Jökull


Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 123

Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 123
Society report Skíðaganga frá Grenisöldu til Breiðamerkursands, vorið 1986. Halldór Ólafsson Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is Um árabil stunduðum við nokkrir félagar skíðaferð- ir um hálendi Íslands okkur til ánægju og yndisauka. Flestir vorum við félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og nutum þess iðulega, t.d. með lægri far- gjöldum hjá flugfélögunum. Oftast vorum við fimm til sex saman en í þessa ferð, sem nú greinir frá, komust aðeins þrír. Það voru þeir Magnús Hallgrímsson verk- fræðingur sem jafnan var fararstjóri, Leifur Jónsson læknir og undirritaður, Halldór Ólafsson rennismiður. Við hófum þessa ferð kl. 10:15 á Reykjavíkurflug- velli miðvikudaginn 23. apríl og flugum með Flug- félagsvél til Egilsstaða. Farið fengum við frítt fyrir utan flugvallaskatt sem var 180 kr. á mann og nut- um þar Flugbjörgunarsveitarinnar. Lent var á Egils- staðaflugvelli kl. 11:20 og þar tóku á móti okk- ur Völundur Jóhannesson ferðamálafrömuður og for- maður björgunarsveitarinnar á staðnum ásamt félög- um sínum Kristni Árnasyni og Hrafnkeli Kárasyni. Kristinn ók okkur suður að Eyrarlandi í Fljótsdal og þaðan upp virkjunarveginn að vinnubúðum við Gren- isöldu. Okkur munaði verulega um að komast þetta langt á bílnum því hæðarmunurinn, neðan frá Fljóts- dal og upp að Grenisöldu, er um 600 m. Vinnu- búðirnar voru til komnar vegna rannsókna á fyrirhug- aðri vatnsaflsvirkjun á svæðinu. Kristinn var á nýjum jeppa (Daihatsu Rokki) sem dró litla kerru þar sem skíðum, „pulkum“ og öðrum búnaði var komið fyrir. (Pulkur eru sleðar eða skeljar úr trefjaplasti, eftirlík- ingar af sleðum sem Samar nota á vetrarferðum um hin norðlægu heimkynni sín). Kristinn tók 2500 kr. fyrir viðvikið og þótti okkur það ekki mikið. Lagt var af stað kl. 13:45 frá Grenisöldu áleiðis til Lauga- fells norðaustan Snæfells. Nægur snjór var á heiðum og raunar sá ekki á dökkan díl hvert sem litið var. Við gengum fram á tvo unga hreintarfa um 8 km. sunnan Grenisöldu. Ekki virtist okkur þeir hafa mikið að bíta greyin. Í Landsvirkjunarkofann við Laugafell komum við kl. 19:55 og höfðum þá lagt að baki rúma 20 km. Hægviðri var allan daginn, en mjög lágskýjað og þess vegna lítið skyggni. Hiti var um frostmark og nokkuð gott skíða- og sleðafæri. Við fengum okkur endurnær- ingarbað í lauginni, en ekki gat það kallast þrifabað því laugin var full af slýi. Gengið var til náða eftir að hafa smurt nesti til morgundagsins og fengið okkur kvöldskattinn. Ég var með lítið ferðatæki til að hlusta á fréttir og veður og spáin á Austurlandi fyrir morg- undaginn hljóðaði þannig: Suðvestan gola skýjað en smá skúrir er líður á daginn. Ekki svo slæm spá það. Eftir góðan nætursvefn rann upp sumardagurinn fyrsti. Magnús fór árla á stjá sem hans var von og vísa, eða fyrir kl. 6. Er hann kom inn eftir morgunverkin, fræddi hann okkur Leif á því að Snæfell væri baðað í morgunsól og allt væri íðilfagurt yfir að líta, við skyld- um því drífa okkur á lappir hið snarasta. Þegar við höfðum nært andann á náttúrufegurð, étið morgun- verð og lagað te á brúsa, var skálinn þrifinn. Að þessu loknu var lagt af stað í átt að Eyjabökkum, var þá kl. 8 og farið að draga upp háskýjahulu. Það var samt feikibjart þó ekki nyti sterkrar sólar, en frost var 6◦ og stafa logn. Er komið var suður á móts við Hafurs- fell bar að okkur einmana álft sem kvakaði af alkunnri snild móti sumri og væntanlegum maka. Reyndar var þetta ekki eini fuglinn sem varð á vegi okkar, því mik- ið var af snjótittlingum við Laugafellsskála og laug- ina, en kringum jarðhitann var víða auð jörð. Þeg- ar við nálguðumst Eyjabakka, komu úr suðri nokkrar gæsir að leita sér varpstaða, eftir langferð sunnan úr löndum. Er við vorum komnir á móts við Hálsakofa, rákumst við á refaslóðir og voru sumar þeirra líklega frá því um morguninn. Rebbi hefur sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar þar sem fuglar voru þá þeg- ar teknir að flykkjast til varpstöðvanna. Hiti komst JÖKULL No. 63, 2013 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.