Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 145

Jökull - 01.01.2013, Side 145
Society report Vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul 1.–8. júní 2012 Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík; mtg@hi.is Vorferðin 2012 var sú 60. í röðinni en fyrsta ferð- in var farin 1953. Þeirri ferð er lýst í ítarlegri grein Sigurðar Þórarinssonar í 3. árgangi Jökuls. Eins og í fyrstu ferðinni var áherslan nú á Grímsvötn, ekki síst rannsókn á gígsvæðinu úr gosinu í fyrra, en á síðasta ári var aldrei fært niður í ketilinn sem myndaðist í gosinu í maí. Þátttakendur voru 27 en af þeim fóru 7 heim eftir fyrri helgina. Farið var frá Reykjavík um kvöldmatarleytið föstudaginn 1. júní. Eftir nætur- gistingu í Jökulheimum var haldið upp Tungnaárjökul og gekk sú ferð að óskum. Farartækin voru snjóbíll HSSR, Ford bíll JÖRFÍ, bílar frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Landsvirkjun og nokkrir vélsleðar. Við komum á fjallið síðdegis á laugardeginum. Veður var ákaflega gott, hæg norðaustanátt og heiðríkt. Hélst svo fram á þriðjudag. Strax á laugardeginum héldu fjór- ir leiðangursmenn rakleiðis í Kverkfjöll, aðrir tveir héldu niður á Vött og tveir til viðbótar fóru í Esju- fjöll. Aðrir gerðu klárt fyrir fyrir verkefni næstu daga. Helstu verkefni voru: 1. Rannsókn á gígunum og öðrum ummerkjum um gosið í maí 2011. Svo vel vildi til að vatnsborð lækk- aði í vikunni fyrir ferðina þ.a. gígarnir voru að mestu á þurru, í fyrsta sinn frá goslokum. Tókst því að kort- leggja þá, mæla gasútstreymi og gera hitamælingar á jarðhitaaugum sem voru fjölmörg. Einnig var með gúmmíbátur, dýptarmælir og tæki sem mældi hita, leiðni og þrýsting. Þessi tæki voru notuð til að mæla lónið austast í katlinum. Það er stórmerkilegt, því hiti þess var 35–45◦ vestan til en lækkaði svo í 7–10◦ aust- ast, þar sem ísveggir eru á allar hliðar. 2. Athugun á jarðhitabreytingum í Grímsvötnum. Að venju var farið á vélsleða með GPS í alla helstu sig- katla og gengið um svæðið þar sem áður var Vatns- hamar. Þar bráðnar nú meira á ári hverju en sest á jökulinn og jökulyfirborðið lækkar. Ef sú þróun held- ur áfram gætu bergkollar sem hafa nöfn, og fólk gekk á í fyrstu vorferðunum, farið að stinga sér upp úr jökl- inum að nýju. 3. Vatnshæð í Grímsvötnum reyndist með lægsta móti, um 1340 m y.s. Viðvarandi jarðhiti í Grímsvatna- skarði veldur því að þar lekur bræðsluvatn út langtím- um saman svo ekki safnast fyrir nægilegt vatn til að valda umtalsverðum hlaupum. 4. Afkomumælingar í Grímsvötnum og norðan þeirra, á Bárðarbungu og Háubungu. Þessar mælingar gengu ágætlega og var ákoma vetrarins nærri meðallagi. 5. Veðurstöð var sett upp á Bárðarbungu eins og mörg undanfarin ár. 6. Í Kverkfjöllum var sett upp veðurstöð og vef- myndavél að forgöngu þeirra Björns Oddssonar og Hálfdáns Ágústssonar með styrk frá Vinum Vatnajök- uls. Vonast er til að stöðin og vefmyndavélin auki ör- yggi ferðamanna, enda er nú hægt að skoða aðstæður á veraldarvefnum áður en lagt er upp í fjöllin. 7. Rannsókn á gasútstreymi í Grímsvötnum. Unnið var að mælingum á gasútstreymi á gosstöðvunum og á Saltaranum eins og gert var á síðasta ári. 8. Uppsetning á varanlegum jarðskjálftamæli á Vetti. Veðurstofumenn mættu nú með fullbúna skjálftamæli- stöð og settu upp á Vetti í Skeiðarárjökli. Ætti stöðin að bæta mjög staðsetningar jarðskjálfta í Vatnajökli vestanverðum. 9. GPS-landmælingar voru gerðar á Hamrinum, Vetti og Grímsfjalli eins og mörg undanfarin ár. 10. Unnið var að kortlagningu hliðarurða í Esjufjöll- um og Mávabyggðum. Hrafnhildur og Snævarr fóru JÖKULL No. 63, 2013 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.