Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 143
Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands 2011
Nicole Keller, Anna Líndal (að mynda), Georgina Swayer og Evgenia Ilyinskaya á suðurbarmi gosketilsins
þann 1. júní. – Participants on the southern rim of the cauldron. Ljósm./Photo. MTG.
Auk þess að rannsaka ummerki eldsumbrotanna
var vitjað um flesta GPS landmælingapunkta á vest-
anverðum Vatnajökli og mælingar gerðar til að kanna
jarðskorpuhreyfingar samfara gosinu. Lokið var við
afkomumælingar og veðurstöð sett upp á Bárðar-
bungu. Einnig var hugað að tækjabúnaði á Grímsfjalli
og nýjum jarðskjálftamæli komið fyrir á skerinu Vetti
í Skeiðarárjökli. Veður var yfirleitt hagstætt meðan á
ferðinni stóð. Þó gerði suðaustan hríð á þriðjudags-
kvöldinu 31. maí, en veðrið gekk niður morguninn
eftir svo frátafir urðu litlar.
Fararskjótar í ferðinni voru sex bílar. Kalt var
svo til allan tímann og snjór huldi gjóskuna víðast
hvar þar sem farið var um. Hvarvetna var þó svört
gjóskan undir. Í hópnum voru 19 manns auk þess
sem einn fór niður á 2. degi. Þátttakendur voru, auk
sjálfboðaliða JÖRFÍ, fólk frá Jarðvísindastofnun Há-
skólans, Landvirkjun, Veðurstofunni, Háskólunum í
Gautaborg og Cambridge og Norsku Lofthjúpsrann-
sóknastofnuninni (NILU). Vegagerðin styrkti ferðina
með framlagi til kaupa á eldsneyti og upp í annan
flutningskostnað. Fjögurra manna hópur á tveimur
bílum fylgdi okkur upp þann 30. maí en snéri til baka
í Jökulheima samdægurs. Fararstjóri var sá sem þetta
ritar og Sjöfn Sigsteinsdóttir hafði umsjón með mat-
arbirgðum.
Þátttakendur: Andri Gunnarsson, Anna Líndal, Ág-
úst Hálfdánsson, Bergrún Arna Óladóttir, Björn Odds-
son, Erik Sturkell, Evgenia Ilyinskaya, Finnur Páls-
son, Georgina Swayer, Hannes Haraldsson, Hlyn-
ur Skagfjörð Pálsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdótt-
ir, Jósef Hólmjárn, Magnús Tumi Guðmundsson,
Nicole Keller, Sjöfn Sigsteinsdóttir, Snorri Baldurs-
son, Sveinbjörn Steinþórsson, Þóra Karlsdóttir og
Adam Durant (var með 29.–30. maí).
JÖKULL No. 63, 2013 143