Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum: Síðasta sýningarhelgin Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Guðmundur Ingólfsson – Á eigin vegum í Myndasal og á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. ANGE LECCIA - LA MER 2.11. - 4.2.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR - Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 PABLO PICASSO 22.7.2017 - 14.01.2018 Jacqueline með gulan borða (1962) / Jacqueline au ruban jaune (1962) COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018 - Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism ORKA 14.9. - 14.1.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. Safn Ásgríms Jónssonar og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar eru lokuð í desember og janúar. Söfnin opna aftur 2. febrúar 2018. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ein af virtustu sinfóníuhljóm- sveitum samtímans, Budapest Festival Orchestra, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eld- borgarsal Hörpu á miðvikudags- kvöldið kemur, undir stjórn hins virta stjórnanda hljómsveitarinnar, Iván Fischer. Á efnisskrá tónleikanna eru Hljómsveitarsvíta nr. 2 í h-moll eftir Johann Sebastian Bach, Píanó- konsert nr. 3 í c-moll eftir Beetho- ven og Sinfónía nr. 2 í e-moll eftir Rachmaninov. Einleikari er ung- verski píanóleikarinn Dénes Várjon. Ein besta hljómsveitin Budapest Festival Orchestra er að mati margra helstu sérfræðinga meðal tíu bestu sinfóníuhljómsveit- anna og því er mikill akkur fyrir tónlistarunnendur í komu hennar hingað til lands. Hljómsveitin var stofnuð fyrir 34 árum af þeim Iván Fischer, sem enn sveiflar tónsprotanum, og píanóleik- aranum og stjórnandanum Zoltán Kocsis en hann lést árið 2016. Þeir félagar völdu í hljómsveitina rjóma ungra ungverskra hljóðfæra- leikara. Fyrst í stað átti umfang starfseminnar ekki að vera mikið en hljómsveitin sló strax í gegn, með líflegri nálgun við tónlistina og framúrskarandi spilamennsku, svo síðan hefur verið uppselt á tónleika sveitarinnar hvar sem hún kemur. Iván Fischer hefur verið aðal- hljómsveitarstjóri Budapest Festi- val Orchestra frá upphafi. Hann er sagður einn áhugaverðasti tónlist- armaður okkar tíma, vera jafnvígur á nokkur hljóðfæri, tónskáld og vitaskuld hljómsveitarstjóri. Hann hefur sérstaklega líflega og ferska nálgun á klassíska tónlist og leitast við að brjóta upp allt sem annars getur virst staðnað eða íhaldssamt. Kristinn Sigmundsson söngvari hefur á síðustu árum starfað tals- vert með Budapest Festival Orc- hestra og tekur undir þau orð að Fischer sé einstakur: „Iván er alltaf að gera tilraunir og festir sig ekki við neitt. Hann hefur sagt að sér leiðist þetta staðnaða fyrirkomulag, þar sem er einhver stjóri sem veifar einhverju priki framan í hljómsveit- ina. „Við erum öll saman í þessu,“ segir hann við þá tónlistarmenn sem vinna með honum,“ segir Kristinn. Tónlist í moll fyrir veturinn Þegar ég náði sambandi við Iván Fischer ræddum við um að hann hafi valið að flytja hér í Hörpu verk eftir þrjá af risum klassískra tónbókmennta, Bach, Beethoven og Rachmaninov. Hvað hafði hann í huga þegar hann valdi þessi verk? „Það er áhugavert að heyra sam- an þessi þrjú verk, sem voru samin snemma á þremur öldum,“ segir Fischer. „Verkefnavalið mun einnig leyfa tónleikagestum að upplifa óvenjuleg gæði hljómsveitarinnar. Bach-svítan er kammertónlist og við munum flytja hana með upp- runahljóðfærum, eins og á barokk- tímanum. Beethoven-verkið er klassískur konsert og sinfónía Rachmaninoffs er póst-rómantískt meistaraverk. Þar fyrir utan þá liggur þráður milli allra þessara tónsmíða og teng- ir þær: þær eru allar í moll og kanna dekkri hliðar tónaskalans. Það hent- ar vetrartímanum vel.“ Byggir brýr með tónlist Einleikarinn Dénes Várjon hefur oft komið fram með Budapest Festi- val Orchestra og Fischer lofar leik hans í hástert, segir hann vera framúrskarandi tónlistarmann sem skilur og flytur verk Beethovens á Hvetjum hvert annað til að taka áhættu  Iván Fischer með Budapest Festival Orchestra í Hörpu Ljósmynd/Ákos Stiller Stjórnandinn „Ég fæ oft að heyra að þessi hljómsveit skapi óvenjulega mikla tónlistarlega gleði og hrifningu,“ segir Ivan Fischer. Sjöunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Rut- har Hermanns fór fram 11. janúar sl. í Hörpu og hlutu 10 verkefni styrk. Styrkjum var úthlutað til tón- leikahalds í Hörpu fyrir árið 2018 og var heildarupphæðin 4,1 milljón króna. 47 umsóknir bárust og urðu tíu fyrir valinu. Styrki hlutu Barokkbandið Brák, Einar Scheving, Elektra Ensemble, Hallveig Rúnarsdóttir og kammer- sveit, Lúðrasveitin Svanur, Stirnir Ensemble-tónlistarhópurinn, Strok- kvartettinn Siggi, Jazzklúbburinn Múlinn, Kammersveit Reykjavíkur og Stórsveit Reykjavíkur. Styrkirnir voru veittir ýmist vegna stakra tónleika, tvennra tón- leika eða tónleikadagskrár á árinu 2018. Ljósmynd/Bóas Kristjánsson Styrkþegar Frá afhendingu styrkjanna í Hörpu 11. janúar sl. Tíu hlutu styrk til tónleikahalds í Hörpu Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Líðandin – la durée, nefnist ný sýn- ing á verkum Jóhannesar Kjarvals sem opnuð verður í dag kl. 16 í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvals- stöðum. Sýningarstjóri er Aldís Arnardóttir og eru verkin að mestu frá fyrri hluta ferils listamannsins þegar hann er undir áhrifum frá framúrstefnuhreyfingum á borð við fútúrisma og kúbisma en sundur- greinandi form og uppbrot sjón- arhornsins voru meðal helstu ein- kenna þessara listhreyfinga, eins og segir í tilkynningu. „Þessi titill, Líðandin, er sóttur til franska heimspekingsins Henri Bergson sem hafði áhrif á fram- úrstefnuhreyfingar í upphafi 20. aldar, bæði kúbistar og fútúristar voru að sækja í hans hugmyndir,“ segir Aldís um sýningartitilinn. „Hann er að velta tímaskynjun mannsins fyrir sér og skipta þessu hugtaki í tvennt, annars vegar í mælanlegan tíma og hins vegar innri tíma og það er það sem hann kallar líðandi. Tíma sem við skynj- um sem samfellt flæði þegar við er- um ekki með augun stöðugt á klukkunni.“ Valdi úr og gerði að sínu Aldís segist hafa gengið með hug- myndina að sýningunni lengi í mag- anum og að hún hafi verið búin að rannsaka vel áhrif Bergson á mynd- mál Kjarvals. Fútúristarnir hafi bæði sótt í kenningar Bergson og valið úr það sem þeim hentaði. Kjarval hafi kynnt sér stefnur kú- bista og fútúrista, bæði í London og Kaupmannahöfn. „Hann fer til London árið 1911 og les þar um sýningar fútúrista. Svo fer hann til Danmerkur 1912 og þá eru sömu farandsýningar komnar til Kaup- mannahafnar, sýningar Der Sturm gallerísins í Berlín á verkum ítölsku fútúristanna. Hann verður fyrir áhrifum af þessum verkum og það er til handskrifað bréf þar sem hann viðrar hugleiðingar sínar um fútúrismann,“ segir Aldís. Í bréfinu skrifar Kjarval meðal annars: „Ég hef lært þessa stefnu svo sem best má læra – á sama tíma og ég gekk á klassískan listaskóla – sem einungis metur venjuna hæst – ég hef vegið og mælt fútúrismann og þekki kosti hans og lesti – ég sá í Lundúnum 1911-12 dagblöð og tímarit sem fluttu myndir af verk- um fútúrista og ég komst í uppnám út af þessari nýju stefnu.“ Aldís segir að Kjarval hafi verið samkvæmur sjálfum sér og tekist á við listastefnur með gagnrýnum hætti, í stað þess að taka þær hrátt upp. „Hann velur úr og gerir þetta alltaf að sínu,“ bendir hún á. Á sýn- ingunni megi sjá verk að mestu frá fyrri hluta ferils hans, til 1930 eða þar um bil en áhrifin birtist líka síð- ar í nýrri verkum, það nýjasta sé frá árinu 1965. „Þá fer maður meira Ný hlið á Kjarval  Líðandin í verkum Jóhannesar Kjarvals er efni nýrrar sýningar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.