Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 57

Morgunblaðið - 13.01.2018, Síða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2018 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Stuðmenn eru eins lýsi, rennandi kranavatn, snúður með súkku- laðiglassúr eða hvaðeina íslenskt sem umlykur okkur alla daga og við tökum nánast sem sjálfsögðum hlut – en berum um leið óskerta elsku til. Lög, kvikmyndasenur og frasar eru svo gott sem hluti af DNA-þráðum valinna kynslóða hérlendis. Og Stuðmenn slá ekki slöku við og reglubundið svipta þeir upp tónleikum eða öðrum gjörningum og er þessi alíslenska fyndni þeirra, bæði hnyttin og súr- realísk, jafnan í forgrunni. Það nýjasta er hinn svonefndi Astral- tertukubbur sem kom út rétt fyrir jól og er hann í raun réttri ný Stuðmannaplata, heitið vísun í eitt af atriðum hinnar ódauðlegu kvik- myndar sveitarinnar, Með allt á hreinu. Ber hann líka nafn trym- bilsins, Ásgeirs Óskarssonar, og er silfraður og ferningslaga, líkt og flasskubbur myndavéla. Inni í kubbnum er að finna aðgangs- upplýsingar að vefsíðu hvar hægt er að hala niður ellefu nýjum Stuð- mannalögum. Ásamt ýmsu öðru sem aðeins Stuðmenn hefðu getað kokkað upp. Víst er að liðsmenn hafa skemmt sér konunglega við upp- tökur laga og leyft sér að sletta ærlega úr klaufunum, tónrænt séð. Farið er víða um völl; stuðlög og ballöður í einum bing. Egill rokkar eins og Sæmi rokk á einum stað, bregður svo á sig sjóhattinum í öðru lagi sem er í djúpum reggígír og Dísa Jakobs, nýjasti Stuðmað- urinn, syngur ægifallega tvö lög, Bassinn er suður í Borgarfirði Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Kosmískir Stuðmenn fara eigin leiðir að vanda. eins og hún á kyn til. Hljóðfæra- leikur, hljómur og slíkt er í hæstu hæðum og farið er um velli víða að vanda en það er kannski sammerkt með plötum Stuðmanna að stíla- flökt er venjulega mikið, enda sprúðlandi sköpunarkraftur innan- borðs sem verður trauðla haminn. Hugurinn fer á reik þegar hugsað er um þessa mektarsveit, þennan hóp hæfileikamanna. Kubburinn kallar fram „flass“ úr fortíðinni og meistaraverk þeirra frá áttunda áratugnum koma í hugann, tvær plötur sem eru glæsilegur vitnisburður um það er snilldin rennur óheft og óhikað úr fólki. Fyrri platan er auðvitað Sumar á Sýrlandi, af mörgum talin ein besta poppplata Íslandssög- unnar en sú síðari er Tivoli, óður sömu sveitar til æskuára og heima- haga. Jú, Stuðmenn geta flippað en ögn alvarlegri undirtónn er þarna líka. Plöturnar tvær eru gjörólíkar; sú fyrri varð nánast til fyrir slysni, var hent saman í hálf- gerðu bríaríi úti í Lundúnum og býr yfir einhverjum óræðum töfra- mætti sem enn þann dag í dag kemur manni í opna skjöldu. Tivoli er til muna „fágaðri“ ef svo mætti segja, heilsteyptara verk og tema- bundið, þar sem meðlimir setja uppvöxt sinn og samfélag undir smásjána, með gamla Tívolíið í Vatnsmýrinni sem sögusvið. Tivoli er það sem kallað er fullkomin poppplata, það er ekki snöggan blett að finna á þeim fjórtán lögum sem hana prýða, eins ólík og þau eru nú innbyrðis. Eða eins og Tómas Tómasson, Stuðmaður og bassaleikari, sagði með sinni óborganlegu kímni – og vísa ég reyndar í hann í fyrirsögn- inni einnig –: „Það má vera eitt- hvað sem er dálítið væld, en samt þannig að snyrtimennskan sé ennþá í fyrirrúmi.“ » Það er kannskisammerkt með plöt- um Stuðmanna að stíla- flökt er venjulega mikið, enda sprúðlandi sköp- unarkraftur innanborðs sem verður trauðla haminn. Engum nema Stuð- mönnum hefði dottið í hug að gefa út svokall- aðan Astraltertukubb utan um nýjustu tón- smíðar sínar en venju- bundnar slóðir hafa þeir aldrei troðið. Pistilritari veltir kubbnum og þessari eðla sveit fyrir sér. Sýningunni Mál 214 lýkur í Ljós- myndasafni Reykjavíkur um helgina. Á henni stillir velski ljós- myndarinn Jack Latham saman ljós- myndum sem hann hefur tekið á stórformatsmyndavél í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið; meðal annars af fólki sem kemur við sögu og ýmsum stöðum sem minnst er á í skýrslum, og síðan lögreglu- ljósmyndum sem tengjast málinu. Latham ræðir á lokadegi sýning- arinnar, á sunnudag kl. 14, við sýn- ingargesti og fer samtalið fram á ensku. Aðgangur að spjalli lista- mannsins er ókeypis. Í lofsamlegri gagnrýni um sýn- inguna hér í Morgunblaðinu sagði meðal annars að þetta væri sýning sem „áhugafólk um skapandi mynd- list og forvitnilega úrvinnslu lista- manna á mikilvægum samtímamál- efnum má alls ekki missa af“. Stór ljósmyndaprent Lathams eru sögð njóta sín einstaklega vel og er „kald- hömruð og hlutlæg nálgunin heillandi“. Sýningu um Guðmundar- og Geirfinnsmál lýkur Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Ljósmyndarinn Jack Latham ræðir við gesti í Ljósmyndasafninu. Leikarinn og leikstjórinn James Franco hefur nú verið sakaður um kynferðislega áreitni og mis- notkun af fimm konum og þar af eru fjórar fyrrverandi nemendur hans í leiklistarskóla í New York, Studio 4. Dagblaðið Los Angeles Times greindi fyrst frá ásök- ununum. Tvær kvennanna, Violet Paley og Sarah Tither-Kaplan, hafa bætt við þær ásakanir sem þær birtu á Twitter eftir að Franco hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir leik sinn í The Disaster Art- ist um síðustu helgi. Franco svar- aði því til í spjallþætti að lýsingar kvennanna á atburðum væru ekki alls kosta réttar en neitaði þó ekki sök. Tither-Kaplan hefur leikið nokkrum sinnum undir stjórn Franco og heldur því fram að hann hafi misnotað vald sitt sem leikstjóri. Hann hafi m.a. fjarlægt plasthlífar af kynfærum leik- kvenna og líkt eftir munn- mökum. Þá mun Franco hafa reiðst þegar fyrrverandi nemendur hans, sem nú eru leik- konur, vildu ekki vera ber- brjósta við tök- ur á atriði sem átti að gerast á nektarstað. Paley átti í stuttu sambandi við Franco fyrir tveim- ur árum og segir hann hafa þvingað hana til munnmaka. Fimm konur saka Franco um misnotkun James Franco TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR AGM þurrir rafgeymar fyrir Start-Stop bíla Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Viðurkenndir af öllum bílaframleiðendum Veldu öruggt start me ð TUDOR ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 6, 8 Sýnd kl. 2, 5, 10 Sýnd kl. 1.40, 3.50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.