Jökull - 01.01.2013, Síða 145
Society report
Vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul
1.–8. júní 2012
Magnús Tumi Guðmundsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is
Vorferðin 2012 var sú 60. í röðinni en fyrsta ferð-
in var farin 1953. Þeirri ferð er lýst í ítarlegri grein
Sigurðar Þórarinssonar í 3. árgangi Jökuls. Eins og í
fyrstu ferðinni var áherslan nú á Grímsvötn, ekki síst
rannsókn á gígsvæðinu úr gosinu í fyrra, en á síðasta
ári var aldrei fært niður í ketilinn sem myndaðist í
gosinu í maí. Þátttakendur voru 27 en af þeim fóru
7 heim eftir fyrri helgina. Farið var frá Reykjavík um
kvöldmatarleytið föstudaginn 1. júní. Eftir nætur-
gistingu í Jökulheimum var haldið upp Tungnaárjökul
og gekk sú ferð að óskum. Farartækin voru snjóbíll
HSSR, Ford bíll JÖRFÍ, bílar frá Jarðvísindastofnun,
Veðurstofu og Landsvirkjun og nokkrir vélsleðar. Við
komum á fjallið síðdegis á laugardeginum. Veður var
ákaflega gott, hæg norðaustanátt og heiðríkt. Hélst svo
fram á þriðjudag. Strax á laugardeginum héldu fjór-
ir leiðangursmenn rakleiðis í Kverkfjöll, aðrir tveir
héldu niður á Vött og tveir til viðbótar fóru í Esju-
fjöll. Aðrir gerðu klárt fyrir fyrir verkefni næstu daga.
Helstu verkefni voru:
1. Rannsókn á gígunum og öðrum ummerkjum um
gosið í maí 2011. Svo vel vildi til að vatnsborð lækk-
aði í vikunni fyrir ferðina þ.a. gígarnir voru að mestu
á þurru, í fyrsta sinn frá goslokum. Tókst því að kort-
leggja þá, mæla gasútstreymi og gera hitamælingar á
jarðhitaaugum sem voru fjölmörg. Einnig var með
gúmmíbátur, dýptarmælir og tæki sem mældi hita,
leiðni og þrýsting. Þessi tæki voru notuð til að mæla
lónið austast í katlinum. Það er stórmerkilegt, því hiti
þess var 35–45◦ vestan til en lækkaði svo í 7–10◦ aust-
ast, þar sem ísveggir eru á allar hliðar.
2. Athugun á jarðhitabreytingum í Grímsvötnum. Að
venju var farið á vélsleða með GPS í alla helstu sig-
katla og gengið um svæðið þar sem áður var Vatns-
hamar. Þar bráðnar nú meira á ári hverju en sest á
jökulinn og jökulyfirborðið lækkar. Ef sú þróun held-
ur áfram gætu bergkollar sem hafa nöfn, og fólk gekk
á í fyrstu vorferðunum, farið að stinga sér upp úr jökl-
inum að nýju.
3. Vatnshæð í Grímsvötnum reyndist með lægsta móti,
um 1340 m y.s. Viðvarandi jarðhiti í Grímsvatna-
skarði veldur því að þar lekur bræðsluvatn út langtím-
um saman svo ekki safnast fyrir nægilegt vatn til að
valda umtalsverðum hlaupum.
4. Afkomumælingar í Grímsvötnum og norðan þeirra,
á Bárðarbungu og Háubungu. Þessar mælingar gengu
ágætlega og var ákoma vetrarins nærri meðallagi.
5. Veðurstöð var sett upp á Bárðarbungu eins og mörg
undanfarin ár.
6. Í Kverkfjöllum var sett upp veðurstöð og vef-
myndavél að forgöngu þeirra Björns Oddssonar og
Hálfdáns Ágústssonar með styrk frá Vinum Vatnajök-
uls. Vonast er til að stöðin og vefmyndavélin auki ör-
yggi ferðamanna, enda er nú hægt að skoða aðstæður
á veraldarvefnum áður en lagt er upp í fjöllin.
7. Rannsókn á gasútstreymi í Grímsvötnum. Unnið
var að mælingum á gasútstreymi á gosstöðvunum og
á Saltaranum eins og gert var á síðasta ári.
8. Uppsetning á varanlegum jarðskjálftamæli á Vetti.
Veðurstofumenn mættu nú með fullbúna skjálftamæli-
stöð og settu upp á Vetti í Skeiðarárjökli. Ætti stöðin
að bæta mjög staðsetningar jarðskjálfta í Vatnajökli
vestanverðum.
9. GPS-landmælingar voru gerðar á Hamrinum, Vetti
og Grímsfjalli eins og mörg undanfarin ár.
10. Unnið var að kortlagningu hliðarurða í Esjufjöll-
um og Mávabyggðum. Hrafnhildur og Snævarr fóru
JÖKULL No. 63, 2013 145