Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 131
Society report
Jarðfræðafélag Íslands
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2012
Fyrri hluta ársins 2012 störfuðu í stjórn félagsins
Þorsteinn Sæmundsson (formaður), Björn Harðar-
son (varaformaður), Guðrún Eva Jóhannsdóttir (gjald-
keri), Ívar Örn Benediktsson (ritari), Theódóra Matth-
íasdóttir (meðstjórnandi), Lúðvík Eckardt Gústafsson
(meðstjórnandi) og Benedikt Gunnar Ófeigsson (með-
stjórnandi). Á aðalfundi 3. maí gengu úr stjórn Ívar
Örn Benediktsson (ritari) og Guðrún Eva Jóhanns-
dóttir (gjaldkeri). Ívar Örn hefur starfað í stjórn fé-
lagsins frá árinu 2009 og sem ritari frá árinu 2010.
Guðrún Eva hefur starfað í stjórn félagsins frá árinu
2010 sem gjaldkeri. Þeim eru þökkuð góð störf í
þágu félagsins. Nýir meðlimir í stjórn eru þau Sigur-
laug María Hreinsdóttir og Ólafur Ingólfsson. Skip-
an stjórnar eftir aðalfund var þessi: Þorsteinn Sæ-
mundsson (formaður), Theódóra Matthíasdóttir (vara-
formaður), Lúðvík Eckardt Gústafsson (gjaldkeri),
Sigurlaug María Hreinsdóttir (ritari), Björn Harðar-
son (meðstjórnandi), Ólafur Ingólfsson (meðstjórn-
andi) og Benedikt Gunnar Ófeigsson (meðstjórnandi).
Alls eru nú rúmlega 300 félagar skráðir í félagið.
Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á ár-
inu. Vorráðstefna félagsins var haldinn 30. mars, aðal-
fundur félagsins 3. maí, haustferð/ haustráðstefna var
farin 5.–7. október og haustráðstefna haldin 23. nóv-
ember. Að auki hélt félagið utanum skipulagningu
Vetrarmóts norrænna jarðfræðinga í byrjun janúar.
Vorráðstefna félagsins 2012 var haldinn þann 30.
mars í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Að
vanda var fjölbreytt dagskrá og 23 stórfróðleg erindi
flutt og að auki voru fjölmörg áhugaverð veggspjöld
sýnd. Fundinn sóttu yfir 80 félagar og voru menn á
því að vel hafi tekist til.
Aðalfundur félagsins var haldinn 3. maí í Orku-
garði, sal ÍSOR. Áður en aðalfundur hófst flutti pró-
fessor Ólafur Ingólfsson stórfróðlegan fyrirlestur sem
hann nefndi Deccan flæðibasöltin á Indlandi séð af
mótorhjóli. Að loknum fyrirlestrinum voru hefðbund-
in aðalfundarstörf en þar á eftir var boðið upp á ljós-
myndasýningu þar sem Ívar Örn Benediktsson sýndi
myndir frá leiðangri sínum til Síberíu.
Haustferð félagsins árið 2012 var með nokkrum
öðrum hætti en undanfarin ár. Að þessu sinni var
ákveðið að fara í tveggja daga ferð og blanda sam-
an fyrirlestrum og skoðunarferðum og var ferðin farin
í samvinnu við Jöklarannsóknarfélag Íslands. Dval-
ið var á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur, hlýtt á
fyrirlestra fyrir hádegi og farið í skoðunarferðir eft-
ir hádegi. Tilefni ferðarinnar var að heiðra prófessor
Helga Björnsson í tilefni 70 ára afmælis hans. Alls
voru flutt 16 erindi þar sem bæði ráðstefnugestum og
heimamönnum var boðið að hlýða á erindin og nýttu
fjölmargir heimamenn sér það tækifæri. Ferðin og
ráðstefnan mæltist mjög vel fyrir og var báðum félög-
unum til mikils sóma.
Haustráðstefna félagsins fór fram 23. nóvember.
Þema ráðstefnunnar var jarðhitarannsóknir og þróun-
arsamvinna og voru heiðursgestir ráðstefnunnar þeir
Dr. Halldór Ármannsson jarðefnafræðingur á ÍSOR
og prófessor Stefán Arnórsson jarðefnafræðingur við
Háskóla Íslands. Ráðstefnan var haldin í Orkugarði.
Alls voru 17 erindi flutt og í lok dags var boðið upp
á móttöku, þeim félögum til heiðurs. Um 80 manns
sóttu ráðstefnuna sem í alla staði tókst mjög vel og var
ekki annað að sjá en þeir félagar hafi notið dagsins.
Af öðrum viðburðum ársins ber hæst að nefna að
Jarðfræðafélagið hélt 30. Vetrarmót Norrænna jarð-
fræðinga 9.–12. janúar 2012. Undirbúningur móts-
ins hafði staðið yfir megnið af árinu 2011 en í undir-
búningsnefnd voru: Þorsteinn Sæmundsson, formað-
ur, Ívar Örn Benediktsson, varaformaður, Anette K.
Mortensen, Ármann Höskuldsson, Björn Harðarson,
JÖKULL No. 63, 2013 131