Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 36

Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 ✝ Jón Sigurjóns-son fæddist í Syðri-Kvíhólma, Vestur-Eyjafjöll- um, 19. apríl 1935. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 11. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Sigurjón Guð- jónsson frá Syðri- Kvíhólma, f. 6.9. 1903, d. 22.7. 1988, og Guðbjörg Jónsdóttir frá Ásólfsskála, f. 7.8. 1901, d. 10.10. 1987. Þau bjuggu í Efri-Holtum. Systur Jóns eru 1) Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, f. 28.10. 1938, maki hennar er Oddur Sæmundsson, f. 9.6. 1939. Börn þeirra eru Guðbjörg, Sæ- mundur, Guðrún Anna og Sig- urjón. 2) Kristbjörg Sigurjónsdóttir, f. 21.4. 1941. Börn hennar eru Bjarni, Guðjón og Þórunn. Jón ólst upp í Efri-Holtum og sinnti bústörfum ásamt foreldrum sínum og tók við búinu eftir þeirra daga. Sigríður Ein- arsdóttir bjó einnig í Efri-Holtum síðustu áratugi. Á sínum yngri árum fór Jón á ver- tíðir í Vestmannaeyjum. Hann tók þátt í Ungmennafélaginu Trausta og sinnti öðrum félags- störfum í sveitinni. Útför Jóns fer fram frá Ás- ólfsskálakirkju í dag, 24. febr- úar 2018, kl. 14. Okkur systkinin langar að minnast Nonna frænda í nokkr- um orðum. Á okkar yngri árum kynnt- umst við borgarbörnin sveitalíf- inu í Efri-Holtum í sumar- og helgarheimsóknum með foreldr- um okkar. Síðar áttum við öll eftir að dvelja þar í sveit á sumrin, í mislangan tíma, og þá tengdumst við Nonna, móður- bróður okkar, og sveitalífinu betur. Margir hafa tengsl við Efri-Holt enda voru unglingar, tengdir fjölskylduböndum eða ekki, þar í sveit svo lengi sem við munum. Einnig voru þar ráðskonur en Sigríður Einars- dóttir gegndi því hlutverki til hinsta dags Nonna. Systkini afa bjuggu á næsta bæ, Syðri-Kví- hólma, og var mikill samgangur á milli bæjanna. Nonni bjó alla sína ævi í Efri-Holtum og tók við búinu af afa og ömmu þegar heilsu þeirra fór að hraka. Nonni var ljúfur maður og hæglátur. Hann var mikill dýra- vinur, virtist þekkja dýrin sín í sjón og gaf mörgum þeirra nafn. Nonni var barngóður enda hændust börn að honum. Hafa börn okkar systkina fengið að kynnast þessari barngæsku en hann gaf sér ávallt tíma frá önn- um dagsins til að sýna þeim dýr- in, leyfa þeim að fara á hestbak, sitja í traktornum hjá honum og taka þátt í sveitastörfunum. Við minnumst Nonna frænda af miklum hlýhug og söknuði yfir tíma sem liðinn er, en lifir svo sterkt í minningunni. Guðbjörg, Sæmundur, Guðrún Anna og Sigurjón. Nú þegar ég kveð Nonna frænda í Efri-Holtum er margs að minnast. Ég var í sveit hjá honum í fjögur sumur frá 12 ára aldri og ein fyrsta minning mín frá þessum tíma er sú að ég er gangandi á eftir honum til verka þann daginn. Á morgnana og kvöldin var gengið til mjalta en önnur dagsverk einkenndust af árstíðinni. Á vorin og sumrin þurfti að fylgjast með sauðfénu og ég man þegar Nonni stóð uppi á hólnum við mjólkurhúsið eftir mjaltir og leit austur mýr- ina þar sem sauðféð var á beit. Það kom fyrir að lömb dyttu í skurði, kindur yrðu afvelta eða vargur væri á ferð. Nonni þótti laginn við sauðburð og var gjarnan kallaður til þegar vandamál komu upp. Ég fór ein- hver skipti með honum á aðra bæi til aðstoðar enda var auð- sótt mál að fá hann til aðstoðar. Seint á vorin rákum við féð á fjall og í kjölfarið hófst fjöl- breytt viðhaldsvinna á jörðinni og vélum fram að slætti. Síðla sumars snérist allt um heyskap- inn, hlustað var af gaumgæfni á veðurspár, horft til himins, velt vöngum og margra ára reynsla höfð til hliðsjónar við þennan mikilvæga þátt búskaparins. En haldið var fast í þá hefð að ekki mátti slá á sunnudegi. Heyskap- urinn var annar en hann er í dag, bundið í bagga og þurfti að ná heyinu þurru inn. Ég rakaði í garða og Nonni var á bindivél- inni. Baggarnir voru ýmist tínd- ir upp samdægurs eða seinna, allt eftir veðri og mannskap. Á kvöldin var alloft tekið í spil, horft á sjónvarp, lesið í bók eða við ræddum málin fyrir svefninn þar sem við deildum herbergi. Nonni var ekki víðförull en fór alloft milli bæja, heimsótti frændfólk og sveitunga eða keyrði um sveitina. Hann fór á hestamannamót og aðra viðburði í sveitinni. Um helgar var oft gestkvæmt er systkini, systkina- börn, ættingjar og vinir komu í heimsókn á bæinn eða til að hjálpa við heyskapinn. Það má segja að búskapurinn hafi átt hug hans allan og einkennt líf hans. Í dag er ég þakklátur fyrir þennan tíma með Nonna í sveit- inni og þykir vænt um að hafa upplifað hann með honum. Sigurjón Oddsson. Hann Jón eða Nonni eins og hann var alltaf kallaður, móð- urbróðir minn, er dáinn. Mikill uppáhaldsfrændi minn alveg frá því að ég man eftir mér í barn- æsku. Þó maður viti að þetta bíði okkar allra að yfirgefa þessa jarðvist, þá er maður aldr- ei tilbúinn að kveðja sína nán- ustu. Þá er gott að eiga góðar minningar, geta hugsað til baka og minnst góðra og skemmti- legra tíma og ég get svo sann- arlega minnst góðra daga í sveitinni hjá afa, ömmu og Nonna frænda. Ég naut þeirra forréttinda að vera elsta barna- barn ömmu og afa og var í raun- inni bara smápjakkur þegar ég byrjaði að vera tíma og tíma hjá þeim í Efri-Holtum. Ég fékk að fylgja með í flestum þeim verk- um sem voru í gangi hverju sinni. Síðan þegar ég varð eldri og gat orðið meira að liði og hjálp- að til var ég nokkur sumur hjá þeim sem vinnumaður. Minnist ég þeirra tíma með mikilli hlýju og þakklæti. Þessi sumur þrosk- uðu mig mikið og mótuðu til framtíðar. Nonni frændi var þol- inmóður og óþreytandi í að kenna mér réttu handbrögðin og hugsunarháttinn, hvernig best væri að bera sig að við öll þau verk stór og smá, sem upp komu og þurfti að sinna. Öll verkefni voru unnin af vandvirkni, samviskusemi, alúð og virðingu. Ég mun minnast Nonna sem traustrar, áreiðan- legrar og hlýrrar persónu sem alltaf ræddi við okkur krakkana sem jafningja. Þegar árin liðu urðu heim- sóknir okkar í sveitina stopulli en áður. Nær undantekningar- laust árum saman fór ég þó með jólaglaðninginn á aðfangadag til Nonna og Sillu og þótti okkur báðum það vera orðinn ómiss- andi hluti af jólahaldinu, jólin máttu koma þegar búið var að fara í jólaheimsóknina að Efri- Holtum. Alltaf fylgdist hann með okkur og var mjög áhuga- samur um hvernig okkur vegn- aði í lífinu. Hann hafði áhuga á því sem við vorum að nema og starfa. Þegar ég eignaðist mínar dætur og fjölskyldu hafði Nonni sérstaka ánægju af þeirri gleði og grallaraskap sem þeim fylgdi. Hann hafði gaman af að spjalla við þær og sýna þeim dýrin og sveitina sína. Hann var þeim og okkur afskaplega góður alla tíð. Undanfarin 15-20 ár höfum við afkomendur afa og ömmu í Efri-Holtum haldið okkar fjöl- skylduhátíð á hverju sumri, stundum í Efri-Holtum hjá Nonna og Sillu, þá var slegið upp tjaldbúðum við bæinn, spjallað, farið í leiki og haft gaman og óhætt að segja að Nonna hafi ekki leiðst að sýna krökkunum dýrin í sveitinni. Einnig höfum við verið að hitt- ast á hinum ýmsu stöðum á landinu og auðvitað kom Nonni alltaf ef hann mögulega gat og ég man ekki eftir mörgum árum sem hann lét sig vanta. Þá naut hann sín svo sannarlega innan um fjölskylduna alla. Mig lang- ar að lokum að þakka Nonna fyrir allt það sem hann var mér og minni fjölskyldu. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Bjarni Jóhannsson. Nonni frændi í Efri-Holtum er látinn. Æskuminningarnar undan Eyjafjöllum rifjast upp, aldeilis fleiri en hægt er að rita í stuttri grein við fráfallið, er hann nú kveður okkar jarðvist. Það á við um Nonna, Jón Sig- urjónsson í Efri-Holtum, sem ólst þar upp og bjó alla sína tíð. Að vísu ekki stórbúi, en nóg til þess er þurfti, og vel það. Kröfur til hágæða lífshátta voru óþarfar, og nægjusemi í fyrir- rúmi. Frændgarður okkar af- komenda Þorbjargar Bjarna- dóttur og Jóns Pálssonar frá Ásólfsskála er orðinn víðfeðm- ur. Af öllum góðum frændum eru sumir þar nánari en aðrir, allt eftir því hvernig leiðir hafa leg- ið saman. Þannig á við um okkur Nonna, frændskapur sem hefur ræktast frá barnsárum af tryggð, heimsóknum og ná- grenni í seinni tíð. Upphaflega þó með heim- sóknum til frændfjölskyldunnar í Efri-Holtum, foreldra Nonna, þeim Guðbjörgu og Sigurjóni, og ömmu Þorbjargar er hjá þeim bjó sín efri ár. Að Efri- Holtum var „alltaf gott að koma“. Þeim orðum var ég svo lán- samur að koma að við alls- nægtaborð hjá Sillu og Nonna helgina fyrir fráfall hans. Nærvera Nonna við ungdóm- inn var honum kær. Eftirminni- lega barngóður og vingjarnlegt brosið fengu börnin með at- hygli, og tíma til umræðu um það sem fyrir bar, ekki síst um kindur og lömb. Því hafa öll barnabörnin okk- ar hjóna fengið að kynnast og njóta með heimsóknum að Efri- Holtum, einkum á tímum sauð- burðar, sem stóð Nonna svo nærri í allri hugsun, umhyggju og umtali. Þar átti Nonni einnig traust- an vin. Samtaka félaga í leik og starfi, hana Sillu, sem ól honum önn af myndarskap, í öllu því er viðkom Efri-Holtum hin seinni ár. Með ljúfsárum minningum, virðingu og þökk, kveðjum við fjölskyldan mannvininn Nonna frænda, Jón Sigurjónsson í Efri- Holtum. Aðstandendum öllum er vottuð samúð. Þorberg Ólafsson. Það fylgir því viss sælutilfinn- ing að koma akandi í átt að Eyjafjöllum. Seljalandsfoss blas- ir við, síðan er m.a. rennt fram hjá Seljalandi, Fit, Sauðhúsvöll- um og á móts við Hvamm er beygt niður að sjóbæjunum. Stefnan er sett á Efri-Holt, en þar var undirritaður í sveit um miðjan sjöunda áratuginn hjá yndislegu frændfólki. Guðbjörg Jónsdóttir (Gudda) var húsfreyj- an, Sigurjón Guðjónsson hús- bóndinn og sonur þeirra Jón Sigurjónsson (Nonni) var allt í öllu en þann sómamann kveðjum við nú hinstu kveðju. Nonni sýndi okkur strákunum m.a. hvernig annast átti kýrnar, hvernig hirða átti heyið og koma því fyrir í hlöðunni, gefa hænsn- unum ásamt fjölmörgum öðrum störfum sem sinna þurfti í sveit- inni. Þetta gerði hann á sinn ró- lega og yfirvegaða hátt. Þegar hann svo nefndi hvort við ættum ekki að skella okkur á hestbak þá var kátt í koti. Neisti og Brúnn biðu tilbúnir til reiðar. Ferðirnar með Nonna í Selja- vallalaug eru einnig eftirminni- legar. Þráðurinn sem myndaðist á þessum árum hefur aldrei slitnað og alltaf hefur verið reynt að hafa Efri-Holt með þegar hugað er að ferðaplönum sumarsins. Eftir að maður eign- aðist sjálfur börn þá var ánægjulegt að hafa þau með sér að Efri-Holtum og hafði Nonni m.a. gaman af að sýna þeim hús- dýrin á bænum, ekki síst kett- lingana. Síðustu ár höfum við hjónin notið þess að kíkja við hjá Nonna og Sillu í létt spjall. Oft ræddi Nonni um árin þegar hann var á vertíð í Eyjum og átti hann margar góðar minn- ingar frá þeim tíma. Það er mikill söknuður að geta ekki lengur hitt Nonna og rætt málin en minningin um góðan dreng og frænda lifir. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Sigurrós til Kiddu, Unnar og fjölskyldna þeirra, einnig til okkar góðu vinkonu, Sillu, sem var ráðskona á Efri- Holtum. Blessuð sé minning Jóns Sig- urjónssonar. Sigurjón Ingi Ingólfsson. Ekki bjóst ég við því þegar ég talaði við hann fyrstu dagana í febrúar að það yrði okkar sein- asta samtal. Jón bjó með for- eldrum sínum að Efri-Holtum en tók svo alfarið við búskapn- um þar. Hann var hæglátur að eðlisfari, viðræðugóður, fróður og stálminnugur. Hann gat stað- ið fast á sínu ef þess þurfti. Hann fór á vertíð til Vestmanna- eyja á sínum yngri árum eins og margir Eyfellingar gerðu. Það var mikið lán fyrir hann þegar Silla, eins og hún er alltaf köll- uð, kom til hans sem ráðskona. Þau voru samstiga í búskapnum þar sem umhyggja og velferð dýranna var í fyrirrúmi. Þegar aldurinn færðist yfir og heils- unni hrakaði studdu þau vel hvort annað. Jón var fjárrækt- armaður og átti fallegt fé. Ærn- ar hétu flestar nöfnum og var Silla dugleg að nefna þær. Hann mætti alltaf á hrútasýningar með sína hrúta og var hann stoltur af sínu fé. Hann fór á fjall í mörg ár og átti hann þar sínar föstu göngur. Hann fylgd- ist vel með uppgræðslunni á af- réttinum og var hann sérstak- lega ánægður þegar farið var að nýta hann aftur eftir 20 ára hlé. Kom hann í hvert skipti að skoða féð þegar það kom af fjalli. Við fórum stundum saman í réttir á haustin í nágrannasveit- ir og aðrar sýslur. Það hýrnaði alltaf yfir honum þegar við fór- um að spá í hvaða réttir við ætt- um að fara í það haustið. Eftir að hann hætti með kýrnar fóru þau að ferðast um landið á sumrin bæði í styttri og lengri ferðir, þá oft í samfloti við ætt- ingja Sillu. Honum þótti gaman að ferðast, tók vel eftir öllu bæði í sínu nærumhverfi og í þessum ferðum. Enda vel lesinn um land og þjóð. Þegar aldurinn færðist yfir og sauðburðurinn var orðinn erf- iður fór hann að fækka fénu, og hætti hann að halda fé sl. haust. Honum bauðst að það yrði séð um nokkrar kindur fyrir hann og fyrir það var hann þakklátur og hann hlakkaði til að fá þær heim í tún í vor með lömbunum. Margt fer öðruvísi en fyrir- hugað er. Dýrin voru alltaf í fyr- irrúmi, það var vonskuveður í nokkra daga og hann hafði ekki komist út að gefa kisu. Þótt veðrið væri ekki orðið gott varð hann að fara út og gefa henni. Úr þeirri ferð kom hann ekki aftur. Það er viss söknuður í litlum samfélögum þegar sam- ferðafólkið hverfur af sjónar- sviðinu. Ég þakka honum alla samfylgdina í gegnum árin og votta systrum hans, Sillu og öðr- um aðstandendum innilega sam- úð mína. Baldur Björnsson. Jón Sigurjónsson bóndi í Efri-Holtum er horfinn á þá braut er bíður alls mannlífs. „Á snöggu augabragði“ kom kallið. Fráfall hans býður mörgum minningum heim. Gott var að vitja foreldra hans, Sigurjóns Guðjónssonar og Guðbjargar Jónsdóttur, á hið snyrtilega býli þeirra, Efri-Holt. Þar var gest- um vel fagnað, góðvild og gleði í öllum kynnum. Fjölskylda Sig- urjóns í Syðri-Kvíhólma var um allt sveitarsómi. Guðjón faðir hans dó er ég var ungur að ár- um en alltaf var jafn notalegt að koma til Steinunnar Sigurðar- dóttur og barna hennar. Þar var vel og viturlega búið að gömlum og góðum hætti. Þorbjörg Bjarnadóttir, amma Jóns, sællar minningar, var einn þeirra vina sem ég hefi besta átt á löngum lífsferli, hlý og hreinskilin, bar með sér menningarblæ jafnt í orðum sem athöfnum. Jón í Efri-Holtum var bóndi af bestu gerð, bætti býli sitt að húsum og ræktun og annaðist búfénað sinn af einstakri um- hyggju. Þar var engu beitt á kaldan klaka. Yndi hans var löngum í heimsókn að tala um fjárbú og fjallferðir. Með sama hætti var gott að sækja þau heim, Jón og sambýliskonu hans, Sigríði Einarsdóttur frá Sólheimum, gott að setjast að vel búnu kaffiborði og eiga við þau samræður um líf og líðandi stund. Hin síðari ár var Jón í röð þeirra Útfjallamanna er ég gat spjallað við um mannlíf og minningar liðins tíma í Fjalla- byggð. Þar var síminn góður tengiliður og þó notaður minna en skyldi, það finn ég nú þegar Jón er allur. Oft var slegið á léttara hjal. Jón hafði góðan skilning á öllu er að fór og gat með einni setn- ingu kallað fram gleði og bros. Safnarinn í Skógum átti í honum sannan vin við að bæta í safnbú- ið. Sveitin hefur í honum misst velviljaðan, hógværan, hygginn og góðan þegn. Vinir Jóns hljóta að þakka vel Sigríði Einarsdótt- ur, eða Sillu eins og mér er tam- ast að nefna hana, fyrir þá ein- stöku umhyggju og alúð sem hún sýndi honum og fögru heim- ili þeirra í Efri-Holtum um mörg ár. Þar er margs góðs að minnast. Systrum Jóns, Unni og Kristbjörgu, sendi ég samúðar- kveðjur. Mikilsvert er að eiga „minningar sem milda og hugga“. Friðsæld og fegurð er yfir öllum minningum mínum um Jón Sigurjónsson og fjöl- skyldu hans. Þórður Tómasson. Jón Sigurjónsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.