Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 113
Data report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2010 og 2010–2011
Oddur Sigurðsson
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, 150 Reykjavík; oddur@vedur.is
YFIRLIT — Jöklaárið 2010–2011 (október til september) var vel yfir meðalhita eins og öll þau ár sem af eru
öldinni. Úrkoma var talsvert yfir meðallag einkum á Norður- og Austurlandi. Annað árið í röð var eldgos í
jökli. Í þetta sinn gaus í Grímsvötnum. Var það kraftmikið gos en skammætt. Kom þar upp mikil gjóska sem
lagði eindregið til suð-suðvesturs. Vegna þess hve gosið stóð stutt dreifðist aska ekki yfir nærri eins stórt svæði á
jöklum landsins og í Eyjafjallajökulsgosinu árið á undan og hafði því ekki eins mikil áhrif á jöklaleysingu nema
á suðvesturfjórðungi Vatnajökuls þar sem jökullinn var alveg hulinn gjósku og gera má ráð fyrir að leysing,
einkum ofan snælínu, hafi orðið mun minni en ella.
Athugasemdir og viðaukar
Ófært var til mælinga á 8 stöðum vegna vatns, aurs eða
snævar. Á 35 stöðum telst jökulsporðurinn hafa styst
en gengið fram á einum stað og staðið í stað á 2 stöð-
um. Heinabergsjökull er á floti í sporðinn og veldur
það óreglu en það var annað árið í röð eini sporðurinn
sem gekk fram.
Komið hafa í ljós misfellur í skýrslunni yfir jökla-
breytingar 2009–2010 sem birtist í 61. hefti Jökuls.
Dálkurinn yfir jöklabreytingar 1995–2009 hefur því
verið endurreiknaður og uppfærður fyrir tímabilið
1995–2010 í meðfylgjandi töflu.
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull – Hallsteinn Haraldsson segir jökulinn
hafa þynnst mikið en víða eru skaflar með jökuljaðr-
inum.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Indriða á Skjaldfönn segir Mórillu
alla komna í sinn gamla, hefðbundna farveg með
norðurhlíðinni. Svofelldan annál ársins 2010–2011
ritar hann: „Veðrátta hófstillt og snjólétt til þorraloka.
Þá útsynningur til sumarmála, éljahreytingur en bætti
ekki á snjó, frostvægt. Gott til miðs maí, þá viku hríð-
arjagandi með frosti og skafrenningi um nætur. Skafl-
ar öskublakkir.
Eldgosunum fjölga fer
furðu valda og tjóni.
Af baki dottinn ekki er
andskotinn á Fróni.
Síðan afar köld, vindasöm og þrálát norðaustanátt all-
an júní, en þurr, sem hentaði vel lambfé. Tún verulega
kalin og síðan líka þurrkbrunnin. Því varð lengi að
bíða með slátt til að fá gott gras á það sem óskemmt
var af túnum. Heyfengur loks í góð meðallagi að
magni og gæðum.
Berjaspretta léleg, dilkar í góðu meðallag, rjúp-
ur sjást varla en tófur því meira. Skjaldfönn fór 20.
september. Haustið til þessa þokkalegt og láglendi nú
snjólaust 15. nóvember.“
Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson segir vetr-
arsnjó við jaðarinn. Sporðurinn er að þynnast og orð-
inn mjög flatur. Jökulvatnið kemur allt undan miðjum
sporðinum. Þröstur gekk 10. ágúst við annan mann á
skíðum þvert yfir Drangajökul á vetrarsnjó án þess að
þurfa að stíga nokkurs staðar á jökulís. Um sumartíð-
ina fórust honum svo orð: „Sumarið var í heild frekar
kalt, sérstaklega fyrri hlutinn. Fyrsta vikan í maí var
góð, en síðan tók við langvinn norðan og norðaustan
átt með kulda og skýjuðu veðri. – Mikill snjór var í
fjöllum fyrri hluta sumars. Í lok júní snjóaði niður í
300 m hæð fyrir norðan [á Hornströndum]. Júlí var
JÖKULL No. 63, 2013 113