Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 sérstaklega þegar þetta var yf- irstaðið. Og þessi eiginleiki hans eltist ekki af honum og ná- kvæmlega eins hefur hann verið gagnvart börnunum mínum og fann ég sömu tilfinningar í þeirra brjósti þegar þau hittu hann. Svo var hann svo ótrúlega sterkur að það var ekki mögu- leiki að gera eitthvað, ótrúlegur maður. Í hugann koma margar minn- ingar um samverustundir með Óla og þótt þær hafi verið margar og eftirminnilegar þá standa líklega upp úr allar þær þjóðhátíðir sem við fjölskyldan fengum að gista á Höfðaveg- inum. Í huga krakkanna var það að vera hjá Óla og Ingu órjúfanlegur hluti Þjóðhátíðar- innar þar sem lundaveislan, fiskurinn í raspi, fiskibollurnar og svo súkkulaðirúsínurnar gerðu það að verkum að allir höfðu næga orku alla helgina. Hann var sjálfur ekkert mikið fyrir að koma í Dalinn og þess nutum við barnafólkið oft þegar við gátum farið heim með börn- in og kíkt „örstutt“ í Dalinn aft- ur. Þá fengu margir vinir krakkanna að gista í garðinum, Óli sagði aldrei nei. Við þökkum fyrir allar eft- irminnilegu stundirnar sem við höfum átt með Óla í gegnum tíðina og sérstaklega fyrir pip- arkökustundina nú í desember, sú stund er okkur dýrmæt. Hugur okkar allra er hjá Ingu og fjölskyldu. Helgi Bjarnason og fjölskylda. Við Óli vorum saman í Stýri- mannaskólanum veturinn 1962. Þar byrja minningar mínar um Eyjapeyjann Óla Kristins. Hann kom nú ekki í skólann fyrr en eftir áramót. Við höfð- um báðir fengið að sleppa fyrsta bekk. Mér þótti námið ansi strembið þótt ég hefði byrjað strax í september um haustið. En Óla veittist létt verk að koma eftir áramót og klára þetta með bravúr fyrir vorið. Hann var leiftrandi gáf- aður og auk þess með stúdents- próf frá MA í farteskinu. Við kláruðum skólann um vorið og síðan hélt hvor sína leið. Ég fór austur í síldina en hann til Eyja. Þar var nafli alheimsins í fiskveiðum og þar voru heima- slóðir Óla. Áður en leiðir skildi fórum við reyndar saman á gamlan síðutogara. Innan árs hætti Óli og fór aftur heim til Eyja. Þegar hann kvaddi sagð- ist hann ekki kunna við sig á þessu gamla járnarusli. Eftir þetta skildi leiðir þó að alltaf hafi sambandið verið gott. Ég sagði honum fréttir af síld og togurum og fékk í staðinn frétt- ir af fjölbreyttum sjávarútvegi í Eyjum. Og fleira bar til. Við tók hjónaband, fjölskyldulíf og hús- byggingar hjá okkur báðum. Seinni hluta starfsævinnar var hann hafnarstjóri í Eyjum. Fyrri störf hans á sjónum nýtt- ust vel. Óli var fylginn sér og starfsemi hafnarinnar átti hug hans og krafta. Óli var eitt sinn staddur austur á Vík á Helgu Jó. ásamt fleiri bátum á tog- veiðum. Það var uppgangs SA- veður og flestum ljóst að stefndi í alvöru brælu og árangur við veiðarnar var mjög lítill. Óli kom í talstöðina og sagði: „Jæja drengir mínir, þetta er ekki orðið neitt veður fyrir litla drengi, ég er farinn heim.“ Sumir reyndu að þrauka með litlum árangri. Óli lét ekki aðra ráða fyrir sig en lagði eigið mat á aðstæður. Þannig var Óli, sjálfstæður í skoðunum og stóð og féll með eigin ákvörðunum. Ég votta Ingu og afkomend- um þeirra mína dýpstu samúð. Magni Kristjánsson. Við Ólafur kynntumst ekki að neinu ráði fyrr en eftir gos en þá reri ég með honum á Álsey VE um tveggja ára skeið. Og á árunum 1983 til 1985 reri ég með honum á Helgu Jóh. VE, en þarna eftir gos tókst með okkur vinskapur sem hélst óslit- ið eftir það. Við áttum líka ákveðin sameiginleg áhugamál, svo sem að spila brids en hann var hinn ágætasti bridsspilari. Síðar meir kom svo annað sam- eiginlegt áhugamál til sögunn- ar, þegar ég tók upp á því að fara að spila golf. Þar var Ólaf- ur á heimavelli, enda hafði hann stundað þá íþrótt frá unga aldri. Og í nær aldarfjórðung stunduðum við þá íþrótt saman ásamt öðrum góðum félögum á borð við Þórð Hallgríms og Guðmund kantor. Ólafur var mikill keppnismaður og kunni því illa að tapa, hvort sem var í spilum eða golfi. Þegar hann var fyrst skorinn upp við því meini sem varð honum að ald- urtila heimsótti ég hann á Landspítalann eftir uppskurð- inn og sagði honum að ég hefði fregnað að hann hefði verið hætt kominn. „Já,“ sagði Ólafur. „Það er rétt. En ég átti ákveðna hluti óuppgerða. Mig minnir að þú hafir unnið mig þrjú síðustu skiptin á golfvellinum og ég ákvað að fara ekki fyrr en ég væri búinn að gera það upp.“ Og hann átti eftir að gera þá þrjá hringi upp og marga fleiri. En þessi orð hans lýsa vel því keppnisskapi sem hann bjó yfir. Uppgjöf var ekki til í hans huga. Eftir að Ólafur hætti sjó- mennsku tók hann við starfi hafnarstjóra í Vestmannaeyjum og var þar á réttri hillu. Ég held að sjaldan hafi betur tekist til í mannaráðningum hjá Vest- mannaeyjabæ, þar var ráðinn til starfa maður með afburðaþekk- ingu á þeim hlutum sem hann átti að sjá um. Golfiðkunin hafði líka setið á hakanum meðan hann stundaði sjó en nú varð þar breyting á og hringur á golfvellinum nær daglegt brauð allan ársins hring. Við vorum líka báðir í Akóges og sátum saman í stjórn þess félags árið 2005 þegar hann var formaður félagsins. Eiginkonur okkar voru líka báðar í kirkjukórnum og því fylgdu margar góðar ferðir bæði innanlands og utan. Ólafur Kristinsson var ekki allra og einhverjir sögðu að hann væri þver og ósveigjan- legur. En við, sem þekktum hann hvað best, kusum frekar að taka svo til orða að hann væri einkar ákveðinn og léti ógjarnan hlut sinn. Hann gat verið úfinn á yfirborðinu en var sannur vinur vina sinna, bæði til lands og sjós. Og nú hefur hann kvatt okk- ur. Golfhringirnir verða ekki fleiri og ekki verður framar slegið í bridshring. Þær góðu stundir heyra nú minningunni til og við Katrín sendum Ingu og fjölskyldu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum vináttu liðinna ára. Ágæti vinur og félagi. Það er eftirsjá að hafa þig ekki lengur hér og golfhringirnir verða ekki eins litríkir núna þegar þig vantar. En kannski styttist í að við eigum eftir að etja kappi á ný á grænum grundum á öðrum slóðum. Og kannski verður þá slegið í eina rúbertu á eftir. Sigurgeir Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK SÓFUSSON, Safamýri 46, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4. janúar. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 16. janúar klukkan 13. Ingunn Hlín Björgvinsdóttir Björgvin S. Friðriksson Adda Björk Jónsdóttir Friðrik M. Friðriksson Gunnrún Gunnarsdóttir Guðný Hlín Friðriksdóttir Karel Ómar Guðbjörnsson Friðgerður M. Friðriksdóttir Ófeigur Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VÉSTEINN BERGJÓN ARNGRÍMSSON, Fellsenda 2, Dalabyggð, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, sunnudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 20. janúar klukkan 14. Erna Kristín Hjaltadóttir Hjalti Vésteinsson Linda Traustadóttir Berglind Vésteinsdóttir Finnbogi Harðarson Gunnlaugur Vésteinsson Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og barnabörn Elskuleg dóttir okkar, systir, barnabarn, mágkona og frænka, HELENA KOLBEINSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 4. janúar. Útför fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 19. janúar klukkan 13. Kolbeinn Steinbergsson Erla K. Ólafsdóttir Siggeir Kolbeinsson María Harðardóttir Berglind Kolbeinsdóttir Eiríkur B. Jóhannesson Sigríður Siggeirsdóttir og systkinabörn Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR BJARNASON fiskmatsmaður, Stillholti 19, Akranesi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 15. janúar klukkan 11. Elísa Vilborg Berthelsen Pétur Helgi Pétursson Gunnlaug María Eiðsdóttir Bjarni Pétursson Lilja Sigtryggsdóttir Þórdís Súna Pétursdóttir Friðrik Baldursson afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR frá Stóra-Laugardal, Tálknafirði, síðast til heimilis að Borgarheiði 18, Hveragerði, sem lést miðvikudaginn 10. janúar á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 18. janúar klukkan 13. Örn Sveinsson Vignir Arnarson Helga Birna Berthelsen Steinar Arnarson Marion Gisela Worthmann Guðbjörg Arnardóttir Benedikt Páll Jónsson Björgvin Arnarson Eva Lind Jóhannesdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Veðramótum við Dyngjuveg 14, Reykjavík, lést miðvikudaginn 10. janúar á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Kristín Svavarsdóttir Birgir Jóhannesson Svavar Svavarsson Jónína Garðarsdóttir Jón Svavarsson Erla Eiríksdóttir Halldór Svavarsson Steina Kristjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ERNA KONRÁÐSDÓTTIR, Brekkubyggð 39, Garðabæ, lést 4. janúar á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Ástvinir þakka starfsfólki Ísafoldar fyrir góða umönnun. Elín Dóra Sveinbjörnsdóttir Alex Páll Ólafsson Sveinbjörn Ingi Pálsson Jón Viðar Pálsson Móðir okkar, BJÖRG HERMANNSDÓTTIR, Álfheimum 40, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Hjalti, Hermann, Lilja og Bergur Þórisbörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa, og langalangafa, GUNNARS SKJÓLDAL, Austurbyggð 17, 600 Akureyri. Helga Aðalsteinsdóttir Sigurður Reynir Gunnarsson Erla Sveinsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Birgir Skjóldal Guðlaug Guðjónsdóttir Anna Bára Gunnarsdóttir Svanur Kristófersson Gunnar Páll Gunnarsson Guðríður Sveinarsdóttir Viðar Gunnarsson Arna Geirsdóttir Garðar Gunnarsson Harpa Hrönn Gunnarsdóttir Sigurður Ágústsson Helga Skjóldal Guðmundur Ísidórsson Aníta Gunnarsdóttir Benedikt Karlsson barnabörn barnabarnbörn barnabarnabarnabörn Ástkær móðir mín, SIGURLEIF J. SIGURJÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Fosshólum, Furugrund 68, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 2. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bárður Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.