Morgunblaðið - 13.01.2018, Page 39

Morgunblaðið - 13.01.2018, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 ✝ Svava Páls-dóttir fæddist 20. apríl 1928 í Dalbæ í Hruna- mannahreppi. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Ljós- heimum, HSU, 3. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Páll Guð- mundsson, f. 8. sept. 1899, d. 17. maí 1966, og Margrét Guð- mundsdóttir, f. 7. jan. 1898, d. 4. maí 1988, bændur í Dalbæ. Systkini Svövu: a) Brynjólfur Geir, f. 3. apríl 1930, d. 21. okt. 2003, b) Guðmundur Ísak, f. 3. feb. 1935 og c) Jóhann Halldór, f. 7. mars 1936, d. 28. nóv. 1987. Uppeldisbræður eru Birgir H. Oddsteinsson, f. 22. ág. 1941, og Grétar Páll Ólafsson, f. 14. febr. 1947. Svava giftist 12. júní 1952 Þorgeiri Sveinssyni, f. 16. júní 1927, bónda á Hrafnkelsstöðum III, d. 25. nóv. 1997. Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson, f. 15. jan. 1893, d. 27. maí 1954, og Sigríður Haraldsdóttir, f. 30. des. 1900, d. 20. maí 1991, bænd- ur á Hrafnkelsstöðum, Börn Þor- geirs og Svövu: 1) Pálmar, f. 15. okt. 1951, d. 20. maí 2017, maki 1991, maki Nadja Kargruber, d) Svava Lovísa, f. 4. ág. 1999. Svava ólst upp í Dalbæ og gekk í barnaskóla á Flúðum, og fór svo í Kvennaskólann í Reykjavík. Svava og Þorgeir stofnuðu árið 1952 nýbýli á Hrafnkelsstöðum III og bjuggu þar síðan, þar til Aðalsteinn og Margrét tóku við. Svava vann að búskapnum, viðhaldi húss og ræktaði blóma- og matjurtagarð, einnig komu hjónin upp skóg- ræktarreit við bæinn. Seinna vann hún sem bókavörður við Bókasafn Hrunamanna í 13 ár. Svava kom að útgáfu Ábúenda- tals Hrunamannahrepps og hafði forgöngu um að halda ættarmót, bæði vegna Reykja- og Dalbæjarættar. Hún sat í stjórn Kvenfélags Hrunamanna, var frumkvöðull við stofnun Fé- lags eldri borgara og heiðruð fyrir störf sín 2013. Þrátt fyrir heilablæðingu í febrúar 2001 tókst henni með aðstoð fjöl- skyldu og hjálparkvenna að dvelja heima til 2008, en fluttist þá á Ljósheima á Selfossi. Svava lærði málun í Kvennó og hóf aft- ur listmálaraferil með hjálp starfsfólks Ljósheima hjá fé- lagsstarfi aldraðra í Grænu- mörk. Útför Svövu fer fram frá Hrunakirkju í dag, 12. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Ragnhildur Þór- arinsdóttir, f. 21. mars 1953, börn: a) Lára Bryndís, f. 7. jan. 1977, maki Bragi Þór Gíslason; eiga samtals 4 börn, b) Rúnar, f. 24. feb. 1981, maki Tinna Rúnarsdóttir; eiga 2 börn, c) Svavar Geir, f. 18. júlí 1988, maki Þóra Hugosdóttir, 2) Hrafnhildur, f. 18. des. 1952, maki Guðmundur Auðunsson, f. 30. mars 1955, börn: a) Arnar Þór, f. 11. maí 1974, maki Elva Ágústsdóttir; eiga samtals 7 börn, b) Auður, f. 1. apríl 1986, maki Gunnar S. Kristinsson; eiga 2 börn, c) Carina Guðmunds- dóttir, f. 6. mars 1984, 3) Bryn- hildur, f. 1. maí 1955, 4) Sveinn Sigurður, f. 18. febr. 1958, d. 8. ág. 2008, maki Anna Ringsted, f. 19. júlí 1954, börn: a) Elísabet Ýr, f. 24. nóv. 1989, maki Jóel Brynjólfsson; eiga 1 barn, b) Þor- geir, f. 25. júní 1991, maki Stein- unn Eyja Gauksdóttir, 5) Að- alsteinn Þorgeirsson, f. 4. febr. 1961, maki Margrét Jónsdóttir, f. 27. des. 1958, börn: a) Iðunn, f. 30. sept. 1983, b) Jón Þorgeir, f. 4. jan. 1989, c) Hákon, f. 16. ág. Að eiga tengdamóður sem nánasta trúnaðarvin er ekki sjálfgefið. Hún var skemmtileg hún Svava tengdamóðir mín, hún var ráðagóð og fylgdist með því sem um var að vera hjá okkur, lét mig vita hverjar skoðanir hennar væru, en skipti sér svo ekki meira af því. Hlóg- um við oft að þessu saman. Börnunum mínum var hún ein- stakur félagi, hrósaði þeim þeg- ar vel gekk, þakkaði þeim fyrir heimsóknir og kunni að ræða við þau sem jafningja. Hún gat fundið að útliti þeirra en vissi samt hvaðan frumleikinn var ættaður, vissi að betra væri að hafa aðfinnslur í lágmarki. Svava var myndarleg hús- móðir, saumaði allt sem hug- urinn girntist, kápur, kjóla, buxur, peysur, margt með blúndum og pífum, sem mér þótti nóg um þá, en elska núna. Matargerð Svövu var öll til fyr- irmyndar og öll umgengni í eld- húsi lærdómsrík. Umræður við eldhúsborðið á Hrafnkelsstöðum voru oft fjör- ugar og sótti ég í að vera þar í 10-kaffinu. Þar var ýmislegt lát- ið flakka. Eftir að Svava fékk heila- blóðfallið var hún ótrúleg. Hún barðist áfram af fádæma dugn- aði. Hún sagðist vera svo vel til þess fallin að vera veik, það væri ekki öllum gefið að biðja og þiggja. Þetta er svo satt, þetta er vandi. Það er ósk mín að afkom- endur mínir eigi eftir að líkjast ömmu Svövu. Lífsfegurð Svövu Pálsdóttur var einstök, að vera til og láta gott af sér leiða. Gengin er einstök manneskja. Hvíldu í friði. Ragnhildur. Minningarnar um ömmu streyma fram í hugann þessa daganna, algjörlega ósjálfrátt, enda margs að minnast. Þegar ég segi strákunum mínum sög- ur eru það yfirleitt sögur úr sveitinni þegar ég var lítil. Því- lík forréttindi að fá að vera þar mörgum stundum. Nokkur sumur var ég hjá ömmu í sveit- inni og að hjálpa Alla og Möggu á bænum. Ég fékk líka stundum að fara með ömmu í vinnuna á bókasafnið. Yndislegir tímar sem ég átti þar, að skoða bækur og byggja hús úr pullunum sem voru þar. Eitt skiptið héldum við amma Barbie-sýningu í bókasafninu. Röðuðum öllu Barbie-dótinu fallega á borðin og auglýstum sýninguna. Því- líkur draumur fyrir unga Bar- bie-sjúka stelpu eins og mig. Það eru svo margar stundir sem voru svo dásamlegar með ömmu, nestisferðir með Hraun- bitakassa, ísbíltúr í búðina, rab- arbaraferðir, sunnudagaskólinn í Hruna með kitl í magann í stóru brekkunni á leiðinni. Þó að amma hafi verið dug- leg að koma fólki og líka okkur krökkunum í verkefni, t.d. hengja þvott, sækja mjólk út í fjós og fleira, þá fengum við líka að gera svo margt hjá henni sem við elskuðum.Til dæmis fannst okkur frænkun- um ekki leiðinlegt að fá að gista úti í garði í sveitinni í tjaldi, með gotterí og popptónlist. Í seinni tíð hef ég oft spurt ömmu hvernig gekk að vera með fimm ung börn: „Ekkert mál“ svaraði hún alltaf. Ætli ég fari ekki að temja mér það hug- arfar. Mamma mín segir oft að ég hafi fengið tiltektargenin frá ömmu Svövu – og það er auðvit- að heiður að vera líkt við hana, þessa fyrirmyndarkonu. Alltaf var amma vel til höfð. Síðustu ár þegar við höfum heimsótt ömmu á Selfoss var hún oft með skart, eyrnalokka og hringi. Alltaf hrósaði ég henni fyrir hvað hún væri fín og hún ljómaði öll. Svo fór hún beint í að finna verkefni handa Gunna, því allir þurfa jú að hafa verkefni fyrir frú Svövu Páls. Eitt skiptið nefndi hún t.d. hvort Gunni gæti ekki lagað úti- ljósið fyrir ofan hurðina í hús- inu sínu á Hrafnkelsstöðum, já, það þarf að halda verkefnunum gangandi í húsinu sínu í sveit- inni. Myndir sem amma málaði og kort frá henni geymi ég núna eins og gull og þakka fyrir alla þá tíma sem ég fékk að upplifa með henni. Elsku amma, þú knúsar strákana þína á himnum. Þín ömmustelpa, Auður. Elsku amma í sveit. Við fráfall þitt hellast yfir mig fleiri minningar um sam- veru okkar en ég vissi að ég ætti til. Og þær eru allar góðar, skemmtilegar, fyndnar, fræð- andi og frábærar. Þegar ég hugsa um þær og skoða svo all- ar þær myndir og vídeó sem ég og fleiri eigum til rifjast upp fyrir mér hversu einstaklega vel mér leið með þér og í sveit- inni. Fyrstu minningarnar um þig eru þegar ég kom með mömmu og pabba í sveitina, úr bænum, á föstudagskvöldum. Ég var nú ekki nema fimm eða sex ára og oft komum við seint um kvöld og í svartamyrkri. En hversu seint sem við komum þá stóðu alltaf kökur, kaffi og mjólk (fyr- ir mig og pabba) á eldhúsborð- inu. Og ekkert svona litlar eða afbitnar kökusneiðar, nei nei, alltaf nýbakaðar og ilmandi al- vöru kökur. Ég man svo alltaf eftir þessari með bleika krem- inu ... sem enginn hefur getað bakað – ekki einu sinni mamma! Svo mætti ég eitt sumarið, 11 ára gamall, í sveit til þín og afa. Planið var að ég myndi vera í einn mánuð og hjálpa afa til við sauðburðinn, mjaltir og önnur tilfallandi verk. Dvölin reyndist svo verða þrír mánuðir og það varð eitt af mínum gæfusporum í lífinu. Næstu árin dvaldi ég svo og vann hjá þér og afa, yfir sum- armánuðina, og svo í framhald- inu hjá Alla frænda. Að vakna, vinna og vera með fólki sem gaf manni ást og kærleika ásamt hæfilegu magni af aga og vinnu- semi er upplifun sem ég óska öllum. Ég lærði alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi enda eru engir tveir dagar eins í sveit- inni. Afi kenndi mér m.a. rétt vinnubrögð, við svo margt, og hvernig á að koma vel fram við dýrin. Þú sagðir mér svo alltaf að segja satt, vera kurteis, ganga vel eftir mig og umfram allt að vera hreinskilinn, sama hversu erfitt það gæti verið. Ég hef reynt að fylgja þessu for- dæmi allt mitt líf enda eru þetta að mörgu leyti grunngildi mín í lífinu. Það er annars svo margt sem ég man og eitt af því er bílferð- ir með þér. Þú varst frekar stolt af því að hafa aldrei ekið hraðar en 50 km/klst., en það var reyndar á ljósgræna Subaru Justyinum þínum, sem komst örugglega ekki hraðar. Svo man ég vel þegar þú slóst þetta hraðamet, þegar þú þurftir að drífa þig á bóksafnið. Þá var Rauða þruman, eins og þú kall- aðir hana, komin til leiks. Þú gafst allt í botn og hraðamæl- irinn rauk upp í 55 km/klst. og ég sagði „Amma, þú varst að slá hraðametið þitt“! Það met stendur enn. Minningar um kvöldkaffi, heyskap (með böggum), girð- ingarvinnu með afa (með nesti frá þér), borholan þar sem við skoluðum gulrætur, rabarbara- vinnu, heita pottinn, heimaln- inga og svo margt fleira eru mér ofarlega í huga. Ég kem þessum minningum aldrei öllum fyrir í einni grein en ef ég þarf að leita að góðum, rólegum og hugljúfum stundum veit ég að get alltaf leitað til þeirra minninga sem ég á um þig, afa og sveitina. Takk fyrir allt, elsku amma. Arnar Þór. Nú er elsku amma Svava far- in frá okkur en eftir standa ótalmargar minningar. Ég var svo heppin að eignast ömmu Svövu þegar ég var sex ára og kom inn í fjölskylduna. Og er ég þakklát fyrir allar góðu minningarnar um okkur fjöl- skylduna í sveitinni hjá ömmu Svövu. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín Carina. Því er oft haldið fram, og sennilega með réttu, að við- brögðin og vinnan við að vinna úr áföllum móti einstaklinginn meir en áföllin sjálf. Svava föð- ursystir mín fór ekki áfallalaust í gegnum lífið, en jákvæðari og öflugri baráttukonu þekki ég ekki. Hún var svo sannarlega mikil hetja. Ekkert loforð er við fæð- ingu um sanngjarnt líf. En hver dag sem maður reynir að gera lífið betra, jákvæðara og skemmtilegra er sigur hins sterka og bjarta. Oft var líf, fjör og hávaði í kringum Svövu enda hún af Sól- eyjarbakkaætt, þar sem því hef- ur verið haldið fram að sér- staklega kvenleggurinn sé sterkur og hávaðasamur. Hún lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Okkar kynni urðu mun meiri eftir að ég flutti heim eftir námi og tók við búi foreldra minna ásamt systkinum á uppeldis- jörðinni hennar í Dalbæ. Fráfall foreldra minna og þar með litla bróður hennar var Svövu mikið áfall sem við deildum og tók- umst á við saman. Svava var húsmóðir á Hrafn- kelsstöðum mestan hluta ævi sinnar. Hún undi hag sínum vel, kom upp gróðurvin neðan við bæinn. En henni fannst nú samt að lognið í Dalbæ væri meira og betra. Þau Þorgeir komu upp blómlegu búi og fimm börnum. Það að missa eiginmanninn Þorgeir eftir langvarandi veik- indi hefur tekið á, en alltaf stóð Svava eins og kletturinn sem aldrei brotnar. Í fertugsafmælinu hans Alla, litla barnsins og bóndans á bænum fyrir tæpum 17 árum, fékk Svava heilablæðingu sem hún hefur tekist á við alla tíð síðan. Það er erfitt að lamast og missa málið. Í kapp við aldurinn háði hún baráttuna og sótti bat- ann á undraverðan hátt. Það gerði Svava svikalaust. Hún lét sig ekki vanta á mannamót og fjölskyldusamkomur. Aðdáunar- fullt var að fylgjast með henni á slíkum samkomum. Hún ætlaði að upplifa jákvæðar minningar og það tókst. Börnin hennar og fjölskylda hafa líka lagt sig óendanlega fram til að hún gæti lifað slíku lífi. Síðustu ár hafa verið fjöl- skyldunni allri erfið. Að missa á nokkrum árum tvo eldri syni sína, Svein Sigurð 2008 og Pálmar vorið 2017, er nokkuð sem ekkert foreldri vill upplifa. Þrátt fyrir allt var þessi létt- byggða kona, sitjandi í hjóla- stólnum sínum, glæsileg eins og alltaf, okkur hinum stoð, and- lega sterk. Það er með miklum söknuði sem ég kveð elskulega föður- systur mína, sem sannanlega hafði lifað sitt. Hennar viðhorf, að takast á við það margbreyti- lega í lífinu, gleði, sorgir, tæki- færi og áföll, er okkur öllum til eftirbreytni. Maður kemst lengra og verður hamingjusam- ari með jákvæð lífsviðhorf. Í fertugsafmælinu forðum daga komum við saman systk- inin frá Hrafnkelsstöðum og veislustjórinn á meðan beðið var sjúkrabílsins að sækja Svövu. Spurningin var hvort blása ætti veisluna af og senda alla heim eða halda áfram. Niðurstaðan var að hún Svava hefði ekki viljað eyðileggja af- mælið. Lífið heldur nefnilega alltaf áfram. Maður tekst á við áföllin. Elsku frændsystkin og fjöl- skyldur, við Elsa sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Ingi Jóhannsson. Það okkur er til rauna hve ógjarnt var að launa, við könnumst við það klökk. En fyrir allt sem ertu um eilífð blessuð vertu! Og haf þú okkar hjartans þökk. (G.J.G.) Þá hefur elsku Svava kvatt þennan heim. Það var erfitt fyr- ir mörgum árum að horfa upp á Svövu veikjast og þurfa í fram- haldinu að flytja að heiman á Ljósheima á Selfossi. Þurfa að yfirgefa sveitina sína og geta ekki verið áfram heima innan um sveitunga, ættingja og vini. Allan okkar uppvöxt ólumst við upp við nábýli Svövu og Geira, föðurbróður okkar, á næsta bæ. Foreldrar okkar ráku í mörg ár tamningastöð, í hesthúsi á hlaðinu hjá þeim og því nálægð- in enn meiri en ella. En þá fyrst varð nálægðin mikil við þau heiðurshjón þegar við vorum þar í nokkur haust í vist, á virk- um dögum, meðan foreldrar okkur sinntu störfum sínum í sláturhúsi SS í Laugarási. Þó að vegalengdirnar í þá daga hafi ekkert verið meiri í kíló- metrum en í dag var ekki verið að fara heim eftir vinnu á hverj- um degi, enda vinnudagarnir oft langir. Við fórum því til Svövu og Geira á sunnudagskvöldum og heim aftur á laugar- dagsmorgnum í nokkrar vikur á haustin. Ekki vorum við alltaf sáttir í vistinni og fannst nú stundum eins og þetta ætti nú að vera eins og á hóteli og ekki hægt að vera að krefjast mikils vinnu- framlags af okkur ungviðinu, nóg væri nú að vera í skólanum allan daginn. En Geira fannst nú sjálfsagt að við tækjum til hendinni eftir skóla, m.a með því að fara í fjósið með honum og Svövu og hjálpa eitthvað til við önnur verk. Þrátt fyrir að finnast þetta á þeim tíma vera fásinna er það nú þannig, eins og með margt annað, að þegar maður eldist áttar maður sig á hvað agi og vinna skipta miklu máli á upp- eldisárunum. Elsku Svava mátti þola margt, ekki bara að missa hann Geira sinn, heldur einnig horfa á eftir sonum sínum langt um aldur fram, þeim Sveini Sig- urði og Pálmari. Vera heilsu- laus síðustu árin og bundin hjólastól. En þrátt fyrir þetta missti hún ekki af árlegum samkomum okkar Hrafnkels- staðafólksins, s.s. Bragga- partýum og Ömmuafmælum. Það var því einkar ánægjulegt að sjá hana og hitta í árlegu kaffiboði 30. desember síðastlið- inn og ná að kveðja hana í síð- asta sinn með kossi á kinnina og klappi á bakið. Elsku Svava, nú er komið að leiðarlokum en víst er að á móti þér verður tekið með opnum örmum hinum megin við móð- una miklu. Við sendum fjöl- skyldu Svövu Páls okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Helgi og Ingólfur. Hún Svava var föðursystir mín og í uppvexti mínum var hún bara í því hlutverki, kom í heimsókn öðru hvoru, heimsótti ömmu, við heimsóttum hana, bara svona eins og gengur. En þegar árið liðu og ég varð full- orðin breyttist okkar samband og hún varð mér ákaflega kær frænka. Við vorum ekki að hitt- ast á hverjum degi, en ég vissi alltaf af henni svo traustri . Hún Svava var alveg ótrúleg- ur karakter, einstaklega dug- leg, kraftmikil og svo jákvæð, hún virtist hafa tekið þá ákvörðun að láta ekkert stoppa sig til að geta notið lífsins á sem bestan hátt. Geðslagið hennar minnti mig svo oft á pabba, bæði svo ljúf, miklir húmoristar og hlý. Mörgum áföllum hefur hún þurft að mæta á lífsleiðinni en alltaf hélt hún áfram og enga uppgjöf var að finna í hennar huga, ég er sannfærð um að hennar létta lund og jákvæðni fleygðu henni áfram yfir erf- iðustu hjallana. Hér á hennar æskuheimili í Dalbæ hefur verið haldinn svo- kallaður „ömmudagur“ sl. 20 ár en þar koma saman afkomend- ur ömmu og afa og þar var mín kona fremst í flokki, þetta fannst henni alveg ómissandi, að koma saman í brekkunni hennar ömmu og drekka þar saman kaffi. Hún lagði þetta á sig þó svo að það þyrfti að bera hana upp í hjólastólnum, alltaf svo fín og brosandi. Þín verður sárt saknað þar enda varstu aðal. Minnar síðustu heimsóknar til þín á Ljósheima í desember síðastliðnum minnist ég með þakklæti, við áttum þar einlæga samverustund á milli þess sem þú fékkst hóstaköst. Síðustu orðin sem þú sagðir við mig þegar ég kvaddi þig mun ég geyma í hjarta mínu um ókomin ár, elsku frænka mín. Blessuð sé minning þín. Fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Arnfríður Jóhannsdóttir. Svava Pálsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.