Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 40

Morgunblaðið - 24.02.2018, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2018 ✝ Ólafur Þór Jó-hannsson fæddist í Þurra- nesi, Saurbæ, Dala- sýslu 18. október 1942. Hann lést 14. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Jóhann Jóns- son bóndi, f. 14. janúar 1912, d. 17. janúar 1986, og María G. G. Ólafs- dóttir f. 15. september 1916, d. 25. maí 2016. Systkini Ólafs eru Margrét Jóhannsdóttir, f. 13. júní 1939, maki Þorgeir Ólafsson og Jón Jóhannsson, f. 18. apríl 1941, Fanngeir á fjögur börn með Svanhildi Pálmadóttur, eiga þau átta barnabörn. Anna Guðrún Sigurðardóttir, f. 20. nóvember 1956, gift Grétari Sigurðssyni, eiga þau þrjú börn og sex barna- börn. Sigrún Sigurðardóttir, f. 23. janúar 1958, gift Jörundi Jökulssyni, eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. Ólafur ólst upp fyrstu ár ævi sinnar í Þurranesi. Síðar fluttist fjölskyldan að Staðarhóli í sömu sveit. Ólafur gekk í barnaskóla á Kjarlaksvöllum í Saurbæ og síð- ari skólaganga var í Reykholti og Laugarvatni. Ólafur starfaði hjá Mjólkursamlaginu í Búðar- dal frá stofnun þess 1964 og starfaði þar alla sína starfsævi eða til ársins 2011, fyrst við framleiðslu og síðar sem skrif- stofustjóri. Útför hans fer fram frá Hjarðarholtskirkju í dag, 24. febrúar 2018, klukkan 14. maki Brynja Jóns- dóttir. Ólafur giftist 17. júlí 1965 Önnu Ragnheiði Hall- grímsdóttur (Stellu), f. 3. mars 1938. Barn þeirra er María Ólafsdótt- ir, f. 5. janúar 1966, gift Sævari Hjalta- syni og eiga þau þrjár dætur og fimm barnabörn. Anna Ragn- heiður átti fyrir þrjú börn sem Ólafur gekk í föðurstað. Þau eru Fanngeir Hallgrímur Sigurðs- son, f. 21. apríl 1955, í sambúð með Kristínu Snæbjörnsdóttur. Í dag kveð ég Ólaf Þór Jó- hannsson tengdaföður minn. Fyrir 36 árum kynntist ég Óla en þá fór ég að gera mig heima- kominn hjá tengdaforeldrum mínum. Óli var yndislegur mað- ur, ávallt snyrtilegur til fara, með tvo til þrjá penna í brjóst- vasanum, brosandi og með út- breiddan faðminn þegar við hitt- umst. Þannig höfðum við Óli alltaf heilsast og kvatt hvor ann- an. Fyrir tæpu ári greindist Óli með illvígan sjúkdóm. Óli dvaldi hjá okkur í Dofrabergi 15 í Hafnarfirði meðan á meðferð stóð. Flest leit vel út síðastliðið sumar þó að allir hafi verið með- vitaðir um alvarleika sjúkdóms- ins. Óli var kappsamur maður og ósérhlífinn. Enginn var eins harður af sér og Óli þegar við María fluttum í Dofrabergið. Alltaf hjálpsamur ef einhver í fjölskyldunni þurfti á hjálp að halda í flutningum, garðvinnu, pallasmíði, skattframtölum o.fl. Kappsemi hans mætti lýsa þannig að Óli var snöggur að öll. Fyrstur að klára matinn sinn, fyrstur með bjórinn og næstum byrjaður að vaska upp í hug- anum. Óli var garðmaður með stórum stöfum. Ég gerði stöku sinnum grín að Óla því honum lá svo á að komast heim til að slá garðinn. Enda var grasið næst- um slegið eftir tommustokk og eða hallamáli. Alltaf var verið að snyrta eitthvað á hverju ári í lóðinni eða við húsið. Síðastliðið sumar var innkeyrslan hellulögð, sem Óla var búið að dreyma lengi um. Því miður náði Óli ekki að njóta þess sem skyldi. Síðasta sumar ræddum við Óli um hvað þyrfti að framkvæma við Sunnubraut 6 sumarið 2018. Ég veit hvað stóð til að fram- kvæma og fjölskyldan tekur við keflinu og munum við ljúka verkinu. Samverustundirnar eru marg- ar og af nógu að taka, útilegur, veiðiferðir og utanlandsferðir. Óli hafði mikinn áhuga á íþrótt- um, skák, brids, frjálsum og fót- bolta. Hélt með Manchester United. Þegar Óli varð sjötugur þá gáfum við tengdasynirnir honum ferð á leik í Manchester ásamt ferðafélögum, okkur tengdasonunum. Það var mjög eftirminnileg ferð í alla staði. Í byrjun febrúar færði ég Óla þær fréttir úr sjónvarpinu að fremsti hlaupari Íslands hefði sett Íslandsmet. Óli sló mig al- veg út af laginu því hann spurði strax: „Á hvaða tíma hljóp hún?“ Óli var mjög hagmæltur, gerði margar góðar vísur, ef mig vantaði vísu við eitthvert tilefni þá pantaði ég vísu hjá Óla. Oft- ast svaraði Óli að hann gæti það ekki. Alltaf var þó hringt um kvöldið eða daginn eftir með tvær til þrjár vísur til að velja úr. Óli var mjög pólitískur og að- hylltist sjálfstæðisstefnu. Oft gerðum við fjölskyldan okkur að leik að æsa Óla upp í pólitíkinni og hækkaði hann þá róminn þar til tengdamamma sussaði á okk- ur. Þá hlógum við öll og rædd- um eitthvað annað uppbyggilegt. Elsku Óli, það var ljúft og gott að hafa þig hjá okkur Maríu og annast þig í þínum veikindum síðustu mánuði ævi þinnar. Ég geymi vel hjá mér okkar síðasta faðmlag, það var innilegt hjá okkur báðum. Sævar Hjaltason. Elsku afi, núna ertu farinn frá okkur, miklu fyrr en ég hélt. Aldrei hafði ég séð þig veikan og hélt ég alltaf að þú myndir verða jafn gamall og amma Bogga. Ég er svo heppin að bera nafnið þitt, einu sinni spurði ég mömmu og pabba hvað ég hefði átt að heita hefði ég verið strák- ur og svarið þeirra var Ólafur Þór. Á þeim tíma fannst mér það frekar skrítið að ef ég hefði verið strákur hefði ég heitið það nákvæmlega sama og þú. En núna finnst mér það allt öðruvísi og er stolt að bera nafnið þitt. Það er margt sem við höfum gert saman og það eftirminni- legasta er Veiðivötn, þú fórst alltaf að kasta út fyrir ömmu því hún var í einhverjum risastíg- vélum og komst aldrei langt út í vatnið, einnig það þegar mamma og pabbi voru svo lengi en ég fékk að koma með þér og ömmu af því þið fóruð alltaf fyrr. Við komum upp í kofa og byrjuðum að elda matinn saman. Líka mjög eftirminnilegt að þegar Stöð 2 var biluð hjá mömmu og pabba þá komum við yfir til þín og ömmu til að horfa á Idolið. Það besta sem ég fékk þegar ég kom til þín og ömmu var lamba- kjöt. Svo kom ég margoft upp í vinnu til pabba og kíkti alltaf á skrifstofuna til þín. Mikið var gott að sitja hjá þér seinustu stundirnar, ég vissi að þú værir tilbúinn að fara og ég veit að þú ert á betri stað núna. Seinustu orð þín til mín voru „gangi þér vel“ og svo brostir þú. Þessi orð gleymast aldrei. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Þín afastelpa, Þóra Björg Berndsen Sævarsd. Elsku afi minn er nú farinn, en ég veit að honum líður miklu betur og get ég huggað mig við það. Ég hélt alltaf að hann myndi lifa í mörg ár í viðbót, en lífið fer yfirleitt aldrei eins og maður heldur. Þegar ég hugsa til baka þá minnist ég allra útileganna sem við fórum í saman. Þórsmerk- urferðirnar og allar fjölskyldu- ferðirnar yfir verslunarmanna- helgina. Þetta voru yndislegir tímar. Ég man sérstaklega vel eftir þegar við komumst ekki í Þórsmörk vegna mikils vatns í ánum og ég og Anna Rósa, vin- kona mín, vorum svo fúlar yfir að missa af útilegu að við fórum til baka í Búðardal til afa og ömmu og fengum að tjalda í garðinum hjá þeim í staðinn. Það var aldeilis dekrað við okk- ur vinkonurnar þá. Afi var líka alltaf til í að hjálpa við allt. Hann kom og að- stoðaði Helga og pabba þegar við vorum að byggja húsið okk- ar. Enda ofvirkur með meiru og það var sko enginn tími fyrir hangs. Hann sá líka alltaf um skattaskýrslurnar fyrir okkur og var mjög gott að geta hringt í hann og fengið útskýringar á einhverju sem við skildum ekki. Síðustu ár vorum við fjöl- skyldan svo dugleg að koma við hjá afa og ömmu þegar við átt- um leið vestur og einnig vorum við farin að koma einu sinni á ári til þeirra yfir helgi og það sem það var alltaf gott. Börnunum okkar fannst líka mjög gaman að vera hjá langömmu og lang- afa. Við pöntuðum auðvitað allt- af að fá steiktan fisk í matinn þegar við vorum í heimsókn, það gerir enginn jafn góðan fisk og hann afi minn. Þessar helgar voru algjörar dekurhelgar og alltaf var hugsað vel um okkur. Það verður erfitt næsta haust að geta ekki farið til ömmu og afa á Sunnubrautinni þessa árlegu helgi. Við Hveragerðisfjölskyldan vorum líka einstaklega heppin að hafa fengið að hafa afa og ömmu hjá okkur síðustu jól. Það sem okkur fjölskyldunni fannst það dýrmætt, vitandi það á viss- an hátt að þetta yrðu hans síð- ustu jól. Hann var yndislegur afi og langafi og hans verður sárt saknað. En ég veit að hann hef- ur það gott hvar sem hann er, pottþétt löngu búinn að finna sjónvarp til að horfa á fótbolta- leik og fá sér einn bjór með. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Birgitta Ýr Sævarsdóttir. Elskulegur afi minn er látinn, þessi hressi, káti, snöggi afi minn. Hann var svo sannarlega snöggur í hreyfingum, að fara út að ganga með honum var óger- legt, því hann stakk mann bara af. Hann þaut um bæinn, sinn vanalega hring næstum á hverj- um degi, svo eftir var tekið. Hann var svo kvikur í öllum hreyfingum að það var alveg ótrúlegt, alveg fram undir það síðasta. Ég fór til hans upp á sjúkrahús þegar ég kom suður í janúar, ég vissi að ég hefði ekki mikinn tíma í að koma að hitta hann svo ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa náð að fara til hans. Þegar ég gekk út í síðasta skiptið vildi hann fylgja okkur fram. Hann stökk á fætur, hent- ist á klósettið og ég man að ég hugsaði „bíddu ha, er hann svona hress?“ Ég ætlaði að taka hægt rölt með honum út gang- inn en auðvitað stakk hann mig af svo fljótur var hann. Þessi dagur mun aldrei renna mér úr minni, það var svo ótrúlega erf- itt að ganga út með tárin í aug- unum að reyna að berjast við að vera sterk fyrir hann sog ömmu. Ég bara fann það að þetta var í síðasta sinn. Ég ætlaði að skrifa honum bréf sem ég var þó byrj- uð á en vissi ekki að hann yrði farinn áður en ég gæti klárað. Það var svo margt sem mig langaði að segja honum. Ég var svo heppin að fá að vinna með honum nokkur ár í MS, við vor- um nú ekki alltaf sammála og gátum vel rökrætt málin og haft hátt okkar á milli, það risti þó ekki djúpt. Þakklát er ég að hafa haft hann og ömmu svona mikið í mínu lífi, búið alla mína æsku með þau í næsta húsi nánast. Hann náði að koma austur til mín, það var í einum tilgangi, til að hjálpa mér með garðinn. Það sem hann elskaði snyrtilega garða. Þau komu keyrandi aust- ur, hann rétt kom inn og fékk sér kaffibolla og var svo rokinn út að klippa niður trén, ég lofaði honum að halda garðinum snyrtilegum og ég mun standa við það. Nágrannar mínir stóðu og horfðu öfundaraugum á mig og spurðu hvort það væri ekki hægt að fá hann leigðan, ég hélt nú ekki en gleðiglottið sem kom á hann var yndislegt. Honum fannst þetta svo gaman. Steiktur fiskur að hætti hans, ég mun sakna þess að geta ekki komið í heimsókn og beðið um steiktan fisk. Þegar afi varð 75 ára í október vildi svo skemmti- lega til að ég og Ragnar vorum að fara til Þýskalands og komum og gistum hjá mömmu og pabba. Þar voru amma og afi og áttum við yndislegan dag og kvöld- stund þar sem við ræddum sam- an um lífið og auðvitað garðinn minn. Ég fór í sér ferð í Ríkið til að kaupa belgískan bjór sem ég var alveg viss um að hann hefði ekki smakkað, hann varð kátur með það. Ég mun líklega vera svolítið lengi að sætta mig við þetta því í huganum, átti hann að verða eins og amma Bogga næstum því 100. Hvern á ég nú að hringja í þegar mig vantar hjálp með skattaskýrsluna? Það var árlega símtalið okkar. Ég veit þó að honum líður betur núna. Takk, elsku afi minn, fyrir allt í gegnum árin, þín er sárt sakn- að af okkur öllum. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Eva Dröfn Sævarsdóttir. Óli Þór var litli bróðir manns- ins míns, mágur minn og vinur. Hann var upphaflega Saurbæ- ingur, flutti ungur suður fyrir Dal, kynntist Stellu sinni og gerðist Búðdælingurinn Óli Jóh. – Óli vann allan sinn starfsaldur í Mjólkurstöðinni þar sem hann var vakinn og sofinn yfir hag fyrirtækisins og var reyndar víða andlit þess út á við. Hann var röskur til allrar vinnu, sam- viskusamur, áhugasamur og vandvirkur. Það var gaman að vinna með honum. Óli var aldrei með neitt hálfkák. Annaðhvort gerði hann hlutina vel eða hann gerði þá bara alls ekki. Óli var heimakær eins og hann átti kyn til en sinnti samt ýmsum félagsmálum. Hann sat lengi í kjörstjórn, tók að sér bókhald og skattaskýrslugerð, aðstoðaði æskufólk á héraðsmót- um á Hólnum og seinna eldri borgara í félagsstarfi. Óli var vel hagmæltur, hann söng í kór, tefldi, spilaði brids og ræktaði kartöflur. Hann hafði gaman af íþróttum, veiðiferðum, garðvinnu og kveðskap. Hann hafði líka mjög gaman af að ferðast bæði innanlands og utan – og að borða góðan mat. Það var sterkt og fallegt sam- bandið milli bræðranna Jóns og Óla Þórs, samband sem átti ræt- ur að rekja til þeirra fyrstu sam- verustunda. Á meðan stóri bróð- ir bjó enn með horn og leggi hjálpaði Óli honum við bústörfin, sentist fyrir hann og smalaði, hann kannaði dýpt drullupolla fyrir þá báða þegar þeir fengu fyrstu gúmmístígvélin og í áköf- um leik var Óli eitt sinn hætt kominn í tjörn þegar bróður hans tókst að bjarga honum upp úr með aðstoð heimilishundsins. Seinna meir þegar búsmali stóra bróður stækkaði kom Óli árum saman vestur til okkar í fyrstu leit, leitaði fyrir okkur, hjálpaði okkur í fjárragi og dró með mér Þverfellsféð. Þessar leitarhelgar sátum við tvö lengi frameftir á kvöldin, töluðum saman um allt milli himins og jarðar og lögðum grunn að ævi- langri vináttu. Það var sama hvað við ræddum, alltaf skein í gegn hvað Óla þótti vænt um Stellu sína, börnin þeirra öll, barnabörnin og seinna barna- barnabörnin. – Á haustin rækt- aði hann sambandið við fólkið sitt og það var honum mikils virði. Fyrir fáeinum árum bað ég Óla Þór að gera mér persónu- legan greiða. Hann þagði smá- stund en játti svo og leysti vanda minn bæði fallegar og betur en ég hélt að væri hægt. Því gleymi ég aldrei. Að leiðarlokum er mér ofar- lega í huga síðasti starfsdagur okkar Jóns og Óla í Staðarhóls- dalnum núna í sumar. Þar var verk að vinna. Það var af Óla dregið en ákafur og léttstígur gekk hann í verkið svo við tvö stóðum að hluta til á hliðarlín- unni. Svo fórum við fram að Þverfelli og áttum saman dýr- mæta samverustund. Elsku Stella mín, Maja, Sæv- ar, Sigrún, Jöri, Anna Guðrún, Grétar, Fanngeir, Kristín og fjölskyldur, ég samhryggist ykk- ur öllum. Ykkar Brynja. Mig langar með fáeinum orð- um að kveðja góðan vin og sam- ferðamann, Ólaf Þór Jóhanns- son. Ég kynntist Óla og Stellu konu hans fljótlega eftir að ég flutti til Búðardals haustið 1962. Óli var einstaklega ljúfur og glaðlegur í fasi, léttur í tali og átti auðvelt með að sjá spaugi- legar hliðar tilverunnar. Á þessum tíma var margt ungt fólk að setjast að í Búð- ardal, byggja þar hús fyrir sig og fjölskyldu sína. Bjartsýni og vongleði réð ríkjum í samfélag- inu. Þetta unga fólk og íbúar sem fyrir voru, voru ekki í nein- um vandræðum að finna saman ýmislegt til að skemmta sér við. Stofnaður var gömludansaklúbb- ur, spilaklúbbur þar sem spiluð var félagsvist einu sinni í mán- uði og einnig voru bridsklúbbar starfandi auk allra saumaklúbb- anna. Við þurftum engan að- keyptan skemmtikraft til að stytta okkur stundir, við gerðum það bara sjálf. Maðurinn minn og Óli unnu á sama vinnustað, Mjólkursamlag- inu í Búðardal, um árabil. Óli var skrifstofustjóri í mjólkur- samlaginu og naut þar trausts og virðingar yfirmanna og starfsmanna. Fyrir allmörgum árum tók Óli að sér að sjá um skattframtal okkar hjónanna og gerði það af mikilli vandvirkni, bæði fljótt og vel. Einnig sung- um við hjónin í Kirkjukór Dala- prestakalls í nokkur ár og þar var Óli ómissandi með sína mús- íkölsku og fallegu rödd. Segja má að kynni okkar Óla hafi orðið meiri eftir að hann fór að starfa í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi. Síðustu árin tók hann að sér að vera gjaldkeri félagsins og sá um fjármálin af sinni alkunnu al- úð og vandvirkni. Ég vil að leiðarlokum þakka Óla vináttu og samstarf í gegn- um árin. Systir mín, Jóna Valgerður, vill einnig þakka Óla samstarf og góð kynni í starfi eldri borg- ara. Við sendum Stellu og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur og munum geyma í huga okkar minningu um mætan og góðan mann. Blessuð sé minning Ólafs Jó- hannssonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Ólafur Þór Jóhannsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.