákvertíðin 2018 byrjimeð látum. Tveim dögumeftir að alþjóðlegu ung- lingamóti SÍ og Skákskólans sem haldið var til minningar um Stein- þór Baldursson lauk í Stúkunni á Kópavogsvelli með sigri Hollend- ingsins Thomas Beerdsen hófst í sömu salarkynnum Skákhátíð Kópavogs kostuð af MótX, en móts- haldið er að samvinnuverkefni Hug- ins og Skákdeildar Breiðabliks. Jón Þorvaldsson á mestan heiðurinn af þessari framkvæmd og hefur með fortölulist mikilli fengið til leiks flesta af sterkustu skákmönnum landsins, t.d. stórmeistarana Hjörv- ar Stein Grétarsson, Jóhann Hjart- arson, Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Árnason, Helga Áss Grét- arsson og Þröst Þórhallsson. Í B-flokki hófu 33 skákmenn keppni og þriðji flokkur Skákhátíð- arinnar sem fengið hefur nafnið Hvítir hrafnar skartar sex skák- mönnum 60 ára og eldri og þar fer fremstur Friðrik Ólafsson. Jón Þor- valdsson fékk gamlan vopnabróður Friðriks, stórmeistarann Guðmund Sigurjónsson, til að leika fyrsta leikinn á borði Friðriks. Baksviðs rifjaðist upp að í vor verða 50 ár liðin síðan þessir tveir tefldu fræga maraþonskák á Fiske-mótinu í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti í Reykjavík. Viðureigninni lauk með jafntefli eftir 109 leiki: „Já, ég lét þig sleppa,“ sagði Friðrik þegar skákina bar á góma. „Góð vörn,“ áréttaði Guðmundur og brosti. Áður en keppni á öðrum borðum hófst sagði bæjarstjórinn í Kópa- vogi nokkur orð og fagnaði sér- staklega því blómlega skáklífi sem þrifist í Kópavogi. Skákþing Reykjavíkur hófst á miðvikudagskvöldið í húsakynnum TR og þar eru 57 skákmenn skráð- ir til leiks í efsta flokki. Stigahæstir eru Bragi Þorfinnsson, Einar Hjalti Jensson, Dagur Ragnarsson og Vignir Vatnar Stefánsson. Vignir komst í efsta sætið Með því að vinna rússneska stór- meistarann Kunin í sjöundu umferð alþjóðlega mótsins í Stuttgart í síð- ustu viku komst hinn 14 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson í efsta sætið þegar tvær umferðir voru eft- ir og hafði þá hlotið 6 vinninga af 7 mögulegum. Hann þurfti aðeins eitt jafntefli til að tryggja sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en tapaði báðum skákunum í lokaumferð- unum. Guðmundur Kjartansson hlaut 6½ vinning og hafnaði í 10. sæti. Lítum á sigur Vignis yfir Kunin, en þar gekk á ýmsu í flóknu mið- tafli: Vignir Vatnar Stefánsson – Vi- talí Kunin Philidors-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Rbd7 4. Rf3 e5 5. Bc4 Be7 6. O-O O-O 7. He1 c6 8. a4 exd4 9. Rxd4 Re5 10. Be2 He8 11. f4 Rg6 12. g3 Dc7 13. Bf3 Bd7 14. Be3 Had8 15. b3 Db8 16. Kg2 d5 17. exd5 cxd5 18. Dd4 b6 19. a5 Bc5 20. Rxc5 bxc5 21. Dxc5 Dxb2 22. Ha2? Mun sterkara var 22. Rxd5. 22. ... Db8 23. Hb1 Da8 24. a6 Hc8 25. Dd4 Re7? Og hér var 25. ... Bg4 firnasterk- ur leikur. 26. Bf2 Bg4 27. Hb7 Bxf3+ 28. Kxf3 Hc4 29. Dd3 Dc8 30. Rb5 Dg4+ 31. Kg2 Rg6 32. Kh1 Re4 33. Bg1 h5 34. Ha3 Rf6 35. Rd6 He1 36. Rxc4 dxc4? Hann gat leikið 36. ... Re4 með hótuninni 37. ... Rf2+ og 37. Df3 er svarað með 37. ... Rh4! með vinn- ingsstöðu . Nú snýst taflið við. 37. Df3 Df5 38. He3 Hxe3 39. Bxe3 Re5 40. Dg2 Reg4 41. Bg1 Re4 42. He7 Rgf6 43. He5 Dg6 44. Bxa7 h4 45. Bg1 Rxg3+ 46. hxg3 hxg3 47. a7 Dh6+ 48. Bh2 Rg4 49. a8D+ Kh7 50. Dxg3 Rf2+ 51. Dxf2 Dc6+ 52. Dxc6 - og svartur gafst upp. „Já, ég lét þig sleppa,“ sagði Friðrik Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Hari Meistarar Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, fyrstu íslensku stórmeistararnir, slá á létta strengi við upphaf Skákhátíðar MótX. Mikil þátttaka var í vetrarsólstöðu- gátunni að þessu sinni. Fjöldi lausna barst og voru langflestar réttar. Lausnin er: Tvö þúsund og átján innreið heldur inn í heim, sem þarf að takast á við spillingu, sem kvöl og vansæld veldur í veikindum, sem allt of marga hrjá. Viljastyrk oss vantar, svo að höndum verkefnið á fest við getum nú. Rísum upp og saman bindumst böndum um betra líf og jöfnuð – ég og þú. Guðrún Skúladóttir Suðurtúni 25 225 Álftanesi hlýtur bókina Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson, Guðrún Kristinsdóttir Eyktarási 21 110 Reykjavík hlýtur bókina Formaður hús- félagsins eftir Friðgeir Einarsson og Kristín Guðjohnsen Meistaravöllum 35 107 Reykjavík hlýtur bókina Flórída eftir Berg- þóru Snæbjörnsdóttur. Vinningshafar geta vitjað vinning- anna í móttöku ritstjórnar Morgun- blaðsins eða hringt í 569 1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þátttökuna. Lausn vetrarsólhvarfagátu Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.