Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 135

Jökull - 01.01.2013, Side 135
Jöklarannsóknafélag Íslands að gerast aftur að hlaup „týnist“ með þessum hætti. Hér er ekkert gamanmál á ferðinni, því hefði hlaupið verið nokkru stærra hefði það getað valdið skemmd- um á Hágöngustíflu og jafnvel rofi hennar og stóru flóði niður Köldukvísl. Sem betur fer gerðist það ekki. FUNDIR Að venju voru þrír almennir fundir á árinu, aðalfund- ur í febrúar, vorfundur í maí og haustfundur í októ- ber. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf sýndi Sigur- steinn Baldursson ljósmyndari myndir frá gosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, m.a. samsettar myndir af öllum sjóndeildarhringnum umhverfis ljós- myndarann. Fundinn sátu 40 manns. Á vorfundi 3. maí, en þar mættu 40 félagsmenn, sagði Tómas Jó- hannesson frá nákvæmri kortlagningu á yfirborði ís- lenskra jökla með LIDAR tækni. Hallgrímur Magnús- son sýndi síðan myndir úr skíðaferð yfir hálendið þar sem ferðast var með hjálp fjallhlífa. Haustfundurinn var haldinn 18. október. Þar fjallaði sá sem hér stendur um gosið í Grímsvötnum í maí og eftir hlé sýndi Guð- björn Þórðarson, form. skálanefndar myndir af fram- kvæmdum við stækkun skála í Jökulheimum. Á þess- um fundi voru 50 manns. ÚTGÁFA JÖKULS Jökull 61 kom úr prentsmiðju upp úr síðustu áramót- um og eiga skilvísir félagsmenn að hafa fengið hann í hendur fyrri hluta janúar. Í ritinu eru fimm ritrýndar vísindagreinar og um 30 bls. af félagsefni, m.a. tvær frásagnir Halldórs Ólafssonar af ferðum á Vatnajökul, 1961 og 1978. Unnið er að undirbúningi 62. árgangs. Í honum verða yfirlitsgreinar um fræðasvið sem Sig- urður Þórarinsson vann að á sínum ferli, en á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar. Að auki er unnið að því að í heftinu verði töluvert af efni frá fé- laginu sem tengist Sigurði og starfi hans, en hann var formaður félagsins í 14 ár (1969–1983). Styrkir til út- gáfu Jökuls fengust frá ráðuneytum Mennta- og Um- hverfismála en þeir hafa lækkað töluvert frá því sem var fyrir nokkrum árum. FRÉTTABRÉF OG VEFSÍÐA Ritstjóraskipti urðu á fréttabréfinu. Valgerður lét ritstjórnina í hendur Hálfdáns Ágústssonar í mars. Fréttabréfin komu út í febrúar, maí og október. Vef- síðan var í höndum Hálfdáns Ágústssonar og Jóhönnu Katrínar Þórhallsdóttur. SKEMMTIFERÐIR Sumarferð var áætluð að Langasjó í byrjun júlí. Góð stemning var fyrir ferðinni en slæm veðurspá ásamt hættu á öskufoki á Tungnaáröræfum eftir gosið í Grímsvötnum varð til þess að ferðinni var aflýst. GJÖRFÍ Síðastliðið vor var gönguhópur félagsins efldur og auglýstur að forgöngu Þóru Karlsdóttur. GJÖRFÍ var við líði í allmörg ár kringum 1980 en hefur ekki verið áberandi undanfarin ár þó lítill hópur hafi jafnan far- ið ferðir í nafni GJÖRFÍ. Gönguhópurinn hefur farið mjög vel af stað. Byrjað var með nokkrum ferðum síð- astliðið vor og sumar og tókust þær sérlega vel. Aftur var tekinn upp þráðurinn í haust. Síðasta ferð var t.d. í Stíflisdal um síðustu helgi. Mæting hefur nokkuð ráðist af veðri og góð aðsókn er þegar vel viðrar. SKÁLAMÁL Haldið var áfram endurbótum á nýja skála í Jökul- heimum. Skipt var um klæðningu á norðurhlið húss- ins og veggurinn einangraður og þéttur. Fjarskipta- mál á Grímsfjalli eru ekki í sem bestu horfi. Eftir að NMT símakerfið var lagt af hefur reynst mun erfiðara með símasamband en áður var þótt GSM símar með loftneti í bílum nái stundum í gegn. Fyrir vikið hef- ur samband við stýringu rafstöðvar á Grímsfjalli verið lítið sem ekkert og skálanefndin því orðið að treysta á sjálfvirkt kerfi við að hlaða rafgeyma. Þetta hefur ekki gengið sem best og rafmagn ekki alltaf verið á húsum og mælitækjum. Nú er staðan t.d. sú að jarðskjálfta- mælir og önnur mælitæki eru rafmagnslaus og húsið líka. Unnið er að endurbótum og stefnt að því að koma upp nýjum stýringum á rafstöð gegnum örbylgjuhlekk Veðurstofunnar. Auk vandræða við stýringu rafstöðv- ar er öryggi ferðamanna um Vatnajökul lakara en áður var, því fæstir hafa gervihnattasíma. BÍLAMÁL Bíll félagsins fór tvær lengri ferðir á Vatnajökul. Sú fyrri var vorferðin þar sem bíllinn reyndist mjög vel en hinn var ferð sem getið var hér að framan í Grímsvötn í júlí síðastliðnum. Þar brotnaði grindin við framhjól JÖKULL No. 63, 2013 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.