Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðmundur F. Jónasson, eigandi Hótels Voga, gagnrýnir fyrirhugaða legu fluglestar milli Keflavíkur- flugvallar og miðborgar Reykjavík- ur. Það sé óráð að lestin eigi hvergi að stoppa á Suðurnesjum. Máli sínu til stuðnings bendir Guðmundur á að fluglestin í Helsinki stoppi að jafnaði oftar en tíu sinnum á leiðinni á flugvöllinn. Þannig þjóni hún jafnframt borgarbúum. „Lestin í Helsinki er um hálf- tíma á leiðinni. Nærri stoppistöðvum eru blokkahverfi í stuttu göngufæri. Lestin gerir því íbúunum kleift að ferðast til og frá miðborginni án þess að nota bíl. Miðað við núverandi hugmyndir á fluglestin á Íslandi að fara beint frá flugvellinum norður á BSÍ-reitinn,“ segir Guðmundur. Hugmyndir eru um biðstöðvar við Smáralind og Kringluna. Óvíst er hvort þær verða að veruleika. Komi við í Innri-Njarðvík Guðmundur telur það myndu verða mikla lyftistöng fyrir Suður- nes ef fyrirhuguð fluglest myndi koma við á þremur biðstöðvum, til dæmis í Innri-Njarðvík, Vogum og Hafnarfirði. Þannig myndi lestin styrkja bæði byggðina og ferðaþjón- ustu á svæðinu. „Rætt er um að fluglestin kosti minnst 88 milljarða. Henni virðist nær eingöngu ætlað að koma ferða- mönnum til Reykjavíkur á sem skemmstum tíma. Af hverju má ferðin ekki taka nokkrar mínútur í viðbót?“ spyr Guðmundur. Skynsamlegra að fluglest komi við á Suðurnesjum Tölvumynd/Björn Reynisson Drög Mögulegt útlit fluglestar á fyrri stigum í hönnunarferlinu.  Hótelrekandi gagnrýnir áform Íslensku forsetahjónin fara í opin- bera heimsókn til Svíþjóðar í næstu viku í boði Karls Gústafs Svía- konungs. Þetta kemur fram á vef sænsku konungshallarinnar. Þar segir að í heimsókninni verði lögð áhersla á sameiginlega sögu, gildi og menn- ingu þjóðanna tveggja. Sænsku konungshjónin munu taka á móti Guðna Th. Jóhann- essyni og Elizu Reid við konungs- höllina í Stokkhólmi að morgni miðvikudagsins 17. janúar. Eftir hádegisverð í höllinni mun Guðni eiga fundi með Urban Ahlin, for- seta sænska þingsins, og Stefan Löfven forsætisráðherra. Eliza og Silvia Svíadrottning munu m.a. taka þátt í málþingi um bókmenntir í landsbókasafninu í Stokkhólmi. Á fimmtudeginum munu forseta- hjónin og konungshjónin heim- sækja Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi og síðdegis mun Guðni flytja fyrirlestur í Stokkhólmshá- skóla. Á föstudaginn halda forseta- hjónin og konungshjónin til Upp- sala og heimsækja meðal annars háskólann þar. Heimsókninni lýkur síðan eftir hádegi 19. janúar. Forsetahjónin til Svíþjóðar  Fara í opinbera heimsókn í næstu viku í boði Svíakonungs Karl Gústaf kon- ungur Svíþjóðar. Guðni Th. Jóhann- esson forseti Íslands. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eitt af hverjum fjórum börnum á grunnskólaaldri hefur lent í áfalli sem getur haft áhrif á nám eða hegðun. Vanlíðan ungbarnaforeldra getur haft margvísleg og skaðleg áhrif á barnið alla ævi þess og átaks er þörf til að finna þau börn sem búa við heimilisofbeldi og grípa inn í sem fyrst. Að öðrum kosti geta þau þurft að glíma við afleiðingarnar alla ævi. Þetta er meðal þess sem fram kom á árlegri ráðstefnu Barna- og ung- lingadeildar Landspítalans, BUGL, í gær. Yfirskrift ráðstefnunnar var Lengi býr að fyrstu gerð og meg- inviðfangsefnið voru þær aðstæður sem börn búa við fyrstu ár ævi sinn- ar. Ungbörn geta upplifað ótta Meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnunni var Sæunn Kjartans- dóttir, sálgreinir og sérfræðingur í meðferð fyrir ungbarnafjölskyldur hjá Miðstöð foreldra og barna. Hún fjallaði um falin áföll ómálga barna, svokölluð tengslaáföll. „Hér er ekki um að ræða ofbeldi eða vanrækslu í hefðbundnum skilningi heldur þegar ungbörn fá ekki umönnun við hæfi vegna þess að foreldrum þeirra líður of illa. Þessi hópur hefur verið falinn í íslensku heilbrigðiskerfi,“ segir Sæunn. „Margir halda að svona ung börn gleymi því sem þau upplifa vegna þess að þau skilji ekki hvað sé að gerast. En ungbörn geta upplifað mikinn ótta og vanlíðan þegar þörf- um þeirra er ekki sinnt og streitan sem af því hlýst getur haft langvar- andi afleiðingar.“ Sæunn stofnaði Miðstöð foreldra og barna fyrir nokkrum árum, ásamt hópi fagfólks, eftir að hún hafði orðið þess áskynja í störfum sínum að mikil þörf væri fyrir fag- lega þjónustu þar sem ungbarnafor- eldrar gætu leitað ráðgjafar og með- ferðar. „Fólk leitar til okkar vegna þess að því líður illa í foreldra- hlutverkinu. Ein hættan af því er sú að barnið verði skilgreint sem vandamál, stundum sem streituvald- ur, og gert ábyrgt fyrir vanlíðan for- eldrisins eða foreldranna.“ Að sögn Sæunnar getur verið erf- itt fyrir foreldra að viðurkenna að þeir þurfi aðstoð. „Myndin sem flestir draga upp af barnauppeldi á samfélagsmiðlum er slétt og felld. En það er ekki upplifun allra og það getur verið verulegt áfall fyrir sjálfsmyndina að höndla ekki for- eldrahlutverkið hjálparlaust. Til dæmis hafa nokkrar mæður sem hafa leitað til mín sagt að þær hafi orðið að hætta á Facebook, þannig hafi þær losnað við þennan eilífa samanburð við allar hamingjusömu mömmurnar með fallegu börnin sín.“ Spurð hversu hátt hlutfall ung- barna verði fyrir áföllum af ýmsu tagi segir Sæunn tölur um það ekki liggja fyrir, um sé að ræða til- tölulega nýtt rannsóknarefni á sviði sálfræðinnar. Falinn vandi feðra En hvaða áhrif getur vanræksla eða ofbeldi á unga aldri haft á líf við- komandi síðar meir? Sæunn segir að það geti verið á margan hátt og að rannsóknir leiði stöðugt betur í ljós tengsl á milli áfalla í æsku og sjúk- dóma síðar á lífsleiðinni. Ein afleið- ing alvarlegrar streitu barna sé að þau tileinki sér ung að aftengja sig umhverfinu í vanlíðan sinni en slíkt er stundum greint sem mótþróa- þrjóskuröskun – sem óþægð fremur en vanlíðan. Ein afleiðing tengsla- áfalla getur verið vímuefnaneysla eða svelti á unglingsárunum. „Ef við legðum áherslu á að vinna með van- líðan foreldra í barneignaferli myndi það spara þjóðfélaginu stórfé, að ekki sé minnst á þjáningar. Þess vegna þarf að setja kraft í að finna foreldra og börn í þessum aðstæðum og sinna þeim með viðeigandi hætti. Við getum gert mun betur.“ Oftast er tilvísunarástæða til mið- stöðvarinnar vanlíðan móður og Sæ- unn segir það eiga sér eðlilegar skýringar. „Mæðurnar eru í eftirliti. bæði á meðgöngu og eftir fæðingu, en það er ekki um neitt slíkt að ræða fyrir feður. Vanlíðan móður er áhættuþáttur, en þetta er ekki bara mömmuvandamál, þetta er falinn vandi feðra sem lítið hefur verið rætt um,“ segir Sæunn. Skert námsgeta, órói og reiði Eitt áfall í lífi barns getur skert námsgetu, valdið óróa, svefntrufl- unum, reiði og skapsveiflum. Það getur líka leitt til þess að sá sem verður fyrir áfallinu dragi sig í hlé og þetta hefur allt áhrif á einbeit- ingu og minni. Þetta sagði Reynir Harðarson, sálfræðingur hjá Barna- vernd Reykjavíkur, í erindi sínu á ráðstefnu BUGL en þar fjallaði hann um áhrif heimilisofbeldis á börn. Hann sagði bandarískar rann- sóknir sýna að 25% barna yrðu fyrir alvarlegum áföllum og engin ástæða væri til að ætla að staðan væri öðru- vísi hér á landi. Reynir sagði að það að verða oft eða ítrekað fyrir erfiðri reynslu í æsku, yki líkurnar á ýms- um heilsufarsvanda, bæði andlegum og líkamlegum. „T.d. eru ein- staklingar, sem hafa upplifað slíkt líklegri til að byrja snemma að lifa kynlífi og neyta vímuefna og þeir eru líklegri til að vera þunglyndir,“ segir Reynir. Þá geti börn, sem búa við heimilisofbeldi, glímt við ýmsan skapgerðar- og hegðunarvanda sem torveldi tengslamyndun við full- orðna og önnur börn. Reynir segir átak lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem kallast Saman gegn ofbeldi og verið hefur við lýði undanfarin ár hafa reynst vel. Með því séu send skýr skilaboð út í samfélagið um að ofbeldi á heim- ilum verði ekki liðið. Reynir segir að verkefnið sé einn þeirra þátta sem leitt hafi til hugarfarsbreytingar í meðferð heimilisofbeldismála. Áður hafi þeim börnum, sem bjuggu við heimilisofbeldi, lítið verið sinnt og allur gangur á því hvort slík mál þar sem börn komu við sögu hafi verið tilkynnt til barnaverndar. Víðtæk áhrif alla ævi Spurður hvort verið sé að gera nóg í þessum málaflokki hvað börn varði segir hann svo ekki vera og nefnir sem dæmi að auk hans sé ein- göngu einn sálfræðingur til viðbótar að störfum hjá Barnavernd Reykja- víkur, en þeir eru m.a. kallaðir á vettvang þegar börn eru í aðstæðum þar sem heimilisofbeldi hefur verið beitt. Báðir eru þar í hlutastarfi, en Reynir leggur áherslu á að forstjóri Barnaverndarinnar hafi ákveðið að leggja meiri áherslu á þennan þátt starfseminnar, m.a. með því að bjóða börnunum sálfræðilegan stuðning innan 48 tíma frá útkalli lögreglu og barnaverndar. „Þetta hefur það víð- tæk áhrif á börn alla ævi, að það væri sannarlega þess virði að sinna þeim börnum betur sem við vitum að hafa orðið fyrir áfalli. En það kostar peninga, aðstöðu og mannafla sem virðist ekki vera til.“ Áföll í æsku geta markað alla ævina  Að alast upp við heimilisofbeldi getur haft gríðarleg áhrif á líf fólks  Ungbarnaforeldrar í vanda eru falinn hópur í íslenska heilbrigðiskerfinu  Samfélagsmiðlar brengla ímynd foreldrahlutverksins Morgunblaðið/Ásdís Börn Áföll í æsku geta m.a. orsakast af því að alast upp við heimilisofbeldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.