Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með til umsóknar styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 1.- 20. júlí 2018. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 26. janúar 2018. Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is P IPA R\TB W A - SÍA 60+ í BSRB-salnum, Grettisgötu 89fimmtudaginn 18. janúar kl. 15.00.Farið verður yfir lög um almannatryggingar,m.a. tekjutengingar og frítekjumörk.Skráning á tr.is. Fræðslufundur um rétt til ellilífeyris Magnús Heimir Jónasson Anna Lilja Þórisdóttir „Ég er búinn að renna yfir þessar frásagnir og mér sýnist ljóst að þarna eru brotalamir. Þarna eru þjálfarar að misnota stöðu sína og síðan eru þetta frásagnir af atvikum, áreitni og jafnvel nauðgunum af hálfu íþrótta- manna,“ segir Guðmundur B. Ólafs- son, formaður Handknattleiks- sambands Íslands (HSÍ), um frásagnir 62 kvenna af kynbundinni mismunun, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi úr íþróttaheim- inum sem voru birtar í fyrradag und- ir formerkjum #metoo. Ásamt frá- sögnunum birtu konurnar yfirlýsingu með undirskriftum 462 kvenna þar sem þess er krafist að tekið sé föstum tökum á kynbundnu ofbeldi og mis- rétti innan íþróttahreyfingarinnar. Fjölmargar íþróttir koma fyrir í frá- sögnunum og er þar að finna frásagn- ir af mörgum alvarlegum brotum, meðal annars níu nauðgunum. Ein þeirra er frásögn ungrar konu sem segir frá nauðgun þar sem meintur gerandi er enn í afrekshópi A- landsliðsins í handbolta. Nauðgun mjög alvarlegt mál „Ég er 18 ára og er í handbolta. Í maí 2016 var mér nauðgað af hand- boltamanni. Þessi einstaklingur er og hefur verið í yngri landsliðum upp sinn feril og núna er hann í afreks- hópi A-landsliðsins (sem hann var líka þegar þetta gerðist),“ svona hefst frásögn ungrar konu sem var birt. Spurður um viðbrögð HSÍ við þessari tilteknu frásögn segir Guð- mundur málið vera alvarlegt en erfitt fyrir samtökin að bregðast við því vegna lítilla upplýsinga sem sam- tökin hafi. Þá sé það alltaf ákvörðun þolandans að kæra mál sitt en sam- tökin geti ekki gert það. „Um það hvort það sé ástæða fyrir okkur að bregðast við ásökunum, um að nauðgun sem átti sér stað af aðila sem er í afrekshópi, þá er það alvar- legt mál. Það er líka alvarlegt af því tagi að þarna sitja margir undir grun þannig að þetta er í raun og vera tvíeggja sverð. Það er mjög erfitt fyr- ir okkur að taka á þessu. Vandamálið er að það er erfitt að bregðast við ásökunum um að viðkomandi hafi verið nauðgað og sá sem nauðgaði henni er í tilteknum hóp, í þessu til- viki afrekshóp hjá HSÍ. Við höfum í raun og veru engar forsendur til að bregðast við því. Að sjálfsögðu, ef það er brotið svona gróflega gagn- vart konunni á hún að kæra það en hún hefur forræði yfir því, við höfum það ekki. Það er erfitt fyrir okkur að fara að rannsaka eitthvað upp á eigin spýtur og í raun alveg vonlaust verk“. Guðmundur segir að brotið sem nefnt er að framan eigi sér stað utan handboltahreyfingarinnar, þó báðir aðilar hafi kynnst innan íþrótt- arinnar. Segir hann HSÍ ekki í stakk búið til að fara að boða menn í yfir- heyrslur en segir að ef brot eigi sér stað innan skipulagðs íþróttastarfs sé það annað mál. „Eins og ég skil þetta þá gerist þetta ekki á vegum sambandsins eða ferðum sambandsins. Þá myndum við reyna að komast að því hvað hefði gerst og hvað hefði farið úrskeiðis en þarna er bara fólk sem þekkist í gegnum íþróttir og kynnist greini- lega þar. Þá er erfitt að stilla því upp að þetta snúist beint að okkur annað en að þau eiga sama bakgrunn. Ef þetta hefði verið í keppnisferð þá hefði þetta staðið okkur nær og þá hefði ég kallað fararstjóra til mín og farið yfir hvað hefði farið úrskeiðis.“ Þurfa að setja sér nýjar reglur Spurður um skipulag og verklags- reglur ef tilkynning um nauðgun kæmi inn borð HSÍ segir hann nauð- synlegt að setja ramma um slíkt ferli. „Við höfum ekki sett okkur reglur en það sem við förum að gera núna er að búa til ákveðinn ramma fyrir félögin til að bregðast við og sambandið líka. Hvaða ferli fer í gang ef það kemur kvörtun. Nauðgun er náttúrulega svo ofboðslega alvarlegt brot og mikið inngrip í líf fólks. Það er lögreglumál og brot á hegningarlögum. Áreitni að öðru leyti er eitthvað sem við getum stoppað miklu fyrr og komið í veg fyrir. Eins og sumar þessar sögur eru, ítrekað send skilaboð og setið jafnvel fyrir þessum stúlkum, þá er Brotalamir í íþrót  KSÍ og HSÍ segja nauðsynlegt að bregðast við frásögnum íþróttakvenna  Menntamálaráðherra stofnar starfshóp „Ég mat stöðuna þannig að viðkomandi einstaklingur ætti hvorki að starfa hjá íþróttafélagi né með börnum og ungmennum. Sögurnar voru margar, þær voru ekki ein og ekki tvær heldur fjölmargar og þær komu víða að. Við gátum ekki með nokkru móti litið framhjá þessu.“ Þetta segir fyrrverandi formaður knatt- spyrnudeildar íþróttafélags á höfuðborgarsvæðinu, en fyrir nokkrum árum hafði hann forgöngu um að karlmanni, sem sagður var hafa áreitt konur og ung- lingsstúlkur kynferðislega og að auki beitt kynferð- islegu ofbeldi, var vikið úr starfi hjá félaginu. Störf viðkomandi starfsmanns tengdust rekstri knatt- spyrnudeildarinnar, en að auki kom hann að stjórn kvennaflokks deild- arinnar og sinnti ýmsum sjálfboðaliðastörfum. Formaðurinn fyrrverandi segir að eftir að maðurinn hóf störf hjá félag- inu hafi allnokkrir haft samband við forsvarsmenn þess. Meðal þeirra voru aðstandendur og ættmenni þeirra sem maðurinn hafði áreitt og beitt ofbeldi. Málið var strax tekið upp af stjórn félagsins og rætt við manninn sem ekki gat gert fullnægjandi grein fyrir hegðun sinni. Spurður hvort sátt hafi verið um að víkja manninum frá störfum segir formaðurinn fyrrverandi að svo hafi ekki verið. „Ég og nokkrir aðrir stjórnarmenn vorum samstiga í því. En það þurfti að sannfæra nokkra aðila innan félagsins um að það færi best á að hann yrði látinn fara. Sum- um fannst þetta satt best að segja ekkert sérlega mikið mál.“ Maðurinn hafði ekki verið kærður fyrir neitt af þessum brotum. Spurð- ur hvort það hafi haft eitthvað að segja varðandi brottvikninguna segir formaðurinn það hafa verið mat félagsins að ekki væri forsvaranlegt að vera með starfsmann, sem svo margir sögðu hafa beitt ofbeldi og hagað sér ósæmilega. „Okkar mat var að þolendur ættu að njóta vafans og við vorum ekki tilbúin til að taka þá áhættu að láta aðila, sem var sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi, starfa með börnum.“ Eftir að viðmælandi Morgunblaðsins hætti aðkomu að stjórn félagsins og aðrir stjórnarmenn sömuleiðis bárust honum spurnir af því að við- komandi starfsmaður væri aftur farinn að sinna sjálfboðastörfum fyrir félagið. „Ég spurði hvernig í ósköpunum mönnum dytti þetta í hug. Það varð fátt um svör.“ „Létum þolendur njóta vafans“ STARFSMANNI ÍÞRÓTTAFÉLAGS SAGT UPP EFTIR ÁSAKANIR Fótbolti Mann- inum var vikið frá. Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er ein 62 íþróttakvenna sem birtu frásagnir af kynbundinni mismunun, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu of- beldi. Hólmfríður gaf leyfi fyrir því að nafn hennar fylgdi frásögninni en hún varð fyrir ítrekaðri kynferðislegri áreitni frá þjálfaranum sínum í Noregi. Þjálfarinn byrjaði snemma að taka Hólmfríði fyrir og bannaði henni að fara heim í landsliðsverkefni að vori, því hún gæti verið meira úti og hitt hann. Þá endaði hann á því að faðma hana en sagðist ekki geta það of lengi, þá yrði hann of graður. Í framhaldi af þessu hringdi þjálfarinn mikið í Hólmfríði og sendi henni skilaboð á hverjum einasta degi. „Tímabilið leið og hann lagði mig í einelti á æfingum, hótaði að reka mig heim af æfingu og naut þess að öskra á mig á hverri æfingu og inni í klefa fyrir framan allt liðið. Svo á milli æfinga var hann hringjandi og sendandi skilaboð sem endaði með því að ég svaraði oft og eiginlega alltaf rétt fyrir æfingu svo hann myndi ekki ganga á mig,“ skrifar Hólmfríður sem minnist einnig mjög óviðeigandi skilaboða þjálfarans. „Eftir símtalið byrjar hann að senda hvort ég vilji hann og hann sé með hann beinstífan í sófanum, bara hvort ég gæti kíkt aðeins áður en ég fer. Ég svaraði ekki og hann hélt áfram að senda alla helgina en ég svar- aði engu fyrr en á þriðjudagsmorgni rétt fyrir æfingu.“ Hólmfríður fór að taka upp öll símtöl frá honum og sendi stjórn félagsins allar upptökur, sms og allt. Hún fór upp í sumarhús og var þar yfir helgi. Þjálfarinn hringdi margoft og lofaði öllu fögru en var rekinn þriðjudaginn eftir það. Formaður norska knattspyrnuliðsins Avaldsnes, Helge Gaard, staðfesti við norska ríkisútvarpið að hann þekkti sögu Hólmfríðar. „Ég get staðfest að þjálfaranum var vikið frá störfum vegna framkomu hans og áreitni í garð Hólmfríðar Magnúsdóttur,“ segir Utvik í samtali við NRK. Ítrekað áreitt af þjálfaranum ÞJÁLFARINN REKINN Í KJÖLFAR FRÁSAGNAR HÓLMFRÍÐAR Hólmfríður Magnúsdóttir #metoo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.