Morgunblaðið - 24.02.2018, Side 29

Morgunblaðið - 24.02.2018, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 Það er engum vafa undirorpið að stórfelld verkefni bíða okkar í vegagerð víðsvegar um landið. Ég hef í fyrri greinum mínum farið yfir stöðu mála á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vest- fjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suð- austurlandi. Við blasir að ef takast á að sinna brýnum að- gerðum á landinu á næstu árum, þurfum við að leita allra leiða til að auka það fjármagn sem til ráðstöf- unar er til vegagerðar. Það var í ljósi þessarar stöðu sem ég setti af stað vinnu á vegum sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins til að skoða möguleika þess að ráðast í flýtiframkvæmdir á þeim þremur stofnleiðum sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru Suðurlandsvegur frá Reykjavík austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, Vesturlandsvegur allt til Borgarness með tvöföldun Hval- fjarðarganga og tvöföldun Reykja- nesbrautar til Keflavíkurflugvallar með nauðsynlegum framkvæmdum innan Hafnarfjarðar. Hugmyndin laut að því að ráðast í þessar flýti- framkvæmdir með samfjármögnun þar sem einkaaðilar – innlendir eða erlendir – myndu fjármagna fram- kvæmdirnar sem ljúka mætti á 6-8 árum, en kostnaðurinn yrði greiddur með veggjöldum. Tvöföldun lokið á fáum árum Starfshópur undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar verkfræðings tók að sér þetta verkefni og skilaði áhugaverðum tillögum sem eru góð- ur grundvöllur til skynsamlegrar umræðu um hvernig ráðast mætti í þessi verkefni. Niðurstaða hópsins varð sú að unnt yrði að ljúka að mestu tvöföldun áðurnefndra veg- arkafla á næstu 5-6 árum, en farið yrði í gerð nýrra jarðganga undir Hvalfjörð á seinni hluta 8 ára tíma- bilsins og að verkefninu yrði að fullu lokið innan þeirra tímamarka. Hóp- urinn ákvað að halda Sundabraut ut- an við þessar tillögur en það verk- efni er eigi að síður afar brýnt. Eðlilega yrðu þessar fram- kvæmdir mjög dýrar, en áætlað er að heildarkostnaður við þær yrði 56 milljarðar króna að meðtöldum virð- isaukaskatti. Miðað við hóflega spá um þróun umferðar á tímabilinu þyrfti veggjaldið á hverjum kafla að vera um 140 krónur fyrir fjölnot- endur, en gæti reyndar orðið lægra ef aukning umferðarþunga yrði í takt við þróunina und- angengin ár. Verkið yrði greitt upp á 20 ár- um, en að þeim tíma liðnum myndi gjald- taka falla niður. Því er rétt að halda til haga að inn í þessa verkefnaáætlun mætti bæta öðrum aðkallandi verkefnum, eins og Grindavíkurvegi, Þrengsla- vegi, ásamt einstökum fjárfrekum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu, vegna þess að fjárhagslegt svigrúm vegna hóflegrar umferðarspár, gæti skapað möguleika á að stækka verk- efnið án þess að hækka veggjaldið. Mikil aukning umferðar Við þekkjum öll að bílaumferð í landinu hefur vaxið hröðum skref- um. Aukninguna má ekki síst rekja til sívaxandi fjölda erlendra ferða- manna, en á síðasta ári komu hingað um 2,2 milljónir slíkra sem var ná- lega fjórðungs fjölgun frá árinu á undan. Meirihluti erlendra ferða- manna leigir sér bílaleigubíl og áætl- að er að hver erlendur ferðamaður sem leigir bíl hafi ekið honum um 2.100 km á síðasta ári. Heildar- akstur útlendinga árið 2016 var um 540 milljónir km sem er um fimmt- ungur af öllum akstri Íslendinga það ár. Af þessu má sjá að álag á vega- kerfið okkar hefur stórvaxið með fjölgun ferðamanna. Í því felast auð- vitað ákveðnar ógnanir en líka aug- ljós tækifæri. Erlendir ferðamenn eru vanir því að greiða veggjöld. Einnig Íslendingar á ferðum sínum erlendis. Nefna má að hvarvetna í Evrópu og Norður-Ameríku, svo dæmi séu nefnd, eru veggjöld inn- heimt til að standa straum af upp- byggingu og rekstri þjóðvega. Því ættu ferðamenn ekki að kippa sér upp við innheimtu slíkra gjalda hér á landi, ef til kæmi. Ég nefndi að tillögur starfshóps um uppbyggingu stofnveganna út frá Reykjavík gerðu ráð fyrir að upphæð veggjalda yrði 140 kr. Þar er ekki tekið með í reikninginn að unnt er að innheimta mun hærri veggjöld af akstri bílaleigubíla sem leigðir eru erlendum ferðamönnum og þannig myndum við fá til liðs við okkur stórnotanda af íslenska vega- kerfinu til að taka myndarlega á ár- unum með okkur í uppbyggingu vegakerfisins. Þátttaka ferðamanna í þessu verkefni yrði augljóslega mikil lyftistöng. Stóraukið umferðaröryggi Það er ástæða til að halda því til haga að með því að ráðast í áð- urnefndar framkvæmdir á stofn- brautunum, þar sem slysatíðni er allt of mikil, myndi umferðaröryggi aukast stórkostlega. Það verður aldrei settur verðmiði á mannlegan harmleik, en opinberar tölur sýna að kostnaður samfélagsins vegna um- ferðarslysa á fyrrnefndum vega- köflum nemur 3,1 milljarði á ári að jafnaði undanfarin ár. Þetta eru grátlega háar tölur og óhjá- kvæmilegt að bregðast við. Starfshópurinn lagði upp með að framkvæmdir gætu hafist strax á þessu ári. Það er mikilvægt að hefj- ast handa sem fyrst því verkefnin eru brýn og lítil þolinmæði er í sam- félaginu fyrir því að ekki skuli gripið til róttækra aðgerða. Það er því mik- ilvægt að samgönguráðherra svari því sem fyrst hvernig tekið verði á þessum málum. Ef aðrar jafn áhrifa- ríkar leiðir eru færar er það gott, en að skila auðu í þessu máli gengur ekki upp. Þær upphæðir sem til vegamála fara munu ekki duga og jafnvel þótt aukið yrði verulega við fjárveitingar yfirstandandi árs. En á sama tíma og svo mikilvægar nýframkvæmdir bíða um allt land er útilokað annað en að bæta verulega í það fé sem ætlað er til viðhalds í vegakerfinu. Samtök iðnaðarins segja í skýrslu sinni um innviði að nauðsynlegt sé að auka viðhaldsfé úr rúmum 8 milljörðum í 20 milljarða á ári næstu 5 árin. Það er meira en tvöföldun þess fjár sem til skipta er á þessu ári. Aukið svigrúm til framkvæmda um land allt En þessar hugmyndir snúast ekki aðeins um að greiða leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu – sem þó hefur verið afskipt allt of lengi í vega- málum. Með því að ráðast í þessar dýru framkvæmdir á stofnbrautum út frá Reykjavík sem yrðu fjár- magnaðar utan samgönguáætlunar og kæmu þar með ekki við ríkis- reikninginn, myndi skapast mikið svigrúm til þess að taka myndarlega til hendinni um allt land, þ.m.t. á höf- uðborgarsvæðinu, þangað sem venjubundið vegafé myndi renna óskipt. Þannig myndu bæði þétt- býlisbúar hér á suðvesturhorninu sem og landsmenn allir hafa ábata af þessum framkvæmdum. Stóraukið umferðaröryggi, minni ferðatími, styttri vegalengdir í einhverjum til- vikum, minni eldsneytiseyðsla, minni mengun og trúlega lækkuð tryggingaiðgjöld bifreiða vegna lægri slysatíðni. Þetta eru dæmi um ábatann af framkvæmdunum þar sem arðsemin er einnig ótvíræð. Rétt er að nefna að fordæmið sem veggjaldaleiðin myndi gefa þyrfti alls ekki að vera bundið við stofn- brautirnar út frá höfuðborgarsvæð- inu. Þá leið væri rétt að skoða við aðrar kostnaðarsamar fram- kvæmdir, til þess að jafnræðis meðal landsmanna verði gætt. 10 milljörðum dýrari Sundabraut í boði Dags Ég hef nefnt hér helstu röksemd- irnar fyrir því að huga vel að fjár- mögnun stofnleiða út frá Reykjavík með veggjöldum. En í þessum lands- hluta er í fleiri horn að líta. Sunda- brautin ætti að vera í algerum for- gangi. Nær 100 þúsund bílar fara um Ártúnsbrekkuna á sólarhring að jafnaði og það er forgangsmál að létta á þeirri umferð. Það þekkja all- ir sem þar eiga leið um. Kostnaður vegna Sundabrautar var áætlaður um 35 milljarðar þar til Dagur B. og félagar í borgarstjórnarmeirihlut- anum úthlutuðu áætluðu vegstæði í Vogahverfi undir íbúðabyggð. Bygg- ing Sundabrautar verður því allt að 10 milljörðum króna kostnaðarsam- ari fyrir vikið, en líklegt er að skatt- borgarar í Reykjavík beri kostn- aðinn af því – í boði Dags B. Eggertssonar. En það er annað mál og verður vonandi gert upp með við- eigandi hætti í borgarstjórnarkosn- ingum í vor. Það er flestum ljóst að ófremdarástand ríkir í samgöngu- málum höfuðborgarinnar. Það sést m.a. á nýrri könnun Viðskiptablaðs- ins, þar sem um helmingur að- spurðra segir að samgöngumálin séu mikilvægasta kosningamálið í næstu kosningum. Þingvellir og uppsveitirnar En það er margt fleira sem vert væri að nefna og varðar þetta land- svæði. Uppsveitir Árnessýslu eru undir álagi allan ársins hring. Bíla- leigubílar, einkabílar og rútur aka um héraðið og Gullni hringurinn er sennilega fjölfarnasti sveitavegur landsins. Vegurinn í gegnum þjóð- garðinn á Þingvöllum er óboðlegur öllum sem um hann aka. Áætlað er að kostnaður við að gera þessar leið- ir mannsæmandi, þannig að gætt sé að viðeigandi öryggi og að þolanlega greiðfært sé skiptir milljörðum. Ég nefndi Grindavíkurveg hér að fram- an, en til þess að gera hann öruggan með 2+1 breikkun og aðskilnaði akstursstefna með vegriði þarf að kosta til 1,2 milljörðum. Sívaxandi umferð er um Þrengslaveg til Þor- lákshafnar vegna vaxandi út- og inn- flutnings um höfnina þar. Kallað er eftir aðgerðum þar sem áætlað er að muni kosta 2 til 2,5 milljarða. Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu málunum sem varða þetta landsvæði. Fjölmargar aðrar fram- kvæmdir mætti tína til, en þessi upptalning gefur ágæta sýn á um- fangið. Ég skal fúslega játa það að ríkisstjórninni er talsverður vandi á höndum í þessum málaflokki, því hvarvetna er hrópað á aðgerðir. Ég hvet því þá sem mestu ráða til að leita allra skynsamlegra leiða til þess að bæta úr þeim bráðavanda sem við blasir. Við hvorki viljum né höfum efni á því tjóni og slysförum, að ekki sé talað um dauðsföllin sem við verðum fyrir vegna ástands vegakerfisins. Með þessari grein lýkur yfirferð minni um landið þar sem nefnd hafa verið flest þau verkefni sem aðkall- andi er að ráðist verði í. Verðmiðinn á þessum framkvæmdum er af stærðargráðunni 200 til 250 millj- arðar króna. Það er augljóst að mjög langur tími mun líða áður en þessi verkefni geta orðið að veruleika, verði fjárveitingar til nýfram- kvæmda í vegakerfinu í svipuðum takti og verið hefur. Að óbreyttu mun okkur sem fullorðin erum ekki endast aldur til þess að verða vitni að því að þessi verkefni verði full- kláruð og tæpast börnunum okkar heldur. Það er óásættanlegt. Ákall um aðgerðir – Stofnbrautir út frá Reykjavík og Suðurland Eftir Jón Gunnarsson » Að óbreyttu mun okkur sem fullorðin erum ekki endast aldur til þess að verða vitni að því að þessi verkefni verði fullkláruð og tæp- ast börnunum okkar heldur. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður og fyrr- verandi samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra. Taka svokallaðra smálána er ört vaxandi liður í greiðslu- erfiðleikum ungs fólks. Þessi tegund lána virðist hrein við- bót við aðrar tegundir skammtímaskulda. Árið 2017 voru um 70% fólks 18-29 ára sem sótti um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara með smálán. Þetta kemur fram í greiningu umboðsmanns sem ég óskaði eftir. Markaðssetningu smál- ánafyrirtækjanna virðist beint að ungu fólki sem á erfitt með að fóta sig á þessum lána- markaði og lendir í greiðsluvanda. Þetta er veruleiki sem verður að bregðast við áður en staðan versnar enn frekar. Ungt fólk leitar í vaxandi mæli til um- boðsmanns skuldara Síðastliðin tvö ár hefur þeim sem leita úr- ræða hjá umboðsmanni skuldara vegna greiðsluerfiðleika fjölgað um tæp 25% og voru árið 2017 tæplega 1.440. Mest hefur fjölgað í aldurshópnum 18-29 ára og hlutfall smálána af heildarskuldum þessa aldurshóps hefur aukist umtalsvert. Fjárhæð- irnar sem þessi aldurshópur skuld- ar vegna smálána fara einnig hækk- andi. Árið 2016 nam fjárhæð smálána að jafnaði um 400.000 kr. hjá umsækjendum um greiðsluað- lögun en var tæpar 600.000 kr. árið 2017. Mjög hefur dregið úr vægi fast- eignalána sl. tvö ár hjá þeim sem sækja um úrræði hjá umboðsmanni. Á sama tíma hefur hlutfall umsækj- enda með smálán farið úr 13% í 43%. Markhópur í veikri stöðu Í greiningu umboðsmanns kemur fram að meirihluti þess unga fólks (18-29 ára) sem sótti um greiðsluaðlögun á liðnu ári bjó í leigu- húsnæði, þar af allmargir í félagslegu leigu- húsnæði. Aðeins 2,8% bjuggu í eigin fasteign og margir bjuggu í foreldrahúsum. Þorri hóps- ins hafði ekki lokið menntun umfram grunn- skólapróf, fæstir voru í skóla, aðeins um 34% hópsins voru í vinnu og rúmur fjórðungur ung- mennanna voru örorkulífeyrisþegar. Umboðsmaður bendir á að markaðssetning smálánafyrirtækjanna beinist að ungu fólki og hópurinn sé í veikri stöðu. Einfalt er að sækja um lánin á vefnum, aðeins þarf að gefa upplýs- ingar um kennitölu og bankareikning og einu skilyrðin fyrir lánveitingu eru að vera ekki á vanskilaskrá. Það verður að segjast sem er að starfsemi smálánafyrirtækja þrífst á gráu svæði, laga- ramminn er ófullnægjandi og hún er ekki eft- irlitsskyld á sama hátt og fjármálafyrirtæki. Aðkallandi að bregðast við Það er orðið aðkallandi að bregðast við til að sporna við því að ungt fólk í hópi þeirra tekju- lægstu lendi í skuldavanda vegna lána sem það tekur í fljótræði án þess að gera sér grein fyrir kostnaðinum og sjá fyrir afleiðingarnar. Við þurfum að beina sjónum að starfsemi smálána- fyrirtækjanna varðandi umgjörð og eftirlit og auka þarf fræðslu um fjármál svo ungt fólk verði betur í stakk búið til að taka fjárhags- legar ákvarðanir. Á fundi ríkisstjórnar í gær kynnti ég grein- ingu umboðsmanns sem dregur fram þessa al- varlegu stöðu. Aðgerða er þörf og mikilvægt að taka höndum saman, þvert á ráðuneyti og málaflokka og sem fyrst til að koma í veg fyrir að staðan versni enn frekar. Smálán – ólán fyrir ungt fólk og efnalítið Eftir Ásmund Einar Daðason »Markaðssetningu smá- lánafyrirtækjanna virðist beint að ungu fólki sem á erfitt með að fóta sig á þessum lána- markaði. Ásmundur Einar Daðason Morgunblaðið/Golli Smálán Höfundur segir starfsemi smálána- fyrirtækja þrífast á gráu svæði. Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.