Morgunblaðið - 24.05.2018, Side 18

Morgunblaðið - 24.05.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum Sveinbjörn Dagfinns- son, hrl. og fv. ráðu- neytisstjóri, lést 16. maí sl. á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, á 91. aldursári. Sveinbjörn fæddist 16. júlí árið 1927, sonur Dagfinns Sveinbjörns- sonar og Magneu Óskar Halldórsdóttur. Systir Sveinbjörns var Anna Þuríður, f. 1936, d. 1983. Sveinbjörn lauk barnaskólagöngu í Austurbæjarskóla. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1947, embætt- isprófi á fjórum árum frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1952 og las fé- lagarétt við Ludwig-Maximilians- Universität München 1953-54. Hann lauk prófmálum til að flytja mál fyrir héraðsdómi 1955 og hæstarétti 1961 og var þá yngstur hæstaréttarlög- manna á Íslandi. Sveinbjörn var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1954-58, deild- arstjóri og síðar skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneyti 1958-73 og síðan ráðuneytisstjóri 1973-95. Framan af starfsferli sinnti Svein- björn jafnframt margvíslegum lög- mannsstörfum og var m.a. um árabil lögfræðingur Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA). Sveinbjörn sat í fjöl- mörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stúd- entaráði Háskóla Ís- lands, stjórn Orators, félags laganema, var formaður Bygginga- samvinnufélags starfs- manna Stjórnarráðs- ins, sat í yfirkjörstjórn Reykjavíkur, var í stjórn hestamanna- félagsins Fáks og síðar formaður. Sveinbjörn var heiðursfélagi Skóg- ræktarfélags Íslands, hestamanna- félagsins Fáks og Landssambands hestamannafélaga. Sveinbjörn var kvæntur Pálínu Hermannsdóttur, sem lést 4. apríl sl., á 89. aldursári. Foreldrar Pálínu voru Hermann Jónasson forsætis- ráðherra og Vigdís Oddný Stein- grímsdóttir. Sveinbjörn og Pálína eignuðust fimm börn; Hermann, Vigdísi Magn- eu, Dagfinn Örn, sem lést á fyrsta aldursári, Lóu Kristínu og Dagfinn. Barnabörnin eru tíu og barna- barnabörnin jafnmörg. Útför Sveinbjörns verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 1. júní næstkomandi kl. 15. Andlát Sveinbjörn Dagfinnsson, fv. ráðuneytisstjóri Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kannar nú aðstæður á Íslandi til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir geimferðir. Ef úr verður er það í annað skipti sem NASA nýtir sér landslag Íslands. Árið 1965 komu tunglfarar stofnunarinnar til æfinga í Þingeyjarsýslum. Markmiðið þá var að auka skilning tunglfara á jarð- fræði. Fyrirhugaðar rannsóknir NASA hérlendis eru af öðrum toga en æfingarnar á sjöunda áratugnum þó að þær snúi vissulega líka að jarð- fræði. Tvær vísindakonur frá Nasa, dr. Jennifer Heldmann og dr. Dar- lene Lim, héldu erindi um áætlaðar rannsóknir NASA í Háskólanum í Reykjavík í gær. Þær stunda um þessar mundir rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum hnött- um. Vísindakonurnar hafa nú þegar stundað rannsóknir af þessu tagi á Havaí, Suðurskautslandinu og Idaho. Þær segja landslag Íslands tilvalið til frekari rannsókna enda keimlíkt landslagi á Mars. Það sem er helst líkt með landslagi Íslands og Mars er svokallaðir gil- skorningar, sem er meðal annars að finna á Reynivallahálsi og Esjunni. Brúarárskörð eru einnig gilskorn- ingar sem rannsóknarteymi NASA gerir sér í hugarlund að rannsaka. Aldur landsins kostur Ísland er ungt land, en Heldmann og Lim segja það góðan eiginleika fyrir fyrirhugaðar rannsóknir. „Aldur landsins gefur okkur tæki- færi á að sjá gilskorninga mótast á rauntíma. Á Íslandi eru gilskorningar á öllum aldri. Hér má finna gamla gil- skorninga sem mótuðust fyrir fjölda- mörgum árum og hafa nú þornað upp, einnig miðaldra gilskorninga sem eru ekki alveg fullmótaðir og unga gil- skorninga sem byrjuðu að mótast fyr- ir afar skömmu. Mér finnst þeir síð- astnefndu mjög heillandi, þar sem þeir gefa okkur færi á að fylgjast með þeim mótast. Það er afar nytsamlegt til að skilja hvernig gilskorningar mótuðust á Mars.“ Heldmann segir teymið líklega yfirgefa landið með fleiri spurningar en það kom með. ,,Ísland er afar at- hyglisvert land, byggt upp af athyglisverðu umhverfi. Spurningar vakna alltaf þegar við mætum á vett- vang og það verður eflaust engin undantekning á því í þetta skiptið. Þess vegna er mikilvægt að vera á svæðinu til þess að sjá og snerta það sem við vonumst til að rannsaka síð- ar.“ Mörgum spurningum ósvarað Vísindakonurnar segjast vilja rannsaka Ísland, þar sem vinna ann- arra hafi blásið þeim byr í brjóst. „Fjöldi fólks hefur rannsakað Ís- land og fyrri rannsóknir hvöttu okkur til að koma til landsins. Þrátt fyrir að mikilsverðar rannsóknir hafi verið gerðar hérlendis er mörgum spurn- ingum enn ósvarað, sérstaklega þar sem landið er enn í mótun. Við horf- um á Ísland í öðru samhengi en marg- ir aðrir, í samhengi við plánetufræði. Það á eftir að gera merkar uppgötv- anir hér,“ segir Lim. Það eru ekki ein- göngu gilskorningar sem rannsókn- arteymi NASA hyggst rannsaka hérlendis. Þau hyggjast einnig skoða gufuhveri og nefnir Lim Akureyri og nágrenni sérstaklega í því samhengi. „Við munum líklega rannsaka gufuhveri og annað landslag út frá þeim. Við lítum á Ísland sem eins kon- ar votlendi en það tengist gilskorn- ingunum beinlínis. Það verður áhuga- vert að bera Ísland saman við þurrari svæði eins og Havaí.“ Vísindakonurnar og NASA hafa í gegnum tíðina unnið í nánu sambandi við fræðasamfélagið. Þær vonast til þess að svo geti einnig orðið þegar rannsóknir hefjast á Íslandi. Hluti rannsókna á vegum NASA hérlendis er nú þegar í vinnslu en aðr- ar fara að öllum líkindum af stað von bráðar. NASA til Íslands á ný  NASA hyggst rannsaka landslag Íslands vegna fyrirhugaðra geimferða  Landslagi Íslands svip- ar til landslags á Mars  Gilskorningar og gufuhver í brennidepli  Ungur aldur Íslands spennandi Síðasta áratuginn hafa rann- sóknarteymi á vegum NASA skoðað landslag jarðarinnar og líkindi þess með landslagi ann- arra plánetna. Með því að nýta sér landslag sem er afar líkt landslagi annarra plánetna er mögulegt að fullkomna ýmsa tækni á jörðu niðri áður en hald- ið er af stað út í geim. Nokkrar rannsóknir af þessum toga hafa nú þegar verið gerðar, meðal annars rannsóknina Finesse, í henni er virkni eldfjalla sér- staklega skoðuð í samhengi við gíga á tunglinu. Rannsóknin Basalt hefur hlotið talsverða at- hygli en í henni er einblínt á landslag Mars. Ísland gæti verið næsta rannsóknarefni. Fyrri rann- sóknir NASA RANNSÓKNIR Á LANDSLAGI Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fyrirlestur Dr. Darlene Lim og dr. Jennifer Heldmann eru vísindamenn hjá NASA. Reuters Mars Landslagi Íslands svipar um margt til landslags á Mars. Af þeim sökum vill NASA gera hér rannsóknir á tækni sem nýtist til geimferða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.