Morgunblaðið - 24.02.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
ir Höskuldur í svari til Morgun-
blaðsins.
Heimildir blaðsins herma að ólík-
legt þyki að skaðabótamál gegn
Valitor hafi áhrif á fyrirætlanir um
skráningu bankans á hlutabréfa-
markað í vor. Það helgast af því að
stefnt hefur verið að því að taka
Valitor úr samstæðu bankans um
nokkra hríð. Líklegast yrði það gert
með arðgreiðslu til hluthafa bank-
ans.
Höskuldur staðfestir við Morgun-
blaðið að það hafi verið í skoðun að
gera breytingar á eignarhaldi
Valitor og þá taka félagið úr Arion
banka-samstæðunni. „Að svo
stöddu hefur engin ákvörðun verið
tekin um slíkt, né þá með hvaða
hætti. Þessi mál ættu að skýrast á
næstu dögum og vikum,“ segir
hann.
Valitor með erlendar tekjur
Höfuðástæða þess að stefnt er að
því að greiða Valitor úr samstæð-
unni, samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins, er að um 70% af tekjum
félagsins koma að utan. Á sama tíma
er stefnt að því að laða erlenda fjár-
festa að Arion banka. Talið er að er-
lendir fjárfestar hafi fyrst og fremst
áhuga á að fjárfesta í íslensku efna-
hagslífi. Það að Arion banki eigi
einnig í Valitor skekkir þá mynd.
Enn fremur þykir sumum fjárfest-
um rekstur greiðslumiðlunar ekki
fara saman við rekstur banka. Auk
þess hefur Valitor vaxið hratt á und-
anförnum árum og fyrirséð að fjár-
festa þurfi enn frekar í rekstrinum
til þess að styðja við vöxtinn. Talið
er æskilegra að aðrir fjárfestar en
bankinn fjármagni þann vöxt.
Ávinningurinn af því að taka
Valitor úr samstæðu Arion banka
yrði sömuleiðis sá að arðsemi eig-
infjár bankans myndi aukast og
kostnaðarhlutfallið lækka. Það má
rekja til þess hve kostnaðarsamt
það er fyrir Valitor að fjárfesta í
eigin vexti. Vöxturinn dregur tíma-
bundið úr arðsemi félagsins.
Krafa um kyrrsetningu rask-
ar ekki skráningarferlinu
Morgunblaðið/Eggert
Kennitölur Arðsemi eigin fjár hjá Arion banka myndi væntanlega aukast
sem og kostnaðarhlutfallið við það að taka Valitor úr samstæðu bankans.
Arion banki mun væntanlega losa sig við Valitor fyrir skráningu á markað
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri
Arion banka, segist telja að krafa
um kyrrsetningu eigna Valitor,
dótturfélags Ar-
ion banka, muni
ekki hafa áhrif á
næstu skref í
söluferli bank-
ans.
Fram hefur
komið í fjölmiðl-
um að tvö fyrir-
tæki sem önnuð-
ust rekstur
greiðslugáttar
fyrir Wikileaks,
Datacell og Sunshine Press Produc-
tions, hyggist fara í skaðabótmál
gegn Valitor vegna þess að félagið
ákvað einhliða og án fyrirvara að
loka gáttinni árið 2011. Upplýst var
á fimmtudaginn að lögmaður fyrir-
tækjanna muni fara fram á að sýslu-
maðurinn á höfuðborgarsvæðinu
kyrrsetji eignir Valitor fyrir sex og
hálfan milljarð króna.
„Þessi málarekstur allur hefur
legið fyrir lengi. Það hefur verið
gerð grein fyrir honum í ársreikn-
ingum Valitor og Arion banka,“ seg-
Höskuldur
Ólafsson
næstu árum. Áætlað er að atvinnu-
vegafjárfesting hafi aukist um 3,6% á
síðasta ári, en í ár eru horfur á að hún
dragist saman um 4,3%. Það má rekja
til minni fjárfestingar í sveiflukennd-
um liðum á við skip og flugvélar, auk
fjárfestinga í stóriðju og orkutengd-
um verkefnum. Næstu ár er gert ráð
fyrir hóflegum vexti atvinnuvegafjár-
festingar.
Gert er ráð fyrir að vöxtur íbúða-
fjárfestingar verði um 19% í ár og
næstu tvö ár er talið að hann verði ná-
lægt 10%.
Minni viðskiptaafgangur
Áætlað er að útflutningur hafi auk-
ist um 3,5% í fyrra, sem er minna en
áður var gert ráð fyrir, þrátt fyrir
vöxt í ferðaþjónustu. Helsta ástæðan
er minni vöxtur þjónustuútflutnings
vegna mikils samdráttar í gjöldum
fyrir notkun hugverka og viðskipta-
þjónustu. Einnig var útflutningur
sjávarafurða minni vegna verkfalls í
upphafi ársins. Á móti þessum liðum
vó útflutningsvöxtur í ferðaþjónustu
sem þó var minni en árið 2016.
Í ár er því spáð að útflutningur
aukist um 4,1%. Gert er ráð fyrir
aukningu í útflutningi sjávarafurða,
að hluta til vegna þess að áhrifa verk-
fallsins á síðasta ári gætir ekki leng-
ur. Þá er búist við aukningu í þjón-
ustuútflutningi og verður hann
drifinn af vexti ferðaþjónustu, þó
dragi úr vexti hennar frá síðasta ári.
Næstu ár á eftir er spáð útflutnings-
vexti á bilinu 2,5-3,5%.
Áætlað er að innflutningur hafi
aukist um 11,0% árið 2017 sem er
minni aukning en áður var spáð, sem
aftur má rekja til samdráttar í inn-
flutningi viðskiptaþjónustu. Í ár er
útlit fyrir 5,7% aukningu innflutn-
ings.
Áætlað er að afgangur vöru- og
þjónustujafnaðar verði 3,3% af lands-
framleiðslu í ár, samanborið við áætl-
un um 4,5% afgang í síðustu spá Hag-
stofunnar í nóvember. sn@mbl.is
Hagvöxtur verður 2,9% á þessu ári
samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hag-
stofu Íslands. Þetta er heldur minni
hagvöxtur en áður hefur verið spáð
en í Peningamálum Seðlabanka Ís-
lands sem út komu 7. febrúar var gert
ráð fyrir 3,2% hagvexti í ár.
Áætlar Hagstofan að hagvöxtur á
síðasta ári hafi verið 3,8%, þrátt fyrir
að þjóðarútgjöld hafi aukist um meira
en 7%.
Hægir á neyslu og fjárfestingum
Einkaneysla jókst um 7,7% í fyrra
samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Hagstofan telur að hægja taki á vexti
einkaneyslu í ár og er gert ráð fyrir
að raunbreyting ársins verði um 5%.
Eftir mikinn vöxt undanfarin ár er
útlit fyrir að það hægi á fjárfestingu á
Hagstofan spáir minni hagvexti
Gert ráð fyrir innan við 3% hagvexti í ár
Morgunblaðið/Golli
Hagspá Atvinnuvegafjárfesting
dregst saman í ár samkvæmt spá.
● Seðlabanki Íslands birti á vef sínum í
gær undanþágu sem bankinn veitti
Kaupþingi frá gjaldeyrislögum í janúar
2016 til útgreiðslu til kröfuhafa í bú
Kaupþings. Ákvörðun um birtingu und-
anþágunnar var tekin eftir að bank-
anum barst bréf frá fjármála- og efna-
hagsráðherra þar sem óskað var eftir
því að bankinn kannaði mögulega birt-
ingu. Í ljósi þess að undanþágan og
málefni henni tengd varða mikilvæga
almannahagsmuni taldi Seðlabankinn
að góð og gild rök væru fyrir birtingu,
að fengnu samþykki Kaupþings, Kaup-
skila og Arion banka.
Seðlabankinn birtir
undanþágu Kaupþings
24. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.54 101.02 100.78
Sterlingspund 139.71 140.39 140.05
Kanadadalur 79.27 79.73 79.5
Dönsk króna 16.589 16.687 16.638
Norsk króna 12.735 12.811 12.773
Sænsk króna 12.363 12.435 12.399
Svissn. franki 107.15 107.75 107.45
Japanskt jen 0.9364 0.9418 0.9391
SDR 145.52 146.38 145.95
Evra 123.55 124.25 123.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5238
Hrávöruverð
Gull 1328.9 ($/únsa)
Ál 2193.5 ($/tonn) LME
Hráolía 64.91 ($/fatið) Brent
● Fjármála- og efnahagsráðuneytið til-
kynnti í gær að ríkissjóður hefði selt 13%
hlut sinn í Arion banka fyrir 23,4 milljarða
króna til Kaupskila, dótturfélags Kaup-
þings. Ríkissjóður er því ekki lengur hlut-
hafi í Arion banka.
Eins og fram hefur komið fer salan
fram á grunni kaupréttar á hlutnum sam-
kvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu
2009. Í tillögu Bankasýslunnar til ríkis-
sjóðs um sölu hlutarins kom fram sú nið-
urstaða að á grundvelli hluthafa-
samkomulagsins hefðu Kaupskil einhliða,
ótvíræðan og fortakslausan samnings-
bundinn rétt til að kaupa eignarhlut rík-
isins. Að meðtalinni 2,7 milljarða króna
arðgreiðslu sem ríkissjóður hefur fengið
sem eigandi að Arion banka nemur heild-
arandvirði ríkissjóðs vegna eignar-
hlutarins 26,1 milljarði króna.
Í vef ráðuneytisins segir að þrátt fyrir
að þessi sala fari fram á grundvelli samn-
ingsbundins kaupréttar sé verðið sem
fæst fyrir eignarhlutinn mjög ásættanlegt.
Ríkissjóður ekki lengur
hluthafi í Arion banka
STUTT