Morgunblaðið - 24.02.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Viðskiptaráð hefur tekið samanupplýsingar um áhrif fjár-
magnstekjuskattsins. Þar er bent
á að fyrir þá sem
fjárfest hafa í rík-
isskuldabréfum má
ætla að skattbyrðin
verði 64% af raun-
ávöxtun. Ástæðan
fyrir þessum gríð-
arlega háa skatti
er sú að frá alda-
mótum hefur nafn-
ávöxtun þessara bréfa verið 7,9%
en verðbólgan 5%, þannig að
raunávöxtun hefur aðeins verið
2,9%.
Skatturinn er ekki reiknaður afraunávöxtuninni heldur af
nafnávöxtuninni, sem verður til
þess að 22% fjármagnstekjuskatt-
ur skilar þessari miklu skatt-
byrði. Í þessu ljósi var skatta-
hækkunin um áramót, úr 20% í
22%, ekki aðeins óþörf heldur
óeðlileg.
Hið sama gildir þegar skatturá nafnávöxtun áhættulausra
fjárfestinga, eins og ríkisskulda-
bréfin eru talin vera, er borinn
saman á milli Norðurlandanna. Í
þeim samanburði er Ísland með
hæstu skattbyrðina, 64% eins og
áður sagði, en hinar þjóðirnar
með 49%-63%.
Ísland á ekki að gera sér farum að keppa um toppsæti í
slíkum samanburði, þvert á móti
ætti að vera keppikefli stjórn-
valda að bjóða upp á hagstætt
skattkerfi sem styður við fjárfest-
ingar og atvinnuuppbyggingu.
Í áramótaávarpi sínu rökstuddiforsætisráðherra þessa skatta-
hækkun með því að draga þyrfti
úr ójöfnuði, en það er enginn bet-
ur settur með því að fólki sé refs-
að fyrir að spara og að dregið sé
úr viljanum til að fjárfesta.
Katrín
Jakobsdóttir
Ofurskattur
á sparnað
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.2., kl. 18.00
Reykjavík 8 rigning
Bolungarvík 3 rigning
Akureyri 6 alskýjað
Nuuk -18 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló -2 alskýjað
Kaupmannahöfn 0 léttskýjað
Stokkhólmur -3 snjóél
Helsinki -9 léttskýjað
Lúxemborg 0 heiðskírt
Brussel 2 heiðskírt
Dublin 4 skýjað
Glasgow 5 léttskýjað
London 3 alskýjað
París 3 heiðskírt
Amsterdam 3 heiðskírt
Hamborg 0 heiðskírt
Berlín 0 heiðskírt
Vín 0 snjókoma
Moskva -10 léttskýjað
Algarve 14 heiðskírt
Madríd 2 heiðskírt
Barcelona 10 léttskýjað
Mallorca 9 léttskýjað
Róm 7 rigning
Aþena 15 skýjað
Winnipeg -17 skýjað
Montreal -6 alskýjað
New York 2 rigning
Chicago 6 þoka
Orlando 24 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:53 18:30
ÍSAFJÖRÐUR 9:04 18:28
SIGLUFJÖRÐUR 8:48 18:11
DJÚPIVOGUR 8:24 17:58
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is
Kynningarfundir
Hlýnun jarðar og vatnsaflsvirkjanir
8:30 – 12:00 Alþjóðleg orkumál og hlýnun jarðar
13:30 – 17:00 Reynsla Norðmanna af rammaáætlun
um vatnsaflsvirkjanir
Fundirnir verða 28. febrúar hjá Orkustofnun, Grensásvegi 9
Skráning er á os.is – Fundirnir verða sendir út á os.is
Alþjóða orkumálastofnunin IEA heldur tvenna
kynningarfundi um alþjóðleg orkumál, hlýnun jarðar
og vatnsaflsvirkjanir í nokkrum aðildarlöndum
Rafrænt forval fer
fram hjá Vinstri
grænum í Reykja-
vík í dag. Valið
verður í efstu fimm
sæti listans, fyrir
kosningarnar í vor.
Valið er leiðbein-
andi og leggur
kjörnefnd endanlegan lista 46 fram-
bjóðenda fyrir félagsfund VG. Úrslit
munu liggja fyrir í kvöld.
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi
er ein í framboði í 1. sæti. Aðrir
frambjóðendur eru Björn Teitsson,
Elín Oddný Sigurðardóttir, Guð-
björg Ingunn Magnúsdóttir, Gústav
Adolf Bergmann Sigurbjörnsson,
Hermann Valsson, Hreindís Ylva
Garðarsdóttir, Jakob S. Jónsson,
Ragnar Karl Jóhannsson, René Bia-
sone og Þorsteinn V. Einarsson.
Forval hjá VG í
Reykjavík í dag
Líf Magneudóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálf-
ari og stjórnarformaður Bjartrar
framtíðar, var einn þriggja nefndar-
manna sem mátu hæfi umsækjenda
um stöðu landlæknis. Hún segir að
nefndin hafi horft til ýmissa þátta við
matið, sem allir höfðu jafnt vægi.
Umsækjendurnir sex voru metnir
samkvæmt ákveðnum kvarða.
„Við fórum í gegnum gögnin og
gáfum hvert í sínu lagi stig fyrir ólík
atriði,“ segir Guðlaug en umsækj-
endur voru fyrst metnir á grundvelli
menntunar, starfsreynslu og stjórn-
unarreynslu.
„Við fórum yfir og ræddum okkar
niðurstöður og það kom á daginn að
við vorum afar samhljóða í því mati,“
segir Guðlaug. Því næst segir hún að
allir umsækjendur hafi verið boðaðir
í viðtal „með spurningum sem fóru
yfir allt á grunni auglýsingar“. Meðal
annars var horft til umfangs þeirra
heilbrigðiseininga sem umsækjendur
hafa stýrt og hversu víðtæk reynsla
þeirra af fjárhagsáætlanagerð og
stefnumótun væri.
Upp úr viðtölunum unnu svo
nefndarmenn hver í sínu lagi aðra
einkunnagjöf og aftur voru niður-
stöður nefndarinnar einróma. Um-
sækjendum var ekki raðað í númera-
röð heldur metnir ýmist hæfir, vel
hæfir, vel hæfir „plús“ eða þá metnir
á þann veg að þeir uppfylltu ekki
skilyrði auglýsingar.
„Ég myndi segja að ráðherra væri
í ákveðnum lúxusvandræðum, þetta
eru frambærilegir umsækjendur,“
segir Guðlaug.
Dæmdi samstarfskonu á LSH
Áður en ferlið hófst var skoðað
hvort nefndarmenn væru nokkuð
vanhæfir til starfans vegna tengsla
sinna við umsækjendur. Lögmaður
velferðarráðuneytisins tók þátt í
þeirri vinnu. Sérstaklega var skoðað
hvort Gyða Baldursdóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
LSH, hefði verið vanhæf til nefnd-
arstarfa vegna tengsla við einn um-
sækjanda, samstarfskonu sína Ölmu
Möller, sem er framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs LSH.
„Þær eru í nánd, en ekki það mik-
illi skilst mér. Fólk sem er búið að
vera í þessum bransa í einhvern tíma
er orðið kunnugt mörgum, en það
var ekki þess eðlis að þær séu dag-
legir samstarfsmenn,“ segir Guð-
laug. Hún segir að matið hafi allt
verið „staðlað og kvarðað“ og að
mjög góð gögn hafi fengist frá fyrri
matsnefnd, enda ekki langt síðan
Birgir Jakobsson var skipaður í
embætti. Skipunartími hans er til 1.
apríl næstkomandi. Þá verður hann
aðstoðarmaður Svandísar Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra, en hún
tekur ákvörðun um skipan í stöðuna.
athi@mbl.is
Ekki vanhæf til að meta starfsfélaga
Nefnd sem mat hæfi umsækjenda um stöðu landlæknis var samhljóða um hæfn-
ismatið Einn nefndarmanna segir matið allt hafa verið „staðlað og kvarðað“
Morgunblaðið/Eggert
Mat Brátt verður skipað í embætti landlæknis. Nefnd mat hæfi umsækjenda.