Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum Sveinbjörn Dagfinns- son, hrl. og fv. ráðu- neytisstjóri, lést 16. maí sl. á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík, á 91. aldursári. Sveinbjörn fæddist 16. júlí árið 1927, sonur Dagfinns Sveinbjörns- sonar og Magneu Óskar Halldórsdóttur. Systir Sveinbjörns var Anna Þuríður, f. 1936, d. 1983. Sveinbjörn lauk barnaskólagöngu í Austurbæjarskóla. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1947, embætt- isprófi á fjórum árum frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1952 og las fé- lagarétt við Ludwig-Maximilians- Universität München 1953-54. Hann lauk prófmálum til að flytja mál fyrir héraðsdómi 1955 og hæstarétti 1961 og var þá yngstur hæstaréttarlög- manna á Íslandi. Sveinbjörn var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1954-58, deild- arstjóri og síðar skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneyti 1958-73 og síðan ráðuneytisstjóri 1973-95. Framan af starfsferli sinnti Svein- björn jafnframt margvíslegum lög- mannsstörfum og var m.a. um árabil lögfræðingur Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA). Sveinbjörn sat í fjöl- mörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stúd- entaráði Háskóla Ís- lands, stjórn Orators, félags laganema, var formaður Bygginga- samvinnufélags starfs- manna Stjórnarráðs- ins, sat í yfirkjörstjórn Reykjavíkur, var í stjórn hestamanna- félagsins Fáks og síðar formaður. Sveinbjörn var heiðursfélagi Skóg- ræktarfélags Íslands, hestamanna- félagsins Fáks og Landssambands hestamannafélaga. Sveinbjörn var kvæntur Pálínu Hermannsdóttur, sem lést 4. apríl sl., á 89. aldursári. Foreldrar Pálínu voru Hermann Jónasson forsætis- ráðherra og Vigdís Oddný Stein- grímsdóttir. Sveinbjörn og Pálína eignuðust fimm börn; Hermann, Vigdísi Magn- eu, Dagfinn Örn, sem lést á fyrsta aldursári, Lóu Kristínu og Dagfinn. Barnabörnin eru tíu og barna- barnabörnin jafnmörg. Útför Sveinbjörns verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 1. júní næstkomandi kl. 15. Andlát Sveinbjörn Dagfinnsson, fv. ráðuneytisstjóri Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kannar nú aðstæður á Íslandi til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir geimferðir. Ef úr verður er það í annað skipti sem NASA nýtir sér landslag Íslands. Árið 1965 komu tunglfarar stofnunarinnar til æfinga í Þingeyjarsýslum. Markmiðið þá var að auka skilning tunglfara á jarð- fræði. Fyrirhugaðar rannsóknir NASA hérlendis eru af öðrum toga en æfingarnar á sjöunda áratugnum þó að þær snúi vissulega líka að jarð- fræði. Tvær vísindakonur frá Nasa, dr. Jennifer Heldmann og dr. Dar- lene Lim, héldu erindi um áætlaðar rannsóknir NASA í Háskólanum í Reykjavík í gær. Þær stunda um þessar mundir rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum hnött- um. Vísindakonurnar hafa nú þegar stundað rannsóknir af þessu tagi á Havaí, Suðurskautslandinu og Idaho. Þær segja landslag Íslands tilvalið til frekari rannsókna enda keimlíkt landslagi á Mars. Það sem er helst líkt með landslagi Íslands og Mars er svokallaðir gil- skorningar, sem er meðal annars að finna á Reynivallahálsi og Esjunni. Brúarárskörð eru einnig gilskorn- ingar sem rannsóknarteymi NASA gerir sér í hugarlund að rannsaka. Aldur landsins kostur Ísland er ungt land, en Heldmann og Lim segja það góðan eiginleika fyrir fyrirhugaðar rannsóknir. „Aldur landsins gefur okkur tæki- færi á að sjá gilskorninga mótast á rauntíma. Á Íslandi eru gilskorningar á öllum aldri. Hér má finna gamla gil- skorninga sem mótuðust fyrir fjölda- mörgum árum og hafa nú þornað upp, einnig miðaldra gilskorninga sem eru ekki alveg fullmótaðir og unga gil- skorninga sem byrjuðu að mótast fyr- ir afar skömmu. Mér finnst þeir síð- astnefndu mjög heillandi, þar sem þeir gefa okkur færi á að fylgjast með þeim mótast. Það er afar nytsamlegt til að skilja hvernig gilskorningar mótuðust á Mars.“ Heldmann segir teymið líklega yfirgefa landið með fleiri spurningar en það kom með. ,,Ísland er afar at- hyglisvert land, byggt upp af athyglisverðu umhverfi. Spurningar vakna alltaf þegar við mætum á vett- vang og það verður eflaust engin undantekning á því í þetta skiptið. Þess vegna er mikilvægt að vera á svæðinu til þess að sjá og snerta það sem við vonumst til að rannsaka síð- ar.“ Mörgum spurningum ósvarað Vísindakonurnar segjast vilja rannsaka Ísland, þar sem vinna ann- arra hafi blásið þeim byr í brjóst. „Fjöldi fólks hefur rannsakað Ís- land og fyrri rannsóknir hvöttu okkur til að koma til landsins. Þrátt fyrir að mikilsverðar rannsóknir hafi verið gerðar hérlendis er mörgum spurn- ingum enn ósvarað, sérstaklega þar sem landið er enn í mótun. Við horf- um á Ísland í öðru samhengi en marg- ir aðrir, í samhengi við plánetufræði. Það á eftir að gera merkar uppgötv- anir hér,“ segir Lim. Það eru ekki ein- göngu gilskorningar sem rannsókn- arteymi NASA hyggst rannsaka hérlendis. Þau hyggjast einnig skoða gufuhveri og nefnir Lim Akureyri og nágrenni sérstaklega í því samhengi. „Við munum líklega rannsaka gufuhveri og annað landslag út frá þeim. Við lítum á Ísland sem eins kon- ar votlendi en það tengist gilskorn- ingunum beinlínis. Það verður áhuga- vert að bera Ísland saman við þurrari svæði eins og Havaí.“ Vísindakonurnar og NASA hafa í gegnum tíðina unnið í nánu sambandi við fræðasamfélagið. Þær vonast til þess að svo geti einnig orðið þegar rannsóknir hefjast á Íslandi. Hluti rannsókna á vegum NASA hérlendis er nú þegar í vinnslu en aðr- ar fara að öllum líkindum af stað von bráðar. NASA til Íslands á ný  NASA hyggst rannsaka landslag Íslands vegna fyrirhugaðra geimferða  Landslagi Íslands svip- ar til landslags á Mars  Gilskorningar og gufuhver í brennidepli  Ungur aldur Íslands spennandi Síðasta áratuginn hafa rann- sóknarteymi á vegum NASA skoðað landslag jarðarinnar og líkindi þess með landslagi ann- arra plánetna. Með því að nýta sér landslag sem er afar líkt landslagi annarra plánetna er mögulegt að fullkomna ýmsa tækni á jörðu niðri áður en hald- ið er af stað út í geim. Nokkrar rannsóknir af þessum toga hafa nú þegar verið gerðar, meðal annars rannsóknina Finesse, í henni er virkni eldfjalla sér- staklega skoðuð í samhengi við gíga á tunglinu. Rannsóknin Basalt hefur hlotið talsverða at- hygli en í henni er einblínt á landslag Mars. Ísland gæti verið næsta rannsóknarefni. Fyrri rann- sóknir NASA RANNSÓKNIR Á LANDSLAGI Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Fyrirlestur Dr. Darlene Lim og dr. Jennifer Heldmann eru vísindamenn hjá NASA. Reuters Mars Landslagi Íslands svipar um margt til landslags á Mars. Af þeim sökum vill NASA gera hér rannsóknir á tækni sem nýtist til geimferða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.