Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13
FAI varahlutir
Ódýrari kostur í varahlutum!
stýrishlutir
hafa verið leiðandi í yfir 10 ár.
Framleiddir undir ströngu
eftirliti til samræmis
við OE gæði.
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Opið alla daga vikunnar.
Viðburðardagatal á norraenahusid.is
Hlýlegtmenningarhús
í Vatnsmýrinni
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hellu
Gjörvileiki ungmenna er mikils
virði og alltaf skemmtilegt þegar ár-
angur skilar sér í íþróttum, bæði and-
legum og líkamlegum. Tveir piltar á
Hellu hafa undanfarið skilað sínu að
þessu leyti, svo tekið er eftir. Almar
Máni Þorsteinsson varð kjördæm-
ismeistari Suðurlands í skólaskák
annað árið í röð núna um miðjan febr-
úar í eldri flokki og Sindri Seim Sig-
urðsson, sem keppti nýlega á Reykja-
víkurleikunum 2018 í 600 m hlaupi 15
ára og yngri, varð í öðru sæti. Hann
hljóp á tímanum 1:29,88 mín. og bætti
sig um 9 sekúndur og sló ársgamalt
HSK met. Hamingjuóskir til þeirra.
Rent-leigumiðlun stefnir hrað-
byri að því að verða umsvifamikið fyr-
irtæki í ferðaþjónustu á Hellu. Nú
þegar er fyrirtækið eigandi að nokkr-
um eignum, t.d. Hellubíói, þar sem
rekin er gistiþjónusta, gamla slátur-
húsinu við Þrúðvang og húsnæði á
Rangárbakka 2, þar sem áður var
verslunin Vörufell. Fyrirhugað er að
gera miklar breytingar og endur-
bætur á gamla sláturhúsinu og hafa
þar veitingastað eða kaffihús á neðri
hæð og gistiherbergi á efri hæð. Þá
hefur félagið sótt um að byggja smá-
hýsi til útleigu á lóðinni á Rang-
árbakka 2, en sveitarstjórn hefur
hafnað þeim áformum.
Naglafar ehf. er nafn á bygging-
arfyrirtæki sem er í eigu Andra Leós
Egilssonar og hefur verið nokkuð öfl-
ugt í að byggja íbúðarhúsnæði á
Hellu undanfarin 12 ár. Í upphafi var
byggt parhús við Baugöldu og í fram-
haldinu annað svipað hús við Hóla-
vang og síðan fylgdi í kjölfarið
þriggja íbúða raðhús við Skyggnis-
öldu. Nú er Andri að byggja fjögurra
íbúða raðhús við Baugöldu sem verð-
ur tilbúið í sumar. Fram að þessu
hafa allar íbúðirnar selst og ein af
þeim fjórum sem nú eru í smíðum.
Söluverðið er 270 þúsund á fm og eru
íbúðirnar 128 og 137 fm. Þær verða
afhentar fullbúnar með grófjafnaðri
lóð og eru í sölu hjá fasteignasölunni
Fannberg á Hellu.
Á Jarlsstöðum, sem er hluti af
jörðinni Stóru-Völlum í Landsveit, er
nú verið að byggja tvö 1.800 fm hús
sem verða nýtt til alifuglaræktunar.
Rangárbú ehf., sem er í eigu Þórs
Þorsteinssonar, rekur starfsemina í
samstarfi við Reykjagarð á Hellu,
sem mun slátra og afsetja afurðirnar.
Leggja þarf 1 km veg að húsunum og
síðan 4 km af lögnum. Verkið tafðist
nokkuð vegna ótta um að staðsetn-
ingin hefði áhrif á vatnsgæði í vatns-
bólum neðar í sveitinni. Farið var í ít-
arlegar rannsóknir á svæðinu sem
tóku eitt ár. Þær sýndu að engin áhrif
myndu verða af starfseminni gagn-
vart vatnsgæðum. Húsin eru upp-
steypt með tvöföldum vegg og ein-
angrun á milli.
Hleðslustöðvar fyrir rafmagns-
bíla spretta nú upp eins og gorkúlur
um allt land, en ekkert bólar á þeim á
Hellu, a.m.k. ekki hingað til. Sveitar-
stjóri segist vonast til að í samstarfi
við þjónustuaðila á Hellu verði þetta
að veruleika innan skamms. Hreiðar
Hermannsson, hótelstjóri og eigandi
Stracta hótels, segir að slík stöð hafi
verið á áætlun um nokkurt skeið og
verði vonandi að veruleika í samstarfi
við ON, Orku náttúrunnar, áður en
langt um líður.
Álagning fasteignagjalda hef-
ur nú farið fram í Rangárþingi ytra
sem annars staðar. Inni í fast-
eignagjöldum fyrir heimili á Hellu
eru nokkur gjöld og skattar; fast-
eignaskattur, lóðarleiga, holræsa-
gjald, vatnsgjald, sorpeyðingargjald
og sorphirðugjald. Þrjú þau síðast-
nefndu standa í stað á milli ára, en
þrjú fyrstnefndu hækka um 6-7%
milli 2017 og 2018. Það byggist á því
að fasteigna- og lóðamat hefur hækk-
að á milli ára og sveitarstjórn heldur
sömu álagningarprósentu árið 2018
og árið áður, þrátt fyrir að almennar
verðhækkanir hafi verið talsvert
minni og jafnvel hefur heyrst að t.d.
matarverð hafi lækkað sl. 2 ár.
Sveitarstjórnarkosningar
nálgast og flokkar eru farnir að hugsa
sér til hreyfings. Í Rangárþingi ytra
voru tveir listar í boði fyrir fjórum ár-
um, Á-listi, listi áhugafólks um sveit-
arstjórnarmál, og D-listi sjálfstæðis-
manna. Að sögn efstu manna á
þessum listum munu báðir listarnir
bjóða fram aftur.
Stefnt er að prófkjöri hjá D-
listanum, en umræðan er skemmra á
veg komin hjá Á-listanum og ekki
ljóst enn þá hvaða leið verður farin
við uppstillingu. Ágúst Sigurðsson,
efsti maður á D-lista, gefur kost á sér
áfram, en Þorgils Torfi Jónsson, odd-
viti hreppsnefndar, gefur ekki kost á
sér á framboðslistann. Yngvi Karl
Jónsson, efsti maður Á-lista, sagðist
ekki vera búinn að ákveða hvort hann
gæfi kost á sér að nýju.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Hella Sindri Seim Sigurðsson og Almar Máni Þorsteinsson eru efnilegir.
Efnileg ungmenni á Hellu
Klúbbastarfsemi í vanda
Guðmundur hefur starfað í Rótarýklúbbi Borgarness í
rúm þrjátíu ár. Hann segir að klúbburinn hafi verið ansi
öflugur en félögum hafi fækkað og þeir séu nú rétt rúm-
lega tuttugu. Félagsmenn hafi ekki verið svo fáir í annan
tíma. Nú er verið að reyna að fjölga í hópnum á ný.
Almennt á kúbbastarfsemi undir högg að sækja, að
sögn Guðmundar. Hann segir að unga fólkið sé meira á
ferðinni en áður var. Það sé yfirleitt vel virkt í klúbbnum
en standi líklega styttra við en þeir eldri. „Þegar leitað
er eftir yngra fólki í félagsskapinn finnum við fyrir vel-
vild og áhuga fólks á klúbbnum. En það er margt sem
togar í fólk, margir eru mjög bundnir í vinnu sem oft
þarf að sækja um langan veg, og það þarf líka tíma með
fjölskyldunni sem er auðvitað skiljanlegt sjónarmið. Svo
tekur netið líka sinn tíma frá fólki.“ helgi@mbl.is
„Þegar við fórum að ræða saman um hugmyndirnar urð-
um við sammála um að beina sjónum okkar að netnotkun
unglinga. Margir eru á því að netnotkun unglinga og
jafnvel fullorðinna sé orðin ansi mikil og við sáum
ástæðu til að benda foreldrum á nokkur atriði til um-
hugsunar, til dæmis varðandi notkun barna á snjall-
símum,“ segir Guðmundur Þór Brynjúlfsson, forseti
Rótarýklúbbs Borgarness.
Árlegur Rótarýdagur er í dag. Rótarýklúbbar víða um
land efna þá til viðburða undir yfirskriftinni „Látum
rödd Rótarý heyrast“. Almenn kynning er á störfum
Rótarýhreyfingarinnar og klúbbarnir leggja áherslu á að
kynna framlag sitt til samfélagsþjónustu og kosti þess að
starfa í góðum félagsskap. Að þessu sinni verður athygl-
inni einnig beint að málefnum ungs fólks með tilliti til
ásóknar og áhrifa samfélagsmiðla.
Dreifa örpistlum
Rótarýdagurinn var fyrst haldinn á árinu 2015.
Rótarýumdæmið hefur ætíð hvatt klúbbana til þess að
taka fyrir ýmis samfélagsleg málefni. „Við höfum því
fram að þessu efnt þrisvar sinnum til Rótarýdags í okkar
klúbbi og auglýst opna fundi með vandaðri dagskrá í öll
skiptin. En aðsókn hefur því miður verið alltof dræm
þrátt fyrir að athyglisverð málefni hafi verið á dagskrá.
Því datt okkur í hug að standa öðruvísi að málum nú.“
Klúbburinn hyggst koma sjónarmiðum sínum í sam-
bandi við netnotkun unglinga á framfæri á vefnum.
Dreift verður ellefu örpistlum um málefnið og klúbb-
félagar beðnir um að dreifa þeim sem víðast á Facebook
og öðrum samfélagsmiðlum. „Þetta eru ábendingar og
við ætlum ekki að fara út í umræður. Við vonum að þetta
framtak komi að gagni,“ segir Guðmundur.
Vekja foreldra til umhugsun-
ar um netnotkun barna
Rótarýklúbbur Borgarness kemur skilaboðum á framfæri
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir við breikkun Vestur-
landsvegar gætu hafist í haust ef vel
gengur og af fullum krafti vorið
2019. Þetta er þó
háð fjárveitingum
til verksins.
Þetta kom
fram í erindi Jón-
asar Snæbjörns-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
þróunarsviðs
Vegagerðarinnar,
á opnum íbúa-
fundi á Kjalarnesi
í fyrrakvöld.
Jónas upplýsti jafnframt að í sum-
ar yrði malbikað á Vesturlandsvegi
fyrir 100 milljónir króna. Viðhald
slitlags á veginum hefur verið í lág-
marki vegna áætlana um stórar
framkvæmdir. Mikið hefur verið
kvartað yfir djúpum rásum í vegin-
um.
Að sögn Jónasar eru Reykjavík-
urborg og Vegagerðin að undirbúa
deiliskipulag fyrir breikkun Vestur-
landsvegar, þar sem gerð er grein
fyrir staðsetningu gatnamóta, hring-
torga og hliðarvega. Þegar deili-
skipulag liggur fyrir á eftir að verk-
hanna veginn. Samningar við
landeigendur mun fylgja verkhönn-
un.
Þetta verður 2+1 vegur í upphafi,
en 2+2 vegur síðar. Skipulagið verð-
ur samfellt frá Leirvogsá að gatna-
mótum Hvalfjarðarvegar, samtals
um 13,5 kílómetrar. Þar af verður
kaflinn frá Esjubergi að Hvalfjarð-
arvegi um 9 kílómetrar og kostnaður
við breikkun þess kafla er áætlaður
3.000-3.500 milljónir króna. Fram
hefur komið að framkvæmdatími
geti orðið 3-4 ár. Ný samgönguáætl-
un er í vinnslu og þegar hún verður
lögð fyrir Alþingi skýrist hvort fjár-
veiting fæst til verksins.
Í sumar er ráðgert að gera hring-
torg á Esjumelum, sem tengir iðn-
aðarsvæðið og Álfsnesveginn.
Jafnframt verða gerð undirgöng
fyrir gangandi og ríðandi. Stoppi-
stöðvar fyrir Strætó verða einnig
lagfærðar. Kostnaður er áætlaður
um 200 milljónir króna og fjárveiting
er fyrir hendi.
Breikkun gæti
hafist í haust
Vesturlandsvegur deiliskipulagður
Morgunblaðið/Ómar
Vesturlandsvegur Verja á 100
milljónum til lagfæringa á malbiki.
Jónas
Snæbjörnsson