Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Alvöru útsalan 20% AFSLÁTT UR er NÚNA! Rafmangshitablásarar Verðdæmi 2kw. 1.fasa. Verð 5.512 kr. verð áður 6.890 15kw. 3. fasa. Verð 23.992 kr. verð áður 29.990 MIKIÐ ÚRVAL 20% AFSLÁTTUR Tengibox 1x32A- 1 x 16-4x230v 15.992 Áður kr. 19.990 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.592 Áður kr. 1.990 20% AFSLÁTT UR Fjöltengibox IP44 H07RN F3G1,5 1,5 m snúra 1.352 Áður kr. 1.690 Lavor Rudy ryk/vatnssuga 1200W 7.120 Áður kr. 8.900 Kapalkefli 10m H05vv- F3G1,5mm 2.152 Áður kr. 2.690 20% AFSLÁTT UR 20% AFSLÁTT UR Páll Erland, framkvæmdastjóriSamorku, var í Viðskipta- mogganum á fimmtudag spurður að því hvaða lögum hann myndi breyta væri hann einráður í einn dag.    Páll svaraðisvona: „Minn draumur væri að Alþingi mætti að- eins samþykkja 10 lög á ári. Þá fyrst þyrfti að forgangs- raða út frá þörfum fyrir lagasetningu, lagaumhverfi almennings og fyrirtækja væri ekki sífellt að breytast og nægur tími gæfist til að vanda vel til verka.“    Nú kann að vera að nákvæm-lega þessi útfærsla á því að stilla lagasetningu í hóf sé ekki vel framkvæmanleg, en ábendingin er þörf og vissulega ætti Alþingi oftar að stilla sig um að setja ný lög – og oftar að nema úr gildi óþörf lög eða þaðan af verri.    Hið sama gildir vitanlega umaðra reglusetningu hins op- inbera.    Og það ætti ekki að vera kapps-mál að Alþingi starfi sem lengst á hverju ári, ekki frekar en að það framleiði sem mest af lög- um.    Alþingi er ekki verksmiðja ogárangur þess verður ekki mældur á mælikvarða hefðbundins framleiðslufyrirtækis.    Árangurinn mælist í því hversuvel þinginu gengur að skapa þjóðfélaginu umgjörð sem íþyngir borgurunum ekki um of en tryggir öryggi þeirra og hagsæld. Páll Erland Um magn og gæði í störfum Alþingis STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 5 alskýjað Nuuk -9 snjóél Þórshöfn 7 skýjað Ósló -3 snjókoma Kaupmannahöfn 1 alskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 6 þoka Brussel 6 þoka Dublin 8 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 6 þoka París 6 alskýjað Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 1 þoka Berlín 2 þoka Vín 4 skýjað Moskva -7 snjókoma Algarve 13 heiðskírt Madríd 7 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -26 heiðskírt Montreal 8 rigning New York 15 þoka Chicago -5 snjókoma Orlando 23 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:59 16:14 ÍSAFJÖRÐUR 11:33 15:51 SIGLUFJÖRÐUR 11:17 15:33 DJÚPIVOGUR 10:36 15:37 Páll Theodórsson eðlis- fræðingur lést á Land- spítalanum í Fossvogi 8. janúar síðastliðinn á 90. aldursári. Páll fæddist 4. júlí 1928 í Reykjavík. Hann var sonur Sveinbjörns Theodórs Jakobssonar skipamiðlara og Krist- ínar Pálsdóttur konu hans. Páll lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1947 og fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) 1950. Hann lauk magistersprófi í eðl- isfræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1955. Að loknu námi starfaði Páll við kjarnorkurannsóknastöðina í Risø 1955-58 og við Eðlisfræði- stofnun HÍ 1958-61. Páll var á meðal stofnenda Rafagnatækni og starfaði þar 1961-63 að hann sneri aftur til starfa við HÍ, fyrst hjá Eðl- isfræðistofnun og síðar hjá Raunvísindastofnun. Hann var for- stöðumaður Eðlis- fræðistofu HÍ 1975-81. Páll hafði umsjón með þættinum Tækni og vísindi í Rík- isútvarpinu 1961-71 og ritaði fjölda greina. Rannsóknir hans beindust einkum að mælingum á geisla- virkum efnum og ritaði hann bókina „Meas- urement of Weak Radioactivity“ (1966). Síðustu árin rannsak- aði hann aldursgreiningar sýna í tengslum við tímasetningu land- náms Íslands. Páll kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Svandísi Skúladóttur (f. 1929) 29. júlí 1953. Þau eignuðust fjögur börn. Útför Páls verður gerð frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 15. Andlát Páll Theodórsson eðlisfræðingur Starfsáætlun Alþingis hefur verið birt á vef þingsins. Hún var sam- þykkt á fundi forsætisnefndar þings- ins 28. desember. Samkvæmt henni mun Alþingi hefja störf eftir jólahlé mánudaginn 22. janúar og stefnt er að því að fresta þingi fimmtudaginn 7. júní. Vegna sveitastjórnarkosning- anna, sem fram fara laugardaginn 26. maí, verður gert hlé á þingstörf- um frá og með 11. til 25. maí, eða í tvær vikur. Fyrri umræða um fjármálaáætlun verður þriðjudaginn 20. mars og skýrsla utanríkisráðherra um utan- ríkismál verður flutt og rædd þriðju- daginn 10. apríl. Nefndafundir hefjast að nýju 16. janúar næstkomandi. Nefndastörf- um á að ljúka 1. júní og almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagur) verða mánudaginn 4. júní. Hátíðarfundur verður haldinn á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí 2018. Þar verður minnst 100 ára af- mælis fullveldis Íslands. Reikna má með að þingfundur verði haldinn degi áður í Reykjavík. Næsta þing, 149. löggjafarþingið, verður sett þriðjudaginn 11. septem- ber 2018. sisi@mbl.is Alþingi gerir hlé vegna kosninga  Stefnt er að þingfrestun 7. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.