Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 137
Society report
Jöklarannsóknafélag Íslands
Skýrsla formanns Jöklarannsóknafélags Íslands á aðalfundi 26. febrúar 2013
SKIPAN STJÓRNAR OG NEFNDA
Eftir erilsöm ár í náttúrunnar ríki þar sem gengið hefur
á með eldgosum og jökulhlaupum var árið 2012 kyrr-
látt og nokkuð laust við náttúruhamfarir hér á landi.
Starf félagsins hefur gengið áfallalaust. Efnahags-
ástandið og hátt verð eldsneytis hefur dregið mjög
úr jeppaferðum á jökla frá því sem var fyrir nokkr-
um árum. Þetta hefur leitt til samdráttar í tekjum því
skálagjöld eru hlutfallslega minni hluti innkomu en
var. Jafnframt hafa styrkir dregist saman. Rekstur-
inn er í járnum og stjórn félagsins þarf að huga að því
í ákvörðunum um fjármál. Staða félagsins er þó traust
og starfsemin hefur gengið vel.
Aðalfundur var haldinn í Öskju 21. febrúar. Tóm-
as Jóhannesson var fundarstjóri og Finnur Pálsson
fundarritari. Á fyrsta stjórnarfundi skipti stjórnin með
sér verkum og dregið var um röð varamanna. Stjórn-
arfundir voru mánaðarlega en þó engir fundir í júní,
júlí eða ágúst. Stjórnin var þannig skipuð:
Stjórn JÖRFÍ 2012:
Magnús Tumi Guðmundsson, formaður,
Magnús Hallgrímsson, varaformaður,
Valgerður Jóhannsdóttir, gjaldkeri,
Þorsteinn Þorsteinsson, ritari,
Árni Páll Árnason, meðstjórnandi.
Varastjórn:
Aðalsteinn Svavarsson, Hálfdán Ágústsson, Þóra
Karlsdóttir og Vilhjálmur S. Kjartansson.
Nefndir JÖRFÍ:
Rannsóknanefnd: Magnús Tumi Guðmundsson for-
maður, Björn Oddsson, Bryndís Brandsdóttir, Finn-
ur Pálsson, Hannes Haraldsson, Hálfdán Ágústs-
son, Hrafnhildur Hannesdóttir, Magnús Hallgrímsson,
Oddur Sigurðsson, Steinunn S. Jakobsdóttir, Tómas
Jóhannesson og Þorsteinn Þorsteinsson.
Bílanefnd: Árni Páll Árnason formaður, Eiríkur Lár-
usson, Garðar Briem, Sigurður Vignisson og Hall-
grímur Þorvaldsson.
Skálanefnd: Guðbjörn Þórðarson formaður, Ragnar
Jörgensen (starfandi formaður frá og með nóvem-
ber), Aðalsteinn Svavarsson, Alexander Ingimarsson,
Ástvaldur Guðmundsson, Grétar Þorvaldsson, Leif-
ur Þorvaldsson, Snæbjörn Pálsson, Stefán Bjarnason,
Sverrir Hilmarsson, Vilhjálmur S. Kjartansson og Þor-
steinn Kristvinsson.
Ferðanefnd: Sjöfn Sigsteinsdóttir formaður, Árni
Páll Árnason, Eiríkur Lárusson, Hannes Haraldsson,
Magnús Tumi Guðmundsson, Þorsteinn Jónsson og
Hlynur Skagfjörð.
Fulltrúi í SAMÚT: Björn Oddsson, Árni Páll Árnason
til vara.
GJÖRFÍ-nefnd: Þóra Karlsdóttir formaður, Ástvald-
ur Guðmundsson og Jósef Hólmjárn.
Ritstjórar Jökuls: Bryndís Brandsdóttir, Gréta Björk
Kristjánsdóttir, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn
Þorsteinsson.
Ritnefnd Jökuls: Christopher J. Caseldine, Fiona
Tweed, Gifford Miller, Haraldur Sigurðsson, Helgi
Björnsson, Karen Luise Knudsen, Karl Grönvold,
Kristján Sæmundsson, Robert S. Detrick, Tómas Jó-
hannesson og William H. Menke.
Skemmtinefnd: Hlín Finnsdóttir, formaður, Ágúst Þór
Gunnlaugsson og Snævarr Guðmundsson.
Valnefnd: Jón E. Ísdal, Oddur Sigurðsson og Stefán
Bjarnason.
Félagatalið er í umsjón Jóhönnu Katrínar Þórhalls-
dóttur, Valgerðar gjaldkera og Alexanders Ingimars-
sonar en hann hefur einnig umsjón með geymslu fé-
lagsins í kjallara húss FÍ í Mörkinni 6. Björn Oddsson
sá um erlenda áskrift.
JÖKULL No. 63, 2013 137