Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 134

Jökull - 01.01.2013, Side 134
Magnús T. Guðmundsson FÉLAGATAL Skráðir félagsmenn um síðustu ármót voru tæplega 600, svipað og í fyrra. Heiðursfélagar eru 17, almenn- ir félagar 477, fyrirtæki og stofnanir 3, fjölskyldufé- lagar 22 og námsmenn 76. Tæplega 60 erlendir áskrif- endur fá Jökul hefur þeim heldur fækkað nú á tímum efnahagssamdráttar og nettímarita. Um 50 manns til viðbótar fá fréttabréfið sent. RANNSÓKNIR Jöklarannsóknafélagið kom með beinum hætti að rannsóknum á Vatnajökli og Mýrdalsjökli auk sporða- mælinganna sem sjálfboðaliðar vinna fyrir félagið. Afkomumælingar á Mýrdalsjökli Gerðar voru afkomumælingar á Mýrdalsjökli eins og undanfarin ár. Síðastliðið vor náðist að bora tvær af- komuholur og var lesið af þeim um haustið. Í maí- ferðinni var reynt að bora alla leið niður í gegnum árlagið 2009–2010 en það tókst ekki þar sem borinn festist ítrekað. Unnið er að gerð tveggja greina um niðurstöður og túlkun þeirra. Vorferð 29.5.–2.6. Þátttakendur voru 18. Ferðin var mjög óvenjuleg vegna nýafstaðins Grímsvatnagoss. Í ferðinni voru aðeins jeppar, enginn snjóbíll eða sleði vegna gjósk- unnar. Farið var um Jökulheima en stærsta verkefnið voru mælingar á gjóskulaginu úr Grímsvatnagosinu. Húsin voru þrifin. Sporðamælingar Sporðamælingar fóru fram á svipaðan hátt og áður og sá Oddur Sigurðsson um þær sem fyrr. Ekki verður fjölyrt um þær frekar hér, enda birtist árleg skýrsla um jöklabreytingar í Jökli. Mælingaferð í Grímsvötn Farin var ferð til mælinga í Grímsvötnum í lok júlí. Bíll JÖRFÍ og Eiríkur voru með í för. Gjóskulagið og aðstæður í Grímsvötnum voru rannsakaðar en kostn- aður við ferðina var greiddur af Jarðvísindastofnun. Aðstæður voru æði tröllslegar kringum Grímsfjall þar sem jökullinn skiptist í stalla vegna misbráðnunar. Mikilvægar upplýsingar fengust í ferðinni um gjósku- lagið úr gosinu sem varð í lok maí. Mælingum á varmaútstreymi í Kverkfjöllum var lokið í ferð sem farin var í lok júlí. Var þetta síð- asti þátturinn í verkefni sem hófst 2008 og eru hluti af doktorsverkefni Björns Oddssonar. Mestur hluti mæl- inganna undanfarin ár hefur verið unninn í vorferðum JÖRFÍ. Eldgos í Grímsvötnun í maí. Grímsvötn vöknuðu til lífsins með hvelli að kvöldi 21. maí. Gígurinn var í suðvesturhorni Grímsvatna, á sama stað og 2004. Gosstrókur náði tæplega 20 km hæð og lagði gjóskuna til suðausturs í fyrstu en síð- an til suðurs. Þetta var mun stærra gos en komið hafa marga undanfarna áratugi og helst talist líkjast Gríms- vatnagosinu 1873. Gosið stóð í viku en því er talið hafa lokið að morgni 28. maí. Sem betur fer sluppu hús JÖRFÍ án skemmda, en gjóskufall til suðurs var geysimikið. Gjóskuþykktin í 6 km fjarlægð frá gíg (sama fjarlægð og til skálanna á Grímsfjalli) var um 150 cm og bunkarnir í brekkunni sunnan gígsins eru allt að 50 m þykkir. Gjóskulagið þakti allan suðvest- urhluta Vatnajökuls. Fyrir vikið tók fyrir svo til öll ferðalög á jökulinn þetta sumarið. Órói í Kötlu og jökulhlaup 9. júlí. Óróa varð vart á skjálftamælum þann 8. júlí og Múla- kvísl var óvenju dökk og mikil. Nóttina eftir kom hlaup niður Múlakvísl og tók af brúna á hringvegin- um. Upptök hlaupsins voru í þremur sigkötlum í suð- austurhluta Kötluöskjunnar og var einn þeirra (nr. 16) þeirra mestur. Jarðhiti eða lítið eldgos mun hafa vald- ið hlaupinu. Eftir hlaupið óx jarðskjálftavirkni mikið í Kötlu og var hún höfð í gjörgæslu eftir því sem tök voru á. Eitthvað hefur dregið úr jarðskjálftavirkni en óljóst hver staðan er með vaxandi jarðhita. Hlaup frá kötlum austan Hamarsins 13. júlí. Ekki var allt búið eftir hlaup í Múlakvísl. Þann 12. júlí sáu jarðskjálftafræðingar á vakt á Veðurstofunni óvenjulegar óróahviður á mælum með upptök í norð- vestanverðum Vatnajökli. Um nóttina kom svo sam- felldur órói. Ekkert hlaup kom þó fram á vatnamæl- um þó vakað væri yfir þeim um nóttina. Í ljós kom að hlaupið hafði farið í Köldukvísl, fyllt Hágöngulón og flætt svo á yfirfalli. Hlaupið náði því ekki til byggða en í ljós kom gat í vöktunarkerfinu. Nú eru vatnshæð- armælingar í lónum orðnar hluti þess og því á það ekki 134 JÖKULL No. 63, 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.