Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 129
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2011
Fyrri hluta ársins 2011 störfuðu í stjórn félagsins
Þorsteinn Sæmundsson (formaður), Kristín Vogfjörð
(varaformaður), Guðrún Eva Jóhannsdóttir (gjald-
keri), Ívar Örn Benediktsson (ritari), Theódóra Matth-
íasdóttir (meðstjórnandi), Lúðvík Eckardt Gústafs-
son (meðstjórnandi) og Björn Harðarsson (meðstjórn-
andi). Á aðalfundi 15. apríl gekk Kristín Vogfjörð úr
stjórn. Kristín hefur starfað í stjórn félagsins frá ár-
inu 2004 og sem varaformaður frá árinu 2008. Henni
er þakkað kærlega fyrir góð störf í þágu félagsins.
Nýr meðlimur í stjórn er Benedikt Gunnar Ófeigsson.
Skipan stjórnar eftir aðalfund var þessi: Þorsteinn Sæ-
mundsson (formaður), Björn Harðarson (varaformað-
ur), Guðrún Eva Jóhannsdóttir (gjaldkeri), Ívar Örn
Benediktsson (ritari), Theódóra Matthíasdóttir (með-
stjórnandi), Lúðvík Eckardt Gústafsson (meðstjórn-
andi) og Benedikt Gunnar Ófeigsson (meðstjórnandi).
Alls eru nú rúmlega 300 félagar skráðir í félagið.
Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á ár-
inu. Vorráðstefna og aðalfundur félagsins fóru fram
þann 15. apríl, haustferð var farin 24. september og
haustráðstefna haldin 21. október 2011.
Vorráðstefna og aðalfundur félagsins 2011 fóru
fram þann 15. apríl í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands. Líkt og áður var nemendum í HÍ boðið endur-
gjaldslaust á ráðstefnuna en stjórn félagsins telur mik-
ilvægt fyrir nemendur að fjölmenna á slíkar ráðstefnur
og kynnast störfum jarðfræðistéttarinnar. Á ráðstefn-
unni var að vanda fjölbreytt dagskrá og mörg stórfróð-
leg erindi flutt. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 80 félagar,
27 erindi voru haldin og 17 veggspjöld kynnt. Ráð-
stefnugestir voru á eitt sáttir um að vel hafi tekist til.
Haustferð félagsins var farin 24. september. Ferð-
in var farin í neðri hluta Borgarfjarðar þar sem skoðuð
voru ummerki jöklaleysinga og sjávarstöðubreytinga
undir dyggri leiðsögn jarðfræðinganna Ólafs Ingólfs-
sonar og Hreggviðs Norðdahl. Um 30 manns mættu í
ferðina sem heppnaðist í alla staði.
Haustráðstefna félagsins fór fram 21. október.
Heiðursgestur ráðstefnunnar var Kristján Sæmunds-
son jarðfræðingur á ÍSOR, en hann varð 75 ára á ár-
inu. Ráðstefnan var haldin í sal Náttúrufræðistofn-
unar við Urriðaholtsstræti í Garðabæ. Þema ráðstefn-
unnar var jarðhiti og orkumál. Fjöldi jarðvísindafólks,
sem á einn eða annan hátt tengist Kristjáni eða rann-
sóknum hans, hélt erindi. Þorsteinn Sæmundsson setti
ráðstefnuna og þar á eftir voru flutt 15 erindi: Stefán
Arnórsson, Jarðvísindastofnun Háskólans, fjallaði um
jarðefnafræði og jarðhita, Hjalti Franzson, Íslensk-
um Orkurannsóknum, fjallaði um Hengilinn; þætti úr
sögu jarðhitakerfis, Ingvar Birgir Friðleifsson, Jarð-
hitaskóla Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um Jarðhita-
skóla Sameinuðu þjóðanna, Þráinn Friðriksson, Ís-
lenskum Orkurannsóknum, fjallaði um breytingar á
yfirborðsvikni á jarðhitasvæðinu á Reykjanesi, Vig-
dís Harðardóttir, Íslenskum Orkurannsóknum fjall-
aði um útfellingar í yfirborðsleiðslum og borholum
á jarðhitasvæðinu Reykjanesi, Kristján Sæmundsson,
Íslenskum Orkurannsóknum fjallaði um duldan lág-
hita og virk eldstöðvakerfi, Ólafur Flóvenz, Íslensk-
um Orkurannsóknum, fjallaði um varma gosbeltanna
og beislun hans til raforkuframleiðslu, Guðni Axels-
son, Íslenskum Orkurannsóknum, fjallaði um mik-
ilvægi niðurdælingar bakrásarvatns í jarðhitakerfum
á Hofsstöðum í Helgafellssveit, Sigmundur Einars-
son, Náttúrufræðistofnun Íslands fjallaði um rauna-
sögu goshvera, Árni Hjartarson, Íslenskum Orkurann-
sóknum fjallaði um bullandi útrás í jarðhitarannsókn-
um í Chile, Steinþór Níelsson, Íslenskum Orkurann-
sóknum, fjallaði um jarðfræði og ummyndun í jarð-
JÖKULL No. 63, 2013 129