Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 134
Magnús T. Guðmundsson
FÉLAGATAL
Skráðir félagsmenn um síðustu ármót voru tæplega
600, svipað og í fyrra. Heiðursfélagar eru 17, almenn-
ir félagar 477, fyrirtæki og stofnanir 3, fjölskyldufé-
lagar 22 og námsmenn 76. Tæplega 60 erlendir áskrif-
endur fá Jökul hefur þeim heldur fækkað nú á tímum
efnahagssamdráttar og nettímarita. Um 50 manns til
viðbótar fá fréttabréfið sent.
RANNSÓKNIR
Jöklarannsóknafélagið kom með beinum hætti að
rannsóknum á Vatnajökli og Mýrdalsjökli auk sporða-
mælinganna sem sjálfboðaliðar vinna fyrir félagið.
Afkomumælingar á Mýrdalsjökli
Gerðar voru afkomumælingar á Mýrdalsjökli eins og
undanfarin ár. Síðastliðið vor náðist að bora tvær af-
komuholur og var lesið af þeim um haustið. Í maí-
ferðinni var reynt að bora alla leið niður í gegnum
árlagið 2009–2010 en það tókst ekki þar sem borinn
festist ítrekað. Unnið er að gerð tveggja greina um
niðurstöður og túlkun þeirra.
Vorferð 29.5.–2.6.
Þátttakendur voru 18. Ferðin var mjög óvenjuleg
vegna nýafstaðins Grímsvatnagoss. Í ferðinni voru
aðeins jeppar, enginn snjóbíll eða sleði vegna gjósk-
unnar. Farið var um Jökulheima en stærsta verkefnið
voru mælingar á gjóskulaginu úr Grímsvatnagosinu.
Húsin voru þrifin.
Sporðamælingar
Sporðamælingar fóru fram á svipaðan hátt og áður og
sá Oddur Sigurðsson um þær sem fyrr. Ekki verður
fjölyrt um þær frekar hér, enda birtist árleg skýrsla um
jöklabreytingar í Jökli.
Mælingaferð í Grímsvötn
Farin var ferð til mælinga í Grímsvötnum í lok júlí.
Bíll JÖRFÍ og Eiríkur voru með í för. Gjóskulagið og
aðstæður í Grímsvötnum voru rannsakaðar en kostn-
aður við ferðina var greiddur af Jarðvísindastofnun.
Aðstæður voru æði tröllslegar kringum Grímsfjall þar
sem jökullinn skiptist í stalla vegna misbráðnunar.
Mikilvægar upplýsingar fengust í ferðinni um gjósku-
lagið úr gosinu sem varð í lok maí.
Mælingum á varmaútstreymi í Kverkfjöllum var
lokið í ferð sem farin var í lok júlí. Var þetta síð-
asti þátturinn í verkefni sem hófst 2008 og eru hluti af
doktorsverkefni Björns Oddssonar. Mestur hluti mæl-
inganna undanfarin ár hefur verið unninn í vorferðum
JÖRFÍ.
Eldgos í Grímsvötnun í maí.
Grímsvötn vöknuðu til lífsins með hvelli að kvöldi
21. maí. Gígurinn var í suðvesturhorni Grímsvatna,
á sama stað og 2004. Gosstrókur náði tæplega 20 km
hæð og lagði gjóskuna til suðausturs í fyrstu en síð-
an til suðurs. Þetta var mun stærra gos en komið hafa
marga undanfarna áratugi og helst talist líkjast Gríms-
vatnagosinu 1873. Gosið stóð í viku en því er talið
hafa lokið að morgni 28. maí. Sem betur fer sluppu
hús JÖRFÍ án skemmda, en gjóskufall til suðurs var
geysimikið. Gjóskuþykktin í 6 km fjarlægð frá gíg
(sama fjarlægð og til skálanna á Grímsfjalli) var um
150 cm og bunkarnir í brekkunni sunnan gígsins eru
allt að 50 m þykkir. Gjóskulagið þakti allan suðvest-
urhluta Vatnajökuls. Fyrir vikið tók fyrir svo til öll
ferðalög á jökulinn þetta sumarið.
Órói í Kötlu og jökulhlaup 9. júlí.
Óróa varð vart á skjálftamælum þann 8. júlí og Múla-
kvísl var óvenju dökk og mikil. Nóttina eftir kom
hlaup niður Múlakvísl og tók af brúna á hringvegin-
um. Upptök hlaupsins voru í þremur sigkötlum í suð-
austurhluta Kötluöskjunnar og var einn þeirra (nr. 16)
þeirra mestur. Jarðhiti eða lítið eldgos mun hafa vald-
ið hlaupinu. Eftir hlaupið óx jarðskjálftavirkni mikið
í Kötlu og var hún höfð í gjörgæslu eftir því sem tök
voru á. Eitthvað hefur dregið úr jarðskjálftavirkni en
óljóst hver staðan er með vaxandi jarðhita.
Hlaup frá kötlum austan Hamarsins 13. júlí.
Ekki var allt búið eftir hlaup í Múlakvísl. Þann 12.
júlí sáu jarðskjálftafræðingar á vakt á Veðurstofunni
óvenjulegar óróahviður á mælum með upptök í norð-
vestanverðum Vatnajökli. Um nóttina kom svo sam-
felldur órói. Ekkert hlaup kom þó fram á vatnamæl-
um þó vakað væri yfir þeim um nóttina. Í ljós kom að
hlaupið hafði farið í Köldukvísl, fyllt Hágöngulón og
flætt svo á yfirfalli. Hlaupið náði því ekki til byggða
en í ljós kom gat í vöktunarkerfinu. Nú eru vatnshæð-
armælingar í lónum orðnar hluti þess og því á það ekki
134 JÖKULL No. 63, 2013