Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 10
Hlutfallsleg breyting á íbúa- og íbúðafjölda Höfuðborgarsvæðið 2008 til 2017 25% 20% 15% 10% 5% 0% Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær* Mosfellsbær Seltjarnarnes 5,0 3,7 14,9 22,0 10,2 14,6 18,4 23,2 27,5 19,4 7,4 -0,1 Breyting í % Íbúar Íbúðir*Sameinaðist Álftanesi 1.1. 2013 Breyting á íbúafjölda og fjölda íbúða Höfuðborgarsvæðið 2008 til 2017 Íbúar 2017: 7 6 5 4 3 2 1 0 þús. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær* Mosfellsbær Seltjarnarnes 123.246 35.246 28.703 15.230 9.783 4.450 Breyting 2008-2017 Íbúafjöldi Fjöldi íbúða *Sameinaðist Álftanesi 1.1. 2013 4.419 6.361 3.667 1.591 -4 2.477 1.719 945 117 776 2.870 863 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tafir á uppbyggingu í Vatnsmýri þrýsta á flutning iðnaðar frá Ár- túnshverfinu í Reykjavík. Þetta kemur fram í endurmati á landþörf iðnaðar í aðalskipulagi Reykjavíkur, 2010-2030, sem aug- lýst er á vef borgarinnar. Þar segir meðal annars orðrétt: „Aukinn þungi hefur verið settur á þróun blandaðrar byggðar í Elliða- árvogi og Ártúnshöfða. Það stafar m.a. af áframhaldandi óvissu um tíma- setningu losunar byggingarlands í Vatnsmýri. Það skapar meiri þrýsting á flutn- ing landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfðanum.“ Rifjað er upp að í aðalskipulagi sé „gert ráð fyrir að iðnaðarstarf- semi á eldri atvinnusvæðum sem hafa miðlæga legu víki fyrir þétt- ari og blandaðri byggð“. Verða áfram blönduð Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segir það stefnu borgarinnar að byggja íbúðir á úr- eltum og illa nýttum iðnaðar- og atvinnulóðum. Hins vegar verði áfram töluvert af atvinnuhúsnæði á slíkum þéttingarsvæðum, til dæmis í Vogum, Skeifu og á Ártúnshöfða. Varðandi endurmat á iðnaðar- svæðum á höfuðborgarsvæðinu segir Hjálmar tilefnið m.a. fyrir- hugaðan flutning Björgunar úr Grafarvogi í Gunnunes. Slíkir flutningar kalli á stækkun skil- greindra iðnaðarsvæða. Hjálmar bendir á að aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, bjóði upp á skilgreind iðnaðarsvæði. Á þann hátt þjónusti þau hin sveitar- félögin. „Nýir tímar kalla á endur- mat. Það þarf að endurhugsa línur sem hafa verið dregnar. Fyrirtæki í iðnaði hafa verið að flytja sig út á jaðar borgarinnar,“ segir Hjálmar. Ávinningurinn verði metinn Fram kemur í áðurnefndu endurmati borgarinnar að „vert [sé] að gera hagræna greiningu á því hvort atvinnusvæði eða íbúð- arsvæði gefa almennt meiri tekjur til sveitarfélaganna, miðað við óbreytt laga- og skattaumhverfi sveitarfélaga“. Spurður um þetta sjónarmið segir Hjálmar verið að benda „á að sveitarfélögin þurfa að koma á samkomulagi og finna jafnvægi í því hvaða sveitarfélög útvega slík- ar lóðir“. „Það er margt að breyt- ast og mikil uppbygging í gangi og svo mun verða áfram. Því er eðli- legt að reynt sé að skapa heildar- sýn og móta stefnu um hvernig og hvar við ætlum að vera með iðn- aðarsvæði til framtíðar á höfuð- borgarsvæðinu.“ Spurður hvort hann horfi til Suðurnesja, Akraness eða Grund- artanga í þessu efni segir Hjálmar að hugsanlega henti þeir staðir. Bílaleigur henta ekki alltaf Haft var eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra N1, í Morgunblaðinu í gær að verið væri að ýta bílaleigum úr Reykjavík. Spurður um þetta bendir Hjálm- ar á hagræna þætti. „Fyrst vil ég halda því til haga að Reykjavík er fyrst og fremst borg fyrir alls konar fólk. Bílaleig- ur þurfa gríðarlegt land. Bílaleigu- bílarnir eru orðnir svo margir. Það fer því ekkert sérstaklega vel á því að hafa bílaleigur í miðri borg. Það er hreinlega ekki pláss. Landið er alltof verðmætt til þess að setja það undir stór svæði fyrir bíla- leigubíla. Ég tel því ekki óeðlilegt að slíkri aðstöðu sé komið fyrir við Keflavíkurflugvöllinn. Þar eru ferðamennirnir sem nota næstum allan þennan flota, komandi úr flugi.“ Iðnaður á undanhaldi Fram kemur í endurmati á aðal- skipulaginu að gengið er út frá því að vægi iðnaðar í atvinnulífi borg- arinnar dragist heldur saman. Sú hafi enda verið þróunin undan- farna áratugi. Hjálmar segir hér meðal annars horft til reynslu nágrannaríkja. „Við höfum verið að færast úr iðnaðarþjóðfélagi yfir í þjónustu- og þekkingarþjóðfélag síðustu ára- tugina. Slík starfsemi þarf eðli máls samkvæmt minna pláss. Það er fróðlegt í þessu samhengi að rifja upp frægt skipulag frá 1966, danska skipulagið. Þar var gert ráð fyrir að öll norðurströnd borg- arinnar, þar með talið Grafarvogur og Geldinganes, færi undir iðnað. Það leið auðvitað ekki á löngu þar til mönnum varð ljóst að þetta voru gríðarlegar ofáætlanir. Þá einfaldlega vegna þess að sam- félögin eru að breytast svo mikið.“ Borgin endurreist Spurður um þá gagnrýni Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks- ins í borginni, að aðeins hafi bæst við 322 íbúðir í borginni í fyrra segir Hjálmar að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. Til dæmis muni senn bætast við 850 nýjar íbúðir við Hlíðarenda. „Ég lít á þetta sem endurreisn borgarinnar. Hún er öll á þétting- arsvæðum.“ Borgarstjórn samþykkti fyrir helgi deiliskipulag fyrir Borgartún 24. Jón Norland, forstjóri Smith og Norland, gagnrýndi borgina í samtali við Morgunblaðið. Sagðist hann ekki myndu samþykkja niðurrif bakhúss í Borgartúni 22 til að rýma fyrir göngu- og hjóla- stíg. Spurður hvernig borgin muni bregðast við slíkri gagnrýni bendir Hjálmar á að öllum spurningum hagsmunaaðila í Borgartúni hafi verið svarað ýtarlega af starfs- mönnum borgarinnar. „Ég veit ekki betur en að þessir ágætu aðilar hafi fengið svör við sínum athugasemdum. Auðvitað geta komið upp vandamál ef það verða deilur við nágranna. En deiliskipulagið hefur verið sam- þykkt á öllum stigum,“ segir Hjálmar Sveinsson. Morgunblaðið/Baldur Vatnsmýri Framkvæmdir standa yfir við nýtt íbúðarhverfi við Hlíðarenda. Rætt er um allt að 930 íbúðir á svæðinu. Nýja hagkerfið þarf nýtt skipulag  Iðnaðarsvæði endurmetin í borginni  Vægi iðnaðar talið fara minnkandi Hjálmar Sveinsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.isHöfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Nýjar vörur komnar í verslanir! Útsölustaðir: • Cocos.is – Grafarvogi • GS-Didda Nóa – Akureyri • Kona - Hafnarfirði • Bjarg - Akranesi • Smart – smart.is • Blómsturvellir – Hellisandi • Kjólar & Konfekt – kjolar.is • Palóma.is – Grindavík • Siglósport – Siglufirði • Jón og Gunna - Ísafirði • Lindin – Selfossi • Momo.is – Kringlan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.