Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Hulduher helstu menn-ingarstofnana lands-ins gerði tíu orðalista og af þeim lista áttum við hin að velja orð ársins. Landinn er stríðinn og valdi auð- vitað fíflalegasta orðið (epal- hommi) sem svo var kynnt í beinni útsendingu að viðstöddum helstu fyrirmönnum þjóðarinnar. Í hitteðfyrra lékum við sama leikinn og völdum orðið fössari. Sérkennilegur samkvæmis- leikur. En hrútskýring (e. mansplain- ing), orð Hallgríms Helgasonar, er snilldarlegt, rétt eins og bláa höndin sem sá sami innleiddi hér um árið. Bláa höndin hefur orðið sameign okkar og birtist í ýmsu samhengi, öllum til gleði. Ég heyrði á tal foringja stjórnmálaflokkanna á dögunum og þá lyfti BB þessari bláu hendi í nýjar hæðir með því að snúa orðaröðinni og bæta einu lýsingar- orði framan við. En samtal foringjanna var svona (þetta var meðan þreif- ingar stóðu sem hæst rétt fyrir myndun nýjustu ríkisstjórnar okkar): (KJ:) Ég skal vinna og vera góð. (G:) Ég vini á nú fáa. (SIJ:) Í framsókn kyssa karlar fljóð. (BB:) Köld er höndin bláa. Hallgrímur Helgason bauð svo um daginn upp á ógnvaldinn tungusófa, mesta óvin tungunnar. Friðgeir Einarsson er líka orðasmiður. Í Formanni húsfélagsins (sem er hans fyrsta skáldsaga) koma t.d. fyrir orðin fundarkjöt (141) og frolf- völlur (67). Fyrra orðið tengist þeirri skoðun forstjóra auglýsingastofu að það sé betra að selja auglýsingu, séu margir frá fyrirtæki hans á fund- inum (fundarkjötið þegir á fundum). – En frolf er „samblanda af frisbí- diskakasti og golfi“. Formaður húsfélagsins er bráðskemmtileg saga um það hversdagslega í lífinu. Hér eru örfá dæmi: Það er erfitt að hugsa ekki um það sem maður vill ekki hugsa um (137). Tíminn er eins og blað sem er brotið saman aftur og aftur, flöturinn minnkar um helming við hvert brot (133). Eftir því sem lífið verður lengra … þeim mun færri hluti sér maður; hlutir verða svo venjulegir að þeir hverfa (26). (Í bláu sjoppunni heyrir sögumaðurinn á tal karls og konu um sund- staði:) „Hitastigið á það til að detta niður hjá þeim eftir hádegi,“ heyri ég kon- una segja. „Pottarnir eru stundum hálfkaldir.“ „Það má heldur ekki vera of heitt,“ segir karlinn. „Þá dettur niður í manni öll nyt.“ Þau hlæja (33). Blokkin er líkami með mörg hjörtu (16). Myrkrið breytir öllu … Í ljósleysinu getur hvítur veggur orðið svartur (16). Að lokum: Í blaðafyrirsögn stóð þetta: Megrun er fitandi; skemmti- legt dæmi um þversögn (oxymoron) eða refhvörf eins og Snorri Sturlu- son talar um í Eddu. Og þetta er ekkert bull, sbr. orð yfirlæknisins: „Streitan sem megrunin veldur stillir líkamann á fitusöfnun þannig að það verður enn erfiðara að léttast. Svefnleysi gerir slíkt hið sama … Við vitum að megrun er fitandi á svo margan hátt.“ Fundarkjöt Tungutak Baldur Hafstað Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur verið ímiðpunkti pólitískra umræðna síðustu dagavegna svonefnds leiðtogaprófkjörs í aðdrag-anda borgarstjórnarkosninga, sem fram fer að tveimur vikum liðnum. Það er skiljanlegt í ljósi þess, að flokkur, sem áratugum saman hafði meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur, missti hann eitt kjörtímabil en endurheimti, naut fylgis einungis 25,7% í síðustu borgarstjórnarkosningum 2014 og enn minna fylgis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu þingkosningum eða innan við 23%. Þetta er einfaldlega fylgishrun og ekki að ástæðu- lausu að fylgismenn flokksins spyrji hvað valdi. Nú er það auðvitað svo í lýðræðisríki að sami flokkur getur ekki búizt við því að vera við völd alla tíð og raunar eðlilegt að þar verði breytingar á. Fyrir borgarstjórnarkosningar vorið 1970 var Bjarni heit- inn Benediktsson, þáverandi formaður flokksins, raunar svo svartsýnn að nokkrum dögum fyrir kosn- ingar kom hann í óvænta heimsókn á ritstjórnar- skrifstofur Morgunblaðsins og var augljóslega að búa þá, sem þar störfuðu þá, undir að illa gæti farið. Áhyggjur hans voru skiljanlegar. Að baki var ein dýpsta efnahagskreppa 20. aldar, sem lík- legt var að myndi hafa áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins í þeim kosn- ingum. Svo fór þó að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Geirs Hallgrímssonar, þá borgarstjóra, hélt meiri- hluta sínum. En hvað getur valdið hinu mikla fylgistapi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík síðustu áratugi? Eitt af því, sem var mikill styrkur flokksins í höf- uðborginni fyrr á tíð, var öflugt flokkskerfi í Reykja- vík. Sjálfstæðisfélögin sem þá voru starfandi voru vettvangur lifandi umræðna bæði um borgarmál og landsmál. Þess var gætt að laga þetta flokkskerfi að breyttum tímum með stofnun og starfi hverfafélag- anna. Opnar umræður, þar sem tekizt er á um mismun- andi sjónarmið, eru grundvallarþáttur í starfi lýðræð- islegs stjórnmálaflokks. Það er mikil hætta á ferðum, þegar skoðanir verða of einsleitar og sá endurnýj- unarkraftur, sem felst í opnum og líflegum umræðum um menn og málefni, hverfur. Eitt af því sem hefur gerzt í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er að þessi lífsnauðsynlegi þáttur í starfi lýðræðislegs stjórnmálaflokks hefur átt undir högg að sækja. Að sumu leyti vegna breyttra þjóðfélags- hátta en að öðru leyti vegna minnkandi umburðar- lyndis gagnvart skoðunum annarra. Þessi skortur á umræðum hefur svo leitt til þess, að það er orðið erfitt að festa hendur á því hver stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavík- urborgar er. Fyrir nokkrum mánuðum var að vísu haldin myndarleg ráðstefna, þar sem málefnin voru efst á blaði og þær umræður lofuðu góðu. Í leiðtogaprófkjörinu, sem fram undan er, má jafn- framt búast við að einstakir frambjóðendur muni leggja áherzlu á að ræða þau málefni, sem þeim finnst skipta mestu, og í gegnum þær umræður má búast við að ný stefna Sjálfstæðisflokksins í mál- efnum borgarinnar mótist. En ætla mætti að stjórnmálaflokkur, sem hefur verið í minnihluta að mestu leyti í tæpan aldarfjórð- ung, hefði talið mikilvægt að nota þann tíma til að endurnýja stefnu sína. Það hefur hins vegar farið lít- ið fyrir því út á við að slíkt endurmat færi fram. Einn mikilvægur þáttur í starfi stjórnmálaflokks er að forystusveit hans hverju sinni tali við nýja kyn- slóð, sem kemur inn í flokksstarfið. Þótt ungir sjálf- stæðismenn hafi seinni árin verið duglegir við það sem kalla má tæknilega vinnu í starfi stjórn- málaflokks hefur minna farið fyrir málefnalegum umræðum og nýjum hugmyndum af þeirra hálfu. Að ein- hverju leyti kann skýringin að vera sú, að það skorti á skoðanaskipti á milli nýrra kynslóða og forystu- sveitar sem fyrir er. Það verður tæpast sagt að mikil ásókn hafi verið í framboð í því leiðtogakjöri, sem fram undan er. Gera má ráð fyrir að í kjölfar þess, hvernig sem það fer, hefjist umræður um kosti og ókosti þess. Það er mik- ilvægt að slíkar umræður fari fram. Þetta er tilraun og ekki endilega víst að ástæða sé til að endurtaka hana. Reynslan af því að kjörnefndir stilli upp framboðs- listum er fyrst og fremst sú að þeir framboðslistar endurspegla óskir forystumanna hverju sinni og í þessu tilviki má búast við að sá, sem nær kjöri sem oddviti flokksins í borgarstjórnarkosningunum, muni hafa mikið um skipan listans að segja. Og jafnframt er reynslan sú, að framboðslistar sem þannig verða til verða málamiðlun milli ólíkra afla innan flokks, sem takast á. Er það betri kostur en opin prófkjör? Fyrir nokkrum dögum hafði viðmælandi minn orð á því að sá sem nær kjöri í leiðtogakosningum taki ekki við góðu búi heldur brunarústum. Það er því miður of mikið til í þessum orðum. Og þess vegna er sennilega komið að mikilvægum þáttaskilum í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og þar með á landsvísu. Í kosningabaráttunni, sem fram undan er, verður það að sjást að Sjálfstæðisflokkurinn geri sér grein fyrir að svona gengur þetta ekki lengur. Það verður að hrista upp í bæði flokksstarfi og stefnumálum. Að öðrum kosti er hætta á því, að fylgisþróunin haldi áfram í sömu átt í höfuðborginni og einkennt hefur þessa öld. Ætla verður að metnaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sé meiri en svo. Gott bú eða brunarústir? Svona gengur þetta ekki lengur Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ég er enginn stuðningsmaðurDonalds Trumps Bandaríkja- forseta, aðallega vegna baráttu hans gegn frjálsum alþjóðaviðskiptum. En nú reyna þeir, sem gátu ekki fellt hann í forsetakjöri, að koma á hann höggi með því að segja, að hann sé ekki heill á geðsmunum. Þá rifjast upp sagan af því, þegar forystumenn lækna á Íslandi voru óánægðir með, að hinn eitursnjalli Jónas Jónsson frá Hriflu, heilbrigðisráðherra 1927- 1932, skyldi ekki láta þá einráða um embættisveitingar. Gerðu þeir geð- lækni á fund Jónasar, og tilkynnti hann ráðherranum, að hann væri geðveikur. Jónas rak geðlækninn strax og skrifaði fræga blaðagrein um málið, „Stóru bombuna“. Reis óð- ar með honum samúðarbylgja. Í hæstaréttardómi um málið var kom- ist að þeirri niðurstöðu, að geðlækn- irinn hefði farið offari í nafni lækna- vísindanna. Fleiri hliðstæður eru til. Ég hef áð- ur sagt, að Trump sé hvorki nýr Hit- ler né Mussolini, eins og stóryrtir andstæðingar hans fullyrða. Trump minnir einna helst á Huey Long, sem var ríkisstjóri og öldungadeildar- þingmaður í Louisiana-ríki í Banda- ríkjunum, uns hann féll 1935 fyrir byssukúlu læknis eins, sem var reiður honum af fjölskylduástæðum. Long var lýðsinni, sem braut flestar skráðar og óskráðar leikreglur, en naut vinsælda. Hann gegnir aðal- hlutverki í skáldsögu Roberts Penns Warrens, Allir kóngsins menn (All the King’s Men). Huey Long átti bróður, Earl, sem var líka ríkisstjóri í Louisiana og það þrisvar. Þau ummæli Earls urðu fleyg, að kjósendur sínir myndu fyrir- gefa sér allt nema að vera gripinn í bólinu með látinni stúlku eða lifandi pilti. Konu hans líkaði illa þrálátt kvennafar hans og margvíslegt óút- reiknanlegt framferði, og lét hún leggja hann inn á geðveikrahæli 1959, á meðan hann var ríkisstjóri. Komu hinir mörgu stjórnmálaandstæðingar hans líklega einnig að verkinu. Long áttaði sig á því, að hann hélt eftir lag- anna bókstaf fullum völdum þrátt fyrir vistunina, og stjórnaði hann Louisiana-ríki í síma frá hælinu. Hann rak yfirmann heilbrigðismála í ríkinu og með aðstoð eftirmanns hans var hann leystur út. Hann skildi við konuna, náði kjöri til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 1960, en féll frá, áður en hann tæki þar sæti. Margt fer öðru vísi en ætlað er. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.