Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orkumálastjóri fer villur vegar hvað varðar sérútbúna jeppa á hálendinu og umhverfisáhrif þeirra, að mati Ragnars Lövdal, eiganda ferðaþjón- ustunnar Superjeep.is. Hann gerir út 12 breytta Land Rover jeppa og tvo stærri bíla. Þeir fara með ferða- menn, ekki síst á hálendið. Áætlað er að um 200-300 breyttir jeppar séu gerðir hér út í ferðaþjónustu. Dr. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri sagði í jólaerindi að það hefði vakið athygli sína „að flestar nýjar virkjanir og virkjanahug- myndir ganga í gegnum sterk skoð- anaskipti og vekja öldu mótmæla og blaðaskrifa. Þær virkjanir sem er næstum algjör lognmolla í kringum eru dísilorkuver! Svo er einnig um dísilvirkjanir á hálendinu sem orku- málastjóri hefur ekkert með að gera. Á hverjum degi og þó sérstaklega um helgar er stöðugur straumur kraftmikilla sérútbúinna jeppa, 300- 400 kílóvatta dísilorkuvera á fjórum hjólum, inn á hálendið. Hver bíll ber með sér um 100 lítra af dísilolíu. T.d. 300 jeppar eru sameiginlega 10 MW orkuver og með tankrými fyrir 30 rúmmetra af dísilolíu.“ Hann sagði að sótmengun frá þessum ökutækjum væri tiltölulega mikil og því til viðbótar kæmi mót- orolía, bremsuglussi og gírolía sem læki frá jeppunum. „Þessi dísil- orkuver á hjólum eru svo skoluð reglulega, jafnt í jökulvatni sem ferskvatnsám.“ Nýlegir bílar sem menga lítið „Ég er með nýlega bíla sem menga lítið,“ sagði Ragnar. Elstu bílarnir hans eru af árgerð 2013. Meirihlutinn er Land Rover-jeppar. Vél hvers þeirra skilar 90 kílóvött- um. Hann er líka með tvo tíu manna Ford, sem eru með nýjasta meng- unarvarnarbúnaði. Vél hvors þeirra skilar 331 kílóvatti. Ragnar sagði að nýjustu bílarnir í ferðaþjónustunni væru 10-18 manna Mercedes Benz Sprinter með 120-140 kílóvatta vél- ar. Þeir væru að leysa af hólmi eldri ameríska bíla. „Mér finnst málflutningur orkumálastjóra lýsa fáfræði. Við skiljum ekki eftir okkur olíu eða glussa og meira að segja hirðum upp eftir aðra,“ sagði Ragnar. Hann sagði suma erlenda ferðamenn á bílaleigubílum skilja eftir sig rusl. Ragnar sagði að þeir sem væru í at- vinnuferðamennsku gengju almennt vel um. „Við höfum strangt eftirlit með flokkun úrgangs og að menga sem minnst. Það tilheyrir þessum business sem ég er í að ganga vel um landið og vera til fyrirmyndar í öllu.“ Ragnar kvaðst telja að mesti sóðaskapurinn á hálendinu hefði ver- ið í tengslum við byggingu virkjana og stíflna. Þar hefðu verið notaðar stórar vinnuvélar í tuga eða hundr- aða tali, sett upp viðgerðarverkstæði og fleira. „Umgengnin hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar á þeim stöðum, þótt allt sé fínt þegar þetta er búið,“ sagði Ragnar. Vilja vera til fyrirmyndar í öllu  Eigandi jeppaferðaþjónustu telur orkumálastjóra hafa farið villan vegar í jólaerindi  Jepparnir nýlegir og með nýjasta mengunarvarnarbúnað  Hagur ferðaþjónustunnar að ganga vel um landið Ljósmynd/Superjeep.is Superjeep.is Aðallega með Land Rover en á líka tvo tíu manna Ford-bíla. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hef haft mjög gaman af því að kenna og hef hugsað vel um heilsuna alla tíð,“ segir Sigríður Sæ- land, 73 ára orkubolti, sem kosin var Sunnlend- ingur ársins af lesendum Sunnlenska.is á gaml- ársdag. Sigríður er enn í forfallakennslu sem íþrótta- kennari við FSU, sem hún segir alveg dásamlegt að gera. Hún sér einnig um kennslu í skyndihjálp og björgun í átta sundlaugum í Árnessýslu, allt frá Hellisheiði og austur að Þjórsá, og kennir öðrum hópum og fyrirtækjum. Segir fleiri eiga heiðurinn Það var þekking Sigríðar á skyndihjálp sem gerði hana að Sunnlendingi ársins. Hún blés lífi í sundgest sem fór í hjartastopp í Sundhöll Selfoss og bjargaði lífi hennar, líkt og Morgunblaðið greindi frá síðasta haust. „Ég á ekki ein heiðurinn að þessari björgun. Það brugðust allir rétt við, bæði starfsfólk sundlaug- arinnar og gestir og með þeim deili ég titlinum,“ segir Sigríður. Hún bætir við að það hafi verið dásamlegt þegar sjúkraflutningamennirnir mættu á svæðið. Sigríður segir mikilvægt að kenna almenningi skyndihjálp. Það sé ekki nóg að taka skyndihjálp einu sinni á ævinni, það þurfi að halda þekkingunni við. Hún telur þó að það sem fólk læri einu sinni sé í undirmeðvitundinni og hún sé ótrúlega sterk þeg- ar á þarf að halda. Sigríður telur að byrja eigi kennslu í skyndihjálp í grunnskóla. „Það er boðið upp á skyndihjálp sem val í 9. bekk og hún er skylda á nokkrum brautum í Fjölbraut.“ Útivera endurnærir sálina Sigríður segist ekki vera keppnismanneskja en hún hafi alla tíð lagt áherslu á góða heilsu og úti- veru. „Ég stunda sundkraftleikfimi tvisvar í viku og geng á jafnsléttu og á fjöllum með gönguhópnum mínum bæði hérlendis og erlendis. Ég fer á göngu- skíði og hugsa um holla og góða næringu,“ segir Sigríður sem leggur áherslu á nauðsyn þess að hugsa vel um líkama og sál. „Það er ekkert sem tekur útiveru fram þegar kemur að því að endurnæra sálina.“ Sigríður segir að fólk á öllum aldri geti byrjað að hreyfa sig og það sé aldrei of seint að byrja. Það þurfi bara að byrja rólega og engar öfgar. Þegar Sigríður er ekki í vinnu eða líkamsrækt leikur hún sér við langömmubörnin. „Þá leik ég hest og skríð um gólfin með lang- ömmubörnin á bakinu. Ég er ekki hætt að leika mér,“ segir Sigríður og bætir við að það að leika sér haldi henni ungri. Er í góðu formi á besta aldri Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Sunnlendingur Sigríður Sæland er orkubolti.  Sigríður Sæland kjörin Sunnlendingur ársins 2017 af lesendum Sunnlenska.is  Blés lífi í sundlaugargest á Selfossi  Kennir sund í átta laugum á Suðurlandi Þórshöfn Loðnuvertíð hófst á Þórshöfn á Langanesi á fimmtudag er Heimaey frá Ísfélagi Vestmannaeyja landaði fyrsta farminum, Sig- urður VE fylgdi í kjölfarið í gærmorgun og Áls- ey VE sigldi í höfn um hádegisbilið. Bræla er nú á miðunum og bíða skipin af sér veðrið. Á mynd- inni má sjá Eyjaskipin Heimaey, Sigurð og Álsey við bryggju. Stutt sigling er á miðin, en skipin hafa verið að veiðum um 70 sjómílur norður af Þórshöfn. Loðnan fer ýmist í bræðslu eða frystingu en sólarhringsvaktir eru hafnar hjá Ísfélaginu. Að sögn Siggeirs Stefánssonar, vinnslustjóra á Þórshöfn, er loðnan góð til frystingar og áta sáralítil. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Unnið á sólarhringsvöktum á Þórshöfn Ísfélagsskipin komu hvert af öðru með loðnufarma „Við siglum rólega með storminn í fangið og ferðin sækist seint,“ sagði Hjálmar Ingvason, skipstjóri á Guð- rúnu Þorkelsdóttur SU, í gærmorg- un. Skipið var þá á leið til heimahafn- ar á Eskifirði með um 500 tonn af loðnu, sem fengust norðaustur af Langanesi. Bræla var á þeim slóðum og ekkert veiðiveður, en Venus var einskipa á miðunum. Þokkalega hefur veiðst af loðnu síðustu vikuna, en lóðningar þó ekki verið miklar. Hjálmar sagði að skip- in hefðu verið að fá 2-500 tonn í holi, eftir því hvað væri togað lengi, en öll skipin eru með troll. Aflinn hefur nánast eingöngu fengist á daginn og hefur loðnan staðið djúpt. Afli Guð- rúnar Þorkelsdóttur fer í frystingu í fiskiðjuveri Eskju, en skipin hafa ýmist landað í bræðslu eða frystingu. Ekki er ákveðið hvenær rann- sóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson halda í loðnuleið- angur. Veðurútlit er ekki gott og verður staðan tekin á morgun. Reiknað er með að Polar Amaroq komi að loðnumælingum eins og í fyrravetur. 208 þúsund tonna upphafskvóti Í haust var gefinn út 208 þúsund tonna upphafskvóti í loðnu. Í heild- ina koma um 126.300 tonn í hlut Ís- lands, þar af fara 5,3% í jöfnunar- aðgerðir. Norðmenn hafa heimild til að veiða um 47.600 tonn og Græn- lendingar 22.770 tonn. Samningur er ekki lengur í gildi milli Íslendinga og Færeyinga um gagnkvæm fiskveiði- réttindi, en þeir hefðu fengið 10.350 tonn af upphafskvótanum. aij@mbl.is Á heimleið með storm- inn í fangið  Þokkaleg veiði  Bræla á miðunum Morgunblaðið/Hanna Venus Loðnunótin tekin um borð, en til þessa hafa skipin verið á trolli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.