Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 60
 Nemendur Listaháskóla Íslands flytja valin verk Bjarkar Guðmunds- dóttur í nýjum búningi í Mengi í dag kl. 14 undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar. Undanfarið hafa nem- arnir unnið að því að útsetja lög Bjarkar fyrir blásturshljóðfæri á námskeiði í tónsmíðadeild skólans og eru tónleikarnir í dag því upp- skerutónleikar og jafnframt síðasta verkefni námskeiðsins. Tónleikarnir verða um klukku- stund að lengd og miðaverð er kr. 1.000 en aðgangur ókeypis fyrir nem- endur Lista- háskóla Ís- lands. Valin verk Bjarkar flutt í nýjum búningi LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þjálfarinn var rekinn 2. Svaf í ruslageymslu 3. Mikill eldur í Hellisheiðarvirkjun 4. Nuddarinn gekk of langt  Tónlistarhópurinn Stirni Ensemble heldur tónleika í Norðurljósum í Hörpu á morgun kl. 17 og eru þeir hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Yfirskrift tónleikanna er Ballöður fyrir brjálæðinga og verður efnisskráin suðræn og seiðandi. Nýj- ar útsetningar á sönglögum Turina og Piazzolla verða m.a. fluttar og verk eftir Heitor Villa-Lobos, Mathilde Salvador og Alberto Ginastera. Stirni Ensemble skipa Björk Níels- dóttir sópran, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarín- ettleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Þau stunduðu öll nám í Hollandi á svipuðum tíma og starfa nú að list sinni hér á landi sem er- lendis og sinna fjölbreyttum verk- efnum. Ljósmynd/Anna Karen Skúladóttir Ballöður fyrir brjálæðinga í Hörpu FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 10-18 m/s og él eða skúrir, en léttskýjað norðaustanlands. Rigning eða slydda á sunnanverðu landinu í kvöld en snjókoma í upp- sveitum. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag Sunnan 18-23 m/s og víða slydda eða snjókoma snemma um morguninn. Snýst síðan í suðvestan 13-20 með dimmum éljum, hvassast við suðvesturströndina, en léttir til eystra. Kólnandi veður, frost víða 1 til 6 stig um kvöldið, en frostlaust syðst. „Það var virkilega gaman að sjá Ólaf [Guðmundsson] og Rúnar [Kárason] svona kraftmikla, og ef við fáum þá svona í fleiri leikjum þá verður mjög gaman að fylgjast með,“ sagði Ingi- mundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og einn þriggja sérfræðinga sem Morg- unblaðið leitaði álits hjá, eftir fyrsta leik Íslands á EM í Króatíu. »1 Gaman að sjá kraftinn í Ólafi og Rúnari „Roland sagði að ég gæti ekki verið með kjúklinga- hjarta í þessum leik. Ég þyrfti að taka á því og það var skemmtileg áskorun. Þegar maður sér að and- stæðingarnir eru með tvo af bestu markvörðum í heimi veit maður að ef við mark- verðirnir eigum ekki góðan leik munum við tapa,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson eft- ir sigur á Svíum í gær. »1 Gat ekki verið með kjúklingahjarta Bikarúrslitaleikirnir í körfuknattleik fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Karlalið KR og Tindastóls mætast klukkan 13.30 en Suðurnesjaliðin Keflavík og Njarðvík eigast við í úr- slitaleiknum í kvennaflokki klukkan 16.30. Berglind Gunn- arsdóttir úr Snæ- felli og Finnur Atli Magnússon úr Haukum spá í spilin fyrir leikina tvo. »4 Bikarúrslitaleikirnir í Laugardalshöllinni Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 48 árum hóf Jón R. Ragn- arsson rekstur fyrirtækisins Bíla- ryðvarnar, 19 árum síðar bætti hann bílasölunni Bílahöllinni við, samein- aði þau síðan og hefur alla tíð rekið þau á sömu kennitölu. „Það eru ekki margir sem státa af því í bílageir- anum,“ segir hann. Bítlatímabilið varð til þess að Jón fór út í þennan rekstur. „Ég er lærður hárskeri og þegar bítlaæðið hófst söfnuðu menn hári og tóku ekki einu sinni í mál að láta snyrta það. Rakaraiðnin var því ekki spennandi fag og þegar félagi minn að norðan, sem vann á ryðvarnar- verkstæði, vildi stofna með mér slíkt fyrirtæki sló ég til,“ rifjar hann upp. „Við stofnuðum fyrirtækið í sam- vinnu við Svein Egilsson, Ford- umboðið, og ég hef verið í þessu síð- an 1970, fyrstu 20 árin í Skeifunni og síðan hérna uppi á Höfða.“ Bílasalan bættist óvænt við ryð- vörnina. „Ég byggði 1.200 fermetra hús á 4.050 fermetra lóð og í kring- um 1990 var kreppa í þessum bransa, húsnæðið var alltof stórt og því ákvað ég að byrja líka að selja bíla.“ Viðskipti með bíla hafa gengið upp og niður undanfarna áratugi en Jón hefur alltaf staðið í báða fætur. „Ég hef staðið af mér alla ágjöf ásamt sonum mínum, Baldri og Rúnari, og þetta gengur bara ágæt- lega núna.“ Afmæli í vinnunni í gær Hann segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að hætta og bauð upp á kökur í tilefni dagsins í gær. „Ég er orðinn 73 ára og hef ekki enn leitt hugann að því. En vissulega hefur þetta stundum verið erfitt. Fyrir áratug varð 80% hrun í bíla- sölu og ryðvörnin varð nánast að engu. Auk þess hafa flest umboðin hætt að láta ryðverja á einhverju tímabili, látið verksmiðjuryðvörn nægja, en Suzuki- og Honda- umboðin hafa samt aldrei hætt og Toyota byrjaði aftur á fullu hjá mér 2012 eftir að hafa hætt um tíma. Við ryðverjum einnig fyrir Ís-Band, BL að hluta og einstaklinga.“ Bræðurnir Jón og Ómar Ragn- arssynir létu að sér kveða í rall- akstri um árabil. Síðan hélt Jón áfram með sonum sínum, sem eru á fullu með honum í rekstrinum, og varð Íslandsmeistari með þeim eins og Ómari. „Ég hætti alveg 2005 eft- ir að hafa keppt stanslaust í 28 ár og verið í kringum strákana í tvö ár til viðbótar.“ Þess utan hefur lítill tími gefist í annað en vinnu. „Ég byrjaði í golfi fyrir um 15 árum, náði þremur níu holu hringjum 2016 og engum í fyrra.“ Þegar Jón er ekki á staðnum „er ég í útréttingum vegna eigenda- skipta á bílum sem ég hef selt, 10 til 11 tíma á dag alla daga fyrir utan laugardagsvaktirnar. Vinnugleðin heldur mér gangandi og ég hlakka alltaf til þess að mæta í vinnuna á morgnana. Þetta er lykillinn að vel- gengninni“. Vinnugleði lykill velgengninnar  Rakarinn verið í bílabransanum í nær hálfa öld Morgunblaðið/Hanna Feðgarnir í Bílahöllinni Rúnar, Jón Ragnarsson og Baldur í vinnunni á 73 ára afmælisdegi Jóns í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ökumenn Jón og Rúnar fengu nýjan rallbíl sumarið 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.