Morgunblaðið - 24.02.2018, Side 2

Morgunblaðið - 24.02.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Fyrsta Boeing 737 MAX-flugvél Icelandair, sem ber einkennisstafina TF-ICE, kemur hingað til lands á næstu vikum og fer hún í notkun í apríl nk. Félagið samdi fyrir nokkru við Boeing um kaup á sextán flugvélum af þessari gerð og verða þær allar afhentar innan fjögurra ára, en Icelandair fær þrjár MAX-vélar afhentar á fyrri hluta þessa árs. Forstjóri Icelandair Group hefur sagt komu nýju vélanna „mikil tímamót“. Vélin er komin í einkennisliti Icelandair en málningarvinna verður hins vegar fullkláruð eftir komu þotunnar hingað til lands. Nýjasta viðbót flugfélagsins prófuð yfir verksmiðju Renton skammt frá Seattle í Bandaríkjunum Ljósmynd/Icelandair Fyrsta MAX-vél Icelandair væntanleg á næstu vikum Helgi Bjarnason Erna Ýr Öldudóttir Liðlega 53 þúsund laxar drápust í sjókví Arnarlax í Tálknafirði eftir skemmdir sem urðu á kvínni í óveðri í byrjun vikunnar. Það er svipað magn af laxi og stangveiðimenn veiddu í öllum ám landsins árið 2016. Óttar Yngvason lögmaður, sem kemur fram fyrir hönd Náttúru- verndarsamtaka Íslands, Náttúru- verndarfélagsins Laxinn lifi og tíu veiðiréttarhafa, óskaði eftir upplýs- ingum hjá Matvælastofnun (MAST) um skemmdir sem urðu á sjókví Arnarlax í Tálknafirði á dögunum. Í svari MAST kemur fram að stofnunin fékk fyrstu tilkynningu um atvikið mánudaginn 12. febrúar. Í kvínni voru 194.259 laxar. Hún var tæmd og drápust 53.110 laxar. Til samanburðar má geta að á árinu 2016 voru veiddir á stöng í öllum ís- lensku laxveiðiánum 53.600 laxar. „Hluti laxanna drapst því við ákváðum að færa allan laxinn úr laskaðri sjókví yfir í örugga kví. Flothringur kvíarinnar hafði farið í sundur, en inni í honum eru flotholt og auk þess er annar hringur sem heldur kvínni á floti. Það var því ekki mikil hætta á ferðum, en við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur og tók- um ákvörðunina strax,“ segir Vík- ingur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Arnarlax. Hann segir af og frá að laskaða kvíin hafi sokkið eða verið að sökkva. Allur lax hafi verið fluttur úr henni í örugga kví. Ráðstöfunin hafi verið gerð til að gæta fyllstu var- úðar, m.a. vegna slæmra vetrar- veðra. Atvikið tilkynnt strax „Við daglegt eftirlit með sjókvíun- um kom í ljós að ein kvíin hafði lask- ast í illviðri. Við tilkynntum atvikið strax til MAST og Fiskistofu og upp- lýstum um fyrirhugaða ráðstöfun, að færa laxinn. Þar sem ekki var um mengunarslys að ræða láðist okkur að tilkynna atvikið Umhverfisstofn- un og höfum beðist velvirðingar á því.“ Víkingur segir að flutningur á löx- unum hafi heppnast eins og best varð á kosið, en fyrirfram var vitað að talsverð afföll gætu orðið við að- gerðina. „Nú er kaldasti tími ársins í sjónum og laxinn þolir mjög lítið rask við þær aðstæður.“ Laxinn sé ekki fullvaxinn, en verði tilbúinn til slátrunar í vor og sumar. Laxarnir sem drápust verði nú nýtt- ir í ódýrari afurðir eins og t.d. refa- fóður. Það sé mögulegt tjón fyrir Arnarlax, sem hefði getað selt laxinn í sláturstærð fyrir hæsta verð á mörkuðum í sumar. Enn sé upphæð tjónsins ekki vituð eða hver ber það. MAST telur sig hafa skýrar upp- lýsingar um atvikið og viðbrögð fyr- irtækisins, að því er fram kemur í svarinu til Óttars, og álítur út frá þeim gögnum og ljósmyndum sem hún hefur fengið frá Arnarlaxi að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Starfs- menn stofnunarinnar fara vestur til eftirlits um leið og veður leyfir og gera frekari úttekt á sjókvíunum og viðbrögðum fyrirtækisins. 53 þúsund laxar drápust  Svipaður fjöldi laxa drapst hjá Arnarlaxi og veiddist á stöng árið 2016  Atvikið megi rekja til örygg- isráðstafana  MAST telur sig hafa fengið skýrar upplýsingar um atvikið og viðbrögð fyrirtækisins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnarlax Laxar drápust hjá fyrir- tækinu við flutning milli kvía. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í gærkvöldi að Hlemmi í Reykjavík en þar losnaði um stórt skilti fram- an á stórbyggingu sem þar er. Mikill viðbúnaður var við- hafður, því skiltið er fjórir metrar á lengd og tvö hundr- uð kílóa þungt. Sitthvað fór úr skorðum í óveðrinu í gær. Síðdegis valt sendiferðabíll á Breiðholtsbraut þegar vindhviða reif í kassa bílsins, tók hann niður og lagði á hliðina. Starfsfólk sveitarfélaga og slökkviliðsmenn á höfuð- borgarsvæðinu þurftu að sinna ýmsum útköllum í gær vegna vatnsveðursins. Úrhellið olli því til dæmis að í slökkum á vegum mynduðust miklir pollar og höfðu nið- urföll og ræsi ekki undan á tímabili. „Þetta veður er nú ekkert meira en venjulegur góður vetrarstormur með suðaustanátt, hlýindum og rign- ingu,“ sagði Óli Þór Árnason veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Klukkan 21 var uppsöfnuð sólarhringsúrkoma í Reykjavík orðin 15 millimetrar en 44 millimetrar á Kvískerjum í Öræfasveit. Slíkt er mikið en þó ekkert met. Óveðurshvellurinn átti að ganga niður í nótt og næstu daga má vænta skaplegrar veðráttu; nokkurra stiga hita og rigningar, svo snjó á láglendi ætti að taka upp að mestu – en víða er þegar marauð jörð. sbs@mbl.is Skilti losnaði og bíll valt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðgerðir Björgunarmenn fóru á ystu nöf og út á skiltið.  Viðbúnaður við Hlemm  Stormur og ausandi úrkoma Jarðskjálftahrinan við Grímsey, sem staðið hefur síðustu daga, er í rénun. Enn mælist þó fjöldi lítilla skjálfta sem koma jafnvel í lotum og ná allt að 3 að styrkleika. Í fyrrinótt mældust til að mynda tveir skjálftar, 2,8 að stærð, sem áttu upptök um 13 kílómetra norð- ur af Grímsey. Á fimmtudag varð skjálfti af stærð 3,6 úti á Öxarfirði, en sá átti aðrar upptakastöðvar en hræringarnar við Grímsey. sbs@mbl.is Jarðskjálftahrina virðist að fjara út Eigum til á lager ítalskt skrautjárn semhentar í handrið o.fl. Getumeinnig sérpantað smíðajárn. ÍTALSKT SMÍÐAJÁRN Ingi@jarnprydi.is | Gsm: 822 1717 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkrar kannabisræktanir í umdæminu. Lagt var hald á nærri 400 kannabisplöntur í iðnaðarhús- næði í Kópavogi ásamt sex kílóum af kannabisefnum til sölu og búnaði til ræktunar. Þrír voru handteknir. Í bílskúr í austurborginni var lagt hald á um 250 kannabisplöntur ásamt ræktunarbúnaði og hálfu kílói af kannabisefnum. Einn var handtekinn. Rúmlega 70 kannabis- plöntur fundust í fjölbýlishúsi í vesturborginni og var einn hand- tekinn. Loks lagði lögreglan hald á eitt og hálft kíló af kannabisefnum til sölu við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, ásamt ætluðu kókaíni og MDMA, auk fjármuna. Einn var handtekinn. Málin eru óskyld og teljast öll upplýst. Nokkrar kannabis- ræktanir stöðvaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.