Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Árið 2018 byrjaði hressilega, fyrst með fimbulkulda og síðan með roki og rigningu. Borgnes- ingar eru ávallt hressir og enduðu jólin með flugeldasýningu í Eng- lendingavík á þrettándanum. Sama dag opnaði Guðrún Helga Andrésdóttir sína fyrstu myndlistarsýningu í Hallsteinssal Safnahússins, „Staðir allt um kring“, og stendur sýningin til 2. mars nk. Guðrún, sem rekur ættir bæði í Borgarfjörð og til Þingeyj- arsýslu, býr í Borgarnesi, hefur lagt stund á myndlist um margra ára skeið og sótt ýmis námskeið á því sviði. Verkin á sýningunni eru flest máluð á síðasta ári og eru ýmist vatnslita- eða olíumyndir. Myndefnið sækir hún til staða sem hún tengist á einhvern hátt, m.a. átta bæja í Hálsasveit auk Hafn- arfjallsins og Skarðsheiðar o.fl.    Dimmi dagurinn var haldinn í gær, 12. janúar, en þetta var í ann- að sinn sem hversdagsleikinn er brotinn upp og upplifaður á annan hátt. Voru íbúar hvattir til þess að vera án raftækja í einn dag og draga fram kerti og vasaljós, spila- stokka og borðspil, auk þess að minnast gamla tímans og þakka fyrir þægindi nútímans. Safnahús Borgarfjarðar lét ekki sitt eftir liggja og bauð upp á tengda viðburði, t.d. hádegisfyr- irlesturinn „Straumlaust á Mýr- um“ sem Jóhanna Skúladóttir flutti. Boðið var upp á flatkökur með hangikjöti og mysa drukkin með. Vasaljósaganga var farin í skógræktinni að Bjargi og söng- konan Soffía Björg var með óraf- magnaða tónleika á Borgarnes HI hosteli.    Um áramótin var gengið frá eigendaskiptum á Farfuglaheim- ilinu í Borgarnesi. Búið er að gera töluverðar endurbætur á Farfugla- heimilinu sem hafa tekist vel og eru til sóma, bæði hvað varðar ásýnd og umhverfi. Farfuglaheim- ilið er að nálgast 10 ára aldurinn í fyrrverandi bæjarskrifstofum Borgarbyggðar sem hentar þessari starfsemi vel. Nýjum eigendum er óskað velfarnaðrar í þessu verk- efni.    Vaxandi eftirspurn er eftir ósnortnum útvistarsvæðum þar sem fólk sækir í friðsæld og fallegt umhverfi sér til heilsubótar og af- slöppunar. Ein slík náttúruperla er í nágrenni Borgarness: fólkvang- urinn Einkunnir. Tekist er á um hvort áform sveitarstjórnar Borgarbyggðar um að leyfa skotæfingasvæði við fólkvanginn Einkunnir séu æskileg, en það eru að margra mati hrein afglöp að ætla að leyfa slíkt með tilheyrandi hávaða á þessu svæði. Ekkert rafmagn á dimma deginum í Borgarfirði Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Náttúrumálverk Fjöllin í Borgarbyggð eru eins og málverk og listamenn sækja gjarnan innblástur þangað. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Akureyrar á vegum ferðaskrifstof- unnar Super Break var í gær. Boeing 737-800-vél á vegum fé- lagsins lenti í hádeginu með 185 far- þega og var tekið á móti hópnum með viðhöfn. Bæjarstjórinn á Akur- eyri og ráðherra ferðamála klipptu á borða eftir að farþegar gengu frá borði. Með vélinni fóru svo rúmlega 100 farþegar frá Akureyri til Edin- borgar, höfuðborgar Skotlands; sá hópur kemur aftur heim á mánudag og Bretarnir snúa þá sömuleiðis til síns heima. Starfsmenn Super Break hafa lengi unnið að skipulagningu flug- ferðanna til Akureyrar og urðu und- irtektir miklu betri en þeir þorðu að vona. Var því ferðum fjölgað frá því sem upphaflega var ráðgert og nú í janúar og febrúar koma um 2.500 breskir ferðamenn til að skoða sig um á Norðurlandi. „Farþegarnir munu reyna að koma auga á norðurljósin, skoða náttúrufegurðina við Mývatn og upplifa margvíslega aðra hluti, til dæmis fara í hvalaskoðun, á skíði og í jeppaferðir,“ sagði Chris Hagan fulltrúi ferðaskrifstofunnar, við Morgunblaðið. Vélin í gær kom frá Cardiff í Wa- les og þar heilsaði fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Akureyring- urinn Aron Einar Gunnarsson, upp á ferðalangana fyrir brottför að beiðni ferðaskrifstofunnar. Flogið verður héðan og þaðan frá Bretlandi í vetur og Hagan sagði að næsta vetur yrði flogið enn oftar og frá enn fleiri borgum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ráðherra ferðamála, sagði að þessi viðbót yrði lyftistöng fyrir fyr- irtæki á svæðinu og samfélagið í heild sinni nyti góðs af því. „Þetta er sannarlega stór dagur í ferðaþjón- ustunni, ekki bara hér á Norðurlandi heldur fyrir íslenska ferðaþjónustu almennt. Í dag hefur enn ein varðan verið reist í þeirri viðleitni að gera landið allt að áfangastað allt árið,“ sagði ráðhera í gær. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Klipping Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, klipptu á borða. Til hliðar Hjördís Þór- hallsdóttir flugvallarstjóri og Hugo Kimber, frá ferðaskrifstofunni. „Stór dagur í ferðaþjónustunni“ Fengu pönnukökur » Baldvin H. Sigurðsson, veit- ingamaður á Akureyrar- flugvelli, bakaði 400 pönnu- kökur í gæmorgun, sem farþegarnir frá Cardiff þáðu við komum til landsins. » Fulltrúi ferðaskrifstofunnar Super Break sagði Morgun- blaðinu að stefnt væri að því að bjóða Íslendingum upp á ferðir til margra breskra borga frá Akureyri næsta vetur. Saurgerlar fundust í þremur sýn- um sem Veitur ofh. tóku úr neyslu- vatni úr borholum á vatnsvernd- arsvæðinu í Heiðmörk sl. þriðjudag. Sýnatakan var fram- kvæmd vegna mikils vatnsveðurs. Greindist ein E. coli í 100 ml, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Samkvæmt reglugerð um neyslu- vatn á E.coli ekki að finnast í neysluvatni. Ljóst er að um minnsta mögulega frávik er að ræða. „Um leið og upp kom grunur um frávik í sýni var samstundis lokað fyrir dreifingu á neysluvatni frá þessum borholum til neytenda,“ sagði í tilkynningunni en sýnatökur Heilbrigðiseftirlitsins hafa leitt í ljós að vatnið er í lagi. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur miðað við fyrirliggjandi upp- lýsingar að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða og að neysluvatnið sé öruggt til neyslu,“ segir þar ennfremur. Fátítt er að óæskilegir gerlar finnist í neysluvatni úr Heið- mörk. Í hlákutíð sé þó meiri hætta á að gerlar frá yfirborði berist í grunnvatn. hdm@mbl.is Saurgerlar í Heiðmörk ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.