Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 135
Jöklarannsóknafélag Íslands
að gerast aftur að hlaup „týnist“ með þessum hætti.
Hér er ekkert gamanmál á ferðinni, því hefði hlaupið
verið nokkru stærra hefði það getað valdið skemmd-
um á Hágöngustíflu og jafnvel rofi hennar og stóru
flóði niður Köldukvísl. Sem betur fer gerðist það ekki.
FUNDIR
Að venju voru þrír almennir fundir á árinu, aðalfund-
ur í febrúar, vorfundur í maí og haustfundur í októ-
ber. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf sýndi Sigur-
steinn Baldursson ljósmyndari myndir frá gosunum
á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, m.a. samsettar
myndir af öllum sjóndeildarhringnum umhverfis ljós-
myndarann. Fundinn sátu 40 manns. Á vorfundi 3.
maí, en þar mættu 40 félagsmenn, sagði Tómas Jó-
hannesson frá nákvæmri kortlagningu á yfirborði ís-
lenskra jökla með LIDAR tækni. Hallgrímur Magnús-
son sýndi síðan myndir úr skíðaferð yfir hálendið þar
sem ferðast var með hjálp fjallhlífa. Haustfundurinn
var haldinn 18. október. Þar fjallaði sá sem hér stendur
um gosið í Grímsvötnum í maí og eftir hlé sýndi Guð-
björn Þórðarson, form. skálanefndar myndir af fram-
kvæmdum við stækkun skála í Jökulheimum. Á þess-
um fundi voru 50 manns.
ÚTGÁFA JÖKULS
Jökull 61 kom úr prentsmiðju upp úr síðustu áramót-
um og eiga skilvísir félagsmenn að hafa fengið hann
í hendur fyrri hluta janúar. Í ritinu eru fimm ritrýndar
vísindagreinar og um 30 bls. af félagsefni, m.a. tvær
frásagnir Halldórs Ólafssonar af ferðum á Vatnajökul,
1961 og 1978. Unnið er að undirbúningi 62. árgangs.
Í honum verða yfirlitsgreinar um fræðasvið sem Sig-
urður Þórarinsson vann að á sínum ferli, en á þessu
ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar. Að auki er
unnið að því að í heftinu verði töluvert af efni frá fé-
laginu sem tengist Sigurði og starfi hans, en hann var
formaður félagsins í 14 ár (1969–1983). Styrkir til út-
gáfu Jökuls fengust frá ráðuneytum Mennta- og Um-
hverfismála en þeir hafa lækkað töluvert frá því sem
var fyrir nokkrum árum.
FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA
Ritstjóraskipti urðu á fréttabréfinu. Valgerður lét
ritstjórnina í hendur Hálfdáns Ágústssonar í mars.
Fréttabréfin komu út í febrúar, maí og október. Vef-
síðan var í höndum Hálfdáns Ágústssonar og Jóhönnu
Katrínar Þórhallsdóttur.
SKEMMTIFERÐIR
Sumarferð var áætluð að Langasjó í byrjun júlí. Góð
stemning var fyrir ferðinni en slæm veðurspá ásamt
hættu á öskufoki á Tungnaáröræfum eftir gosið í
Grímsvötnum varð til þess að ferðinni var aflýst.
GJÖRFÍ
Síðastliðið vor var gönguhópur félagsins efldur og
auglýstur að forgöngu Þóru Karlsdóttur. GJÖRFÍ var
við líði í allmörg ár kringum 1980 en hefur ekki verið
áberandi undanfarin ár þó lítill hópur hafi jafnan far-
ið ferðir í nafni GJÖRFÍ. Gönguhópurinn hefur farið
mjög vel af stað. Byrjað var með nokkrum ferðum síð-
astliðið vor og sumar og tókust þær sérlega vel. Aftur
var tekinn upp þráðurinn í haust. Síðasta ferð var t.d.
í Stíflisdal um síðustu helgi. Mæting hefur nokkuð
ráðist af veðri og góð aðsókn er þegar vel viðrar.
SKÁLAMÁL
Haldið var áfram endurbótum á nýja skála í Jökul-
heimum. Skipt var um klæðningu á norðurhlið húss-
ins og veggurinn einangraður og þéttur. Fjarskipta-
mál á Grímsfjalli eru ekki í sem bestu horfi. Eftir að
NMT símakerfið var lagt af hefur reynst mun erfiðara
með símasamband en áður var þótt GSM símar með
loftneti í bílum nái stundum í gegn. Fyrir vikið hef-
ur samband við stýringu rafstöðvar á Grímsfjalli verið
lítið sem ekkert og skálanefndin því orðið að treysta á
sjálfvirkt kerfi við að hlaða rafgeyma. Þetta hefur ekki
gengið sem best og rafmagn ekki alltaf verið á húsum
og mælitækjum. Nú er staðan t.d. sú að jarðskjálfta-
mælir og önnur mælitæki eru rafmagnslaus og húsið
líka. Unnið er að endurbótum og stefnt að því að koma
upp nýjum stýringum á rafstöð gegnum örbylgjuhlekk
Veðurstofunnar. Auk vandræða við stýringu rafstöðv-
ar er öryggi ferðamanna um Vatnajökul lakara en áður
var, því fæstir hafa gervihnattasíma.
BÍLAMÁL
Bíll félagsins fór tvær lengri ferðir á Vatnajökul. Sú
fyrri var vorferðin þar sem bíllinn reyndist mjög vel en
hinn var ferð sem getið var hér að framan í Grímsvötn
í júlí síðastliðnum. Þar brotnaði grindin við framhjól
JÖKULL No. 63, 2013 135