Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. 13. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.51 105.01 104.76 Sterlingspund 140.97 141.65 141.31 Kanadadalur 83.25 83.73 83.49 Dönsk króna 16.756 16.854 16.805 Norsk króna 12.954 13.03 12.992 Sænsk króna 12.748 12.822 12.785 Svissn. franki 106.68 107.28 106.98 Japanskt jen 0.9357 0.9411 0.9384 SDR 148.67 149.55 149.11 Evra 124.8 125.5 125.15 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.557 Hrávöruverð Gull 1332.9 ($/únsa) Ál 2178.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.15 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Framleiðslufyrir- tækið Silent og samfélagsmiðla- fyrirtækið Sahara hafa sameinast undir nafni Sahara. Hið sameinaða fyrirtæki mun ásamt dótturfélög- unum Hey Digital og Sahara Digital í Kaupmannahöfn bjóða upp á heildstæða lausn á sviði stafrænnar markaðs- setningar. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í umsjón samfélagsmiðla, myndbanda- og auglýsingagerð, hönnun, vefsíðugerð, árangursmælingum og stafrænum lausnum. „Fyrirtækin hafa unnið náið saman í ýmsum verkefnum og var því tekin ákvörðun um að sameina þau,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Sahara, í tilkynningu. Hann stofnaði Silent fyrir níu árum og var einn af stofnendum Sahara fyrir um 18 mánuðum. Markaðsfyrirtæki sameinuð sem Sahara Davíð Lúther Sigurðarson STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Heildarúttekt af erlendum debet- og kreditkortum hér á landi nam 14,4 milljörðum króna í nóvember síðast- liðnum. Í nóvember 2016 nam veltan hins vegar tæp- um 15,4 milljörð- um. Því nemur samdrátturinn milli ára rétt um 6,4%. Þetta má lesa út úr tölum frá Seðlabanka Íslands. Er þetta í fyrsta sinn sem veltuþróunin er neikvæð milli sambærilegra mánaða á ársgrundvelli frá því að ferðaþjónustan tók að vaxa verulega árið 2011. Sé aðeins rýnt í tölur fyrir nóv- ember nam veltuaukningin 12,6% ár- ið 2011 frá fyrra ári. aukningin var 53,8% árið 2012 miðað við 2011, 2013 var aukningin 17,3% ofan á hina gríðarmiklu aukningu ársins á und- an. Enn gaf veltan í árið 2014 þegar aukningin frá fyrra ári nam 31,4% og aftur gerðist það 2015 þegar aukn- ingin var 40,8% milli ára. Mesta aukningin mældist hins vegar í fyrra þegar 68% aukning varð milli ára. Þá fór veltan í nóvembermánuði eins og áður segir í 15,4 milljarða en hafði árið á undan verið 9,2 milljarðar. Samdráttur þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna Samdrátturinn sem varð í korta- veltu útlendinga hér á landi í nóv- ember er ekki síst forvitnilegur þeg- ar litið er til fjölda þeirra ferðamanna sem hingað leggja leið sína. Þannig sýna tölur sem Ferða- málastofa heldur utan um að í nóv- ember síðastliðnum komu til lands- ins 144.641 ferðamaður. Ári fyrr nam fjöldinn 131.723 ferðamönnum og því fjölgaði þeim um 9,8% milli mánað- anna sem bornir eru saman. Sé litið til fjölda þeirra ferða- manna sem standa að baki kortavelt- unni hvort árið um sig sést að í nóv- ember 2016 renndi meðalferða- langurinn kortum sínum fyrir 116.715 krónur meðan á dvöl hans stóð en sú upphæð lækkar niður í hvorki meira né minna en 99.640 krónur í nóvember í fyrra. Upphæð- irnar eru á verðlagi hvors árs en samdrátturinn nemur 14,6%. Kemur í raun ekki á óvart Þrátt fyrir hin snörpu umskipti í kortaveltunni í nóvember segir Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að tölurnar komi ekki á óvart. „Við höfum bent á það lengi að það hefur lítið upp á sig að horfa bara til fjölgunar ferðamanna. Það verður einnig að líta til dvalartímans og að samkeppnisstaða greinarinnar sé þannig að fólk treysti sér til þess að kaupa hér vöru og þjónustu meðan á dvalartímanum stendur.“ Hún segir að á sama tíma og tekjur af ferðaþjónustunni hafi auk- Augljós samdráttur í korta- veltu útlendinga í nóvember Veltuaukning erlendra greiðslukorta 2017 Miðað við sama mánuð 2016 Heimild: Seðlabanki Íslands 50% 40% 30% 20% 10% 0% -10% jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. 49% 6,4% 31,8% 15,5% -6,3%  Samdráttur frá sama mánuði í fyrra 6,4%  Meðaleyðslan minnkar mun meira Morgunblaðið/Ómar Rekstur Ferðaþjónustan horfir upp á versnandi samkeppnisstöðu. Helga Árnadóttir ist mikið síðustu ár hafi samkeppn- isstaða greinarinnar versnað. „Gengið hefur mikil áhrif og launahækkanir í greininni sem, mælt í evrum, nema um 50% á árunum 2015 og 2016. Þá er ekki tillit tekið til launaskriðs á nýliðnu ári. Í svona ár- ferði verða fyrirtæki að hækka verð eða taka á sig versnandi stöðu. Gengisbreytingarnar hafa sömuleið- is þau áhrif að fólk sparar við sig, kaupir ódýrari mat og fer t.d. í dags- ferðir í staðinn fyrir lengri ferðir.“ Helga segir að þessi þróun komi verst út fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni en að þetta bíti hins vegar alls staðar. Áhrifin koma mishratt fram Sé rýnt nánar í tölur Seðlabank- ans sést að þótt samdráttur í heild- arkortaveltu útlendinga hér á landi komi ekki fram fyrr en í nóvember þá var farið að gæta samdráttar á til- teknum sviðum. Þannig skiptir Seðlabankinn úttektum af erlendum kortum í þrjá flokka. Í fyrsta flokk- inn falla úttektir í verslunum og er sá flokkur alla jafna stærstur. Þá eru það úttektir í bönkum, sem m.a. fela í sér kaup á gjaldeyri hjá gjaldkera og er það langminnsti flokkurinn. Þriðji flokkurinn tekur svo til úttekta í hraðbönkum. Í verslun gætir sam- dráttarins ekki fyrr en í nóvember, líkt og heildartölurnar gefa til kynna. Samdrátturinn kom hins veg- ar fram í öllum mánuðum ársins 2017, miðað við sömu mánuði ársins 2016 í úttektum yfir bankaborð og nam milli sömu mánaða beggja ára á bilinu 19 og upp í 46%. Þá tók sam- dráttarins að gæta í maí í tilfelli hraðbankaviðskipta og hefur staðið síðan og haldist á bilinu 18-23% frá þeim tíma. Greiningardeildir bankanna eru all- ar á svipuðum slóðum í spám sínum um þróun vísistölu neysluverðs í janúar. Gera þær ráð fyrir 0,45-0,6% lækkun neysluvísitölu á milli mán- aða, sem svarar til 1,8-2,0% verð- bólgu síðustu 12 mánuði. Ársverð- bólgan var 1,9% í síðasta mánuði. Íslandsbanki spáir mestri lækkun vísitölu neysluverðs í janúar, eða 0,6%. Bankinn bendir á að í janúar- mælingum vegist ávallt á lækkunar- áhrif vegna útsalna og hækkunar- áhrif vegna hækkunar krónu- töluskatta og gjaldskráa veitna og þjónustuaðila. Bankinn telur að fyrrnefndu áhrifin vegi töluvert þyngra að þessu sinni, enda hafi hækkun veitugjalda og krónutölu- gjalda verið með hóflegra móti um áramótin. Landsbankinn spáir 0,5% lækkun neysluvísitölu sem myndi þýða óbreytt verðbólgustig. Bankinn seg- ir töluverða óvissu ríkja um verð- bólguþróun næstu mánaða, ekki síst vegna óvissu um þróun fasteigna- verðs en vægi þess í neysluverðs- vísitölunni er í kringum 20%. Arion banki spáir því að vísitalan muni lækka um 0,45% í janúar og að verðbólgan fari úr 1,9% í 2,0%. Þannig bendi allt til að útsölurnar beri sigur úr býtum í viðureigninni við gjaldskrárhækkanir og húsnæð- isliðinn. Bendir bankinn á að fyrir ári hafi 12 mánaða taktur verðbólg- unnar verið 1,9% eftir 0,57% lækkun vísitölunnar í janúar 2017. Hagstofa Íslands birtir janúar- mælingu sína á vísitölu neysluverðs mánudaginn 29. janúar. Morgunblaðið/Hanna Verðlag Bankarnir gera ráð fyrir 1,8-2,0% verðbólgu til 12 mánaða. Spá svipaðri verð- bólgu í janúar  Útsölulækkun vegur þyngra en gjaldskrárhækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.