Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 40-50% ÚT S A L A ! AFSLÁTTUR 10% AFSLÁTTURAF NÝJUMVÖRUM Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is DÚNÚLPA FULLT VERÐ 26.980, VERÐNÚ 16.188 ÚTSALA 40-60% gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook ÚTSALA ÚTSALA 40-50% afsláttur Opið 11-16 í dag Stórútsalanhafin Vetraryfirhafnir GERRY WEBER - BETTY BARCLAY Gæðafatnaður 40-60% afsláttur Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 hægt að grípa í það og þar getum við og félögin brugðist við með ákveðnum hætti.“ Fræða komandi kynslóð Spurður hvaða viðbrögð hand- boltahreyfingin muni fara í segir Guðmundur klárt að efla þurfi fræðslu á öllum sviðum. „Viðbrögðin okkar eru fyrst og fremst þau að við þurfum að setja þetta inn í okkar fræðslukerfi, bæði varðandi fræðslu til þjálfara, dómara og jafnframt til forráðamanna félaga, um hvernig eigi að bregðast við. Þá hugsa ég það þannig gagnvart þjálfurunum að fara yfir hvernig menn eiga að koma fram og gagnvart félögunum þurfum við hugsanlega að efla fræðslu í því hvernig á að bregðast við þegar svona kvartanir berast,“ segir Guð- mundur og bætir við að Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðs- kona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hafi um síðustu helgi rætt við afrekshópa HSÍ. „Um síðustu helgi vorum við með afrekshópana okkar á fræðslufundi, þar sem meðal annars þetta mál var tekið upp og rætt. Þar mætti Hafdís og flutti er- indi til að opna augu krakkanna fyrir því hvernig upplifun þeirra kvenna er, sem hafa verið að segja frá. Við teljum ákveðna forvörn í því, að svona komi ekki upp. Að menn séu meðvitaðir um að svona framkoma líðist ekki.“ Vanda til verka í viðbrögðum Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), segir knattspyrnuhreyfinguna leita í verkferla ÍSÍ þegar svona mál koma upp og í einstökum tilfellum er leitað utanaðkomandi aðstoðar. „Við erum í sambandi við ráðgjaf- arfyrirtæki á ýmsum sviðum og við höfum kannað hvort eitthvert af þeim hafi þá sérfræðiþekkingu sem þarf. Við munum vinna það áfram í róleg- heitum,“ segir Klara um viðbrögð við frásögnunum. Hún segir KSÍ hafa verið í samskiptum við þær knatt- spyrnukonur sem komu fram undir nafni. „Það hafa tveir leikmenn, tvær knattspyrnulandsliðskonur, verið nafngreindir. Við höfum verið í sam- bandi við þær báðar og hrósað þeim fyrir þann styrk sem þær hafa sýnt með framtaki sínu og jafnframt látið þær vita af því ef það eitthvað sem við getum gert,“ segir Klara. Hún segir að Freyr Alexandersson, þjálf- ari kvennalandsliðsins, hafi rætt við Hólmfríði Magnúsdóttur, landsliðs- konu í fótbolta, áður um hennar mál en Hólmfríður er ein þeirra kvenna sem stigu fram. Hún sagði frá kyn- ferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í Noregi. „Við vissum að hún væri í vandræðum hjá sínu félagi en vissum ekki hversu alvarlegt þetta var,“ seg- ir Klara og bætir við að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðbrögðum við þessum frásögnum. „Við megum hvorki grafa málið né hlaupa af stað í spretti. Við þurfum að vanda til verka. Ráðast að ólíðandi hegðun á mörgum vígstöðvum í einu og með hag þolenda að leiðarljósi en megum jafnframt ekki gleyma hinu gífurlega mikilvæga starfi hreyfingarinnar. Við megum ekki tala þannig að for- eldrar þora ekki að senda stelpurnar sínar á æfingu, þannig að þetta er mjög vandfarið.“ ttahreyfingunni Morgunblaðið/Eggert Íþróttir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, vonar að það sé forvörn í því að fræða næstu kynslóðir. Þá hefur Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, stofnað starfshóp til að vinna að aðgerðaáætlun með Íþróttasambandinu. Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins um gerð aðgerðaáætlunar um hvernig eigi að bregðast við kynbundinni áreitni innan íþrótta- og æsku- lýðshreyfingarinnar var stofnaður í gær. Þetta var nið- urstaða fundar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menning- armálaráðherra, með þremur fulltrúum íþróttakvenna, forseta ÍSÍ og framkvæmdastjóra UMFÍ. Starfshópurinn á að samræma verklag og fræðslu innan íþrótta- og æsku- lýðshreyfingarinnar. „Ég er mjög þakklát þessum konum sem hafa verið að stíga fram. Ég er sannfærð um að þetta framtak mun skila sér og gera varanlegar breytingar. Ég er líka mjög ánægð með forystu ÍSÍ og UMFÍ fyrir að koma strax að málum um að hægt sé að fara inn í þetta með þessum hætti,“ sagði Lilja í samtali við mbl.is. Hún kveðst hafa boðað þau á sinn fund í framhaldi af yfirlýsingu íþróttakvenna og frásögnum þeirra sem voru birtar í gær. Ráðuneytið stofnar starfshóp LILJA ALFREÐSDÓTTIR ÞAKKLÁT ÞEIM SEM STIGU FRAM Lilja Alfreðsdóttir Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.