Jökull


Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 149

Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 149
Data report Hlaup og gufusprengingar í Kverkfjöllum í ágúst 2013 Magnús Tumi Guðmundsson1, Bergur Einarsson2 og Björn Oddsson3 1Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is 2Veðurstofu Íslands, Bústaðavegur 7–9, 150 Reykjavík 3Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík Í vorferð JÖRFÍ í byrjun júní fór hluti hópsins í Kverkfjöll. Skoðun á gögnum úr ferðinni leiddi í ljós að vatn var tekið að safnast fyrir í Gengissigi, jök- ulstíflaða lóninu austan við skála Jöklarannsóknafé- lagsins. Mælingarnar sýna að hækkun vatnsborðs frá haustinu 2012 hafði numið um 20 metrum. Sam- kvæmt myndum sem teknar voru eftir miðjan júlí hafði vatnsborð enn hækkað um 5 metra eða svo á þeim sex vikum sem liðið höfðu frá vorferðinni. Því var ljóst að hlaup gæti komið úr siginu innan árs héldi þessi þróun áfram. Þann 15. ágúst síðastliðinn urðu landverðir í Kverkfjöllum varir við að hlaup var í Volgu og sópaðist göngubrúin á ánni í burtu í þeim atgangi. Morguninn eftir var afráðið að kanna að- stæður og fór þyrla Landhelgisgæslunnar í Kverkfjöll með fólk frá Almannavörnum, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans. Eins og reiknað hafði verið með var Gengissigið hlaupið. Þétt dreif af upp- brotnum lagnaðarís þakti botn sigsins hvarvetna og vatnsborð stóð mjög lágt. En mesta athygli vöktu dökkar dreifar af leir sem náðu um 1 km norður fyr- ir sigið. Augljóst var að sprengingar höfðu orðið á nokkrum stöðum í norðanverðu siginu í lok hlaupsins og efnið sem upp kom myndað dreifarnar. Þann 28. ágúst fóru Ástvaldur Guðmundsson, Karen Stehlow og Magnús Tumi í Kverkfjöll á vél- sleðum úr Jöklaseli til að rannsaka ummerki eft- ir sprengingarnar. Þykkt og útbreiðsla dreifarinn- ar var mæld og sýni tekin til rannsóknar á efninu sem upp kom, m.a. mælingar á kornastærðardreif- ingu þess. Mun Karen gera þá athugun. Hún vinn- ur að doktorsverkefni við háskólann í Bristol og er viðfangsefni hennar einmitt gufusprengingar í jarð- hitasvæðum og eldfjöllum. Efnið sem upp kom er leirkennt og ummyndað og augljóslega ekki gjóska í venjulegum skilningi, heldur ættað úr yfirborðsjarð- lögum á botni sigsins. Engin merki sjást um að kvika hafi komið við sögu. Svo er að sjá að sprengingarn- ar hafi orðið þegar mestur hluti vatnsins var runnin úr siginu. Vatnsborðlækkunin var í heild um 30 metrar. Því virðist einsýnt að orsök sprenginganna hafi verið hvellsuða jarðhitavatnsins nærri yfirborði. Hvellsuð- una má skýra sem viðbrögð við lækkun þrýstings í jarðhitakerfinu samfara falli vatnsborðsins. Vatnsmagn í Gengissigi í upphafi hlaups er talið hafa verið um 6 millj. m3. Í lok hlaupsins voru rúm- lega 0.5 millj. m3 vatns eftir. Út úr siginu runnu því 5.5 millj. m3 en óvissan í þeirri tölu er 15%. Hlaupið kom fram sem um 150 m3/s rennslisaukning á vatns- hæðarmælinum í Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga en ætla má að hámarksrennsli hlaupsins við jökul hafi verið hærra. Þokkalegt samræmi er milli heild- arrennsli hlaupsins við Upptyppinga (6 millj. m3) og stærðar sigsins (5.5 millj. m3) og er munurinn ekki marktækur. Hlaupið í ágúst var töluvert minna en síð- asta hlaup úr Gengissigi, sem varð í janúar 2002. Frá 2002 og fram á haust 2012 var sírennsli úr siginu og vatnsborð stóð lengst af fremur lágt. Ekki er vitað hvers vegna ísstíflan lokar stundum fyrir útrennsli og stundum ekki. Hliðstæð hegðun hefur verið algeng í Grímsvötnum allt frá því eftir Gjálpargosið 1996. Hlaupið 15.–16. ágúst 2013. – Key parameters of the jökulhlaup. Vatnshæð fyrir hlaup 1638 m y.s. Vatnshæð eftir hlaup 1607 m y.s. Heildarrennsli úr katli 5.5x106 m3 Heildarrennsli við Upptyppinga 6x106 m3 Flóðtoppur við Upptyppinga 150 m3s−1 Þessi atburður er merkilegur fyrir þær sakir að meira en 50 ár eru síðan að síðasta staðfesta gufu- sprenging af þessu tagi átti sér stað. Haustið 1959 kom haustleiðangur Jöklarannsóknafélagsins í Kverk- JÖKULL No. 63, 2013 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.