Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 en áður. „Vegurinn er mun skýrari núna en þegar við byrjuðum að berj- ast fyrir heimastjórninni. Þá sagði fólk við okkur að við hlytum að vera eitthvað skrýtnir í hausnum. Við gætum ekki spjarað okkur án Dana en við sögðum „jú auðvitað getum spjarað okkur án Dana“. Átta árum eftir að við vorum kjörnir fengum við heimastjórn,“ segir Johansen. En þrátt fyrir þessi mikilvægu skref í áttina að auknu sjálfstæði þá er síðasta stökkið eftir. „Ef fortíð okkar er nýlendu- tímarnir og framtíðin sjálfstæði þá voru þetta stórir steinar í læknum sem við þurftum að komast yfir til að ná því markmiði. Fyrsti steinninn var heimastjórnin árið 1979, sá næsti var sjálfstjórnin árið 2009 og nú er bara eitt stökk eftir til að komast yfir en til þess að geta tekið það stökk þurfum við að byggja samfélag sem er óháð stuðningi frá Danmörku. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera ekki með hreyfingu sem er andsnúin Danmörku. Það er hægt að hafa gott samband milli landanna tveggja.“ Auðlindirnar eru lykillinn Stór hluti af grænlenskum efna- hag er háður fjárhagslegum stuðn- ingi frá danska ríkinu og hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagt að stuðningurinn myndi ekki halda áfram ef Grænland yrði sjálfstætt. Spurður um hvort grænlenskur efnahagur sé tilbúinn í fullt sjálf- stæði segir Johansen svo ekki vera. „Ekki eins og staðan er núna nei, en ef maður undirbýr það þá getur landið verið það. Við erum fátæk þjóð fjárhagslega en rík að auðlind- um. Við eigum fiskveiðiauðlindir, auðlindir í jörðu og vatnsauðlindir en við þurfum bara að komast af stað.“ Jarðvegsauðlindir Grænlands hafa verið mikið í umræðu meðal stjórnmálamanna í landinu og þá sér í lagi gullnámugröftur og úranínum- gröftur. Johansen segir að það sé undir Grænlendingum komið hvað verður gert í framhaldinu. „Ef við viljum getum við farið strax af stað en það eru ekki allir stjórnmála- flokkar á þinginu sammála um hvað við eigum að gera við t.d. úran í Grænlandi.“ Sækir innblástur frá Íslandi Johansen segir að Grænlendingar horfi til Íslands þegar þeir leggja grunn að sjálfstæði. Sjálfur segist hann persónulega sækja innblástur frá Íslandi. „Ég sæki alltaf góðan innblástur þegar ég kem hingað. Fyrir næstum 25 árum fór ég í áfengismeðferð og meðferðarúrræðið var innblásið frá Íslandi. Þegar ég hugsa um sjálf- stæði þá fæ ég alltaf nýja krafta á Ís- landi.“ Ári eftir að Johansen lauk með- ferð sinni opnaði hann meðferð- arúrræði fyrir áfengissjúklinga í Grænlandi. „Það var eitt ár ná- kvæmlega upp á dag frá því ég fór í meðferðina þegar við opnuðum með- ferðarstöðina, fyrir rúmum 23 árum. Nú eru fleiri meðferðarstöðvar í Grænlandi og það er samfélagslega viðurkennt að leita sér aðstoðar vegna áfengisvanda.“ Spurður um hvernig þjóðinni hafi tekist að berjast við misnotkun á áfengi, sem hefur lengi verið svartur blettur á þjóðarsál Grænlands, segir hann að staðan í dag sé allt önnur en hún var. „Þetta er mun betra núna. Áður áttum við í miklum vanda vegna mis- notkunar á áfengi,“ segir Johansen og bætir við að samfélagið í heild hafi batnað til muna síðan 1971, at- vinnulíf, menntunarstig, húsnæði, fiskveiðar og samgöngur. Samvinna við Ísland mikilvæg Ísland getur leikið mikilvægt hlut- verk í sjálfstæðisbaráttu Grænlands, að sögn Johansens. Hann bendir sem dæmi á samstarf landanna í nor- rænum ráðum og segir einnig að hægt sé að auka samvinnu landanna tveggja á ýmsum sviðum. „Ísland hefur núna opnað ræðis- mannsskrifstofu í Nuuk og mun Grænland opna ræðismannsskrif- stofu í Reykjavík í ár. Samstarf milli landanna er mikilvægt og eru mögu- leikar á öðrum sviðum. Ég heimsótti t.d. Klíníkina [í Ármúla]. Ég tel að á sviði heilbrigðismála sé hægt að auka samvinnu landanna, t.d. með skoðanir á brjóstakrabbameini hjá konum og hnéaðgerðir.“ Segir Johansen að slíkar aðgerðir og skoðanir séu ekki gerðar í Græn- landi og Færeyingar hafi til dæmis sótt læknisaðstoð á Íslandi. „Það eru möguleikar á aukinni samvinnu þarna.“ Sjálfstæði er eina leiðin áfram  Lars-Emil Johansen, forseti grænlenska landsþingsins, segir sjálfstæði frá Dönum skref í rétta átt fyrir þjóðina  Til þess að hægt sé að ná því markmiði þarf Grænland fyrst að styrkja eigin efnahag Morgunblaðið/Hari Forseti landsþingsins Lars-Emil Johansen lýkur sínum 50 ára ferli í stjórnmálum á þessu ári. Hann bindur vonir við að næsta kynslóð Grænlendinga muni ná að ljúka við sjálfstæðisverkefni landsins sem hann og aðrir hófu. Grænland Nuuk Sisimiut Morgunblaðið/RAX Fegurð Grænland skartar afar fallegri náttúru og hefur ferðamennska í Grænlandi aukist til muna á síðustu árum. Sjálfstæðisbarátta Grænlands » 1814 Grænland verður dönsk nýlenda. » 1953 Grænland verður hluti af konungsríki Danmerkur. » 1971 Johansen kjörinn á þing, þá 24 ára. » 1979 Grænland fær heima- stjórn frá Dönum. » 1991 Johansen verður lands- stjórnarformaður (forsætis- ráðherra) til ársins 1997. » 2009 Grænland fær sjálf- stjórn. » 2017 Vinna við grænlenska stjórnarskrá hefst. VIÐTAL Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Lars-Emil Johansen, forseti græn- lenska landsþingsins, hefur í tugi ára verið einn helsti talsmaður þess að Grænland verði sjálfstætt. Hann, ásamt Jonathan Motzfeldt og Moses Olsen, átti mestan þátt í að Græn- land fékk heimastjórn árið 1979. Hann segir fullt sjálfstæði nú í aug- sýn en til þess þurfi að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði landsins og koma á grænlenskri stjórnarskrá. Stjórn- arskrárvinnan er hafin en Johansen hefur trú á að næsta kynslóð græn- lenskra stjórnmálamanna muni ljúka við verkefnið. Johansen var fyrst kjörinn á grænlenska þingið árið 1971, þá að- eins 24 ára gamall, en þingið var á þeim tíma einungis ráðgefandi þing. Heimastjórnarnefndin var stofnuð fjórum árum seinna og sat Johansen í nefndinni. Hann varð árið 1991 landstjórnarformaður (ígildi for- sætisráðherra) Grænlands og gegndi því embætti til ársins 1997. Hann kom hingað til lands á dög- unum til að heimsækja forseta Ís- lands og forseta Alþingis ásamt for- sætis- og fjármálaráðherra. Heimastjórnin friðsæl bylting Johansen segir að grænlenska sjálfstæðisbaráttan hafi mætt meiri andstöðu meðal heimamanna á árum áður. Spurður hvort margir aðrir jafn ungir og hann hafi tekið virkan þátt og látið baráttuna um heima- stjórnina sig varða á þessum tíma, segir hann að svo hafi verið. „Já, það var byrjað á þeim tíma. Við vorum orðin þreytt á því að vera sífellt undir hæl Danmerkur. Það var sagt „já“ og „amen“ við öllu sem kom frá Kaupmannahöfn. Ég man þegar þessi hugsjón varð til, ég var í kennaranámi í Nuuk og þá var danskt lagafrumvarp til afgreiðslu hjá grænlenska landsráðinu, sem var ekki með löggjafarvald, einungis ráðgefandi. Þingið samþykkti frum- varpið án athugasemda og þá hugs- aði ég að nú væri komið nóg og ákvað að bjóða mig fram,“ segir Johansen. Á þeim tíma voru ekki skipulegir stjórnmálaflokkar í Grænlandi. Jo- hansen segist hafa verið heppinn að Motzfeldt og Olsen fóru í framboð á sama tíma. „Motzfeldt var prestur í Suður- Grænlandi, ég var í Nuuk og Olsen í Sisimiut. Við byrjuðum að undirbúa flokkinn okkar stuttu eftir að við vorum kosnir á þing. Þessir vinir mínir, sem eru báðir fallnir frá í dag, höfðu verið mjög virkir meðal græn- lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn þegar ég var nemi í Nuuk. Þannig að það má segja að það hafi verið mikið af ungu fólki sem var virkt í pólitík- inni á þessum tíma. Við vorum vanir að segja að við stæðum fyrir friðsælli byltingu.“ Spurður um hvert væri næsta rök- rétta skrefið áfram fyrir Grænland segir Johansen „sjálfstæði“ án þess að hika og þá með eigin stjórnar- skrá. Segir hann vinnu við stjórn- arskrá fyrir Grænland hafna. Stjórnarskrárnefnd var stofnuð í landinu fyrir rúmu ári en öll vinna er enn á grunnstigi. Þá hefur á síðustu árum verið í fyrsta skipti meirihluta- stuðningur við sjálfstæði á þinginu og meðal grænlensku þjóðarinnar. Leiðin að sjálfstæði skýrari nú Johansen mun ekki bjóða sig fram að nýju í komandi þingkosningum í Grænlandi og verður þetta ár því síð- asta árið hans á þingi eftir nær 50 ára feril í grænlenskum stjórn- málum. Spurður um hvernig honum finnist komandi kynslóð í stakk búin til að taka við sjálfstæðisbaráttunni segir hann stuðninginn allt annan nú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.